Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 Ástin leiddi hann til íslands Skóvinnustofan Geysir er til húsa að Blotzheimerst- rasse 44 í Basel í Sviss. Hún er björt og hugguleg, blóm og gömul saumavél prýða af- greiðsluna og eigandi hennar gefur kúnnum ráð við kvefi, ef þess er óskað, um leið og hann tekur við slitnum skóm. Haraldur Albertsson, skósm- íameistari, er 44 ára og eyddi 19 árum ævi sinnar á Islandi. Hann er íslenskur ríkisborgari en er fæddrn* og uppalinn í norður Þýskalandi. “Eg er Is- lendingur,“ segir hann, “og verð aldrei annað.“ Haraldur átti skó- vinnustofu á Hrisateig 47 í Reykjavík. Hann segir að hún hafi gengið vel en óstöðugleikinn í íslensku efna- hagslífi verið of mikill og markað- urinn of lítill til að hann gæti notið sín. “Eg var í verðskrár- nefnd meistarasambands skó- smiða i mörg ár og var orðinn langþreyttur á að síhækka verð- skrána á þriggja mánaða fresti. Hlutirsem kostuðu 100 krónur þegar ég byíjaði voru komnir uppí 9.000 krónur þegar ég hætti. Það var enginn stöðugleiki i efna- hagsmálum og aldrei hægt að stóla á neitt. Eg varð að fara utan til að geta tekist á við stærri verkefni og hlotið þá viðurkenn- ingu sem störf min eiga skilið. Skósmiðir þykja litlir karlar á Is- landi. Menntun þeirra er ekki mikils metin og fáir taka ofan fyrir þeim. Eg sótti um starf skósmíða- meistara hjá Coop hér í Basel þegar ég rakst á auglýsingu frá fyrirtækinu í London Times árið 1976 og fékk það. Eg átti að fá 4.500 sv. franka (99.000 ísl. kr. á núverandi gengi) í laun sam- kvæmt augiýsingunni en fékk svo ekki nema 1.958 sv. franka út- borgaða (43.076 fsl. kr.). Þegar ég kvartaði undan þessu var mér sagt að ég mætti þakka fyrir að fá þó þetta í laun og var bent á að erlendur vinnukraftur í Sviss hefði yfirleitt ekki svona góðar tekjur. Eg fór i mál út af þessu og vann það. Coop skuldaði mér álitlega upphæð þegar dómurinn var kveðinn upp og ég notaði þá [>eninga og bankalán til að opna skóvinnustofuna Geysi.“ Haraldur kynntist islenskri stúlku í Kaupmannahöfn á sjötta áratugnum og varð yfir sig ást- fanginn. “Egelti hanatil Islands og reyndi að fá hana út með mér en hún vildi ekki fara af landi brott svo að ég settist að á Is- landi.“ Hann ákvað að læra skósmíði og innritaði sig í Iðnskólann. Skólastjórinn sagði honum að hann yrði að tala, lesa og skrifa íslensku eins og aðrir nemendur skólans og Haraldur lagði nótt við dag til að læra málið. Hann talar enn góða islensku þótt hann fái ekki mörgtækifæri til að nota hana. “Egtala íslensku varla nokkum tima nema þegar dætur mínar, Maria Helena og Alma, koma í heimsókn," sagði hann. Agnes, núverandi kona hans, er frönsk og þau hjónin tala saman á sviss-þýsku. Haraldur var í læri hjá Gísla Ferdínandssyni, skósmiðameist- ara. “Eg á Gisla margt að þakka," sagði hann. “Hann er sannkallað- ur meistari. Eg starfaði með yfir hundrað skósmiðum hjá Coop en enginn þeirra komst í hálfkvisti við Gisla.“ Haraldur segir að skó- smiðir á Islandi vinni yfirleitt sín störf vel en þeir noti oft ekki nógu góð efni við vinnuna. “Eg er með hundrað tegundir af gúmmíi og öðru efni á lager til að eiga það sem við á hverju sinni. Það tíðkast ekki á Islandi. Leður er til dæmis mjög misjafnt og misjafnlega dýrt, íslenskir skósmiðir láta sér yfirleitt nægja að nota ódýmstu tegundimar en þær eiga oft ekki við skóna sem verið er að gera við. Það er dýrara að fara með skó til skósmiðs í Sviss en á Is- l;.ndi en hér koma þeir líka eins og nýir úr viðgerðinni." Góðum skósmiðum ferört fækkandi i Sviss eins og annars staðar. Haraldur sagði að það væru ekki nema tveir