Morgunblaðið - 23.04.1986, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 23.04.1986, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23.APRÍL1986 Knattspyrnan í sumar Knattspyrnan í sumar • Vonandi fáum viA að sjá þassa kátu kappa f landsleikjum hér heima á árinu: Atli Eðvaldsson, Sœvar Jónsson, Pétur Pétursson, Ás- geir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen og Pétur Ormslev. Fjöldi landsleikja hérlendis í sumar Margt á döfinni hjá ungl- inganefnd Unglinganefnd KSÍ hefur margt á prjónunum á starfsárinu. Þegar eru hafnar œfingar hjá drengja- landsliðinu og hafa verið valdir 28 piltar til æfinga af S- og V-landi. í júní mun nefndin efna til leikja á N- og A-landi til að leita að piltum sem koma til greina íhópinn. Verkefni drengjalandsliðsins eru þátttaka í NM, sem haldið verður í Danmörku að þessu sinni, og EM í haust en dregið verður í riðla í júlí. Unglingalandsliðið kemur saman einu sinni í mánuði fram í júní en þá verður æfingum fjölgað. Aðeins eitt verkefni liggur fyrir liðinu, þ.e. þátttaka í EM í haust. Ákveðið hefur verið að liðið fari í æfinga- og keppnisferð um Norð- ur- og Austurland dagana 10.—13. júlí n.k. og er hugmyndin að leika gegn 2. og 3. deildarliðum sem hafa upp á gras að bjóða. Síðasti leikur ferðarinnar verður 13. júlí gegn úrvalsliði af Austurlandi, á sumarhátíðinni á Eiðum. Að lokinni úrslitakeppni yngri flokkanna á Islandsmótinu, eða nánar tiltekið dagana 22.-29. ágúst, mun unglinganefndin gang- ast fyrir knattspyrnuskóla á Laug- arvatni, fyrir 25 efnilegustu dreng- ina sem fæddir eru 1972. Er þetta liður í undirbúningi drengjalands- liðs fyrir árið 1987. Stjórnandi skól- ans verður Lárus Loftsson, en möguleiki er að Sigfried Held og jafnvel fleiri þjálfarar muni kenna. Fylgst verður með leikjum 4. flokks í sumar og einnig óskað eftir til- nefningum utan af landi. ÓVENJU mikið verður um lands- leiki hérlendis í sumar og mikið um að vera hjá landsliðsnefnd KSÍ. Nokkrir punktar úr starfinu fara hér á eftir: Sigfried Held, landsliðsþjálfari, er væntanlegur til landsins um 15. maí. Fram að þeim tíma mun hann fylgjast með íslenskum leikmönn- um í Evrópu svo sem kostur er. Hann mun síðan dveljast hér á landi fram yfir lok keppnistímabils- ins. • Guðni Kjartansson verður eins og undanfarin ár, þjálfari landsliðs undir 21 árs. Hann verður Sigga jafnframt innan handar varðandi A-landsliðið. • Ákveðið er að 3ja landa keppni veröi hér á landi í síðustu viku maí. Auk okkar landsliðs taka landslið írlands og Tékkó- slóvakíu þátt í keppninni. Leik- dagar eru ákveðnir: ísland — írland, sunnudag 25. maíkl. 15. írland — Tékkóslóvakía, briðudag 27. maí kl. 19. Island — Tékkóslóvakía, fimmtudag 29. mai kl. 19. • Eins og áður hefur komið fram, er búið að ákveða leikdaga okkar í Evrópukeppni landsliða, sem hefst í haust. ísland leikur þrjá leiki í haust, en fimm leiki á næsta ári. Á þessu ári verður leikið við Frakka hér á landi 10. september. Úti verður leikið við A-Þjóðverja 29. október. • Fyrirhuguð er 3ja landa keppni á Grænlandi milli þeirra, okkar og Færeyinga í síðustu viku júlí, þegar hlé verðurá íslandsmótinu. Keppni þessara þriggja þjóða fór fyrst fram hér á landi 1982 og síöan í Færeyjum 1984. • 20. ágúst veröur landsleikur við Norðmenn hér á landi í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. • Á stjórnarfundi KSÍ fyrir skömmu var samþykkt að taka þátt í forkeppni Ólympíuleikanna 1988 í knattspyrnu. ísland hefur ekki tekið