Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRlL 1986
Marcos svartsýnn:
Spáir kommún-
istum sigri
innan mánaðar
Manila. AP.
FERDINAND Marcos, fyrrum forseti Filippseyja, fullyrti i sjón-
varpsviðtali i gær, að nýja stjórnin á Filippseyjum myndi bíða ósigur
fyrir uppreisnarmönnum kommúnista og falla innan mánaðar.
Forsetinn fyrrverandi sagði enn- hve mikils stuðnings hann nyti
fremur, að múhameðstrúarmenn
hollir einum af helztu stuðnings-
mönnum hans, Ali Daimaporo, á
hinni stóru eyju, Mindanao, væru
tíu sinnum fleiri en hermenn stjórn-
arinnar þar. Hélt Marcos því fram,
að þriðjungurinn af herliði stjórnar-
innar hefði hætt störfum og haldið
til heimila sinna, síðan hann lét af
embætti 25. febrúar sl.
Marcos sagði, að stuðningsmenn
sínir væru að undirbúa mikinn úti-
fund í Manila 1. maí nk. til þess
að sýna andstöðuna við Aquino en
jafnframt til þess að sýna fram á,
áfram með þjóðinni.
Bæði stuðningsmenn Marcosar
og kommúnistar herða nú andstöðu
sína við stjóm Aquino forseta. Hún
tilkynnti um helgina, að hún hygðist
eftir sem áður reyna að koma á
vopnahléi þrátt fyrir harðnandi ár-
ásir kommúnista á hermenn stjóm-
arinnar. Hún varaði einnig stuðn-
ingsmenn Marcosar við því að
standa í vegi fyrir viðleitni sinni til
að koma á friði í landinu og sagði:
„Stjómin er friðarstjóm, en hún er
ekki án vopna."
Vladimir Horowitz veifar til áheyrenda á einleikaratónleikum sínum
í Moskvu á mánudagskvöld.
Moskvubúar fagna Horowitz
með tárum og húrrahrópum
Grænland:
Bændur
varaðir
við laxa-
hafbeit
Kaupmannahðfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
Græniandsfréttaritara Morgimbiaðsins.
BÆNDUR á Suður-Grænlandi
hafa verið varaðir við að reyna
að drýgja tekjumar með því að
koma upp hafbeitarstöðvum fyr-
ir lax. Vegna hrunsins á laxa-
markaðnum séu slíkar tilraunir
dæmdar til að mistakast.
Mogens Wichrauch, fulltrúi Roy-
al Greenland, stjómarstofnunarinn-
ar, sem sér um útflutningsmálin
fyrir landsstjómina, sagði í viðtali
við grænlenska útvarpið, að ekkert
vit væri í því fyrir sauðfjárbændur
á S-Grænlandi að rejma að auka
tekjur sínar með því að koma upp
hafbeitarstöðvum. Laxamarkaður-
inn væri hroninn saman og fengjust
nú ekki nema 30 d.kr. (rúm. 150
kr. ísl.) fyrir kílóið. Um áramótin
var verðið í 60 kr.
Á síðasta hausti voro 800 tonn
af laxi veidd við Grænland og var
mest allur fiskurinn seldur áður en
verðið féll. Enn ero þó 50 tonn eftir
óseld. Verðhronið stafar af miklu
framboði á laxi og einkum frá
Noregi.
PÍANÓLEIKARINN Vladimir
Horowitz kom fram í Moskvu á
mánudag og heillaði áheyrendur
með stórkostlegum leik sínum.
Margir grétu af fögnuði þegar
tónleikunum lauk.
Þetta voru fyrstu tónleikar
Horowitzs í Sovétrílqunum frá því
hann fór þaðan fyrir sextíu og einu
ári til að öðlast frægð og frama á
Vesturlöndum. Horovitz er nú átta-
tíu og eins árs.
• Vinir hljóðfæraleikarans sögðu
að hann hefði ekki leikið jafn vel
og í Moskvu í nokkur ár. Flutning-
urinn hafi verið skýr og Horowitz
hafi virst tengjast fyrrom samlönd-
um sínum tilfinningaböndum.
Margir áhorfenda hrópuðu upp
yfir sig af hrifningu þegar Horowitz
íék verk eftir Rachmaninov og
Scriabin og einnig brotust út fagn-
aðarlæti þegar hann spilaði aftur
verk eftir Schumann.
Lófatak áhorfenda var slíkt þeg-
ar tónleikunum lauk að undir tók í
höllinni og var Horowitz þrisvar
kallaður aftur að flyglinum og sex
sinnum klappaður upp á svið eftir
það.
Þegar Horowits hafði spilað þrjú
aukalög stóð hann upp, studdi sig
við flygilinn og benti með vísifingri
á svitann, sem perlaðist á enni hans,
eins og hann vildi segja að hann
gæti ekki meira.
„Hann var stórkostlegur. Það er
eins og hann sé frá öðrom heimi,"
sagði Aleksei Bataschev, sovéskur
tónlistarfræðingur. •
Einleikaratónleikar Horowitz ero
upphafið að menningarsamskipt-
um, sem Reagan og Gorbachev
ákváðu að fram skyldu fara milli
Sovétmanna og Bandaríkjamanna
á fundi sínum í Genf í nóvember.
Og tónleikamir vöktu mikla athygli
í Moskvu. Horowitz hafði mikið
umleikis vikuna, sem hann dvaldi í
borginni, og var meira um dýrðir
en Moskvubúar eiga að venjast.
