Morgunblaðið - 23.04.1986, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986
Sólin
b skín
W* að er bjart yfír landinu þessa
dagana í það minnsta skín sólin hér
á suðvesturhominu og vekur fijó-
magn moldarinnar eða eins og segir
í kvæði Tómasar, Vorgleði:
Arla reis sólin og sumarið kom um leið.
Löndin skiptu litum og loftin urðu heið.
Og allra hugir lyftust í leitandi þrá
og allir hlutu eitthvað, sem yndi var að fi
Ég segi það engum, hvað sumarið færði mér.
En aldrei var sú gleði, sem af gleði minni ber.
Því sumarið og ég erum vinir, veröld góð.
Við erum bæði ástfangin og yrkjum bæði ljóð.
Og heimska, litla, veröld, þú varst svo góð í dag,
að alltaf skal ég syngja þér mitt uppáhaldslag.
Ég fyrirgef þér brotin þín og brestina þína,
svo bjartir eru geislamir, sem þú lætur skína.
Hvemig getur veröld sem á slík
ljóð borist á banaspjót?
Þegar horft er á skjáinn hljóta
slíkar spumingar að vakna, eða
dynja ekki myndbrot úr Guemica
Picasso á sálartetrinu úr öllum átt-
um, er nema von að Tómas segi:
heimska, litla veröld . . .
Úr heimi sólarinnar
í tllefni þess að sumarið brosir nú
við okkur vil ég líta fram hjá Gu-
emica og til þeirra sólargeisla er
brutust fram í dagskrá ríkisfjölmiðl-
anna í fyrradag og staðnæmist þá
fyrst við fregnina af hugmynd
Sverris Hermannssonar mennta-
málaráðherra um kaup á Víðis-
húsinu margfræga undir Handíða-
og myndlistarskólann. Ég vona að
hugmynd Sverris verði að veruleika
því svo sannarlega henta hinir víðu
salir Víðishússins vel myndlistar-
fólki. En því má ekki gleyma að
myndlistin getur bæði verið til
gagns og gamans; hún getur svalað
þrá augans og einnig selt hvers
kyns vaming.
Þá vil ég geta um ákaflega já-
kvæða þingsályktunartillögu nokk-
urra alþingismanna er kynnt var í
sjónvarpsfréttum mánudagsins. í
þessari tillögu er gert ráð fyrir því
að Norðurlandaþjóðimar sameinist
um kvikmyndasjóð til styrktar nor-
rænni kvikmynda- og sjónvarps-
þáttagerð. Sá er hér ritar hreyfði
þessu máli hér í voru ágæta blaði
fyrir nokkrum árum og gekk jafnvel
enn lengra en þingmennimir því
hann vildi að Norðurlandaþjóðimar
sameinuðust um öflug kvikmynda-
ver er veitt gætu Hollywood-veldinu
nokkra viðspymu. Svo undarlega
vildi til að hann laug bágt fyrir
þessa tillögur í Þjóðviljanum, en
skjótt skipast veður í lofti og það
er alltaf ánægjulegt að sjá hug-
myndimar skjóta rótum. Allt þetta
strit var þá máski ekki unnið til
einskis.
Friðrik Á. Brekkan upplýsinga-
fulltrúi hjá Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna flutti að þessu sinni
erindi: Um daginn og veginn. Erindi
Friðriks var jákvætt í anda sumar-
komu, þó minntist hann á einn vá-
gest er gæti dregið ský fyrir sólu
hjá mörgum manninum í sumar;
eiturlyfjafárið. Þannig vildi til að ég
hafði þama á mánudagskveldið
nýlokið lestri skeleggrar greinar
eftir Sigurjón Valdimarsson rit-
stjóra sjómannablaðsins Víkings í
DV er hann nefndi: Eru dópsalar
stikkfrí? Grein Siguijóns er reynd-
ar svo athyglisverð að mér fínnst
sjálfsagt að efni hennar sé rætt til
dæmis í Kastljósi, eða hvað segja
fréttamenn um eftirfarandi fullyrð-
ingu Siguijóns: Sagt er, og um það
ber öllum saman sem um það Ijalla,
að fátt sé auðveldara í okkar sam-
félagi en að útvega sér fíkniefni.
Jafnsammála virðast menn vera um
að stærstu innflytjendur og salar
fíkniefna hér á landi séu menn í
miklum metum, menn sem er
hampað af samfélaginu. Kæru
Íslendingar, látum ekki eiturlyfja-
salana draga ský fyrir sólu á vonar-
björtum himni íslenskra ungmenna!
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/SJÓNVARP
Frá rannsóknum háskólamanna:
Um áherslu
í íslensku
■■^H Þátturinn Frá
1 Q 45 rannsóknum há-
A « ““ skólamanna er á
dagskrá rásar eitt í kvöld
og þá mun Kristján Áma-
son dósent tala um áherslu
í íslensku. í erindi hans
greinir frá athugunum á
áherslu í íslensku, einkum
í nútímaframburði og þeim
reglum sem gilda um
áhersluna, hvar hún kemur
í setningum og orðum, og
Skipulag Laugardals verður til umfjöllunar í svæð-
isútvarpi fyrír Reykjavík og nágrenni í dag.
