Morgunblaðið - 23.04.1986, Síða 61

Morgunblaðið - 23.04.1986, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986 61 Knattspyrnan í sumar • íslandsmótið í knattspyrnu í fyrra var lengst af mjög jafnt og skemmtllegt. Þessi mynd var tekin { leik Fram og KR. fslandsmótið hefst 17. maí að þessu sinni. Margir eiga eftir að taka út leikbann frá ífyrra EFTIRTALDIR knattspyrnumenn eiga eftir að taka út leikbann vegna ársins 1985: 1. deild: Arnar Friðriksson, Þrótti, R., Grótar Einarsson, Víði, Sigurður Lárusson, (A, og Sigurbjörn Við- arsson, Þór, Ak., einn leik hver. 2. deild: Gunnar Gylfason, UBK, 4 leiki, Jón Halldórsson, Njarðvík, Jón B. Guðmundsson, Fylki, Kristján J. Guðmundsson, Óli M. Guðmunds- son, Leiftri, Colin Thacker, KS, Guðmundur Baidursson, UBK, einn leik hver. 3. deild: Hjálmar Hallgrímsson, Grindavík, Benedikt Jóhannsson, Austra, og Ingólfur Jónsson, Sel- fossi, einn leik hver. 4. deild: Björgvin Tómasson, Æskunni, Stefán Halldórsson, Hveragerði, Rúnar Arason, Árroðanum, Arnar Unnarsson, Vaski, og Bogi Björns- son, ÍR, einn leik hver. 2. fl. Sigurður Bjarnason, Stjörn- unni, tvo leiki, og Sveinn Arnórs- son, ÍR, 3. fl. Guðjón Sveinsson, Fylki, 1. d. kv. Helga Eiríksdóttir, Val, R., einn leik hvert. Öflugt starf Tækninefndar MENNTUN knattspyrnuþjálfara fer nú fram samkvœmt skipulagi sem samþykkt var árið 1984 og kennsla hófst eftlr 1985. Skipulag þetta var f vinnslu frá 1982 undir stjórn Þórs Símonar Ragnarsson- ar og nefndarmanna hans. Menntuninni er skipt f 4 þrep með mismunandi undirstigum. Fram að þessu hafa einungis verið haldin námskeið á 1. þrepi, en það skiptist í A, B, og C stig. Þessi námskeið veröa haldin ár- lega. Námskeið 2. þreps verða haldin annað hvert ár og 3. og 4. þreps á næstu árum þar á eftir. Þetta er gert til að tryggja nægan fjölda þátttakenda á framhalds- námskeiðunum. Þátttakendur verða að hafa staðist próf til að fá að sitja námskeið á næsta þrepi fyrir ofan. í ár hafa þegar verið haldin 2 A stigs námskeið, annað á Akureyri en hitt í Reykjavík. Þessi námskeið stóðust 22 þjálfarar. Eftirfarandi námskeið eru fyrirhuguð seinna á þessu ári: B og C stigs námskeið á Akureyri í haust, A stigs í Reykja- vík í haust, tvö B og C stigs nám- skeiö í Reykjavík í haust. Væntan- lega verður einnig hægt að efna til A stigs námskeiða á Vestfjörð- um og Austfjörðum á þessu ári. Þá er og fyrirhugað námskeiðið „Unglingaþjálfari 1“ og hugsan- lega „Unglingaþjálfari 2“, fyrir þá, sem ætla að snúa sór frekar að þjálfun unglinga. Þá verður haldiö í september námskeið í samvinnu við FIFA og alþjóða Ólympíunefndina með ís- lenskum og erlendum kennurum fyrir þá sem lengra eru komnir. Þá skal þess og getið að náms- efni Tækninefndar er einnig kennt á íþróttabrautum Fjölbrautaskól- anna. Með þessari nýju uppbyggingu þjálfaramenntunar hór á landi er stigið stórt skref. Menntunin er samræmd frá fyrsta til síðasta stigs og sífellt verið að byggja ofaná sterkan grunn. Þau náms- stig, sem þegar eru tilbúin standa jafnfætis því sem gerist í ná- grannalöndum okkar. Tækninefnd KSÍ er þannig skip- uð árið 1986: Sigurður Hannesson formaður, Guðmundur Ólafsson, Polla- mótið áfram SAMSTARF Knattspyrnu- sambandsins og Eimskips mun halda áfram f sumar. Það felst einkum í stuðningl fyrirtækisins við Pollamótlð svokallaða, eða knattspymu þeirra yngstu. Pollamótið hefur verið haldið á hverju sumri um skeið og heppnast mjög vel frá byrjun. Það er œtlað leik- mönnum 6. flokks liða frá öllu landinu. SANNKÖLLUÐ KRÁARSTEMMNING Það er óhætt að fullyrða að fjör verði í kvöld, því að hinir vinsælu GOSAR spila og syngja. Opið til kl. 3:00 í kvöld. OPIÐ: í hádeginu alla daga kl: 11.30 - 15. á kvöldin sunnudaga - fimmtudaga kl: 18-01. og á föstudögum og laugardögum kl: 18 - 03. Vernd hugmynda — Einkaleyfi Hvemig getur íslenskur iðnaður styrkt stöðu sína með einkaleyfis- og vörumerkjarétti? í stóraukinni samkeppni á nýjum mörkuðum má ekki vanmeta nauðsyn þes að tryggja sem allra best réttarvernd hugmynda og framleiðsluvöru. Fjallað verðtu- um uppbyggingu einkaleyfa með hliðsjón af íslensku einkaleyfislögunum og millirikjasamningum, fyrir hvaða hug- myndir hægt er að fá einkaleyfi, hvaða til- gangi einkaleyfi þjóna og hvaða aðrar leiðir eru færar til réttarverndar hugmynda og framleiðsluvöru. Tími: 29. og 30. apríl kl. 8:30—12:30, samtals 8 tím- ar. Staður: Hallveigarstíg 1,3. hæð. Verð: Fyrir félagsmenn F.Í.I. kr. 2.800.- Fyriraðrakr. 3.650.- LÆÍðbeinendur: Árni Vilhjálmsson, hdl., ísl. einkaleyfa- og vörumerkjastofan. Gunnar Orn Harðarson, tæknifr., ísl. einka- leyfa- og vörumerkjastofan. Þátttaka tilkynnist til Félags ís- lenskra iðnrekenda, Hallveigarstíg 1, simi 91—27577 fýrir 25. apríl nk. FELAGISLIÐNREKENDA HALLVEIGARSTÍG 1. SÍMI27577 G00DYEAR ó hagstœðu verði Hvort sem er í þurru færi eða blautu í lausamöl eða á malbiki á hálku eða í snjó eru: MÝKT, GRIPFESTA OG GÓÐ ENDING aðalsmerki Goodyear-hjólbarðans LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA GOODfYEAR [hIhekl/vhf gj La^m«> 170-172 Smtw 21240 * .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.