Embættismenn stjómarinnar,
tónlistarmenn og erlendir stjómar-
erindrekar sátu í hljómsveitargryfju
tónleikahallarinnar. Á svölum stóðu
bæði fólk, sem náð hafði í miða og
tugir tónlistamema, sem rott höfðu
sér leið gegn um vamarvegg lög-
reglu inn í höllina.
ERLENT
Bandaríkin:
Tölvuforrit notað til
kynlífsráðgjafar
Pittsburgh, Bandaríkjunum. AP.
FÓLK, sem er of feimið til að segja sálkönnuði frá kynlífsvanda-
málum sínum, getur brátt leitað á náðir rafeindatækninnar. Það
getur rætt þessi vandamál við tölvu.
Tölvuforrit, sem vísindamenn hann.
við Camegie-Mellon-háskóla í
Pittsburgh bjuggu til, hlustar á
raunasögu viðkomandi, greinir
rætur vandans og kemur jafnvel
með tillögu um meðferð.
„Rannsóknir sýna, að fólk er
fúsara að tala við tölvu en mann-
eskju um svo viðkvæm mál,“ segir
dr. David Seervan-Schreiber, einn
vísindamannanna, sonur franska
rithöfundarins og hagfræðingsins
Jean-Jacques Servan-Schreiber.
„Það er alveg sama, hversu fær
kynlífsráðunauturinn er í fræðun-
um, honum getur orðið það á fyrir
vangá að blanda eigin tilfinning-
um í málið, og hinn aðilinn er
fljótur að skynja það. Þegar tölva
er annars vegar, er engin þörf á
að hafa áhyggjur af slíku," sagði
Servan-Sehreiber vann fyrr-
nefnt forrit í samvinnu við tækni-
deild háskólans og Westem-
geðheilbrigðisstofnunina í Pitts-
burgh.
Honum til aðstoðar ero tveir
kjmlífsráðgjafar og tveir forritar-
ar, auk þess sem leikritahöfundur
annaðist gerð samtalanna í forrit-
inu „til þess að þau yrðu víxlverk-
andi og eðlileg", sagði Servan-
Schreiber.
Forritinu er ekki ætlað að koma
í stað kjmlífsráðgjafa, heldur
fremur að veita grondvallarráð-
gjöf á afmörkuðum sviðum, að
sögn Servan-Schreiber. „Þörfin
er miklu meiri en ráðgjafamir fá
annað."
í fyrra var gerð könnun á
Westem-stofnuninni og tók hún
til gifts fólks í „góðum hjónabönd-
um“. í ljós kom, að a.m.k. helm-
ingur hjónanna taldi sig lifa ófull-
nægjandi kjmlífí, að sögn dr. Ellen
Frank, sálfræðings og aðstoðar-
prófessors við læknadeild háskól-
ans í Pittsburgh, stjómanda könn-
unarinnar.
Slíkar niðurstöður sýna glöggt,
að kynlífsráðgjöf er „ákaflega
mikilvægur starfsvettvangur",
segir Servan-Schreiber.
Þó er ljóst, sagði hann, að það
hafa ekki allir efni á að verða sér
úti um ráðgjöf af þessu tæi. Slík
þjónusta kostar frá 50 dollurom
(ríflega 2000 ísl. kr.) eða þaðan
af meira á tímann. Servan-
Schreiber kvaðst vonast til, að
forritið mundi kosta innan við
helming af meðalgjaldi ráðgjaf-
anna.
Vísindamennimir ætla að prófa
forritið í a.m.k. eitt ár, og hefjast
prófanimar í sumar.
Forritið, sem nefnt hefur verið
„Sexpert" og skiptist í nokkra
meginkafla, er ætlað til nota fyrir
hjón. í fyrsta kaflanum spjrr tölv-
an þau um 100 spuminga, og fer
eðli spuminganna eftir undan-
farandi svari viðkomandi hjóna.
Tölvan rejmir að meta, hversu
gott samband hjónanna er, að
öðro leyti en því sem snertir
vandamálið sjálft. Þegar hún
hefur greint, hvað það er, sem
amar að, rejmir hún að finna,
hvar upptök vandans liggja.
„Við erom ekki að reyna að búa
til tölvutækt uppflettirit með
lausnarorðum við öllum vanda-'
málum á sviði kynlífsins, heldur
erom við að leitast við að gera
samskiptalíkan, sem tekur á sig
sérstakt snið í hveiju einstöku
tilviki," segir Servan-Schreiber.
Filippseyjar:
21 hermaður
fellur í fyrirsát
Legapsi, Filippseyjum. AP.
TUTTUGU og einn hermaður
féll í gær, föstudag, er jarð-
sprengja sprengdi upp ökutæki
þeirra og skæruliðar kommún-
ista hófu skothríð á þá sem lifðu
af sprenginguna, að því er heim-
ildamaður í hernum lætur hafa
eftir sér.
Átta aðrir hermenn særðust
fyrirsátinni, sem var við bæinn
Banao, suðaustur frá Manila. Her-
mennimir voru á tveimur bifreiðum,
jeppa og vörubfl. Skriðdreka-
sprengjur sprongu undir jeppanum
og eftir það hófst skothríð á vörobfl-
inn. Ekki er kunnugt um hvort
einhveijir skæruliðar féllu í bardag-
anum sem stóð yfir í um 35 mínút-
ur.