Svæðisútvarp:
Skipulag Laugardals
og Tónlistar-
skóli Garðarbæjar
■■■I „Meðal efnis í
"I ^7 03 svæðisútvarpi
1 I ““ fyrir Reykjavík
og nágrenni (sem sendir út
á FM 90,1 MHz) er viðtal
við Reyni Vilhjálmsson
landslagsarkitekt um
framtíðarskipulag Laugar-
dals, en það var til umfjöll-
unar í borgarráði á þriðju-
dag,“ sagði Sverrir Gauti
Diego stjómandi svæðisút-
varpsins í samtali við Mbl.
„Síðan verður viðtal við
skólastjóra Tónlistarskól-
ans í Garðabæ, Guðrúnu
Ásbjömsdóttur, um skóla-
starfíð, og líklega einnig
við Ingibjörgu Guðjóns-
dóttur söngkonu, sem hef-
ur verið nemandi við skól-
ann sl. 4 ár. Ingibjörg vann
í söngvakeppni sjónvarps-
ins á sínum tíma, en hún
heldur burtfarartónleika á
sumardaginn fyrsta." Að
venju eru í svæðisútvarpi
tveir fréttatímar - annar
miðast við Reykjavíkur-
borg en hinn við nágranna-
byggðarlögin, og allt svæð-
ið frá Reykjanestá og út á
Akranes.
Heiðdís Norðfjörð
Sigrún Eldjárn
Kveðjustundin okkar
■■iH Kveðjustundin
1 Q00 °kkar, síðasti
1«/— þáttur vetrarins
af Stundinni okkar í vetur,
verður á dagskrá sjónvarps
síðdegis í dag. Meðal efnis
verður ný bamamynd,
Vorsaga eftir Heiðdísi
Norðfjörð en Sigrún Eld-
jám teiknaði myndimar.
Þá mun Kársnesskórinn
syngja og nemendur úr
Tónskóla Sigursveins leika
á fíðlur. Og Lobbi karlinn
hefur fengið heimþrá -
hann kveður því og siglir
heimleiðis á varðskipi.
hvaða áhrif hún hefur á
aðra þætti hljóðkerfísins.
Greint verður frá niður-
stöðum athugana um
brottfall sérhljóða í
áherslulitlum atkvæðum,
sem er þáttur í óskýrmæli
og veldur gjaman mun á
mállýskum. Getið um nið-
urstöður í Vestur-Skafta-
fellssýslu, Reykjavík og
Skagafírði.
Bamaútvarpið
■■■ Bamaútvarpið
1 700 er á dagskrá
1 ■ ““ rásar eitt síð-
degis í dag. í fyrri hluta
þáttarins verða leikin létt
lög í tilefni af því að í dag
er síðasti vetrardagur og
sumarið hefst á morgun.
Meðal laga sem leikin
verða em: Bráðum kemur
betri tíð (Björgvin Halld-
órsson), Sumarblús
(Bubbi), Skólaslit
(Brimkló) og Hjólabragur
(Ómar Ragnarsson). Síðan
vemr 14. lestur framhalds-
sögunnar Drengurinn frá
Andesfjöllum eftir Christ-
ine von Hagen. Það er
Viðar Eggertsson sem les
þessa vinsælu sögu. Stjóm-
andi er Kristín Helgadóttir
en aðstoðarmenn Atli Rafn
Sigurðsson og Þórdís
Valdimarsdóttir.
UTVARP
MIÐVIKUDAGUR
23. apríl
Síðasti vetrardagur
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.16 Morgunvaktin
7.20 Morgunteygjur.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.16 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.06 Morgunstund barn-
anna: „Eyjan hans múmín-
pabba" eftirTove Jansson
Steinunn Briem þýddi. Kol-
brún Pétursdóttir tes (7)
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.46 Þingfréttir
10.00 Fréttir.
10.06 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Sigurður G. Tómasson
flytur.
10.10 Veðurfregnir.
10.26 Lesið úrforystugreinum
dagblaðanna.
10.40 Hin gömlu kynni
Valborg Bentsdóttir sér um
þáttinn.
11.10 Norðurlandanótur. Ólaf-
ur Þóröarson kynnir.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.46 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.Tónleikar.
13.30 I dagsins önn - Frá
vettvangi skólans
Umsjón: Kristin H. Tryggva-
dóttir
14.00 Miðdegissagan
„Skáldalif í Reykjavík" eftir
Jón Óskar. Höfundur les
aðra bók: „Hernámsára-
skáld" (7).
14.30 Miðdegistónieikar.
a. Pianóetýöur op. 10 eftir
Frédéric Chopin. Sylvia
Kersenbaum leikur
b. Gösta Winberg syngur
kohsertaríur eftir Wolfgang
Amadeus Mozart með
Kammersveitinni í Vínar-
borg; György Fischer stjórn-
ar.
16.16 Hvað finnst ykkur?
Umsjón: Örni Ingi. (Frá
Akureyri).
16.46 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.16 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
a. Klarinettutrió í a-moll op.
