Morgunblaðið - 23.04.1986, Qupperneq 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23.APRÍL1986
Knattspyrnan í sumar
Knattspyrnan í sumar
• Vonandi fáum viA að sjá þassa kátu kappa f landsleikjum hér heima á árinu: Atli Eðvaldsson, Sœvar Jónsson, Pétur Pétursson, Ás-
geir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Pétur Ormslev.
Fjöldi landsleikja
hérlendis í sumar
Margt á
döfinni
hjá ungl-
inganefnd
Unglinganefnd KSÍ hefur margt
á prjónunum á starfsárinu. Þegar
eru hafnar œfingar hjá drengja-
landsliðinu og hafa verið valdir
28 piltar til æfinga af S- og
V-landi. í júní mun nefndin efna
til leikja á N- og A-landi til að
leita að piltum sem koma til
greina íhópinn.
Verkefni drengjalandsliðsins eru
þátttaka í NM, sem haldið verður
í Danmörku að þessu sinni, og EM
í haust en dregið verður í riðla í
júlí. Unglingalandsliðið kemur
saman einu sinni í mánuði fram í
júní en þá verður æfingum fjölgað.
Aðeins eitt verkefni liggur fyrir
liðinu, þ.e. þátttaka í EM í haust.
Ákveðið hefur verið að liðið fari
í æfinga- og keppnisferð um Norð-
ur- og Austurland dagana 10.—13.
júlí n.k. og er hugmyndin að leika
gegn 2. og 3. deildarliðum sem
hafa upp á gras að bjóða. Síðasti
leikur ferðarinnar verður 13. júlí
gegn úrvalsliði af Austurlandi, á
sumarhátíðinni á Eiðum.
Að lokinni úrslitakeppni yngri
flokkanna á Islandsmótinu, eða
nánar tiltekið dagana 22.-29.
ágúst, mun unglinganefndin gang-
ast fyrir knattspyrnuskóla á Laug-
arvatni, fyrir 25 efnilegustu dreng-
ina sem fæddir eru 1972. Er þetta
liður í undirbúningi drengjalands-
liðs fyrir árið 1987. Stjórnandi skól-
ans verður Lárus Loftsson, en
möguleiki er að Sigfried Held og
jafnvel fleiri þjálfarar muni kenna.
Fylgst verður með leikjum 4. flokks
í sumar og einnig óskað eftir til-
nefningum utan af landi.
ÓVENJU mikið verður um lands-
leiki hérlendis í sumar og mikið
um að vera hjá landsliðsnefnd
KSÍ. Nokkrir punktar úr starfinu
fara hér á eftir:
Sigfried Held, landsliðsþjálfari,
er væntanlegur til landsins um 15.
maí. Fram að þeim tíma mun hann
fylgjast með íslenskum leikmönn-
um í Evrópu svo sem kostur er.
Hann mun síðan dveljast hér á
landi fram yfir lok keppnistímabils-
ins.
• Guðni Kjartansson verður eins
og undanfarin ár, þjálfari landsliðs
undir 21 árs. Hann verður Sigga
jafnframt innan handar varðandi
A-landsliðið.
• Ákveðið er að 3ja landa keppni
veröi hér á landi í síðustu viku
maí. Auk okkar landsliðs taka
landslið írlands og Tékkó-
slóvakíu þátt í keppninni. Leik-
dagar eru ákveðnir:
ísland — írland,
sunnudag 25. maíkl. 15.
írland — Tékkóslóvakía,
briðudag 27. maí kl. 19.
Island — Tékkóslóvakía,
fimmtudag 29. mai kl. 19.
• Eins og áður hefur komið fram,
er búið að ákveða leikdaga okkar
í Evrópukeppni landsliða, sem
hefst í haust. ísland leikur þrjá leiki
í haust, en fimm leiki á næsta ári.
Á þessu ári verður leikið við Frakka
hér á landi 10. september. Úti
verður leikið við A-Þjóðverja 29.
október.
• Fyrirhuguð er 3ja landa keppni
á Grænlandi milli þeirra, okkar og
Færeyinga í síðustu viku júlí, þegar
hlé verðurá íslandsmótinu. Keppni
þessara þriggja þjóða fór fyrst
fram hér á landi 1982 og síöan í
Færeyjum 1984.
• 20. ágúst veröur landsleikur
við Norðmenn hér á landi í tilefni
af 200 ára afmæli Reykjavíkur.
• Á stjórnarfundi KSÍ fyrir
skömmu var samþykkt að taka þátt
í forkeppni Ólympíuleikanna 1988
í knattspyrnu.
