Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 18

Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 Húsnæðisfrumvarp sem leiðir til ófarnaðar verði það að lög*um eftir Steingrím Arason Á frumvarpi til laga til Hús- næðisstofnun ríkisins eru alvarlegir annmarkar. Það verður að teljast óvetjandi, ef Alþingi samþykkir frumvarpið óbreytt. Það felur m.a. í sér misrétti sem býður heim mis- notkun. Þetta á annars vegar við um lánsrétt hjóna eða sambýlisfólks samanborið við lánsrétt einstakl- inga og hins vegar um rétt þeirra sem eru að byggja eða kaupa íbúð í annað sinn eða síðar. FVumvarpið býður þar að auki heim þeirri hættu að ríkissjóði verði um megn að standa við þær fjárhagslegu skuld- bindingar sem hann tekur á sig, ef frumvarpið verður að lögum. Vegna þess hve lítill tími er eftir af þing- haldi og hve stutt er síðan frum- varpið sá dagsins ljós, gefst ekki kostur á ítarlegri umfjöllun. Hér á eftir verður því aðeins drepið á helstu atriði. Um lánsrétt hjóna og sambýlisfólks í 2. gr. frumvarpsins er kveðið á um að lánsréttur hjóna og sambýl- isfólks skuli miðast við meðaltal lánsréttar þeirra. (I skilgreindan lánsrétt beggja skal deila með tveim). Til þessa yfirlætislausa ákvæðis má rekja stærstu galla frumvarpsins. Ákvæðið er óverjandi af tveim ástæðum: 1. Sameiginlegur réttur hjóna get- ur orðið minni en ef aðeins væri miðað við rétt annars þeirra, t.d. ef lífeyrissjóðir þeirra standa sig mismunandi í skuldabréfakaup- um af Húsnæðisstofnun eða ef annað hjóna er að kaupa íbúð í fyrsta sinn en hitt ekki. Þannig getur kerfið, sem af frumvarpinu leiðir, refsað einstaklingunum, skert lánsrétt þeirra, fyrir það eitt, að þeir hafa gift sig eða stofnað til sambúðar. Það er réttlætiskrafa að sameigin- legur lánsréttur sambýlisfólks sé ekki minni en annars þeirra, ef ekki hefði verið stofnað til sambýlis. Það er lágmarkskrafa að kerfið sé hlutlaust gagnvart því hvort fólk er i sambúð eða ekki. 2. Tveir einstaklingar sem búa saman og hyggjast byggja eða kaupa íbúð hafa sama lánsrétt og einstaklingur sem ekki er í samúð. M.ö.o. tveir einstakling- ar sem ekki búa saman geta haft tvöfaldan lánsrétt á við sambýlisfólk. Það er með öllu óréttlætanlegt að tveir einstakl- ingar, sem skila tvöfalt meiru til samfélagsins en einn einstakl- ingur, skuli hvor um sig aðeinr fá hálfa fyrirgp-eiðslu hjá hinu opinbera vegna þess eins að þeir hafa stofnað til sambúðar. Ég er hræddur um að fólk muni grípa til sinna ráða ef framangreint ákvæði verður að lögum. Ungt fólk mun ekki hefja formlega sambúð í jafn ríkum mæli og áður, einfald- lega vegna þess að hún kemur til með að hafa mun minni efnahags- lega þýðingu en áður. Og ekki nóg með það, heldur munu þeir sem hafa hug á sambúð hneigjast til að stofna ekki til hennar fyrr en eftir húsnæðiskaup. Væntanlegt sam- býlisfólk mun sækja um hús- næðislán í tvennu lagi og kaupa tvær íbúðir til að eignast eina. Tveir einstaklingar, sem hyggja á sambúð og hafa báðir hámarks- lánsrétt, geta hvor um sig fengið húsnæðislán að fjárhæð 2.100 þús. kr. til kaupa á tveim nýjum íbúðum sem t.d. kosta 3 millj. kr. hvor. Eftir