Morgunblaðið - 23.04.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986
5
Þjóðhagsstofnun:
Halli á ríkissjóði verður að
minnsta kosti 1500 m.kr.
Líklegra að raunvextir hækki fremur en lækki
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN gerir ráð
fyrir að rekstrarhalli ríkissjóðs
á þessu ári geti numið að minnsta
kosti 1500 milljónum króna eða
rúmlega 1% af landsframleiðslu.
Endurskoðun fjárlagaáætlunar
fyrir yfirstandandi ár gerir ráð
fyrir 7% lægri tekjum, en 2—2.5%
lægri gjöldum, er fjárlög gera
ráð fyrir. Ríkisstjórnin stefnir
að þvi að afla aukins fjár með
lántökum innanlands utan
bankakerfisins og Þjóðhags-
stofnun telur að það dragi úr
þensluáhrifum, en leiði til þess
að raunvextir hækki fremur en
lækki samkeppni um sparifé
landsmanna.
í riti Þjóðhagsstofnunar, Ágrip
úr þjóðarbúskapnum, segir að halli
á ríkissjóði stefni í hættu þeim
markmiðum um hjöðnun verðbólgu
og lækkun viðskiptahalla, sem aðil-
ar vinnumarkaðarins og stjómvöld
stefna að, með aukinni eftirspum
innanlands.
í kjölfar kjarasamninga breyttust
verðlags-, launa-, og gengisfor-
sendur fjárlaga. Þannig er talið að
tekjur ríkissjóðs lækki um 2.600
milljónir króna frá því sem reiknað
var með í fjárlögum. Útgjöld lækka
hins vegar ekki nema um 900 millj-
ónir króna. Þjóðhagsstofnun bendir
á að þróun ríkisijármála á þessu
ári sé háð nokkurri óvissu, ekki síst
vegna lækkunar aðflutningsgjalda
af bflum og lækkun skatta. Bráða-
birgðatölur úr ríkisbókhaldi um
afkomu ríkissjóðs á fyrsta ársfjórð-
ungi þessa árs sýna 1.800 milljóna
króna rekstrarhalla. Þetta er 5% á
áætluðum tekjum ríkissjóðs. Þessi
halli á sér skýringar, s.s. óvenjulega
miklar greiðslur útflutningsbóta og
auknar niðurgreiðslur búvara, mikil
vaxtagjöld og töf á innheimtu
tekna. Þó úr þessum áhrifum dragi,
telur Þjóðhagsstofnun að afkoma
ríkissjóðs verði erfið á árinu og
bendir fátt til að hún vænkist. Þess
má geta að rekstrarhalli ríkissjóðs
á síðasta ári var samkvæmt bráða-
birgðatölum 2.400 milljónir króna
(2% af landsframleiðslu) og er þetta
nálagt þrefalt meiri halli en fjárlög
1985 gerðu ráð fyrir.
í árslok 1985 námu erlendar lán-
tökur opinberra aðila 4.800 milljón-
um króna eða 400 milljónum um-
fram lánsijáráætlun. Hins vegar
varð lánsfjáröflun innanlands meiri
en ráð hafði verið fyrir gert eða
3.400 milljónir króna og munar
mest um lántökur hjá Seðlabanka.
Lánsfjáröflun opinberra aðila
(brúttó) var því 7,5% af lands-
framleiðslu.
Lánsfjárlög þessa árs reikna með
5.500 milljóna króna lántökum.
Þessi fjárhæð hækkaði hins vegar
við endurskoðun Þjóðhagsstofnunar
í 6.800 milljónir og er fyrirhugað
að afla 3.500 milljóna króna innan-
lands.
Nemendur Dalvíkurskóla um borð í Mimi RE 3 i Dalvíkurhöfn.
Skólaskipið Mímir
RE 3 á Dalvík
Dalvík.
UNDANFARNA daga hefur skólaskip okkar íslendinga haft viðdvöl
á Dalvík í sambandi við kennslu á sjóvinnubraut við 9. bekk Dalvíkur-
skóla, en þá valgrein hefur skólinn boðið nemendum upp á síðastlið-
in 12 ár.
