Morgunblaðið - 23.04.1986, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 23.04.1986, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 „hdr er reikn/rvgun'Art. Hann ae.ttí ah frcdda. þér fez- drgkJcju og reykiingum i' nokJcro. mÁnuí&i." V'k .x Ég sting upp á þvi að þú segir Svo skrifar þú þetta 800 sinnutn mér hvernig þinn dagur hafi þvi ég má ekki bruðla með liðið og ég sleppi að segja frá skrifpappír skólans. HÖGNIHREKKVISI Að treysta náunganum Óhamingjusamur ellilífeyris- þegi skrifar: Það hefur mikið verið rætt og ritað um hið svokallaða okurmál. Mörg blaðanna hafa ekki látið sitt eftir liggja að blása það út, og gera hlut þeirra manna sem verst- an, sem voru svo ógæfusamir að ávaxta fé sitt hjá þessu fyrirtæki, Verðbréfamarkaðnum, Hafnar- stræti 20. í nokkrum blaðanna síðustu daga er þrástagast á því og þess jafnvel krafíst að birta skuli nöfn allra þeirra mörgu manna, sem skiptu við ofangreint fyrirtæki. Sjálfsagt eru margir sem eru vel kunnir viðskiptalífínu, sem gert hafa sér grein fyrir, hvað þama fór fram. En það munu einnig vera þó nokkrir menn og konur sem komin em langt yfír ellilífeyrisaldurinn, sem einnig hafa lent þama af ýmsum ástæðum. Þessi hópur, sem kannski er kominn nálægt áttræðisaldrinum, þekkir ekki heim viðskiptalífsins. Það er ruglað í þeim fmmskógi auglýs- inga um gylliboð hárra vaxta og fríðinda sem í boði em. Margir hafa því í fáfræði, hugsunarleysi, ellisljóleika og áeggjan annarra glapist inn á þessa braut í þeirri trú að það væri allt eins og bera bæri hjá þeim stofnunum sem tækju að sér að ávaxta fé almenn- ings. Gamla fólkið er alið upp við að treysta náunganum. Margt af þessu fólki hefur unnið hörðum höndum til þess að spara til elliáranna, haft þetta fá á lausu um tíma, verið að hugleiða íbúðaskipti, minnka við sig eða annað, sennilega skammtímavið- skipti til að hafa féð ávallt tiltækt. Það er mikið áfall fyrir gamal- menni, sem er kannski ekki heilsu- hraust fyrir, að missa aleiguna á þennan hátt. En meira áfall er það þó að missa gott mannorð og vera opinberað með nafnbirtingu í þeim blöðum, sem lifa á því að velta sér upp úr og selja sögur um ógæfu meðborgaranna í þessu okkar litla samfélagi. Ég leyfí mér fyrir hönd þeirra gamalmenna, sem hafa verið svo óhamingjusöm að lenda í þessu máli, að vegna þeirra fáu æviára sem það á ólifað, vegna nánustu ættingja, bama og bamabama, sem em viðkvæm vegna foreldra, afa og ömmu, að því verði hlíft við að nöfn þeirra verði birt og því verði gefínn kostur á lokuðum réttarhöldum. Þeim blöðum, sem velta sér upp úr ógæfu þessa fólks, mun ekki verða gæfa að þeim Júdasarpeningum sem þau fá í aukinni sölu. Ég beini orðum mínum til dóm- ara í þessum málum. Þið hafíð lög til þess að fara eftir, sem ber að virða. Þeim má sjalfsagt beita af hörku og mildi. Það er einnig til önnur hlið á málunum, hin mannlega hlið. Það má einnig nota hana. Sýnið tillitssemi við þetta fólk og minnist þess á elliárum ykkar. Einn óhamingjusamur ellilíf- eyrisþegi Svar borgarsljóra í dálkum „Velvakanda" í Morg- unblaðinu nýverið birtist grein um nauðsynlegar lagfæringar á gang- stétt við Birkimel o.fl. Bréfritari bendir réttilega á, að umbóta sé þörf á þessu svæði. Reiknað hafði verið með, að bygg- ing Þjóðarbókhlöðunnar og frá- gangur lóðar austanvert við Birki- melinn gengi fjótar fyrir sig en raun hefír orðið á. Var þá fyrirhugað að endurbyggja Birkimelinn, gera kanta beggja vegna, leggja niður- fallalögn að austanverðu ásamt að gera gangstéttir báðum megin götunnar. Þar sem upplýst er, að enn verði nokkur dráttur á lóðarfrá- gangi er í ráði að skipta þessu verkefni. Niðurföll í vesturkanti verða flutt og þar verður gangstéttarkantur og gangstéttin endumýjuð ásamt gróðurbelti. Austurkanturinn verð- ur látinn bíða eftir lóðarfram- kvæmdum, þar sem vinnuvélar myndu eyðileggja kant og gang- stétt. Nú í sumar verður strax hafíst hánda við lagfæringar á graseyj- unni í Hringbrautinni á móts við Birkimelinn og gerð gangbraut yfír hann á móts við gatnamótin. Davíð Oddsson, borgarstjóri. Ekki allt sem stendur á prenti Það er ekki allt satt sem stendur á prenti, og fékk Velvakandi að fínna fyrir þvi nýlega, þegar hann fletti upp í símaskránni. Þar stendur að upplýsingaþjónustan Miðlun starfí í Tryggvagötu 10. Öm Þóris- son, framkvæmdastjóri