Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. APRÍL1986
Ný o g merkileg* íslandssaga
eftir Hákon Bjarnason
Björn Þorsteinsson: Island.
Bergsteinn Jónsson og Helgi
Skúli Kjartansson aðstoðuðu
við útgáfuna.
Þýdd á dönsku af Preben
Meulengracht-Sörensen.
Gefin út af Politikens forlag.
Kaupmannahöfn 1985.
Loks kom að því, að söguþjóðin
íslendingar eignaðist samfellda
íslandssögu, allt frá upphafí land-
náms og fram á síðasta áratug.
Ég get ekki látið undir höfuð
leggjast að vekja athygli á þessari
bók, enda þótt ég sé enginn sagn-
fræðingur. Hinsvegar hef ég
gaman af sögu og sögnum, og
má það vera til afsökunar.
Þessi íslandssaga er rituð og
sett fram á annan hátt en vani
hefur verið í eldri bókum um sama
efni. Sögubækur þær, sem kennd-
ar voru á skólaárum mínum og
um mörg ár eftir þau, brugðu
glæstum ljóma á fomaldarhetjur,
lýstu yfírgangi norskra konunga,
sem loks náðu landinu undir sig,
og síðan var sagt frá íslenskum
ofurmennum á ýmsum öldum. Svo
lenti norska krúnan undir þá
dönsku, og þá fór heldur betur
að halla undan fæti fyrir íslend-
ingum með tilkomu einokunar-
verslunar og einveldi konungs,
sem ekki gat raknað úr nema með
harðfylgi og einarðri framkomu
einstakra manna. Ennfremur var
svonefndri íslenskri menningu
mjög hampað, sem ómetanlegu
framlagi til heimsmenningarinn-
ar, og þar fram eftir götunum.
Ari fróði segir svo í íslendinga-
bók að: „þá er skylt að hafa það
heldur, er sannara reynist." I
þessari bók Bjöms Þorsteinssonar
er skýrt frá orsökum og tildrögum
þess, hvemig landinu var stjómað
á ýmsum tímum, og þá kemur
ýmislegt upp á teningnum, sem
menn hafa ekki vitað eða aðeins
rennt gmn í.
Eins og sést á bókartitli er
bókin rituð fyrir danska lesendur
og er hún einn þáttur í Dan-
merkursögu þeirri er Politikens
Forlag gefur út. Er það síst að
furða að Danir þurfi að vita eitt-
hvað um sögu okkar. Þjóðimar
lutu sama konungi í 582 ár, sem
er röskur helmingur af allri ævi
íslensku þjóðarinnar. Tengsl þjóð-
anna voru ærið misjöfn á ýmsum
tímum. Framan af nokkuð losara-
leg, en hertust síðar allmjög áður
en úr raknaði.
Bókin er alls röskar 300 blað-
síður í stóru broti (24x16 sm) og
er frágangur allur mjög vandaður.
Hún skiptist í 20 kafla, sem gerir
hana auðlæsari en ella. Fyrstu 8
kaflamir fjalla um landnámið,
goðaveldið, kristnitökuna, deilur
stórhöfðingja, ásælni kirkjunnar
og loks uppgjöf fyrir norska kon-
ungsvaldinu. Tímabilið frá 1262
til 1400 nefnir Bjöm norska tím-
ann. Þá voru erlendir biskupar
sendir til að treysta konungsvaldið
en stórbændur stóðu fastir á sínu
meðan þeir máttu. En þá óx út-
gerðin og skreið varð útflutning-
svara, sem bætti hag landsmanna.
Tímabilið frá 1400 og fram undir
siðaskiptin nefnir Bjöm Ensku
öldina, og mun hann hafa rann-
sakað það meira en aðrir. Á þessu
skeiði stunduðu Englendingar og
Þjóðveijar fískveiðar hér við land,
en Danakonungar áttu fullt í fangi
með að hafa nokkrar nytjar af
landinu. Þegar hér er komið sögu
drógu margir íslendingar físk '
fyrir þá erlendu, en stórbændur
landsins gerðu allt hvað þeir
megnuðu til að koma í veg fyrir
þorpa- eða kaupstaðamyndun.
