Morgunblaðið - 23.04.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986
45
Soffía G. Vagns-
dóttir Minning
Fædd 28. apríl 1897
Dáin 15. apríl 1986
Hún er farin á undan okkur,
þessi hetja hversdagsleikans, sem
skilaði hljóðlátu og dyggu ævistarfi
með sæmd og prýði.
Soffía Guðrún Vagnsdóttir fædd-
ist á Hesteyri í Sléttuhreppi þann
28. apríl 1897, einkabam hjónanna
Margrétar Guðmundsdóttur og
Vagns Benediktssonar bónda. Þann
6. september 1922 giftist hún heið-
ursmanninum Guðmundi Jóni Guð-
mundssyni, bónda og útgerðar-
manni á Hesteyri. Hjónaband þeirra
var sterkum böndum bundið í ást,
kærleika og trúnaðartrausti alla tíð.
Bæði höfðu þau göfugt hugarfar
og margir voru þeir sem nutu góðs
af höfðingsskap þeirra. Þeim varð
ekki bama auðið, en þau tóku í
fóstur nokkur munaðarlaus böm,
ólu þau upp og unnu þeim sem
væm þau þeirra eigin. Umhugsunin
um aðra var þeirra sterkasti eigin-
leiki.
Haustið 1950 lögðu þau hjónin
niður búskap og fluttu til Reykja-
víkur. Voru þau næstsíðustu íbú-
amir á Hesteyri. Þann 27. október
1971 dró dökkt ský fyrir sólu, er
Guðmundur Jón var kallaður burt
úr þessum heimi. Soffía stóð þá ein
eftir og bjó alein í litla húsinu þeirra
við Þrastargötu 7B í Reykjavík.
Soffía var félagslynd að eðlisfari
og gerðist því brátt meðlimur í
ýmsum samtökum, svo sem Al-
þýðuflokknum, Stórstúku íslands
og Kvenfélagi Heimilissambands-
ins. Auk þess var hún stofnfélagi
Átthagafélags Sléttuhrepps. Hún
hafði mikinn og traustan persónu-
leika og var ófeimin við að segja
sannleikann, tók alltaf málstað
þeirra er minna máttu sín og var
ákaflega næm á heiðarleika fólks.
Hún hafði yndi af bókum, blómum
og bömum og unni öllu því sem
gott var og fagurt.
Árin liðu. Vinum og kunningjum
fækkaði og æ færri mundu eftir
gömlu konunni með fallega hvíta
hárið, sem bjó ein í litla húsinu við
Þrastargötu 7B. En það sem menn-
imir sjá ekki, það sér Guð.
Blessuð sé minning hennar.
Björg B. Sigurðardóttir
í dag kveðjum við þessa sóma-
konu.
Og minningamar koma upp í
hugann þegar ég í æsku dvaldi hjá
ömmu og afa á Grímstaðarholtinu.
Hún var mikill mannvinur og gat
ég alltaf leitað til hennar þegar
eitthvað var að.
Soffía G. Vagnsdóttir var fædd
28. apríl 1897 og var dóttir hjón-
anna Vagns Benediktssonar og
Margrétar Guðmundsdóttur og var
hún eina bam þeirra hjóna, hún ólst
upp á Hesteyri og átti þaðan sínar
ljúfu bemskuminningar.
Þegar Soffía var 18 ára fór hún
til ísafjarðar, vann þar í mörgum
vistum.
7. september 1923 þegar Soffía
var 26 ára kvæntist hún Guðmundi
Jóni Guðmundssyni frá Hesteyri og
bjuggu þau hjón saman á Hesteyri
frá 1923—1950, þegar þau fluttust
suður til Reykjavíkur. Leigðu þau
fyrst á Grundarstíg þar til þau
kaupa sér lítið og snoturt hús á
Grímstaðarholtinu. Þeim hjónum
varð ekki barna auðið og tóku þau
að sér 3 fósturböm, 1 son og 2
dætur. Var Soffía mikill barna og
dýravinur, og hafði hún sérstaka
ánægju af blómarækt og náttúm-
skoðun. Hún var virkur félagi í
mörgum félagasamtökum og hafði
mikla ánægju af öllu félagsstarfí.
Soffía var mjög ung þegar hún
mótaði sér ákveðna stefnu í pólitík
og bindindismálum. Hún var mjög
trúuð og hún var natin við að miðla
trú sinni meðal okkar bamanna,
hún las mikið af bókum og þar á
meðal úr Biblíunni fyrir okkur
börnin og minnist ég eins vers sem
hún las fyrir mig og sagði hún að
það væri eitt af uppáhalds versum
sínum:
„Stutta stund er ljósið á meðal yðar,
gangið meðan þér hafíð ljósið
Til þess að myrkrið komi ekki yfíryður
og sá sem gengur í myrkrinu veit ekki hvert
hann fer.“
Blessuð sé minning hennar.
