Morgunblaðið - 28.02.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.02.1986, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 Anna Margrét Jóns- dóttir — Minning Tengdamóðir okkar, Anna Margrét Jónsdóttir, andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík 24. febrúar sfðastliðinn. Hún hafði jafn- an verið við góða heilsu, en á haust- mánuðum gerðist hún dettin, axlar- brotnaði fyrst en við aðra byltu fékk hún höfuðhögg og gekk undir aðgerð. Reyndist hún haldin höfuð- meini, er dró hana til dauða eftir fárra mánaða legu. Anna fæddist 28. nóvember 1909 á heimili foreldra sinna að Austur- stræti 3 í Reykjavík, Jóns Brynjólfs- sonar skósmíðameistara og leður- kaupmanns og Guðrúnar Jóseps- dóttur. Jón var sonur Brynjólfs bónda Einarssonar á Hreðavatni í Borgarfirði og Guðrúnar Hannes- dóttur frá Skrapatungu á Skaga- strönd. Foreldrar Guðrúnar voru Jósep Magnússon verkamaður f Melkoti í Reykjavík og Sigríður Gestsdóttir Lund í Hafnarfirði. Önnur böm Guðrúnar og Jóns Brynjólfssonar voru þessi: Magnús J. Brynjólfsson leðurkaupmaður, kvæntur Marie Brask, þau eru bæði látin, Jón sútari, kvæntur Ástu Guðmundsdóttur, þau em látin, Brynjólfur veitingamaður, kvæntur Klöm Alexandersdóttur, hún er lát- in, og Sigrfður, gift Sveini Zoéga forsfjóra. Hálfbróðir þeirra er Tryggvi Jónsson forstjóri, kvæntur Kristínu Magnúsdóttur. Anna ólst upp á heimili foreldra sinna í miðbæ Reykjavíkur, bæði í Austurstræti 3 og Bröttugötu 5. Þá var lítt farið að tfðkast að konur væm settar til mennta. Anna fékkst ekki um það og fór 16 ára gömul á lýðskóla f Danmörku þar sem hún baeði aflaði sér almennrar menntun- ar og lagði sérstaklega fyrir sig matargerð og hannyrðir. Ung kynntist hún Karli Kristins- sjmi og festu þau hugi saman og vom gefin saman í hjónaband í Frfkirkjunni 16. desember 1933. Karl var sonur Kristjönu Elínborgar Jónsdóttur frá Selvelli í Breiðuvík og Kristins Magnússonar skipstjóra í Reykjavík, bróður séra Olafs í Amarbæli og Sigurðar læícnis á Patreksfirði. Anna og Karl settu heimili sitt fyrst að Sólvallagötu 19 en reistu sér síðan hús að Víðimel 67, þar sem þau bjuggu við rausn meðan báðum entist líf og heilsa, en Karl féll frá 21. júní 1977. Karl Kristins- son hafði snemma mikil umsvif, en árið 1935 keypti hann Bjömsbakarí og var síðan oftast kenndur við það. Dylst engum, að mikið hefur verið á húsmóður lagt að sjá um heimili og uppeldi bama, þar sem slíkur athafnamaður var. Því hlut- verki gegndi Anna af miklum myndarskap og fór orð af frábærri matargerð hennar og allri risnu. Hún hafði mikla ánægju af hann- yrðum, eins og margir munir af heimili hennar bera vott um. Jafnan var gestkvæmt á heimili Önnu og Karls og opið hús vinum og vandamönnum. Nú eru vinimir flestir fallnir frá en æskuvinkona Önnu, Laufey Svava Brandsdóttir, ber harm sinn í hljóði og sér á eftir tryggum vini. Vinátta þeirra stóð f meira en 60 ár. Anna var kona dul en skapföst og hafði ákveðna skoðun um flest. Hún var ekki allra, en þeim sem hún tók var hún bæði trygg og ræktarsöm. Skyldurækni var henni í blóð borin og aldrei ætlaðist hún til endurgjalds eða þakklætis, er hún gerði öðmm vel. Anna og Karl eignuðust tvö böm, Guðrúnu, húsfreyju, 14. september 1936 og Kristin, félagsfrseðing, 1. júní 