að formleg sambúð er hafín, hafa þeir hins vegar aðeins rétt á einu láni til kaupa á einni íbúð. Jafnvel þótt þessir einstaklingar vilji aðeins eignast eina íbúð er skynsamlegt af þeim að kaupa tvær til að nýta þann rétt sem tekinn er af þeim þegar þeir hefja sambúð. Að kaupunum afstöðnum selja þeir aðra íbúðina einhveijum sem aðeins hefur rétt á skertu nýbyggdngar- láni, þ.e. til einhvers sem á húsnæði fyrir og hefur áhuga á að flytja í hið nýja húsnæði sem hinir væntan- legu sambýlingar hafa keypt. Miðað við þann lánsrétt sem þeir hafa sem ekki eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn og þau vaxta- kjör sem mönnum stendur til boða ættu einstaklingarnir auðveld- lega að geta hagnast á sölu „auka íbúðarinnar“ um a.m.k. 200 þús. kr. M.ö.o. sá sem á íbúð fyrir ætti að vera reiðubúinn að kaupa þann lánsrétt sem glatast þegar tveir einstaklingar taka upp sambúð fyrir a.m.k. 200 þúsund krónur. Til að rökstyðja þessa fullyrðingu skulum við líta á eftirfarandi dæmi. Gerum ráð fyrir að hjón sem búa í stórri skuldlítilli eign hafi áhuga á að minnka við sig vegna þess að bömin eru farin að heiman. Þau vilja því selja eign sína og hafa augastað á nýrri íbúð sem kostar kr. 3 millj. Við sölu á sinni íbúð eru þeim boðnar kr. 1.530 þús. í út- borgun. Ef þau keyptu hina nýju íbúð milliliðalaust væri lánsréttur þeirra hjá Húsnæðisstofnun kr. 1.470 þús. (70% af 2.100 þús. kr.), en það samsvarar mögulegum há- markslánsrétti. Mismunurinn á þeirra lánsrétti og einstaklingsins, sem er að kaupa sína fyrstu íbúð, er því lán að fjárhæð kr. 630 þús- und. Miðað við að hér er um jafn- greiðslulán að ræða til 40 ára, afborgunarlaust fyrstu tvö árin og með 3,5% raunvöxtum, standa hjón- in frammi fyrir eftirfarandi vali: Valkostur A (ef þau kaupa íbúðina milliliðalaust); Húsnæðislán 1.490 þús. kr. Eigin Qármögnun* 1.530 þús. kr. Kostnaðarverð íbúðar 3.000 þús. kr. Fé til fijálsrar ráðstöfunar 0 þús. kr. * Þótt það komi þcssu dæmi aðeins óbeint við er rétt að undirstrika, að vegna þess hve húsnæðislán- ið er hátt (49% af kostnaðarverði íbúðar) er hæpið að gera ráð fyrir möguleika á viðbótarveðláni útá íbúðina. Valkostur B (ef hjónin kaupa íbúð- ina með hjálp einstaklings sem er að kaupa í fyrsta sinn): Húsnæðislán Eigin Qármögnun Kostnaðarverð íbúðar 2.100 þús. kr. 900 þús. kr. 3.000 þús. kr. Þóknun til seljenda 200 þús. kr. Fé til fijálsrar ráðstöfunar 430 þús. kr. Munurinn á valkostunum felst í því að í dæmi B greiða þau 200 þús. kr. umfram kostnaðarverð og taka á sig að greiða niður viðbótarhúsnæðislán að Qárhæð 630 þús. kr. í staðinn fá þau 430 þús. kr. til fijálsrar ráðstöfunar. Er 630 þús. kr. hús- næðislán 200 þúsund króna virði, þegar það verður til þess að viðkomandi fær 430 þúsund krónur til fijálsrar ráðstöfunar? Til þess að ganga úr skugga um það þurfum við aðeins að bera saman kostnað- inn af 630 þús. kr. láninu og mögulegan ávinning af 430 þús. kr., sem viðkomandi hefur til fijálsrar ráðstöfunar. Ef kostnaðurinn reynist vera meiri er valkostur A betri, sé hann minni er valkostur Bbetri. Berum nú saman kostnaðinn af viðbótarhús- næðisláninu