Mánudaginn 10. apríl kom til
Dalvíkur skólaskipið Mímir RE 3
sem er 15 tonna plastbátur, sam-
eign Hafrannsóknastofnunar, Há-
skóla íslands og Fiskifélags ísland.
Það er Fiskifélagið sem hefur haft
veg og vanda af þessari starfsemi
og sér það um útgerð skips og til-
högun á þeirri kennslu sem nem-
endur grunnskóla vítt og breitt um
landið fá í sjómannafræðum.
Á Dalvík eru 14 nemendur á sjó-
vinnubraut í vetur, auk 10 nemenda
á 1. stigi stýrimannastigs sem veitir
200 tonna réttindi til skipstjómar.
Nemendur í 9. bekk hafa lokið prófi
til 30 tonna skipstjómarréttinda og
em auk þess í alls konar verklegri
kennslu þessu viðkomandi. Enda-
hnúturinn er svo hnýttur á kennsl-
una með komu þessa báts hingað.
Famar vom tvær dagssjóferðir
með nemendur, þar sem þeim var
sýnd og kennd meðferð á hinum
nýjustu siglinga- og fiskleitartækj-
um. Þá vom lögð og dregin þorska-
net og rennt var fyrir fisk með
rafmagnsfærarúllu. Einnig vom
lagðar krabbagildmr á gmnnmið-
um, en lítil veiði var af trjónu-
krabba.
Slíka kennslu hefðum við íslend-
ingar átt að vera búnir að taka upp
löngu fyrr fyrir þá sem hyggjast
leggja fyrir sig sjómennsku eða
kynnast henni. Þá þyrftu þetta að
vera lengri sjóferðir, en skip af
þessari stærð gefa ekki tilefni til
mikilla umsvifa.
í áhöfn Mímis RE 3 em þeir
Þórður Karlsson skipstjóri og Ólaf-
ur Bjamason vélstjóri. Prýðismenn
að sögn nemenda og má fullvíst
telja að mikið velti á góðum mönn-
um ef vel á að takast til í byijun
hjá hinum ungu sjófarendum, því
lengi býr að fyrstu gerð.
Fréttaritarar.
Hafnarfj ör ður:
Sérkjaraviðræður
fari strax í gang
— segir varaformaður Hlífar
„ÞÓTT bæjarráð hafi hafnað viðræðum við okkur um „Bolungarvík-
ursamkomulag" þá höfum við enn ekki fengið svar um hvort og
hvenær bæjarráð ætlar að taka upp viðræður við félagið um nýjan
viðaukasamning í stað þess, sem felldur var af verkamönnum hjá
Hafnarfjarðarbæ á dögunum," sagði Sigurður T. Sigurðsson, vara-
formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, í framhaldi af
synjun bæjarráðs á ósk Hlífar um viðræður um fyrrgreint samkomu-
lag.
Sigurður kvaðst vera hissa á að
bæjarráð hefði enn ekki svarað ósk
félagsins um nýjar viðræður. „Ég
sé ekki betur en að ég verði að
gera þeim annað tilskrif því hug-
mynd okkar um að reyna T>('h)i)g-
arvíkurleiðina" á ekkert skylt við
þær smávægilegu lagfæringar, sem
gerðar eru með þeim viðaukasamn-
ingum sem tíðkast hafa lengi,“
sagði hann.
Fagnið sumrinu
. með.
grillveislu!
Glæsilegt
úrval af grillmat
— steikur og pinnar —
nautakjöt og svínakjöt
Lambakjöt
í 1/1 skrokkum
án slaga, en með
ljúffengum bjúgum
Grillkol 3 kg.
25800
... Við
fognum sumn
með smápartý
í Mjóddinni frá kl. 4 í dag -
þar bjóðum við grillaðar pylsur
og géfum bömunum íspinna og gos.
SALATBAR
Sumarle^t úrval af
nýjum ávöxtum og
______grænmeti.
Q§|í|y
AUSTURSTRÆTI 17 - MJÓDDINNI