Guðmundur Jón Jónsson
Soffía Guðrún Vagnsdóttir, fyrr-
um húsfreyja í Heimabæ á Hesteyri
í Jökulfjörðum, hafði mikið dálæti
á ættfræði sveitunga sinna og kunni
á henni betri skil en almennt gerist.
Soffía lagði fram ómælda vinnu í
samningu Sléttuhreppsbókar,
ómetanlegt framlag, sem aldrei
verður fullþakkað.
Óvenjuleg frændrækni var henni
og í blóð borin sem hún rækti af
heilum huga, hún var fylgin sér og
auðsýnilega mikið kappsmál.
Einn af dugmestu höfðingjum
SléttuhreppS 18. aldar og nú ætt-
faðir margra þjóðkunnra manna og
kvenna var Snorri Einarsson í Höfn,
f. 1730, d. 1785, dugmikill, ötull,
árvakur og vandaður maður að allri
breytni, vel ættaður, auðugur og
vitur. Snorri var sterkvaxinn,
gæddur miklum líkamlegum burð-
um, enda í nágrenni íshafsins,
umkringdur af náttúrunni stór-
hrikalegri, hár á vöxt og tígulegur
á velli, sterkur og vel glíminn eftir
því. Allt sem dapurt var rýmdi fyrir
glaðværðinni. Gæddur þeirri guðs-
gjöf að hafa lækningagáfu og var
skyggn. Snorri var vinsæll. Hans
verður lengi getið í ættfræðiritum
sökum barneigna. Hann var þrí-
kvæntur, síðasta kona hans var
Sólveig Pétursdóttir frá Kollsá í
Grunnavíkurhreppi. Sólveig var vel
að mannkostum búin, samtaka
manni sínum í góðgerðarsemi og
líknsemi.
Soffía Guðrún Vagnsdóttir á
Hesteyri var einörð og ákveðin og
hikaði ekki við að segja það sem í
bijósti bjó um menn og málefni.
Hinum mörgu frændum hennar og
vinum duldist ekki, þegar sem mest
lá á, hvað trúir og sannir eiginleikar
réðu orðum og gerðum þessarar
heiðurskonu.
Kynni mín af frændkonu minni
voru löng, eða allt frá því að móðir
mín og ég heimsóttum Hesteyri
saman fyrir 40—50 árum, rétt áður
en í byggðinni fór að fækka. Eg
minnist glaðværðarinnar og gest-
risninnar á heimili Soffíu og Guð-
mundar Jóns á Hesteyri og Gríms-
staðaholti í Reykjavík.
Eiginmaður Soffíu var Guð-
mundur Jón Guðmundsson bóndi
og hreppsnefndarmaður á Hesteyri.
Guðmundur Jón var einstakur
maður að allri gerð sakir góð-
mennsku, dugnaðar og framtaks,
glaður, ræðinn og skemmtilegur í
tali, hjálpsamur og örlyndur við þá
sem bágt áttu. Guðmundur Jón dó
27. október 1971 og höfðu þau
Soffía þá verið í hjónabandi í 48 ár.
Soffía og Guðmundur Jón voru
einstaklega barnelsk en varð því
miður ekki bama auðið, en um-
hyggju þeirra og hlýju nutu 3 fóst-
urbörn og eru hér talin í aldursröð:
Friðgeir Guðmundsson í Kópavogi,
Guðrún Ólafía Ámadóttir, Seltjam-
amesi og Björg B. Sigurðardóttir í
Kópavogi.
Soffíu var það mikils virði að
eiga góða að er sýndu henni alúð
og hlýju er degi fór að halla. Fóstur-
börnin og bamabörnin urðu henni
miklir gleðigjafar, en mestrar unun-
ar naut í hópi þeirra. Tengdasonur-
inn Jón sýndi henni sérlega mikla
umhyggju, sem lofsvert er og þakka
ber við vegamót.
Soffía bar orðstír dugnaðar, holl-
ustu og trúfesti. Þakka ég henni
smfylgd og allar hinar fróðlegu
ættfræðiupplýsingar um frændur í
Jökulíjörðum og á Homströndum.
Helgi Vigfússon
Nú fer hver að verða síðastur
að komast í miDahópinn
okkar í vetur!
Aðeíns tvær vikur eftir.
*
*