1950. Guðrún er gift Benedikt Blöndal hæstaréttarlögmanni, þeirra böm em Karl, Lárus og Anna. Kristinn er kvæntur Ragn- heiði Indriðadóttur, sálfræðingi, böm þeirra em Ingunn Rán, Anna Þóra og Karl. Einnig ólu þau upp tvo frændur Karls, Pétur Hunter stýrimann og Helga Friðriksson. Þeir bræður vom synir frænku og fóstursystur Karls, Ingunnar Jóns- dóttur Hoffmann, sem gifst hafði enskum lögfræðingi, en sendi böm sfn heim f stríðsbyijun, orðin sjúk af sótt sem skömmu sfðar dró hana til dauða. Pétur varð ekki langlífur. Helgi lærði fyrst prentiðn og starf- aði að iðn sinni um hrfð en gerðist sfðan hægri hönd Karls um rekstur Bjömsbakarfs, tók sveinspróf í bakaraiðn og rekur gamla bakaríið f Vallarstræti 4 f dag. Kona hans er Jóhanna S. Jóhannsdóttir. Böm Helga af fyrra hjónabandi em Ingunn, Láms og Pétur. Okkur var gleði að Anna skyldi geta komið á heimili okkar og verið með bömum sínum og bamaböm- um síðustu jólin sín, þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm. Er á leið janúar elnaði henni sóttin og fékk hún hægt andlát undir hádegi mánudag- inn 24. febrúar. Hvíli hún í friði. Ragnheiður Indriðadóttir Benedikt Blöndal Minning: - Guðbjartur Jónsson byggingameistari Fæddur 10. janúar 1893 Dáinn 20. febrúar 1986 Til foldar er hniginn háaldraður heiðursmaður. Einlæg kveðju- og þakkarorð fylgja til þessa einstæða mannkostamanns og Qölskyldu hans. Guðbjartur Jónsson, bygginga- meistari, Grenimel 26 í Reykjavík, verður til moldar borinn í dag frá Fríkirkjunni í Reykjavfk. Guðbjartur fseddist í Saurbæ á Rauðasandi í Barðastrandarsýslu 10. janúar 1893, elstur þrettán bama hjónanna Kristínar Magnús- dóttur og Jóns Runólfssonar, sem bjuggu á Melnesi og síðar f Skógi á Rauðasandi. Þau vom bæði borin og bamfædd þar í sveit, svo og forfeður þeirra margir í ættir fram. Guðbjartur ólst upp við alla al- genga vinnu til sjós og lands, en um hann má með sanni segja, að snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill, því að hann varði öllum stundum, sem hann mátti, til smfða og vann ungur að ámm að húsbyggingum heima í sveit sinni. Árið 1919 flyst hann svo til Reykjavíkur og vann þar f bygg- ingaiðnaði alla tíð sfðan. Hann var í hópi þeirra fyrstu sem löggiltir vom sem byggingameistarar á ís- landi. Hann starfaði sjálfstætt í iðn sinni á ámnum 1923 til 1958 og reisti á þessu tímabili íjölda íbúðar- húsa í Reykjavík og víðar. Naut hann í hvívetna mikils trausts, sem sérlega hæfur og áreiðanlegur maður, bæði í lífi sfnu sem og lffs- starfí. Árið 1920 gekk hann að eiga Steinunni Magnúsdóttur, Magnúsar Pálssonar, Sigurðssonar og konu hans, Rannveigar Brynjólfsdóttur, Halldórssonar frá Norðurgarði í Vestmannaeyjum. Þau Guðbrandur og Steinunn eignuðust eina dóttur, Kristínu Jónu, sem gift er Bjama Guð- mundssyni yfirpóstafgreiðslumanni og eiga þau Kristín og Bjami tvo syni, Guðstein og Hermann. Fyrstu kynni mín af sæmdar- hjónunum Guðbjarti og Steinunni og heimili þeirra urðu árið 1943 er ég sem tólf ára drengur hóf nám í undirbúningsdeild Menntaskólans í Reykjavík. Þessi elskulegu hjón opnuðu heimili sitt fyrir mér og vom mér sem foreldrar sjö fyrstu skólaárin mín hér f Reykjavík. Þá bjuggu þau á Vatnsstfg 16a, en síðan byggði Guðbjartur nýtt hús á Grenimel 26 og þangað flutti ég