Miðlunar, hafí samband við Velvakanda og upplýsti að fyrirtækið hefði flutt starfsemi sína síðastliðið haust, á Ægisgötu 7. Síðan þá hefur ekki komið út ný símaskrá og því rétt að láta nýja símanúmerið fljóta með. Það er 91-622288. Kveðjur, Velvakandi. Víkverji skrifar „EG SKAL VEPX4 DyNUNNI H/ANS HÖ3NA UPPÁ É4E> AE> ÞEJK VINNA ' Þjóðleikhúsið hefur uppi áform um að sýna ópemna Tosca eftir Puccini næsta haust. Óperan, sem var fmmflutt í Rómaborg árið 1900, hefur aldrei verið sýnd hér á landi. Víkveiji sá hana í ópemnni í Stokkhólmi á dögunum, var það 497. sýning verksins þar. Tosca var fmmsýnd í Stokkhólmi 1904, í Helsinki 1905, Osló 1908 og Kaup- mannahöfn 1910. Og nú, 1986, hillir sem sé undir að íslenskir ópemundendur fái að sjá verkið á sviði Þjóðleikhússins. í skrá Stokkhólms-ópemnnar um Toscu má lesa, að fram til ársins 1963 var verkið sýnt með upphaf- legum leiktjöldum frá 1904, alls 349 sinnum. Segir, að tjöldin hafí verið orðin nokkuð snjáð undir lokin. Hér skal engum getum að því leitt, hvort Þjóðleikhúsið eigi eftir að nýta þau leiktjöld, sem það lætur nú gera fyrir Toscu til ársins 2046. En þessi lýsing á því, hvemig Stokkhólms- óperan heldur sama verki á dagskrá sinni ár eftir ár og hefur því kost á að bjóða fjölbreytt úrval af óper- um á ári hverju, er fjarlægur draumur hér á landi. Víkveiji hafði ekki gert neinar ráðstafanir til að útvega sér miða í óperuna, áður en hann hélt til Stokkhólms. Skömmu fyrir sýningu var unnt að kaupa miða á þægileg- um stað fyrir 100 s.kr., eða 570 kr. íslenskar. Raunar er unnt að fara í ópemna fyrir 20 kr. sænskar eða 114 kr. íslenskar, en þá er setið uppi undir glæsilegu ópemloftinu og undir heppni komið, hvort sviðið sést allt eða lítið sem ekkert af því. Fiðluleikarinn frægi Anne- Sophie Mutter var í Stokkhólmi þessa daga og lék Mendelssohn- fíðlukonsertinn með sinfóníuhljóm- sveitinni í Hamborg í Konserthuset, en einmitt þar em Nóbelsverðlaunin afhent ár hvert. Var þetta í fyrsta sinn sem Anne-Sophie Mutter lék í Stokkhólmi, en hún kom hingað til lands síðastliðið haust og lék á tvennum tónleikum, fiðlukonsertinn eftir Brahms og Arstíðimar eftir Vivaldi. Miðamir á þessa tónleika seldust eins og heitar lummur, en vegna heppni og greiðvikni kunningja gat Víkveiji orðið sér úti um miða á þá. Verðlagið á tónleikamiðanum var hærra en aðgangseyririnn að óperanni. Þar sem Víkveiji sat í Konserthuset kostaði miðinn 250 kr. sænskar eða 1425 kr. íslenskar. Líklegt er, að þetta háa verð megi rekja til þess, að hið opinbera í Svþjóð hafí ekki lagt mikla fjármuni af mörkum vegna heimsóknar hljómsveitarinnar frá Hamborg. Annars var þessi vika, þegar Anne-Sophie Mutter lék í Konsert- huset, gleðitími fyrir áhugafólk um fiðluleik í Stokkhólmi, því að kvöldið fyrir tónleika hennar hélt Itzhak Perlman, fíðluleikari, einleikstón- leika í Berwaldshallen. Þar var aðgangseyrir 150 kr. sænskar eða 855 kr. íslenskar. í von um að einhveijum fínnist fróðlegt að kynnast því, hvemig Svíar verðleggja listflutning í landi sínu birtir Víkveiji þessar tölur. Hann gerist hins vegar ekki svo djarfur að leggja mat á þær kræs- ingar, sem listamennimir höfðu fram að færa. Okkur finnst mörgum hér á landi nóg um, þegar Svíar og aðrir Norðurlandabúar gagnrýna okkur fyrir „ameríkaniseringu". Teljum við, að með hliðsjón af enskum orðum í daglegu máli Dana, Svía og Norðmanna geti þeir að minnsta kosti ekki kastað steini að okkur vegna mengunar íslenskrar tungu. Fyrir tilviljun heyrði Víkveiji lokaorð í umræðum í sænska út- varpinu um ensk áhrif í sænsku. Þar sagði viðmælandinn, að hann hefði töluverðar áhyggjur af því, hvemig enskan festi rætur hjá bömum. Hann spurði útvarpsmann- inn að því, hvort hann hefði ekki heyrt það, sem sænskur smástrakur segði, ef hann missti eitthvað ofan á tána á sér, þeir hrópuðu „Shit!“ upp á ensku. Víkveiji minntist þess, að hann hefði einmitt orðið var við sömu notkun þessa enska blótsyrðis hjá strákum hér á landi. Þá er einnig vert að gefa gaum að notkun ensku sagnarinnar to joke meðal íslenskra bama. Taki Víkveiji rétt eftir nota þau sögnina, sem þýðir að gera að gamni sínu, á þann veg, að hún þýði það sama og íslenska sögnin að plata. „Ég er bara að djóka,“ er sagt í prakkaratón.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.