Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 59

Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1986 59 t Bréfrítari vill að aðvörunarskilti verði sett upp í um það bil 100 metra fjarlægö framan við um- ferðarljósin á Kringlumýrarbrúnni eins og sýnt er með teikningu inn á myndina. Hættulegar aðstæður Kæri Velvakandi. Þegar maður fer yfir brú, með tveimur eða fleiri akreinum, og veit að maður er að fara yfir meiri hátt- ar umferðaræð, fær maður eðlilega á tilfínninguna að aka megi rakleitt yfír. Ekki er almennt ætlast til þess að stansað sé mitt á þvergötu. Ég held að ég hafi hvergi séð neitt eins klúðurslegt og þegar ég ók í fyrsta sinn inn eftir Fossvogs- dalnum yfír brúna á Kringlumýrar- braut. Þar hafa menn sett þá umferð, sem maður hélt að maður væri að þvera á brú, beint inn á brúarsporðinn. Umferðarljós hafa þeir síðan sett við þessa akrein Kringlumýrarbrautar á eystri hluta brúarinnar, þar sem brúarhandriðið og girðing endar. Þetta fínnst mér hættulegt. Aðvörunarmerki um umferðar- ljós hafa menn sett sér til hægðar- auka á ijósastaur yst á hægri brúar- vængnum, í staðinn fyrir að setja merkið um það bil 100 metra frá brúnni, rétt við hægri brún þeirrar bráðabirgða akreinar, sem kemur inná vinstri hluta brúarinnar. Ég komst þarna í lífsháska fyrir helgina. Veit ég ekki, hvort veldur seinagangur í athygli og viðbrögð- um eða þá það, að reynsluminni undirmeðvitundarinnar með leiftr- um þúsunda þverana víða um lönd, geymir engar minningar um slíkar aðstæður. I sálarháska hef ég verið síðan og því vil reyna að létta honum af mér með opinberri áskor- un á þínum vettvangi til ábyrgra aðila um að setja strax aðvörunar- skilti u.þ.b. 100 metra framan umferðarljósanna. Sveinn Guðmundsson. P.S. Annars skil ég ekki glóru í því að taka ekki akreinina sunnan að undir og inn á að norðan. Ekki hefí ég þó séð teikningar og hugs- anleg framtíðaráform. Rangt væri því að hætta sér langt út í þetta. Læt ég þó athugasemd flakka. Réttlætanlegt hlýtur að vera að sprengja klöpp ef með þarf vegna svo veigamikils umferðarmannvirk- is, sem þama er. Gaman væri ef hönnuðir vildu útskýra þetta. Skrifið eða hringið til Velvak- anda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvað- eina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilis- föng verða að fylgja öllu efn til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Sjómenn. Slys á mönnum í höfnum inni eru mjög tíð. Oft má rekja orsakir til lélegs frágangs hafnarmannvirkja og björgunartækja. Fylgist með lýsingu á bryggjum og umhirðu björgunar- og öryggistækja. Athugið einkum þau sem ætluð eru til að ná mönnum úr sjó. Að uppgöngustigar nái vel niður fyrir yfirborð sjávar og að þeir séu auðkenndir sem best, svo ætla megi að stigamir sjáist af manni sem fellur í sjóinn. Undirbúningur og íhugun þín geta ráðið úrslitum um björgun. NAMSKEIÐ UM BANKAÁBYRGÐIR (DOCUMENTARY CREDITS) Landsnefnd Alþjóða verzlunarráðs- ins heldur vinnunámskeið um bankaábyrgðir 29. — 30. apríl nk. á 2. hæð í Hótel Esju. Dagskrá: þriðjudagur 29. apríl 8:45— 9:00 Mæting og móttaka gagna 9:00 — 12:00 Fyrst veröur farið stuttlega yfir grundvallaratriði bankaábyrgða. Aðaláherslan verður lögð á að fara yfir vandamál sem upp kunna að koma hjá útflytjendum og innflytjendum varðandi kaup og sölu og ýmsa áhættu sem þeir verða að taka. Kynntar verða leiðir til að minnka áhættu sem tengist m.a. afhendingar- og kaupskilmálum, gengissveiflum og vörusvikum. 12:05 — 13:15 Hádegisverður 13:30 — 14:30 Tegund greiðslu og hvers konar bankaábyrgð er best að nota hverju sinni. Lögð verður áhersla á mikilvægi þess fyrir innflytjendur að gefa skýr fyrirmæli og hvaða afleiðingar það getur haft ef fyrirmælin eru tvíræð. Sams konar áhersla verður lögð á mikilvægi þess að útflytjendur velji rétta tegund ábyrgðar og skilmála. Loks verður farið yfir samskipti milli banka og rétt þeirra. Miðvikudagur 30. apríl 8:45 — 9:00 Mæting 9:00 — 12:00 Þátttakendum verður skipt í starfshópa og fær hver hópur sérstök verkefni til úrlausnar. 12:05 — 13:15 Hádegisverður 13:30 — 16:00 Umræðurum niðurstöðurvinnuhópanna. Almennar umræður Fyrirspurnir Leiðbeinandi: _______ Bernhard S. Wheble, einn aðalhvatamaður að gerð alþjóðlegra reglna um bankaábyrgðir. Hann var formaður bankanefndar Alþjóða verzlunar- ráðsins þegar reglurnar um bankaábyrgðir voru endurskoðaðar 1984. Nánari uppiýsingar um námskeiðið eru veittar á skrifstofu Landsnefndar Alþjóða verzlunarráðsins í sfma 83088 LANDSNEFND ALÞJÖÐA VERZLUNARRAÐSINS Icoland National Committee oi tho ICC

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.