Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR16. MAÍ 1986 25 Nýr yfirmaður NASA AP/Símamynd George Bush, varaforseti Bandaríkjaima, sver James Fletcher inn i embætti yfir- manns bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar NASA í Roose- velt-herberginu í Hvita húsinu. Þetta er öðru sinni sem Fletch- er gegnir þessu embætti. Ro- nald Reagan forseti stendur álengdar og fylgist með og kona Fletchers, Fay, heldur á bibliunni. Bandaríkjaþing: Útflutningsleyfi fyrir lyf sem má ekki selja heima Washington. AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti á miðvikudag að leyfa útflutning á bandarísk- um lyfjum, sem ekki hefði feng- ist formlegt söluleyfi fyrir á heimamarkaði. Stuðningsmenn frumvarpsins, sem samþykkt var með 91 atkvæði gegn 7, töldu, að í því fælist full- nægjandi vemd gegn varasömum og gagnslausum lyfjum, að því er snerti erlenda neytendur, auk þess sem áfram yrði tryggð forysta Bandaríkjamanna í líftækniiðnaði. Frumvarpið, sem nýtur stuðnings stjómarinnar, fer nú fyrir fulltrúa- deildina. V estur-Þýskaland: Aldraður nasisti dæmdur fyrir morð- ið á Emst Thálmann Krefeld. AP. ALDRAÐUR hermaður nasista í seinni heimsstyijöld var í gær dæmdur i fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa haft umsjón með því þegar Emst Thálmann, leiðtogi Kommúnistaflokksins, var myrtur samkvæmt skipunum Adolfs Hitlers. Wofgang Otto, sem er kennari á eftirlaunum, var dæmdur fyrir að hafa stjómað aftökusveitinni, sem skaut Thálmann í fangabúðum nasista í Buchenwald fangabúðun- um 18. ágúst 1944. Lík Thálmanns var dregið inn í líkbrennsluofn fangabúðanna og brennt strax eftir aftökuna. Otto var þá foringi í Waffen SS sveitum nasista og hélt hann þvi þráfaldlega fram í réttarhöldunum í Krefeld í Vestur-Þýskalandi að hann hefði engan hlut átt í morðinu á Thálmann. Þrír dómarar og tveir kviðdómendur felldu dóminn yfír Otto. Málaferlin vöktu upp minningar um það takmarkalausa hatur, sem ríkti milli þýskra kommúnista og nasista fyrir og meðan á seinni heimsstyijöldinni stóð. Thálmann varð formaður Kommúnistaflokks- ins 1924 á tímum Weimar-lýðveld- isins. Honum var varpað í fangelsi þegar nasistar komust til valda 1933. Réttarhöldin yfír Otto hófust í nóvember og hafði rannsókn á málinu þá staðið yfír í nokkur ár. Rannsóknin gekk illa bæði vegna þess að vitni voru fallin frá og GENGI GJALDMIÐLA London. AP. Bandaríkjadollari féll gagn- vart öllum helstu gjaldmiðlum i gær þrátt fyrir líkur á þvi að bankar gripu inn í til að styrkja gjaldmiðil Banda- ríkjamanna. Dollarinn hélt áfram að falla gagnvart japanska jeninu og gilti einu þótt Japansbanki keypti dollara til að reyna að stöðva fall hans. Dollarinn kost- aði 162,70 jen síðdegis í gær (164,00) en hækkaði lítillega þegar gjaldeyrismarkaðir lok- uðu í London, kostaði þar 163,35 jen. Sterlingspundið kostaði 1,5365 dollara (1,5360). Gengi annarra gjaldmiðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 2,1900 vestur-þýsk mörk (2,1920), 1,8215 svissneska franka (1,8235), 6,9875 franska franka (6,9900), 2,4690 hol- lensk gyllini (2,4715), 1.502,25 ítalskar lírur (1.503,50) og 1,3755 kanadfska doliara (1,3772). brigðult minni setti strik í reikning- inn. Dóttir kommúnistaleiðtogans, Irma Gabel-Thálmann, sat öll rétt- arhöldin og var viðstödd þegar dóm- urinn var kveðinn upp. Hún reyndist hissa sem og aðrir í réttarsalnum enda höfðu meira að segja sækjend- ur málsins farið fram á að Otto yrði náðaður. Sækjendumir sögðu að náða ætti Otto vegna ófullnægjandi sannana þótt mögulegt væri að Otto hefði átt þátt í morðinu. Þegar dómendur útskýrðu dóm- inn var vísað til framburðar tveggja vitna um 1960. Hér er um framburð skjalavarðar í Buchenwald og fanga að ræða. Skjalavörðurinn sagði að Otto hefði eitt sinn sagt sér að hann hefði undirbúið morðið en ekki átt þátt í aftökunni sjálfri. Fanginn sagði að hann hefði borið lík Thálmanns að líkbrennslu- ofninum og kvað Otto hafa verið viðstaddan, hann hefði verið í af- tökusveitinni. Aðaldómarinn í málinu sagði að einu gilti þótt Otto hefði aðeins verið að hlýða skipunum yfírboðara. Það gæti ekki kæft vitneskju um óréttlæti að Hitler fyrirskipaði manni að myrða. Thálmann er þjóðarhetja í Aust- ur-Þýskalandi og er algengt að styttur af honum prýði torg borga ogbæja. Bangladesh: Sex fórust er hraðlest fór út af sporinu Dhaka, Bangladesh. AP. HRAÐLEST fór út af jámbraut- arspori nálægt bænum Kushtia, 227 km fyrir vestan höfuðborg- ina Dhaka i gær. Sex manns létu lífið og 24 slösuðust, er sjö af tólf vögnum lestarinnar hvolfdi, að sögn BSS-fréttastofunnar í Bangladesh. Ekki var vitað um orsök slyssins þá þegar - né heldur hve margir farþegar voru með lestinni. BSS sagði, að fimm lík hefðu þegar fúndist, en starfsmenn jám- brautanna töldu, að tala látinna og slasaðra ætti eftir að hækka. Að minnsta kosti 40 manns létu lífíð, þegar eldur kom upp f hraðlest á þessari sömu áætlunarleið snemma á síðsta ári. TAUMINN MER WÍSTH RAKLEIBIS TIL Enn þá er ekki loku fyrir það skotið að þér gefist tæki- færi til aö eignast annan bíl, þvf í Bflabæ getur þú selt, keypt eða skipt um bíl. Nú vantar okkur allar tegundir bifreiða á söluskrá. Á morgun opnum við þessa nýju Bílasölu sem á eftir að marka tíma- mót í þínum bif reiða- viðskiptum. Af því tilefni þá verður taum- laus gleði við Borgar- tún 25 á morgun. Bjössi boll mætir á svæðið kl. 14 og býður gestum upp á Svala, kaffi og konfekt. Cefðu bílnum þínum lausan tauminn á morgun og skoðaðu úr- valið hjá okkur í Bflabæ. símar 17770 & 12900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.