með þeim. En á Grenimel 26 bjuggu þau ávallt síðan og sfðustu árin hefir Guðbjartur átt heimili sitt með elskulegri dóttur sinni, Kristfnu Jónu, og manni hennar, Bjama Guðmundssyni. Öll sjö árin er ég átti skólaheim- ili mitt hjá þeim Guðbjarti og Stein- unni hafa ávallt sfðan verið mér hugstæð. Hugstæð vegna þess ómælda kærleika er ég naut með flölskyldunni. Hugstæð vegna mót- unar á lífsviðhorfum og skaphöfn unglingsins, en slík mótun átti sér stað frá báðum hjónunum af slíkum skilningi og kærleik að aldrei mun frá mér tekið. Ifyrir þessi ár svo og öll seinni árin hefi ég því mikið að þakka, sem engin orð megna að tjá. Ef til vill mætti segja merginn f lífssögu Guðbjarts í frásögn af eftir- leiknum eftir hin miklu veikindi er hann lenti í og átt við að stríða árið 1958. En lffskrafturinn og viljinn var þá sem endranær óbugandi. Hann lagði ekki árar í bát. Sjúk- dómurinn laut í lægra haldi og nú réðst Guðbjartur í það stórvirki árið 1960 að st anda fyrir og sljóma kirkjusmíði f Grafamesi í Gmndar- firði. Þrátt fyrir tæpa heilsu hélt hann því verki ótrauður áfrarn og auðn- aðist að koma kirkjunni undir þak. Stærsti hluti þess vinnuafls er hann hafði þar var hópur ungs fólks, bæði piltar og stúlkur frá Alkirkju- ráðinu og hinum ýmsu kirkjudeild- um fslenskum og erlendum. Ég er ekki í vafa um hvemig Guðbjarti hafa nýst meðfæddir hæfileikar til stjómunar og leið- beininga við ungt fólk, þá hlið þekkti ég frá uppvaxtarárum mín- um í festu og stjómsemi hans. Þann eiginleika þeklq'a líka allir þeir er leiðsagnar hans nutu í námi hjá honum. Það má segja að lærlingar hans úr trésmíði beri þess ótvíræð merki enn f dag. Það fór svo með kirkjubygging- una sem og alla aðra þætti er Guðbjartur unni og sinnti, að ekki einasta lagði hann fram ómælda vinnu og hugvit heldur einnig fjár- muni sem aldrei voru fastir í pyngju hans ef tilgangur og þörf helguðu aðra ráðstöfun. í athafnasömu lífí var heimili þeirra Guðbjarts og Steinunnar ávallt sú kjölfesta, sem best og sönnust prýðir sambúð karls og konu. Svo samstfg vom þau hjón að aldrei minnist ég styggðaryrða þeirra á milli. Og fróðlegt verður að sjá þó síðar verði, eitthvað af þeim mikla fróðleik og kveðskap er Guðbjartur lét eftir sig f eigin handriti. Verði sú útgáfa að veru- leika þá munum við, eftirlifandi vinir hans, enn á ný heyra enduróm- un þess glaðlyndis, ástúðar og mannkærleika er mótaði lífshlaup hans. Nú við leiðarlok eru færðar inni- legar þakkir fyrir samfylgdina og ég bið um blessun Guðs yfir minn- ingu Guðbjarts Jónssonar. Sigfús J. Johnsen Anna Einarsson frá Vog - Minning Fædd28.júlí 1901 Dáin 24. febrúar 1986 Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin strfð. (V. Briem) í dag fylgjum við ömmu okkar elskulegu til grafar. Alltaf er jafn erfitt að sætta sig við að fólk sem er manni nákomið falli frá. Þrátt fyrir að amma hafi verið orðin full- orðin, búin að skila sínu dagsverki og miklu meira en það og eflaust hvíldinni fegin, þá trúum við því ekki að hún sé farin og komi aldrei aftur. Amma fæddist í Færeyjum og ólst þar upp. Margtoft sagði hún okkur frá sfnum uppvaxtarárum. Þá var ekki setið auðum höndum því þau voru 14 systkinin og af þeim 10 bræður, sem allir voru sjó- menn. Hún var bam að aldri byijuð að pijóna