Þegar nokkuð kemur fram á
16. öldina sögðu Danir skilið við
páfann í Róm og það endaði með
siðaskiptum á Islandi. Lentu þá
kirkju- og klaustraeignir undir
krúnuna og eftir það herti mjög
að þjóðinni. Konungur seldi ís-
landsverslunina á leigu og með
því hófst hin illræmda einokunar-
verslun. Nokkm síðar komst ein-
veldið á og hélst fram á miðja 19.
öld. Eins og flestir vita vom
margir agnúar á einokunarversl-
uninni, en þegar Danir buðust til
að bæta úr vom það íslenskir stór-
bændur, sem oftar en einu sinni
lögðust á móti því að einokunin
væri lögð niður eða miklar breyt-
ingar á henni gerðar. Bjöm Þor-
steinsson er ekki einn um að sýna
fram á þessi atriði, heldur hefur
og Lúðvík Kristjánsson gert þessu
efni svipuð skil í bókinni Vestræna
og komist að sömu niðurstöðu.
Hugmyndir manna um að bölið
og armæðan af einokuninni sé
verk stjómenda í Danmörku em
því rangar samkvæmt þessu. Eins
og oft vill verða var fátæktin og
armæðan heimatilbúinn vandi, og
vom það stórbændur landsins sem
héldu dauðahaldi í löngu stein-
mnnið þjóðskipulag.
Hákon Bjamason
„En þessi bók á
reyndar erindi til
allra, sem hafa ein-
hvern áhuga fyrir
sögu þjóðarinnar. Að
lestri ioknum gæti ég
trúað að margir hug-
suðu hvílíkt happ það
var, að við vorum alla
tíð undir mildum
höndum Dana en lent-
um ekki undir stjórn
Englendinga.“
Hér á íslandi gekk hvorki né
rak fram á miðja 18. öld. Þá
hafðist danska stjómin handa um
að efla ríkisheildina af öllum
mætti. Þá var Harboe biskup
sendur hingað til lands og upp
frá því sendir danska stjómin
menn til að rannsaka gögn og
gæði landsins jafnframt þvl að
kosta miklu fé til Innréttinganna
í Reykjavík og útgerðar þaðan.
Þá vom þær byggingar reistar,
sem við eigum elstar nú, Hóla-
kirkja, Stjómarráðshúsið og stof-
umar í Viðey, á Bessastöðum og
í Nesi. Eftir frelsishreyfíngamar,
sem gerðu vart við sig í Danmörku
í byijun 19. aldar, fór smám
saman að losna um tengslin við
Dani þótt hægt miðaði í fyrstu.
Og eftir 1870 kom loks skriður á
þau mál. Þá þætti sögunnar, frá
1870 til 1980, hafa þeir Berg-
steinn Jónsson og Helgi Skúli
Kjartansson skrifað.
Hér hefur verið stiklað á stóm
varðandi efni svo mikillar bókar
sem þessi er. En framsetning efnis
er yfirleitt mjög skýr og bókin er
auðlesin öllum, sem aðeins kunna
að vera stautfærir f dönsku. Val
mynda í bókinni er ekki nægilega
gott, en lesmálið stendur fyrir
sínu. Væntanlega verður bókin
þýdd á íslensku, en hvað sem
því líður, þá er hún ágæt lesning
fyrir þá, sem em í framhalds- eða
æðri skólum landsins.
En þessi bók á reyndar erindi
til allra, sem hafa einhvem áhuga
fyrir sögu þjóðarinnar. Að lestri
loknum gæti ég trúað að margir
hugsuðu hvílíkt happ það var, að
við vomm alla tíð undir mildum
höndum Dana en lentum ekki
undir stjóm Englendinga.
Höfundur er fyrrverandi skóg-
ræktarstfóri.