114. Tamas Vasary, Karl
Leister og Ottomar Borwit-
zky leika á píanó, klarinettu
og selló.
b. Alt-rapsódía op. 53 fyrir
altrödd, karlakór og hljóm-
sveit. Birgitte Fassbaender,
Fílharmoníukórinn í Prag og
Tékkneska filharmoniusveit-
in flytja; Giuseppe Sinopoli
stjórnar.
17.00 Meöal efnis: „Drengur-
inn frá Andesfjöllum" eftir
Christine von Hagen. Þor-
lákur Jónsson þýddi. Viðar
Eggertsson les (14).
Stjórnadi: Kristín Helgadótt-
ir.
17.40 Úr atvinnulífinu -Sjávar-
útvegur og fiskvinnsla.
Umsjón: Magnús Guð-
mundsson.
18.00 Á markaði. Þáttur í
umsjá Bjarna Sigtryggsson-
ar.
18.16 Tónleikar. Tilkynningar.
18.46 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.46 Frá rannsóknum há-
skólamanna.
Kristján Árnason dósent
talar um islenskan nútíma-
framburð.
20.20 Hálftíminn. Elín Kristins-
dóttir kynnir popptónlist.
20.30 iþróttir. Umsjón: Ingólf-
ur Hannesson.
20.50 Tónmál. Umsjón: Soffía
Torfadóttir. (Frá Akureyri).
21.30 Sveitinmín
Umsjón: Hilda Torfadóttir.
(Frá Akureyri)
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.16 Veöurfregnir.
22.20 Bókaþáttur. Umsjón:
Njörður P. Njarövík.
23.00 Veturkvaddur
Sameiginleg dagskrá á báð-
um rásum.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp 6 rás 2 til kl.
03.00.
MIÐVIKUDAGUR
23. apríl
10.00 Morgunþáttur
SJONVARP
19.00 Kveðjustundin okkar
í siðasta þættinum i vetur
verður þetta meöal efnis:
Ný barnamynd, Vorsaga
eftir Heiödisi Norðfjörð,
myndir teiknaði Sigrún Eld-
járn, Kársnesskórinn syng-
ur, nemendur úr Tónskóla
Sigursveins leika á fiðlu,
ferð leikfanganna lýkur og
Spúkarnir skemmta. Lobbi
hefur fengið heimþrá, hann
kveður því og siglir heim-
leiðis á varðskipi.
Umsjónarmaður Jóhanna
Thorsteinson.
Stjórn upptöku: Elin Þóra
Friðfinnsdóttir.
19.60 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingarogdagskrá
20.40 Kvöldstund með lista-
MIÐVIKUDAGUR
23. apríl
manni — Hannes Pétursson
Rætt er viö Hannes Péturs-
son skáld á heimili hans á
Álftanesi og fylgst með
honum noröur á Sauðár-
krók.
Umsjónarmenn Árni Sigur-
jónsson og Örnólfur Thors-
son.
Stjórn upptöku: Elín Þóra Frið-
finnsdóttir.
21.65 Á líöandi stundu —
Lokaþáttur
Þáttur með blönduðu efni.
Bein útsending úr sjón-
varpssal eða þaðan sem
atburðir liðandi stundar eru
að gerast ásamt ýmsum
innskotsatriöum.
Umsjónarmenn: Ómar
Ragnarsson, Agnes Braga-
dóttir og Sigmundur Ernir
Rúnarsson.
Stjórn útsendingar og upp-
töku: Óli örn Andreassen
og Tage Ammendrup.
23.15 Hótel
10. Blekkingar
Bandarískur myndaflokkur í
22þáttum.
Aðalhlutverk: James Brolin,
Connie Sellecca, Anne
Baxter, John Davidson og
Jean Simmons.
i þessum þætti koma meðal
annars við sögu kvenhollur
fjárkúgari, einmana ekkja og
biræfinn götustrákur.
Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir.
00.05 Fréttir i dagskrárlok.
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson.
12.00 Hlé
14.00 Eftirtvö
Stjórnandi; Jón Axel Ólafs-
son.
15.00 Núerlag
Gunnar Salvarsson kynnir
gömul og ný úrvalslög að
hætti hússins.
16.00 Dægurflugur
Leopold Sveinsson kynnir
nýjustu dægurlögin.
17.00 Þræðir
Stjórnandi: Andrea Jóns-
• dóttir.
18.00 Hlé.
20.00 Hringrásin
Vetur kvaddur og sumri
heilsað meö tónlist úr ýms-
um áttum. Stjórnandi: Helgi
Már Baröason.
21.00 Hittogþetta
Bertram Möller velur og
kynnir rokktónlist frá fyrri
árum.
22.00 Kvöldsýn
Stjórnandi: Valdís Gunnars-
dóttir.
23.00 Veturkvaddur
Sameiginleg dagskrá á báð-
um rásum.
24.00 Ánæturvakt
með • Gunnlaugi Helgasyni
og Margréti Blöndal.
03.00 Dagskrártok.
Fréttir eru sagðar i þrjár
mínútur kl. 11.00, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISUTVORP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæöisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.