Morgunblaðið - 23.04.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986
53
keppninni í Noregi fyrir Eurovision
söngvakeppnina.
Bretar senda að þessu sinni lagið
RUNNER IN THE NIGHT, sungið
af „Ryder" Maynard Williams, lag
og ljóð eftir Maureen Darbyshire
og Brian Wade. „Ryder" leikur um
þessar mundir eitt aðalhlutverkið í
hinum geysivinsæla söngleik
„Starlight Express" eftir Andrew
Lloyd Webber í London. Hann hefur
leikið bæði í leikhúsum og í sjón-
varpi, auk þess að vera söngvari
og lagasmiður.
Framlag Svisslendinga er PAS
POUR MOI, sungið af Daniela
Simons, lagið eftir Attila Sereftug
og ljóðið eftir Nella Martinetti.
Daniela Simons er af ítölskum
ættum, en flutti á unga aldri til
Lausanne í Sviss. Hún hefur lagt
stund á píanónám og lýkur kenn-
araprófi næstkomandi haust. Fram-
tíðarstörf hennar munu þó væntan-
lega tengjast skemmtanaiðnaðin-
um, að því er sagt er, en hún hefúr
frá barnæsku samið lög og spilað
og sungið opinberlega. Árið 1984
vann hún „La Grande Chance",
keppni sem haldin er af sjónvarps-
stöð er frönskumælandi Svisslend-
ingar horfa á og 1985 varð hún
númer tvö í undanúrslitunum fyrir
Eurovision söngvakeppnina í Sviss.
Njóttu iífsins og skemmtu þér á Hótei Borg
COSPER
— Karlmenn sýna mér enn áhuga, þeir snúa sér allir við til
þess að horfa á eftir mér.
Klukkan var aö ganga
þegar viö dönsuöum
hrafnsvarta nóttina