aðrir skó- smíðameistarar sem reka enn eigin stofur eins og hann í allri Basel en hún er 220.000 manna borg. “Og þeir eru báðir um sjö- tugt,“ sagði hann. Fólk lætur nú orðið gera við skóna sína á “hraðskóvinnustofum" sem eru á víð og dreif um borgina og Har- aldi hefur reynst erfitt að fá lærling á stofuna til sín. Því hefur verið stungið að honum að taka Islending i læri en hann heldur að Islendingar myndu ekki sætta sig við svissneskar lærlingstekjur. Rekstur skóvinnustofunnar Geysis gengur vel. Hún er búin fullkomnum tækjabúnaði og þau hjónin gera við tjöld og töskur auk skónna. Agnes er lærð sauma- kona og hún sníðir og saumar leðurklæðnað á stofunni. Harald- ur hefur sérstakt samband við Bally, svissneska skóframleiðslu- fyrirtækið, og það bendir við- skiptavinum á hann ef skór eru ekki í lagi. “Hingað koma við- skiptavinir alls staðar að úr heim- inum,“ sagði Haraldur. “Þeir koma á skóvörusýningar í borg- inni og nota tækifærið til að láta miggera við skóna sína. Bally eru dýrir og fínir skór og fólk vill fá almennilega gert við þá. Eg sendi skóna svo til þeirra þegar þeir eru tilbúnir." Haraldur er heldur “skúffaður" á Islandi og Islendingum og á — nu rekur hann skóvinnu- stofu í Sviss Haraldur Albertsson, skósmíðameistari, við vinnu á vinnustofu sinni i Basel. ekki von á að fara þangað aftur í bráð. Hann telur þá hugsa alltof mikið um peninga og blöskrar kaupæðið sem gripur þá í útlönd- um. “Hér veit maður hvað maður hefur í tekjur og hvað það kostar að lifa og hefur svo frið fyrir þessum helv. peningamálum," sagði hann. Hann segir að það hafi verið auðveldara að vera “út- lendingur" á íslandi en í Sviss. “Það veldur stundum óþægindum að vera Islendingur hér en það er ekkert við því að gera. Þegar við Agnes giftum okkur þurftum við til dæmis að fá yfirlýsingu frá Islandi um að mér væri heim- ilt að giftast franskri stúlku. Eg fékk strax bréf um að ég væri fráskilinn og ég gæti gifst hvaða konu sem ég vildi. Það var ekki nóg fyrir svissnesk yfirvöld, þau vildu fá staðfest að ég mætti giftast franskri konu. Yfirlýsingin frá Islandi var loks rétt orðuð í þriðju atrennu. Við giftum okkur um jól en ætluðum í upphafi að gera það í júlí sumarið áður.“ En þrátt fyrir “skúffelsi" og ýmis óþægindi hvarflar ekki að honum að gefa upp íslenska rikisborgara- réttinn. Og viðskiptavinir hans eru ánægðir með íslenska skósmiðinn sinn i Basel. Fimmtíu nýir Trabant- eigendur FIMMTÍU nýir meðlimir bættust í félagið „Skynsemin ræður“ í gær, en það er félag Trabanteigenda sem stofnað var af Gunnari Bjarnasyni hrossaræktaráðunauti fyrir u.þ.b. tveimur árum. Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni hf. sagði í samtali við blaðamann að þessi Trabant-sending nú væri sú fyrsta sem kæmi í langan tíma. „Við ákváðum að panta bílana nú aftur þar sem verð þeirra hefur lækkað verulega, bæði vegna tolla- lækkana hér innanlands og eins vegna lækkana frá austur-þýsku bílaverksmiðjunum. Bílarnir voru á 130.000 krónur fyrir lækkunina en nú fást fólksbílamir á 76.000 krón- ur og station Trabantamir eru á 81.000 krónur." Júlíus sagði að öll sendingin nú væri seld en verið væri að leggja drög að nýrri sendingu. „Ungt fólk, sem er að byrja búskap, er stór hluti kaupenda. Síðan em það þeir íhaldssömu sem alltaf hafa átt Trabant og kaupa því ekki annað og þriðji hópurinn er það fólk sem vill ekki láta stórpening liggja í verði ökutækis og kaupir því Trab- ant til að komast leiðar sinnar," sagði Júlíus. Eigendur nýju ökutækjanna fengu Trabantana sína afhenta í gær. Morgunblaðið/Börkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.