Morgunblaðið - 23.04.1986, Page 47

Morgunblaðið - 23.04.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986 47 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Árið framundan hjá Nautum (20. apríl—20. maí). { dag ætla ég að greina lítillega frá árinu framundan hjá Nauts- merkinu. Fjallað er einungis um Sólarmerkið. Þar sem allir eru samsettir úr nokkrum stjömu- merkjum, hafa einnig aðrir þættir áhrif og því getur eftir- farandi alls ekki talist tæmandi fyrir árið framundan. Álag Á liðnum 2—3 árum hafa Naut verið undir álagi og jafnframt verið í vissri orkulægð. Á hinn bóginn hafa Naut haft alla möguleika á því að afkasta mikilli vinnu. Lykilorð fyrir þennan tíma voru agi, vinnu- álag, samdráttur og jarðbind- ing. Samdráttur í sambandi við orðið samdrátt vill undirritaður taka fram að hann hugsar það í merkingunni að draga saman, t.d. það að beina orku inná ákveðið svið. Margir virðast hafa neikvætt viðhorf til þessa orðs, en í raun er merking þess ekki neikvæð. Það hvemig við bregðumst við samdrætti er það sem endan- lega sker úr um hvort um já- kvæða eða neikvæða merkingu er að ræða. Það að draga lífs- orkuna saman, að setja hana í einn ákveðinn farveg, getur verið ágætt, sérstaklega ef nauðsyn á því að afkasta hag- nýtri vinnu er fyrir hendi. Hins vegar er því ekki að neita að samdrætti fylgja færri mögu- leikar en áður. Rólegt ár Árið framundan virðist að flestu leyti vera rólegt og frekar átakalftið. Satúmus og Úranus gefa Nautinnu frí. Það táknar, í fyrsta lagi hvað varðar Satúr- nus, að þau ættu ekki að vera undir álagi, um lægð er ekki að ræða. Lffsorka þeirra ætti því að vera f góðu meðallagi og vinnuálag ekkert fram úr hófi. Aðgerðarleysi Úranusar bendir síðan til þess að þetta verði ekki mikið breytingaár, heldur frekar ár fastra liða eins og venjulega. Endursköpun Undantekning er þó hvað varð- ar þau Naut sem fædd em á tfmabilinu 23. apríl til 1. maí. Þau þurfa að takast á við Plútó og einnig Neptúnus. Plútó er pláneta hreinsunar og endur- sköpunar. Undirritaður hefur kallað hann garðyrkjumanninn. Segja má því að Naut fædd á framangreindu tímabili þurfi að reyta arfann úr sjálfstjáningu sinni. Þau þurfa að hreinsa til. Slík hreinsun getur verið erfið, ef reynt er að halda fast í for- tíð og gamla siði. Hún getur hins vegar verið lífgefandi. Plútóorkunni fylgir það að skilja kjamann frá hisminu. Þessi Naut eiga þvf alla möguleika á því að komast nær sfnum innsta manni og takast á við lífið útfrá raunverulegum þörfum sfnum. Neptúnus táknar hins vegar að áhugi á andlegum og listrænum málum getur aukist. Svigrúm Þeir sem eru fæddir frá 3.—20. maf fá hagstæðar afstöður frá Júpíter á árinu. Það táknar að um vissa mýkt verður að ræða. Lffsorkan verður ágæt, bjart- sýni og vellíðan í góðu lagi. Ferðalög og almenn hreyfing ættu að vera ánægjuleg og þroskandi. Þessi orka er ekki sterk en hún er frekar þægileg og veit á visst svigrúm og yfir- vegun. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK Þú heldur á þessum spilum vestur og hlustar af athygli á sagnir: Norður ♦ ▼ ♦ ♦ Vestur ♦G543 ... VDG1098 ♦ 107 " ♦ K6 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði Pass 2 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 spadar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 5grönd Pass 6 tíglar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Sagnir em eins eðlilegar og þær geta verið, nema hvað fjög- ur og fimm grönd spyija um ása og kónga. Norður segist eiga einn ás og einn kóng. Hveiju vitlu spila út? Hjartadrottningin virðist vera rakið útspil, og við borðið er hætt við að henni yrði spilað út umhugsunarlaust. En lesandinn hefur fengið viðvörun um að hér sé þörf á óvenjulegu útspili, svo hjartaútskot er það fyrsta sem hægt er að útiloka. Hugsum aðeins um sagnir.^ Suður virðist eiga mjög góðan spaðalit, sennilega þijá efstu fimmtu eða sjöttu. Og hann sagði fímm grönd vegna þess að hann hafði áhuga á alslemmu, svo það er hæpið að austur eigi nokkurt spil sem kemur að gagni í vöminni. Suður hætti við að fara í sji spaða þegar í Ijós kom að kóng vantaði. Hann reiknar sem sagt með að gefa einn slag, líklega á lauf, en hann á ekki von á því að tapa nokkrum á tromp. En * við vitum að spaðagosinn verður líklega slagur, svo það er um að gera að gefa sagnhafa færi á að tapa slagi á lauf, áður en hann kemst að því að hann hefur ekki efni á því. Að þessu mæltu hlýtur útspil- ið að vera laufsexa! Norður ♦ 1092 ¥K6 ♦ G6 ♦ ÁDG974 Vestur ♦ G543 ▼ DG1098 ♦ 107 ♦ K6 Austur ♦ - ▼ 7432 ♦ D98542 ♦ 1053 Suður < ♦ ÁKD876 ▼ Á5 ♦ ÁK3 ♦ 82 Að sjálfsögðu tekur sagnhafi ekki þá áhættu að svína í lauf- inu. Með slíkri spilamennsku gæti hann tapað spilinu strax á stungu. Hann drepur því á ás, spilar spaða og bölvar í hljóði eða upphátt, eftir því hvemig hann er skapi farinn. Á alþjóðlegu móti í Panc- hevo í Júgóslavíu í vetur kom þessi staða upp í skák heima- mannsins Orlov og Morovic frá Chile, sem hafði svart og átti leik. Hvítur var að enda við að leika af sér í erfiðri stöðu, 34. Kfl — gl? 34. - Hxg2+, 35. Bxg2 - He2 og hvítur gafst upp því hann er óverjandi mát.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.