Morgunblaðið - 23.04.1986, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL1986
63
Brenndiafvítiá
síðustu mínútu
— og Bremen og Bayern skildu jöfn í gærkvöldi
Frá Jóhsnni Inga Gunnarssyni, frétta manni Morgunblaftsins I Þýskalandi.
WERDER Bremen og Bayern
Múnchen gerðu markalaust jafn-
tefli í hörkuspennandi uppgjöri
efstu liðanna hór í gœrkvöldi.
Litlu munaði þó að Bremen tœk-
ist að vinna og tryggja sér meist-
aratitilinn, því aðeins tveimur
mfnútum fyrir leiksiok fókk Brem-
en vitaspyrnu, en Kutzop skaut í
stöngina og afturfyrir.
og margsýnt var í sjónvarpinu hér
eftirleikinn.
Bremen sótti meira framan af
leiknum og áttu að minnsta kosti
þrjú þokkaleg færi en Pfaff varði
frábærlega. Þegar líða tók á leikinn
kom Bayern meira inn í myndina
og í síðari hálfleik átti Mattheus
skot úr aukaspyrnu sem Burdenski
náði að verja á ótrúlegan hátt.
Jafntefli var sanngjarnt og það
hefði verið hörmulegt ef vítaspyrn-
an hefði ráðið úrslitum því hún var
dæmd á hendi, sem alls ekki var
hendi. Rudi Völler, sem skömmu
áður hafði komið inná sem vara-
maður, átti skot að marki Bayern
sem kom við Sören Lerby, og dóm-
arinn, sem annars hafði dæmt
erfiðan leik mjög vel, lét stjórnast
af hrópum hinna 40.000 áhorfenda
í Bremen og dæmdi víti. Knötturinn
fór hinsvegar í höfuð Lerby, eins
Eftir þessi úrslit er Ijóst að það
ræðst ekki fyrr en um helgina
hvaða lið verður vestur-þýskur
meistari. Þá leikur Bremen í Stutt-
gart og Bayern á heimavelli gegn
Mönchengladbach. Bayern hefur
hagstæðari markatölu, þannig að
Bremen verður að tryggja sér stig
í Stuttgart til að vera öruggt um
titilinn. Paul Breitner sem var
aðstoðarþulur í beinni útsedningu
þýska sjónvarpsins frá leiknum í
gærkvöldi, sagfði að Stuttgart-liðið
gæti reynst of gott um þessar
mundir fyrir Bremen, og að vel
gæti svo farið að Bayern ynni titil-
inn annað árið í röð.
Heil umferð var leikinn í vestur-
þýsku knattspyrnunni í gærkvöldi.
Bayer Uerdingen hélt áfram sigur-
göngu sinni og vann að þessu sinni
Borussia Mönchengladbach á úti-
velli. Lárus Guðmundsson skoraði
annað markið í 1:2-sigri. Stuttgart
tapaði hinsvegar sínum fyrsta leik
í langan tíma. Liðið lék í Leverkus-
en og tapaði 2:1 í alveg frábærlega
vel spiluðum leik. Klinsmann skor-
aöi mark liðsins.
Staða efstu liða í Þýskalandi er
nú þessi:
Werder Bremen 33 22 9 4 82-39 49
Bayem Munchen 33 20 7 8 76-31 47
Mönchengladbach 33 16 12 6 86-46 42
Bayer Uerdingen 33 16 7 8 67-68 41
Stuttgart 33 16 7 10 67-44 39
Bayer Leverkuraen 33 16 9 9 81-49 39
Hamburger SV 33 16 6 12 61-36 37
B-keppnin í Belgíu:
Fimm leikir á fimm dögum
— og allir gegn mjög sterkum körfuknattleiksþjóðum
Víðavangshlaup IR
RÚMLEGA eitthundrað manns
höfðu f gær skráð sig til þátttöku
í 71. Víðavangshlaupi ÍR, sem háð
verður á morgun, sumardaginn
fyrsta, og stefnir þvf f metþátt-
töku f hlaupinu. ÍR-ingar hafa
ákveðið að framlengja skráning-
arfrest til þess að sem flestir eigi
kost á að hlaupa þetta sögufræga
hlaup. Geta menn þvf haft sam-
band við Guðmund Þórarinsson
f s. 10082 f dag eða mætt í port
Miðbæjarbarnaskólans klukkan
13 á sunnudag þar sem númer
verða afhent og tekið á móti þátt-
tökugjaldi, sem er 200 krónur.
KR vann
KR vann Fylki f Reykjavfkurmótinu
í knattspyrnu f gærkvöldi 2:1. Júl-
íus Þorfinnsson og Steinar Ingi-
mundarson skoruðu fyrir KR og
Oskar Theódórsson fyrir Fylki.
• Mikið mun mæða á Pálmari
Sigurðssyni f B-keppninni f
Belgfu.
FIMM leikmönnum hefur verið
bætt við landsliðshópinn f körfu-
knattleik sem tekur þátt f
B-keppni Evrópumótsins f Belgfu
f næsta mánuði — þeim Tómasi
Holton, Ragnari Torfasyni, Hreini
Þorkelssyni, Sturla Örlygssyni og
Kristni Einarssyni. Tólf manna
hópur fer til Belgíu, þannig að
búast má við að einhver þessara
leikmanna falli úr hópnum aftur
áður en haldið verður út.
Pétur Guömundsson, okkar
fremsti körfuknattleiksmaður er
hinsvegar fjarri góðu gamni.
