Morgunblaðið - 16.05.1986, Page 25

Morgunblaðið - 16.05.1986, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR16. MAÍ 1986 25 Nýr yfirmaður NASA AP/Símamynd George Bush, varaforseti Bandaríkjaima, sver James Fletcher inn i embætti yfir- manns bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar NASA í Roose- velt-herberginu í Hvita húsinu. Þetta er öðru sinni sem Fletch- er gegnir þessu embætti. Ro- nald Reagan forseti stendur álengdar og fylgist með og kona Fletchers, Fay, heldur á bibliunni. Bandaríkjaþing: Útflutningsleyfi fyrir lyf sem má ekki selja heima Washington. AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti á miðvikudag að leyfa útflutning á bandarísk- um lyfjum, sem ekki hefði feng- ist formlegt söluleyfi fyrir á heimamarkaði. Stuðningsmenn frumvarpsins, sem samþykkt var með 91 atkvæði gegn 7, töldu, að í því fælist full- nægjandi vemd gegn varasömum og gagnslausum lyfjum, að því er snerti erlenda neytendur, auk þess sem áfram yrði tryggð forysta Bandaríkjamanna í líftækniiðnaði. Frumvarpið, sem nýtur stuðnings stjómarinnar, fer nú fyrir fulltrúa- deildina. V estur-Þýskaland: Aldraður nasisti dæmdur fyrir morð- ið á Emst Thálmann Krefeld. AP. ALDRAÐUR hermaður nasista í seinni heimsstyijöld var í gær dæmdur i fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa haft umsjón með því þegar Emst Thálmann, leiðtogi Kommúnistaflokksins, var myrtur samkvæmt skipunum Adolfs Hitlers. Wofgang Otto, sem er kennari á eftirlaunum, var dæmdur fyrir að hafa stjómað aftökusveitinni, sem skaut Thálmann í fangabúðum nasista í Buchenwald fangabúðun- um 18. ágúst 1944. Lík Thálmanns var dregið inn í líkbrennsluofn fangabúðanna og brennt strax eftir aftökuna. Otto var þá foringi í Waffen SS sveitum nasista og hélt hann þvi þráfaldlega fram í réttarhöldunum í Krefeld í Vestur-Þýskalandi að hann hefði engan hlut átt í morðinu á Thálmann. Þrír dómarar og tveir kviðdómendur felldu dóminn yfír Otto. Málaferlin vöktu upp minningar um það takmarkalausa hatur, sem ríkti milli þýskra kommúnista og nasista fyrir og meðan á seinni heimsstyijöldinni stóð. Thálmann varð formaður Kommúnistaflokks- ins 1924 á tímum Weimar-lýðveld- isins. Honum var varpað í fangelsi þegar nasistar komust til valda 1933. Réttarhöldin yfír Otto hófust í nóvember og hafði rannsókn á málinu þá staðið yfír í nokkur ár. Rannsóknin gekk illa bæði vegna þess að vitni voru fallin frá og GENGI GJALDMIÐLA London. AP. Bandaríkjadollari féll gagn- vart öllum helstu gjaldmiðlum i gær þrátt fyrir líkur á þvi að bankar gripu inn í til að styrkja gjaldmiðil Banda- ríkjamanna. Dollarinn hélt áfram að falla gagnvart japanska jeninu og gilti einu þótt Japansbanki keypti dollara til að reyna að stöðva fall hans. Dollarinn kost- aði 162,70 jen síðdegis í gær (164,00) en hækkaði lítillega þegar gjaldeyrismarkaðir lok- uðu í London, kostaði þar 163,35 jen. Sterlingspundið kostaði 1,5365 dollara (1,5360). Gengi annarra gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 2,1900 vestur-þýsk mörk (2,1920), 1,8215 svissneska franka (1,8235), 6,9875 franska franka (6,9900), 2,4690 hol- lensk gyllini (2,4715), 1.502,25 ítalskar lírur (1.503,50) og 1,3755 kanadfska doliara (1,3772). brigðult minni setti strik í reikning- inn. Dóttir kommúnistaleiðtogans, Irma Gabel-Thálmann, sat öll rétt- arhöldin og var viðstödd þegar dóm- urinn var kveðinn upp. Hún reyndist hissa sem og aðrir í réttarsalnum enda höfðu meira að segja sækjend- ur málsins farið fram á að Otto yrði náðaður. Sækjendumir sögðu að náða ætti Otto vegna ófullnægjandi sannana þótt mögulegt væri að Otto hefði átt þátt í morðinu. Þegar dómendur útskýrðu dóm- inn var vísað til framburðar tveggja vitna um 1960. Hér er um framburð skjalavarðar í Buchenwald og fanga að ræða. Skjalavörðurinn sagði að Otto hefði eitt sinn sagt sér að hann hefði undirbúið morðið en ekki átt þátt í aftökunni sjálfri. Fanginn sagði að hann hefði borið lík Thálmanns að líkbrennslu- ofninum og kvað Otto hafa verið viðstaddan, hann hefði verið í af- tökusveitinni. Aðaldómarinn í málinu sagði að einu gilti þótt Otto hefði aðeins verið að hlýða skipunum yfírboðara. Það gæti ekki kæft vitneskju um óréttlæti að Hitler fyrirskipaði manni að myrða. Thálmann er þjóðarhetja í Aust- ur-Þýskalandi og er algengt að styttur af honum prýði torg borga ogbæja. Bangladesh: Sex fórust er hraðlest fór út af sporinu Dhaka, Bangladesh. AP. HRAÐLEST fór út af jámbraut- arspori nálægt bænum Kushtia, 227 km fyrir vestan höfuðborg- ina Dhaka i gær. Sex manns létu lífið og 24 slösuðust, er sjö af tólf vögnum lestarinnar hvolfdi, að sögn BSS-fréttastofunnar í Bangladesh. Ekki var vitað um orsök slyssins þá þegar - né heldur hve margir farþegar voru með lestinni. BSS sagði, að fimm lík hefðu þegar fúndist, en starfsmenn jám- brautanna töldu, að tala látinna og slasaðra ætti eftir að hækka. Að minnsta kosti 40 manns létu lífíð, þegar eldur kom upp f hraðlest á þessari sömu áætlunarleið snemma á síðsta ári. TAUMINN MER WÍSTH RAKLEIBIS TIL Enn þá er ekki loku fyrir það skotið að þér gefist tæki- færi til aö eignast annan bíl, þvf í Bflabæ getur þú selt, keypt eða skipt um bíl. Nú vantar okkur allar tegundir bifreiða á söluskrá. Á morgun opnum við þessa nýju Bílasölu sem á eftir að marka tíma- mót í þínum bif reiða- viðskiptum. Af því tilefni þá verður taum- laus gleði við Borgar- tún 25 á morgun. Bjössi boll mætir á svæðið kl. 14 og býður gestum upp á Svala, kaffi og konfekt. Cefðu bílnum þínum lausan tauminn á morgun og skoðaðu úr- valið hjá okkur í Bflabæ. símar 17770 & 12900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.