og þann arð sem hjónunum stendur til boða að háfa af 430 þúsundunum: Kostnaður af viðbótarláni Hreinn arður (afborganir og vextir) íaf kr. 430 þús* í kr.: kr.: Ár: 1 22.050 38.088 2 22.050 35.088 3 30.229 35.088 4 30.229 35.088 40 30.229 (35.088) * Hér er miðað við að fyrir upphæðina séu keypt vaxtamiðaskírteini ríkissjóðs sem gefa kost á tvisv- ar sinnum 4% raunvaxtaútborgun á ári (8.16% ársávöxtun). Með hliðsjón af því að í dag gefst mönnum kostur á allt að 16% raunávöxtun með skuldabréfakaupum, ætti áhættan sem því er samfara að framangreind ávöxtun rikisskuldabréfa er ekki tryggð nema til 5 ára að vera lítil, þar sem eftir þann tíma má ráðstafa fénu á annan hátt. Kjami málsins er sá, að þrátt fyrir að hjónin „fórni" 200 þúsund krónum með því að ganga að val- kosti B, þá hagnast þau umtalsvert á viðskiptunum, ekki síður en þeir sem þau keyptu af. Þau græða um 26 þús. kr. fyrstu tvö árin og síðan Steingrímur Arason „Það er réttlætiskrafa að sameiginiegur láns- réttur sambýlisfólks sé ekki minni en annars þeirra, ef ekki hefði verið stofnað til sam- býlis. Það er lágmarks- krafa að kerfið sé hlut- laust gagnvart því hvort fólk er í sambúð eða ekki.“ rúmar 4.800 á ári eftir það. Þar að auki gætu þau átt fjárhæðina 430 þúsund óskerta að 40 árum liðnum. Til viðbótar má gera ráð fyrir að eignarskattsfrelsi ríkisskulda- bréfanna sé hjónunum einhvers virði. Og að lokum má geta þess, að hjónin gætu þurft að bíða í tvö ár eða lengur eftir húsnæðisláni í tilfelli A en í tilfelli B, þar sem lán til þeirra sem kaupa eða byggja í fyrsta sinn njóta forgangs. Þessari bið getur fylgt umtalsverður kostnaður. Um rétt þeirra sem eru að byggja eða kaupa íbúð í annað sinn eða síðar Samkvæmt 3. og 4. gr. frum- varpsins eiga þeir, sem eru að byggja eða kaupa íbúð í annað sinn eða síðar, rétt á láni sem nemur 70% af þeirri lánsfjárhæð sem við- komandi ætti rétt á, væri hann að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Einu takmarkanimar á þessum rétti er að finna í 2. gr. frumvarpsins en þær eru að ekki skal að jafnaði veita lán til sama umsækjanda oftar en á 5 ára fresti. Hér getur verið um að ræða stór- kostlega aukningu á lánsrétti þeirra sem eiga íbúð fyrir. Ef frumvarpið nær fram að ganga óbreytt er eftir- farandi ákvæði í núgildandi lögum fellt úr gildi: „Heimilt er húsnæðis- málastjóm að hafna eða skerða lán- veitingar til umsækjanda sem áður hefur fengið full lán úr Byggingar- sjóði ríkisins eða Byggingarsjóði verkamanna og eiga íbúð er talist getur fullnægjandi að dómi hús- næðismálastjómar." M.ö.o. sam- kvæmt frumvarpinu fá íbúðar- eigendur lánsrétt hvort sem þeir hafa nokkuð við hann að gera eða ekki. Þetta er svo yfirgengilegt, að því fá vart orð lýst. Hvemig í ósköp- unum er hægt að réttlæta það að íbúðareigandi sem t.d. í dag á fast- eign að verðmæti 7 millj. kr. nær skuldlausa m.a. vegna vildarkjara á veittum húsnæðis- og lífeyris- sjóðslánum á fyrri hluta áttunda áratugarins skuli nú eiga að fá stór- kostlega lánafyrirgreiðslu hjá Hús- næðismálastofnun til að kaupa nýja íbúð sem t.d. kostar 3—4 milljónir? Samkvæmt