Morgunblaðið - 23.04.1986, Page 40

Morgunblaðið - 23.04.1986, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRlL 1986 Halldór Blöndal: Sala á rað- smíðaskipum SNARPAR umræður urðu síðdegis í gser, þriðjudag, í sameinuðu þingi vegns synjunar Byggðasjóðs á 12 m.kr. láni til hlutafjár- kaupa vegna Útgerðarfélags Kópaskers, en Stefán Valgeirsson (F.-Ne.) hóf þá umræðu. Hann gagnrýndi málsmeðferð og synjun Byggðasjóðs. Þingmenn úr Norðurlandskjördæmi eystra vóru þó ekki á einu máli um þetta efni. Halldór Blöndal (S.-Ne.) rakti aðdraganda og framvindu málsins með þessum orðum: Alþingi samþykkti 10 þingsályktanir Halldór Blöndal. TÍU þingsályktanir voru sam- þykktar sem ályktanir Alþingis á fundi sameinaðs þings í gær og fjórum þingsályktunum var vísað til ríkisstjórnarinnar. Þingsályktanimar, sem sam- þykktar voru, fjölluðu um mat heimilisstarfa til starfsrejmslu, afplánun dóma vegna fíkniefna- brota, eftirlit með verðlagi, áhrif forréttinda til atvinnurekstrar og vinnu, frestun nauðungaruppboða, sölu- og markaðsmál, úrbætur í málefnum aldraðra, úrbætur í ferðaþjónustu, nýtingu jarðhita í heilsubótarskyni og fríverslunar- samning við Bandarikin. Tillögumar, sem vísað var til rík- isstjómarinnar, fjölluðu um lang- tímaáætlun í jarðgangnagerð, skipulag loðdýraræktar, svarta atvinnustarfsemi og dómshús fyrir Hæstarétt. „Það er nú komið í ljós að Odd- eyri hf. á Akureyri hefur fest kaup á raðsmíðaskipinu sem Útgerðafé- lag Kópaskers hf. átti fyrst kost á. Ég tel raunar að það hafi verið í samræmi við tilboðin á sínum tíma þar sem tilboð Oddeyrar hf. var hagstæðara en tilboð Útgerðarfé- lags Kópaskers á þeim tíma sem það var gert, en það var fyrir kjara- samningana — en þá vom sem kunnugt er allt aðrar efnahags- ástæður í landinu. Þingmönnum Norðurlands eystra hlýtur að vera það mikið ánægjuefni að svo skyldi hafa til tekist, í fyrsta lagi vegna þess að Oddeyri hf. er reist á traustum ijárhagslegum gmnni og verður útgerðin í tengsl- um við útgerð Samheija hf., sem allir era sammála um að sé til mikillar fyrirmyndar. Því fylgir margvíslegt rekstrarlegt hagræði að hafa útgerð fleiri en eins skips á sömu hendi, bæði varðandi út- gerðarkostnað skipanna og beitingu þeirra til öflunar hráefnis fyrir vinnslustöðvar í landi. í öðm lagi er þetta ánægjuefni fyrir þingmenn Norðurlands eystra vegna þess að skortur á hráefni hefur bagað Niðursuðuverksmiðju Kristjáns Jónssonar nú um hríð eftir að Rússlandsrækjan hætti að fást. Niðursuðuverksmiðjan er í nokkurri sérstöðu hér á Iandi vegna þess að hún hefur unnið sér ömggan mark- að á meginlandi Evrópu — aðallega í Vestur-Þýskalandi — fyrir niður- soðna rækju, og væri það auðvitað hörmulegt ef sá iðnaður þyrfti að leggjast niður vegna hráefnisskorts. Það er því þjóðhagslega mikilvægt að þessi starfsemi geti haldið áfram og að við getum — ekki aðeins haldið þeim hagstæða markaði sem við höfum þama unnið — heldur stækkað hann og fært út. í þriðja lagi er þetta þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra ánægjulegt vegna þess að atvinnu- ástand á Akureyri hefur ekki verið nógu gott og það er því kærkomið tækifæri að geta stuðlað að því með markvissum hætti að fleiri stoðir séu undir það settar. Ég vil að lokum aðeins segja þetta: Það er jafnan hæpið þegar tveir staðir, sem jafnlangt er á milli eins og Svalbarðseyrar og Kópa- skers, standi saman að útgerð eins og sama skipsins — ekki síst þegar Níu frumvörp urðu að lögum svo stendur á sem nú, að hagsmunir annars aðilans em þeir að vinnsla rækjunnar sé í landi til að halda uppi atvinnu á staðnum, en hins að rækjan sé sem mest unnin um borð til að tryggja rekstrarafkomu skipsins einvörðungu. Samvinna sem er reist á svo ólíkum forsendum hefur löngum verið dæmd til að mistakast. Það er vilji meirihluta stjómar Byggðastofnunar — og sérstök samþykkt hefur verið gerð þar að lútandi — að það verði sér- staklega athugað hvemig hægt sé að treysta