ísland hefur ekki tekið þátt í
knattspyrnukeppni Ólympíuleik-
anna síðan 1975 vegna breyttra
reglna um hlutgengi knattspyrnu-
manna sem samþykktar voru á
síðasta áratug. Núna eru reglurnar
þannig, að allir eru hlutgengir sem
ekki hafa tekið þátt í (komið inná)
leik í heimsmeistarakeppni. Lang-
flestir þeirra leikmanna sem nú
taka þátt í knattspyrnunni hér á
landi eru hlutgengir í þessa keppni.
Forkeppni hefur 1. ágúst 1986
og lýkur 31. maí 1988. Tekið er
tillit til landfræðilegrar legu við
skipun í riðla, sem fer fram í
Mexíkó í lok maí, en gera má ráð
fyrir að ísland lendi í fjögurra liða
riðli. Þeir leikmenn, sem taka þátt
í þessari keppni, fá mikla reynslu
fyrir væntanlega þátttöku í lands-
liði í Evrópu- og heimsmeistara-
keppni síðar meir. Þessa keppni
má skoða sem beint framhald af
þátttöku í Evrópukeppni U-21 árs
fyrir flesta, auk þess sem þátttaka
í Ólympíukeppninni er uppörvun
fyrir þá knattspyrnumenn
leika hérá landi.
sem
• í Evrópukeppni landsliða U-21
árs fáum við aðra andstæðinga
heldur en í Evrópukeppni A-lands-
liða, þ.e. Dani, Tékka og Finna.
Erfiölega hefur gengið að ná
samkomulagi um leikdaga, en þó
er Ijóst, að Tékkar munu leika hér
á landi 25. september nk.
• Landsliðsnefnd verður þannig
skipuð á árinu: Gylfi Þórðarson,
formaður, Sigurður Hannesson,
A-lið, Gunnar Sigurðsson, A-lið,
Þór S. Ragnarsson, U-21 árs lið,
GarðarOddgeirsson, U-21 árs lið.
I sambandi við skólann munu
unglinga- og drengjalandsliðin
verða í æfingabúðum, hálfa viku
hvort.
Að síðustu er nefndin að vinna
að því að koma á bikarkeppni 3.
flokks í haust og mun það liggja
Ijóst fyrir fljótlega hvernig tilhögun
hennar verður.
Þjálfari beggja landsliðanna er
Lárus Loftsson.
Unglinganefnd KSÍ skipa: Helgi
Þorvaldsson form., Sveinn Sveins-
son, Steinn Halldórsson og Gunn-
ar Sigurðsson.
Átta ný lið taka þátt
í íslandsmótinu íár
- 1748 leikir verða á vegum KSÍ
KNATTSPYRNULEIKIR á vegum
KSÍ í sumar eru áætlaðir 1748
Sex landsleikir
konum í sumar
hjá
VERULEGUR uppgangur er f
kvennaknattspyrnunni hér á
landi. í fyrstu deild verða 7 lið í
sumar og í annarri deild verða
.14 lið í tveimur riðlum. í yngri
flokkunum verður sömuleiðis góð
þátttaka; 14 lið í öðrum flokki og
8liðíþeim þriðja.
Kvennalandsliöið mun leika sex
landsleiki í sumar. Tveir verða við
Færeyinga í lok júní, tveir við
Vestur-Þjóðverja í iok júlí, tveir við
Svisslendinga seinnipartinn í
ágúst. Allir leikirnir verða hér á
landi. Sigurbergur Sigsteinsson
veröur áfram þjálfari kvennalands-
liðsins.
en voru 1432 (fyrra.
Leikir (slandsmótsins verða
1661. Þar af verða í Pollamóti
Eimskips og KS( 203 leikir, í eldri
flokki 38 leikir og í keppni B-liða
13 leikir.
Þau félög sem taka þátt í ís-
landsmótinu í sumar en voru ekki
með í fyrra eru; Höfðstrendingur,
Höfrungur, Hörður, Kormákur,
Austri R., Núpar, Eyfellingur og
Badmintonfélag ísafjarðar, öll í 4.
deild. Auk þess tekur HSH þátt í
eldri flokki.
I sumar verður Bikarkeppni KSÍ
háð undir nýju nafni, Mjólkurbikar-
inni — Bikarkeppni KSÍ.
í sumar verður keppni B-liða í
fyrsta sinn og hafa 10 lið tilkynnt
þátttöku. Einnig verða Vestfjarða-
riðlar í 3.4. og 5. flokki og 4. deild.
Starfsmaður mótanefndar er
Ólafur Jóhannesson og er hann við
á skrifstofu KS( á fimmtudögum
og föstudögum þar til mótiö hefst.
Eftir það verður hann við aila daga
vikunnar nema sunnudaga.
Mótanefnd KSÍ skipa: Aðal-
steinn Steinþórsson, Helgi Þor-
valdsson og Svanfriður Guðjóns-
dóttir.
&