fmmvarpinu gæti þessi einstaklingur átt rétt á 1.470 þús. króna láni frá Húsnæðisstofnun, sem hann hefur í raun ekkert við að gera. En hann sækir auðvitað um lánið til að geta ávaxtað pening- ana, þar sem hann á skilyrðislausan rétt á því. Hann gæti t.d. keypt ríkisskuldabréf eða önnur bréf sem gefa enn hærri ávöxtun. Lítum á hvað hann getur grætt með því að kaupa vaxtamiðaskír- teini ríkissjóðs (fjárhæð 1.470 þús. kr.): Kostnaður vejfna hús-Hreinn arður af ríkis- næðisláns (3,5% raunvextir) 8kuldabrófi í kr.: (afb. + vextir) í kr.: (8,16% ársvöxtun) Ár 1 51.450 119.952 2 51.450 119.952 3 70.534 119.952 4 70.534 119.952 5 70.534 119.952 40 70.534 (119.952) M.ö.o. hann græðir kr. 137 þús. fyrstu tvö árin og síðan á hverju ári eftir það rúmar 49 þús. kr. auk þess sem hann getur átt 1.470 þúsundin óskert eftir 40 ár. Þótt þetta dæmi ætti að nægja er rétt að undirstrika það með öðm dæmi, því auðvitað em möguleik- amir margir. Samkvæmt fmm- varpinu á íbúðareigandi með há- markslánsrétt rétt á 1.029 þús. króna láni, ef hann kaupir íbúð sem áður hefur verið f notkun. Gemm ráð fyrir að tveir samrýmdir bræður búi ásamt fjölskyldum sínum í tveim íbúðum sem þeir eiga og em ánægð- ir með að búa í. Gemm jafnframt ráð fyrir að þeir eigi báðir há- markslánsrétt og á hvorri íbúð um sig séu áhvilandi eldri lán frá hús- næðisstofnun að fjárhæð 294 þús. Hvað geta þeir gert ef frumvarpið nær óbreytt fram að ganga? Þeir geta t.d. selt hvor öðmm íbúðirnar, en búið áfram á sama stað, fengið hvor um sig viðbótarlán frá hús- næðisstofnun að §árhæð kr. 735 þúsund eða samtals kr. 1.470 þús- und. Með því að líta á dæmið hér að framan geta menn fengið hug- mynd um það hvað þessir bræður með óvemlegri fyrirhöfn geta drýgt tekjur sínar á ári. Afleiðingar frumvarps- ins fyrir ríkissjóð og þjóðarheildina í greinargerð með fmmvarpinu er gert ráð fyrir að raunhæf útlána- áætlun Byggingarsjóðs ríkisins fyrir árið 1987 geti verið sem hér segir, ef frumvarpið nær fram að ganga: Til þeirra sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn: 800 nýbyggingarlán: 1.344 millj. kr. 1.100 lán til kaupaá eldra húsnæði: 1.294 millj. kr. Alls: 2.638 mil(j. kr. Til þeirra sem eru að byggja eða kaupa (annað sinn eða síðar 800 nýbyggingarlán: 941 millj. kr. 1.100 lán til kaupaá eldra húsnæði: 906 millj. kr. Alls: 1.847 milþ'. kr. Eða samtals 4.485 millj. kr. auk um 500 millj. í önnur lögboðin útlán og rekstrarkostnað. Tölumar hér að framan em miðaðar við að meðallán nemi 80% af fullum láns- fjárhæðum samkvæmt hármarks- lánsrétti. Miðað við að þetta gangi eftir og að allir lífeyrissjóðirnir verji 55% af ráðstöfunarfé sínu árið 1987 til skuldabréfakaupa af Húsnæðisstofnun gæti dæmið litið þannig út gagnvart ríkissjóði: Utlán og kostnaður 5,0 milljarðar Fjármögnun frá lífeyrissj.3,0 milljarðar Mismunur 2,0 milljarðar, sem nauðsynlegt framlag ríkissjóðs til Byggingarsjóðs ríkisins. í ár er gert ráð fyrir að ríkissjóð- ur veiji 1,1 milljarði kr. til sjóðsins, auk 200 millj. kr. vegna lána til þeirra sem eiga í sérstökum greiðsluerfiðleikum. Samkvæmt þessum forsendum gæti framlag ríkissjóðs