stoðir atvinnulífs á þess- um stöðum báðum með aðgerðum sem beinast að hvomm stað fyrir sig. Gagnvart þeim á Kópaskeri er mikilvægt að tryggja hráefnisöflun til rækjuverksmiðjunnar og fjár- hagslegan gmndvöll hennar, gagn- vart þeim á Svalbarðseyri að tryggja nýtingu þeirra húsa sem þar standa og reyna að byggja upp iðnað og þjónustu í tengslum við batnandi samgöngur við Akureyri, sem kepptu á þeim stóra markaði sem þar er, t.a.m. á sviði matvæla- iðnaðar eða annars létts iðnaðar og hef ég skilið það svo að sérstakt fé hafi verið lagt til hliðar til þess að vinna að þessum verkefnum. NÍU frumvörp voru samþykkt sem lög frá Alþingi i fyrrakvöld og aðfaranótt þriðjudags. Eins og fram kom hér í blaðinu í gær var eitt þessara fmmvarpa um lögvemdun á starfsheiti og starfsréttindum gmnnskólakenn- ara, framhaldsskólakennara og skólastjóra. Hin vom um þjóðarátak til að ljúka byggingu Þjóðarbók- hlöðu, um Útflutningsráð, um Inn- heimtustofnun sveitarfélaga, Happ- drætti Háskóla íslands, húsaleigu- samninga, samningsgerð, umboð og ógilda löggeminga, ríkisborg- ararétt og útvarpslög. Skýrsla menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna: Grundvallarbreyting á hugs- uninni á bak við — sagði Steingrímur J. Sigfússon STEINGRÍMUR J. Sigfússon (Abl.-Ne.) deildi hart á Sverri Her- mannsson, menntamálaráðherra, er skýrsla ráðherrans um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna kom til umræðu í sameinuðu þingi í gær. í skýrslunni (sem birt er í heild á bls. 26-27) segir ráðherra, að menn hafi hallað til um afstöðu sína til lánamála námsmanna, en þingmaðurinn kvaðst telja engu upp á hann logið. í skýrslunni kæmu fram allar þær vondu hugmyndir, sem heyrst hefði að á döfinni væru. Steingrímur kvað rangt, að Lánasjóður námsmanna hafi skoríð sig úr öðmm ríkisstofnunum hvað varðaði slæma þjónustu. Sagðist hann hafa ágæta reynslu af við- skiptum við sjóðinn og vakti athygli á því, að kvartanir námsmanna snemst fyrst og fremst um seinkun á lánun, og þar væri við stjómvöld að sakast. Þingmaðurinn gagnrýndi síðan hugmyndir ráðherra um breytingar á lögum iánasjóðsins. Hann kvað fullyrðingar hans um núverandi endurgreiðslukerfi ekki hafa við rök að styðjast og varaði sérstaklega við tillögum um að láta tekjur ekki lengur hafa áhrif á upphæð náms- lána. Benti hann á, að tekjutillitið sparaði sjóðnum nú líklega um 150 milljónir króna. Auk þess lægi fyrir, að íjöldi námsmanna tæki ekki ián vegna of hárra tekna og búast mætti við því að umsækjendum Ijölgaði vemlega ef tekjur hefðu engin áhrif á upphæð lánanna. Þá mótmælti hann einnig hugmyndum ráðherra um lántökugjald og 3,5% ársvexti ofan á verðtryggingu. Taldi þingmaðurinn að í tillögum ráðherra fælist grundvallarbreyting á sjálfrí hugsuninni á bak við lána- sjóðinn. Jón Baldvin Hannibalsson (A.-Rvk.) hvatti til þess að umræð- ur um málefni lánasjóðsins fæm skynsamlega fram. Kvaðst hann telja, að flestir væm sammála því að rekið væri opinbert námsaðstoð- arkerfi, en mismunandi sjónarmið væm uppi um það hvemig að því ætti að standa. í því efni yrði bæði lánasjóðinn að taka tillit til lánþega og skatt- borgaranna, sem stæðu undir lána- sjóðnum. Þingmaðurinn dró síðan fram íjögur meginatriði í afstöðu sinni til lánasjóðsins. í fyrsta lagi sagði hann það ekki skynsamlegt að námsmenn hefðu meira fé handa á milli á meðan þeir væm í námi, en eftir að þeir væm komnir í fullt starf, eins og dæmi em um vegna núverandi lánakerfis. í annan stað væri krafan um endurgreiðslu lán- anna á raunvirði sanngjöm. í þriðja lagi væri núverandi kerfi vinnuletj- andi og þyrfti að breyta því. í fjórða lagi ætti að fjármagna lánasjóðinn með skattheimtu á Islandi, en aldrei með erlendum lánum eins og þing- menn og stjómvöld hefðu freistast til að gera. Loks sagði Jón Baldvin, að menntamálaráðherra hefði augljós- lega lagt skýrsluna fram til að friða samvisku sína eftir stóryrði sín um að fmmvarp um breytingar á lögum Lánasjóðs námsmanna kæmi fram á þessu þingi, en af því yrði ekki. Páll Pétursson (F.