Kvenfélag Seltjarnarness:
Hin árlega kaffisala
á sumardaginn fyrsta
Hin árlega kaffisala kvenfé-
lagsins Seltjamar verður á morg-
un, sumardaginn fyrsta, í félags-
heimilinu á Seltjamamesi. Húsið
verður opnað kl. 14.30.
Lúðrasveit tónlistarskóla Seltjam-
amess mun leika nokkur lög í upp-
hafí fyrir kaffígesti. Einnig mun
skólakór Seltjamamess syngja. Þá
verður sölusýning á handavinnu aldr-
aðra á jarðhæðinni að Melabraut 5-7
og byijar hún kl. 14.00.
Á þessu 17. starfsári félagsins
hefur það látið mjög til sfn taka í
bænum, segir í tilkynningu frá félag-
inu. Félagskonur héldu jólatrés-
skemmtun fyrir böm að venju, buðu
eldri bæjarbúum í ferð að Sólheimum
í Grímsnesi, sáu um hátíðarhöldin
17. júní, gróðursettu tijáplöntur í
nágrenni Valhúsaskóla, aðstoðuðu
við þorravöku aldraðra og fleira. Þá
lögðu félagskonur til 20.000 krónur
vegna söfnunar Kvenfélagasam-
bands íslands til kaupa á geislalækn-
ingatæki fyrir kvennadeild Landspít-
alans og þann 1. desember sl. var
sóknamefnd Seltjamamessóknar
afhentar 150.000 krónur vegna
kirkjubyggingar í kaupstaðnum, en
25% af nettótekjum félagsins renna
í kirkjubyggingarsjóð. Þá voru
Strengjahljómsveit Tónlistarskólans
og björgunarsveitin Albert styrktar
fjárhagslega.
.1.
Kjöthitamælinum er stungið í þykkan fitulausan vöðva. Þegar steikin
er orðin mátuleg skýst pinni upp úr mælinum.
Kjöthitamæli fylgir öllum
lambalærum Sláturfélagsins
SLÁTURFÉLAG Suðurlands lætur
nú kjöthitamæla fylgja öllum
lambalærum frá SS. Mælirinn sýnir
með einföldum hætti hvenær æski-
legum steikingartfma í ofni er lok-
ið. Kjöthitamælirinn er ókeypis og
einnig verður dreift bæklingi með
leiðbeiningum um notkun hans. Er
þetta liður í viðleitni Sláturfélags-
ins til að auka áhuga fólks á ís-
lenska lambakjötinu.
í frétt frá Sláturfélaginu segir að
sérfræðingar í matreiðslu á kjöti hafi
komist að því að kjöt haldist safaríkt
og Ijúffengt við steikingu ef kjarnahiti
þess fer ekki yfir um það bil 73 gráð-
ur. Verði hitastigið hærra tapa vöðva-
þræðir kjötsins eiginleikum sínum til
að binda vatn, safmn lekur út og
kjötið verður of þurrt. Mælirinn á að
tryggja að þetta komi ekki fyrir.
Honum er stungið í kaf í þykkan fitu-
lausan vöðva áður en kjötið er sett í
ofn og þegar réttu hitastigi er náð
skýst pinni upp úr mælinum. Gefur
það til kynna að steikin sé þá tilbúin
á borðið. Sláturfélagsmenn segja að
árangurinn verði bestur ef notað er
vel meyrt kjöt og ofninn stilltur á
vægan hita.
I frétt Sláturfélagsins segir einnig:
Sláturfélagið vonast eftir að með til-
komu mælisins megi örva áhuga fólks
fyrir íslenska lambakjötinu. í sam-
vinnu við sérfræðinga kjötvinnslu
Sláturfélagsins hafa sunnlenskir
bændur leitast við það á undanfömum
árum að framleiða eins fítulítið og
kjamgott kjöt og kostur er. Markmiðið
er að koma til móts við óskir og þarfir
sem flestra neytenda.
A SANITAS TÓMATSÓSA A
M. VEIJUM ÍSLENSKT 31