sokka, vettlinga og peys- ur á bræður sína. Við ætlum ekki að rekja ættir hennar en ung kona fluttist hún til íslands, giftist ís- lenskum manni, afa okkar, Magnúsi Einarssyni, og eignuðust þau 4 böm. Persónuleiki ömmu var alveg sér- stakur. Hún talaði sambland af færeysku, fslensku og dönsku og oft komu hin furðulegustu og bráð- fyndnu orð og setningar út úr þessu öllu saman sem við öll höfðum gaman af og ekki síst hún sjálf. Hennar persónuleiki einkenndist af óendanlegum dugnaði, jákvæðni og sérstaklega skemmtilegu skop- skyni. Það var sama á hverju gekk. Alltaf var hún jafn jákvæð og þakklát og aldrei heyrðum við hana kvarta þrátt fyrir að líf hennar hefði ekki alltaf verið dans á rósum. Ef þrengdist í búi þá var ekki sest niður og grátið heldur farið og unnið dag og nótt. Hún vorkenndi sér aldrei, sagði meðan heilsan er í lagi þá er ekki yfir neinu að kvarta. Að sitja auðum höndum kallaði amma „að sitja með fjand- ann í fanginu". Aldrei líða okkur úr minni sunnu- dagamir heima hjá afa og ömmu. Það var hápunktur vikunnar. Öll bömin og bamabömin saman komin, uppápússuð og fín í heim- sókn hjá afa og ömmu. Það var alltaf eins og veisla - hlaðið borð af góðgæti og heitt súkkulaði drukkið með. Það var setið og spjallað og oft á tíðum mikið hlegið. Nú standa eftir minningamar og oft er sagt að þær séu það dýrmæt- asta sem maðurinn á. Persónuleiki eins og hún amma var kemur aldrei aftur, því miður. Við þökkum henni fyrir allt sem hún gaf okkur með nærvem sinni, alla þá hlýju og allan þann tíma sem hún eyddi með okkur og alla þá þolinmæði sem hún sýndi okkur. Við þökkum Guði fyrir að hafa átt jafn yndislega ömmu og hún var. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Anna Jóna, Stella, Berglind og Harpa. Mikil sómakona, Anna Einarsson frá Vog á Suðurey í Færeyjum, lést á Hrafnistu 24. febrúar siðastliðinn. Ég á ótal minningar um tengda- móður mína allt frá árinu 1955 og allar ylja þær mér um hjartarætur. Hún var um margt óvenjuleg kona, talaði skemmtilegt sambland af færeysku og íslensku, hafði sannar- lega hreina sál, miðlaði öðmm af reynslu sinni og alltaf á jákvæðan hátt. Mörg gullkomin sem frá henni komu em mér hreint lífsnesti. Ég sá hana aldrei skipta skapi. Hún hafði sérstakt lag á að finna björtu hliðaraar á tilvemnni, hún lifði tím- ana tvenna, fátækt og ríkidæmi, en alltaf var hún sami skemmtilegi persónuleikinn. í mars 1970 missti Anna eigin- mann sinn, Magnús Einarsson framkvæmdastjóra, einn stofnenda Dósaverksmiðjunnar hf. í Reykja- vík. Erfíðleikar komu upp í atvinnu- rekstri Magnúsar eins og víða var og er í atvinnurekstri á íslandi. Stóð Anna þar eins og klettur við hlið Magnúsar, var hans stoð og stytta. Aldrei heyrði ég hana kvarta. Þegar erfíðleikar steðjuðu að sló hún oft á létta strengi og fyrr en varði vom allir komnir í gott skap. Á þessu hafði hún sér- stakt lag. Stórt heimili þeirra Önnu og Magnúsar var oft gestkvæmt. Sér- staklega gistu þar margir vinir og frændur frá Færeyjum. Anna var ákaflega vinsæl af öllum er hana þekktu. Hún var einn stofnenda Færeyska félagsins í Reykjavík, sat þar í stjóm í mörg ár og var þar heiðursfélagi. Blessuð sé minning þessarar stórbrotnu konu. Víðir Finnbogason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.