-Nv.) sagði, að skýrsla menntamálaráðherra hefði ekki verið rædd í þingflokki framsóknarmanna og þeir gætu ekki fellt sig við margar hugmyndir ráðherrans um breytingar á lögum lánasjóðsins. Hann sagði, að fram- sóknarmenn væm ekki sérlega óán- ægðir með núgiidandi lög sjóðsins, en væm hins vegar til viðtals um breytingar á nokkmm atriðum. Hann lýsti andstöðu við 3,5% vexti ofan á verðtryggingu námslána og einnig hugmynd ráðherra um að aðilar vinnumarkaðarins skipuðu fulltrúa í sjóðsstjómina. Páll Pétursson sagði, að það gæti verið nauðsynlegt að einfalda starfsemi lánasjóðsins, stytta end- urgreiðslutíma og setja t.a.m. regl- ur um að lánþegar, sem setjast að erlendis eftir nám, greiði lán sín örar, en aðrir viðskiptamenn sjóðs- ins. Loks áréttaði þingflokksfor- maðurinn stuðning framsóknar- manna við jafnrétti til náms. Þingmennimir Kristin Hall- dórsdóttir (Kl.-Rn.) og Stefán Benediktsson (Bj.-Rvk.) tóku einnig til máls og fundu að ýmsum hugmyndum ráðherra í skýrslunni. Kristín taldi hins vegar ástæðu til að fagna því, að ráðherra ætlaði að sjá til þess að lánasjóðurinn gæti náð endum saman á þessu ári. Getuleysið læknað Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Austurbæjarbíó: Elskhugar Marfu — Maria’s Lovers ☆ ☆ ☆ Leikstjóri Andrei Konchal- ovsky. Kvikmyndataka Juan Ruiz-Anchia. Handrit Gerard Brach, Konchalovsky, Paul Zandel og Marjorie David. Aðalhlutverk Nastassja Kinski, John Savage, Robert Mitchum, Keith Carradine, Anita Morris, Bud Cort, Karen Young, Tracy Nelson, Vincent Spano. Banda- rísk frá Cannon Films 1984.103 min. Hér er fjallað, éinsog nafnið bendir til, annarsvegar um hina bæði andlegu og líkamlegu elsk- huga Maríu (Kinski), oghinsvegar um þann sálræna áverka sem Ivan, (Savage), hlaut í stríðinu. Elskhugar Maríu gerist að loknu seinna stríði, í stáliðnaðar- borg í Pennsylvaníu. Þar bíður María eftir æskuvini sínum Ivan, og giftist honum þó gnótt sé vonbiðla. En andleg dýrkun hans á Maríu, sér til hugarhægðar í langri og strangri fangavist hjá Japönum, hefur svo sett mark sitt á sáiarlíf Ivans að hann fær ekki notið hennar. Getuleysið kelur Jafnvel fagurskapaðir, silki- hjúpaðir fótleggir Maríu komu ekki blóði Ivans á hreyfingu ... samband þeirra en ekki ást. Ivan flýr að heiman og bæði leita þau á ný mið. Með hjálp utanaðkom- andi aðila blessast samband þeirra að lokum. Talsvert óvenjuleg mynd hvað snertir efni og efnistök, að líkind- um helst fyrir þá sök að leikstjór- inn, Konchalovsky, er rússneskur og er í rauninni að fjalla um bandaríska Austur-Evrópubúa. Hann kemur áhorfandanum svo vel í snertingu við hugsunarhátt, venjur og blæbrigði þessa brott- hrifna fólks, að Elskhugar Mar- íu telst athyglisverð mynd, þó ekki væri fyrir annað. Hið ástríðufulla drama og út- færsla þess er einnig áberandi austur-evrópskt, rússneskt, enda er Konchakovsky einn af höfund- um þess (ásamt hægri hönd Pol- anskis, Gérard Brach, o.fl.). Það er harla óvenjulegt að sjá jafn tregafullt og hádramatískt efni í kvikmynd að vestan oer ástæða til að hrósa Konchalovsky fyrir eftirminnilegt verk og Golan- Globus fyrir árangursríka andlits- lyftingu, sem ku vera upphafið á nýrri stefnu félaganna. (Efni myndarinnar er broslega dæmi- gert fyrir basl þeirra kumpánanna að ná árangri og áliti í kvikmynda- heiminum!) Karlleikaramir standa allvel fyrir sínu, einkum þó Mitchum gamli og Carradine, en Nastössju Kinski skortir nokkuð á kraft í leikrænni tjáningu tii að fullgera mynd hinnar glæstu, saklausu og ástríðufullu Maríu, útlitið og fasið fyrir hendi. En æðasiög myndar- innar koma frá Konchalovsky og frábæmm kvikmyndatökumanni, Juan Ruiz-Anchia, sem fær áhorf- andann til að grípa andann á lofti af hrifningu undir mörgum undur- fögmm landslagstökum sem oft minna á meistara Almendros.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.