„Hann er því miður ólöglegur
ennþá með liðinu þar sem hann
er atvinnumaður," sagði Kristinn
Albertsson hjá Körfuknattleiks-
sambandinu í samtali við Morgun-
blaðið. „Það stendur til að breyta
þessum reglum, og við vonumst
jafnvel til að það verði gert nú um
mánaðamótin maí-júní á alþjóð-
legu körfuknattleiksþingi í Lond-
on," sagði Kristinn.
íslenska liðið leikur fimm leiki á
fimm dögum í þessari B-keppni.
Fyrsti leikurinn er við Pólland 16.
maí og síöan er leikið á hverjum
degi — við Svíþjóð 17. maí, Tyrk-
land 18. maí, Ungverjaland 19.
maí og við ísrael í síðasta leiknum
20. maí. Allir leikir keppninnar fara
fram í sömu íþróttahöllinni í Liege,
þrír leikirá dag, hverá eftiröðrum.
Fjögur af þessum sex liðum í
B-keppninni komast í sjálfa
A-keppnina, sem hefst í Antwerp-
en strax tveimur dögum eftir að
B-keppninni lýkur. Ólíklegt verður
að teljast aö íslendingar verði
meðal fjögurra efstu.
Samvinnuferðir-Landsýn eru að
undirbúa hópferð fyrir körfuknatt-
leiksunnendur á B-keppnina, en
hana ber einmitt upp ó hvítasunnu-
helgina.
HM í Mexíkó:
Eftirvænting í Danmörku
Frá Gunnari Gunnarasynl, fréttamannl Morgunblaftsfna f Danmörku.
GEYSILEG eftirvænting ríkir nú
hór í Danmörku vegna þátttöku
Dana f heimsmeistarakeppninni
í knattspyrnu f Mexíkó sem
hefst eftir rúman mánuö. Fjöl-
miðlar eru yfirfullir af efni um
dönsku knattspyrnustjörnurnar
og manna á meðal er vart um
annað talað en möguleika liðs-
ins íkeppninni.
Dönsku landsliösmennirnir
leika sem kunnugt er flestir með
stórliðum víða í Evrópu. Þeir
munu hittast í Kaupmannahöfn
1. maí næstkomandi og fara
tveimur dögum síðar áleiðis til
Kólumbíu þar sem liðið verður
við æfingar í 2.800 metra hæð í
þrjár vikur fyrir keppnina til að
venjast þunna loftinu. Áður fara
þeir í sérstakt „þunnaloftspróf"
í Kaupmannahafnarháskóla, en
þar hefur verið útbúinn sérstakur
klefi þar sem líkt er eftir loftað-
stæðum í Mexíkó. Gerðar verða
ýmsar rannsóknir á hverjum ein-
stökum leikmanni og kannað
hvernig líkami þeirra bregst við
súrefnisskortinum.
Mjög mikið er fjallaö um mál-
efni Flemming Poulsen í tengsl-
um við þátttöku Dana í HM.
• Sepp Piontek undirbýr nú
danska knattspyrnulandsliðið
fyrirHM fMexfkó.
Poulsen er 19 ára og talinn eitt
mesta knattspyrnuefni sem fram
hefur komið í Danmörku á undan-
förnum órum — og er þó af nógu
að taka. Mörg stórlið bíða nú
eftir að hann Ijúki menntaskóla-
nómi og gefi kost á sér í atvinnu-
mennskuna. Og það er einmitt
nám hans sem er í sviðsljósinu.
Poulsen á að vera í stúdentspróf-
um á sama tíma og leikið er í
HM, og Ijóst að hann getur ekki
klárað þau ef hann fer með liðinu.
Sepp Pinotek, landsliðsþjálfari,
hefur hinsvegar sagt að hann
vilji ekki gera stráknum það að
taka hann frá náminu, þó hann
vildi gjarnan hafa hann f lands-
liðshópnum, og bætir jafnan við
að Poulsen muni hvort eð er
aðeins verða varamaður. En
Poulsen vill sjálfur ólmur fara til
Mexíkó, enda einstakt tækifæri,
og segist vel geta klárað skólann
seinna. Pinotek er því í hlutverki
pabbans — það er hans að
ákveða hvað er drengnum fyrir
bestul
Um 50 danskir leikmenn eru í
atvinnumennsku víða um heim
og heima fyrir eru fjölmargir
ungir og efnilegir leikmenn, eins
og Poulsen, og eldri stjörnur eins
og Allan Simonsen. Pinotek
vantar því ekki mannskap. Það
er til marks um styrkleika hóps-
ins að talinn er vafi á því að pláss
verði fyrir Simonsen í hópnum,
og jafnvel Jesper Olsen er engan
veginn öruggur um sæti í 22
manna hópnum sem fer til Mex-
íkó.
getrauna-
VINNINGAR!
34. leikvika - leikir 19. apríl 1986
Vinningsröð: 1 2 X-1 2 1-X 2 1-1 X X
1. vinningur 12 réttir:
kr 385.525,*.
73655(4/11) 95667(6/11)
2. vinningur 11 réttir: Kr.
5.697,-
10557 66499 71307 95664 97369
40681 68386+ 73626 95666 103740
42344 68396+ 73765+ 95668 104251
45040 69622+ 95505 95676 104287
52386* 70872+ 95586 95685 104305
58890 71224 95640 95694 104309
59705 71229 95661 95806 125401
*=2/11
Kærufrestur er til
mánudagsins 12.maí1986
kl. 12.00 áhádegi.
125718 133735+
126275 133736+
126646
130034 Úr31.vlku:
130950*+ 75391
131801*
133734+
íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð lást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í
Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar
upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna tyrir lok kærufrests.