árið 1987 þurft að hækka um 700—900 milljónir. Á þann möguleika er hins vegar bent í greinargerðinni að dreifa afgreiðslutíma lána til þeirra sem ekki eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn á árin 1987 og 1988. Þannig mætti hugsa sér að um helmingur þeirra sem sækja um lán og eiga íbúð fyrir fengju ekki nein lán afgreidd fyrr en árið 1988. Útlán sjóðsins árið 1987 þyrftu þá ekki að vera „nema" 4,1 milljarður og ríkisframlagið ekki nema 1,1 milljarður. Það er rétt að undir- strika að framangreind dreifing afgeiðslu lána á fleiri en eitt ár er möguleg þótt skýrt sé kveðið á um það í frumvarpinu, að innan tveggja mánaða frá því að lánsumsókn er lögð inn skuli umsækjandi fá blnd- andi svar um lánsíjárhæð og af- greiðslutíma láns. í framhaldi af þessu og með hliðsjón af þeim möguleikum sem útlánareglurnar bjóða uppá vil ég fullyrða að eftirfarandi lánseftir- spum er vel möguleg og ekki síður líkleg en áætlunin hér að framan gerir ráð fyrir. Vissulega er hér um óeðlilega lánseftirspum að ræða en að sú verði raunin er einmitt líklegt vegna þess að ákvæðin um lánsrétt- inn eru óeðlileg. Þeir sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn 1.300 nýbyggingarlán: 1.300 lán til kaupaá 2.730 millj. kr. eldra húsnaiði*: 1.612 millj.kr. Alls: 4.342 millj. kr. Til þeirra sem eru að byggja eða kaupa í annað sinn eða síðar. 1000 nýbyggingarlán: 1.470 millj. kr. 300 lán til kaupa á eldra húsnæði*: 2.397 millj. kr. 3.867 millj. kr. Alls: * Gert er ráð fyrir að meðalQárhæð áhvílandi hús- næðislána til frádráttar hámarksláni sé kr. 230 þúsund, sbr. greinargerð aðila vinnumarkaðarins um húsnæðismál frá 25. febrúar 1986. Ef lánseftirspumin verður sem hér segir yrði nauðsynlegt framlag ríkissjóðs árið 1987 kr. 1,8 milljarð- ar, jafnvel þótt allir þeir sem eru að byggja eða kaupa í annað sinn eða síðar fengju ekki afgreiðslu fyrr en árið 1988 eða síðar. Ef eftirspumin yrði svipuð árið 1988 gæti orðið óhjákvæmilegt að veita lán úr Byggingarsjóði ríkisins að fjárhæð hátt í 7 milljarðar, jafn- vel þótt aðeins helmingi þeirra yrði veitt lán, sem ekki fengu afgeiðslu ’87 þegar þeir lögðu inn sína um- sókn. Og þrátt fyrir það væri lág- marksbiðtími sumra íbúðareigenda eftir láni orðinn 3 ár. Svo langur biðtími gæti síðan orðið til að við- halda um ókomna framtíð hinni „óeðlilegu" eftirspum þeirra sem eru að kaupa eða byggja í fyrsta sinn, þar sem lánsréttur þeirra væri orðinn enn verðmætari „versl- unarvara“ en ella. 7 milljarða útlán Byggingarsjóðs ríkisins árið 1988 myndi þýða að framlag ríkissjóðs þyrfti það árið að vera a.m.k. 3,6 milljarðar. Um efnahagslegar afleiðingar útlána- aukningarinnar fyrir ríkissjóð og efnahagslífið almennt þarf ekki að ræða. Að lokum má geta þess, að þótt eftirspumin minnkaði eitthvað árið 1988 miðað við árið 1987 má sjá á dæmunum hér á undan að frestun á afgeiðslu lánanna árið 1987 getur haft í för með sér verulegan sam- drátt í byggingariðnaðinum það árið. Þetta getur með öðmm orðum gerst þótt langtímaáhrif kerfisins verði án efa þau að við komum til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.