þátt í knattspyrnukeppni Ólympíuleik- anna síðan 1975 vegna breyttra reglna um hlutgengi knattspyrnu- manna sem samþykktar voru á síðasta áratug. Núna eru reglurnar þannig, að allir eru hlutgengir sem ekki hafa tekið þátt í (komið inná) leik í heimsmeistarakeppni. Lang- flestir þeirra leikmanna sem nú taka þátt í knattspyrnunni hér á landi eru hlutgengir í þessa keppni. Forkeppni hefur 1. ágúst 1986 og lýkur 31. maí 1988. Tekið er tillit til landfræðilegrar legu við skipun í riðla, sem fer fram í Mexíkó í lok maí, en gera má ráð fyrir að ísland lendi í fjögurra liða riðli. Þeir leikmenn, sem taka þátt í þessari keppni, fá mikla reynslu fyrir væntanlega þátttöku í lands- liði í Evrópu- og heimsmeistara- keppni síðar meir. Þessa keppni má skoða sem beint framhald af þátttöku í Evrópukeppni U-21 árs fyrir flesta, auk þess sem þátttaka í Ólympíukeppninni er uppörvun fyrir þá knattspyrnumenn leika hérá landi. sem • í Evrópukeppni landsliða U-21 árs fáum við aðra andstæðinga heldur en í Evrópukeppni A-lands- liða, þ.e. Dani, Tékka og Finna. Erfiölega hefur gengið að ná samkomulagi um leikdaga, en þó er Ijóst, að Tékkar munu leika hér á landi 25. september nk. • Landsliðsnefnd verður þannig skipuð á árinu: Gylfi Þórðarson, formaður, Sigurður Hannesson, A-lið, Gunnar Sigurðsson, A-lið, Þór S. Ragnarsson, U-21 árs lið, GarðarOddgeirsson, U-21 árs lið. I sambandi við skólann munu unglinga- og drengjalandsliðin verða í æfingabúðum, hálfa viku hvort. Að síðustu er nefndin að vinna að því að koma á bikarkeppni 3. flokks í haust og mun það liggja Ijóst fyrir fljótlega hvernig tilhögun hennar verður. Þjálfari beggja landsliðanna er Lárus Loftsson. Unglinganefnd KSÍ skipa: Helgi Þorvaldsson form., Sveinn Sveins- son, Steinn Halldórsson og Gunn- ar Sigurðsson. Átta ný lið taka þátt í íslandsmótinu íár - 1748 leikir verða á vegum KSÍ KNATTSPYRNULEIKIR á vegum KSÍ í sumar eru áætlaðir 1748 Sex landsleikir konum í sumar hjá VERULEGUR uppgangur er f kvennaknattspyrnunni hér á landi. í fyrstu deild verða 7 lið í sumar og í annarri deild verða .14 lið í tveimur riðlum. í yngri flokkunum verður sömuleiðis góð þátttaka; 14 lið í öðrum flokki og 8liðíþeim þriðja. Kvennalandsliöið mun leika sex landsleiki í sumar. Tveir verða við Færeyinga í lok júní, tveir við Vestur-Þjóðverja í iok júlí, tveir við Svisslendinga seinnipartinn í ágúst. Allir leikirnir verða hér á landi. Sigurbergur Sigsteinsson veröur áfram þjálfari kvennalands- liðsins. en voru 1432 (fyrra. Leikir (slandsmótsins verða 1661. Þar af verða í Pollamóti Eimskips og KS( 203 leikir, í eldri flokki 38 leikir og í keppni B-liða 13 leikir. Þau félög sem taka þátt í ís- landsmótinu í sumar en voru ekki með í fyrra eru; Höfðstrendingur, Höfrungur, Hörður, Kormákur, Austri R., Núpar, Eyfellingur og Badmintonfélag ísafjarðar, öll í 4. deild. Auk þess tekur HSH þátt í eldri flokki. I sumar verður Bikarkeppni KSÍ háð undir nýju nafni, Mjólkurbikar- inni — Bikarkeppni KSÍ. í sumar verður keppni B-liða í fyrsta sinn og hafa 10 lið tilkynnt þátttöku. Einnig verða Vestfjarða- riðlar í 3.4. og 5. flokki og 4. deild. Starfsmaður mótanefndar er Ólafur Jóhannesson og er hann við á skrifstofu KS( á fimmtudögum og föstudögum þar til mótiö hefst. Eftir það verður hann við aila daga vikunnar nema sunnudaga. Mótanefnd KSÍ skipa: Aðal- steinn Steinþórsson, Helgi Þor- valdsson og Svanfriður Guðjóns- dóttir. &
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.