Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 11
;mr tam p.t wioAauwwj?, .aiaAjanuoflOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ 1986 Hvítasunnumáltíð „Skin á himni skír og fagur hinn skæri hvítasunnudagnr, er dregur nafn af Drottíns sóL,“ Þannig eru upphafshend- ingar á sálmi 171 í sálmabók- inni. Presturinn og sálma- skáldið Valdimar Briem á Stóra-Núpi, hefur átt eina af sínum stóru stundum, þegar hann orti þennan sálm og ættum við sem flest að fletta honum upp og lesa hann eða syngja núna um hvitasunnuna. í sálmabókinni frá 1886 er þessi sálmur og hefur hann því í 100 ár giatt og styrkt hjörtu okkar íslendinga. Hvitasunnuhelgina nota lands- menn á ýmsa vegu. Sumir þeir sem ekki eru að gegna skyldu- störfum, ganga á Snæfellsjök- ul og svo eru það við sem erum á jafnsléttunni og pælum upp kartöflugarðinn, sáum gul- rótafræi, hugum að flugi fugla og gróðursetjum eina og eina tijáplöntu. Sjálfsagt er að gera sér daga- mun i mat. Hér er boðið upp áþriréttaða máltíð. Vonandi finna sem flestir eitthvað við sitt hæfi. En þótt helgin sé ásetin ætlum við að gefa okkur tíma til að eig^a hljóða stund með prestin- um á Stóra-Núpi og meistara hans og okkar allra, það hjálp- ar. Forréttur Blaðlaukssúpa Handa 8 4 stórir blaðlaukar, 2 msk. matarolía, 1 msk. smjör, 1 V2 lítri kjötsoð, fisksoð eða soðkraftsvatn. (Ef þið matreið- ið kjúklingaréttinn, sem er hér á eftir, er gott að nota vatnið, sem þið sjóðið hann í.) 6—8 piparkom, 10 korianderkom (krydd, sem fæst víða), má sleppa, 5 allrahandakom (krydd, sem fæst víða), má sleppa, 2 msk. ijómaostur án bragð- efna, 3 eggjarauður og lh tsk. salt, 1 dl ijómi, lOOgrrækjur, fersk steinselja eða graslaukur. 1. Kljúfið blaðlaukinn, skolið vel í rennandi vatni, skerið í xh sm þykkar sneiðar. 2. Hitið matarolíu og smjör í potti. Hafið hægan hita. 3. Sjóðið blaðlaukinn í feitinni í 10 mínútur. Gætið þess að þetta brúnist ekki. 4. Setjið soðið yfir laukinn. 5. Bindið kryddkomin í grisju og setjið út í soðið. Sjóðið við hægan hita í 20 mínútur. 6. Hrærið ijómaostinn út í. 7. Takið grisjupokann úr og fleygið. 8. Hrærið eggjarauðumar með salti, hellið örlitlu heitu soði saman við. Takið pottinn af hellunni. Látið kólna örlítið. Hrærið þá eggjarauðumar út í. Hrærið í, þar til súpan þykknar. Hrærið áfram í þar til súpan kólnar örlítið til þess að ekki sé hætta á að eggin ysti. Ef súpan þykknar ekki af eggjarauðunum, þarf að bregða henni á helluna aftur, en hún má alls ekki sjóða. 9. Þeytið ijómann, klippið stein- seljuna eða graslaukinn. 10. Hellið súpunni í skál eða á diskana. 11. Setjið ijóma, rækjur og stein- selju eða graslauk ofan á súpuna. Meðlæti: Heitt snittubrauð. Aðalréttur Djúpsteiktir, krydd- aðir kjúkling-ar Handa 8 3 meðalstórir kjúklingar, 2 1 vatn, 2 tsk. salt, 2 sm biti fersk eða þurrkuð engiferrót (krydd sem fæst í heilsufæðisbúðum og stórmörk- uðum). *h kanelstöng, 3 stjömuanísar (krydd, sem fæst í stórmörkuðum), 1 msk. vínedik, Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 3 msk. hunang, 1 tsk. græn niðursoðin pipar- kom (fæst víða í litlum dósum), 1 dl kartöflumjöl, 21 olía, til að djúpsteikja í. 1. Setjið vatn í pott ásamt salti, engiferrót, kanelstöng og stjömuanís, setjið innmatinn úr kjúklingunum saman við. 2. Þvoið kjúklingana. Látið þá sjóða við vægan hita í vatninu í 30 mínútur. 3. Blandið saman ediki, hunangi og mörðum pipar. Smyijið þessu á kjúklingana, setjið á grind og látið þoma á eldhús- borðinu í 2 klst. 4. Hitiðolíuna. 5. Veitið lqúklingunum upp úr kartöflumjölinu. 1 6. Djúpsteikið kjúklingana hvem af öðrum í olíunni þar til þeir em orðnir gullnir. 7. Setjið þá í heitan bakaraofn, jafnóðum og þið takið þá úr olíunni, svo að þeir haldist heitir meðan á steikingu stend- ur. 8. Berið á borð með hrásalati. Nú er Spánarkerfíllinn farinn að stinga upp grænu blöðunum og tilvalið að nota þessa Ijúffengu jurt í hrásalatið. Spánarkerfill vex víða í görðum og utan þeirra. Hrásalat 1 stórt kínakálshöfuð, 1 meðalstór gúrka, 4 sellerístönglar, nokkur Spánarkerfilsblöð, safi úr einni sítrónu, V* dl matarolía, 1 tsk. hunang, 5 dropartabaskósósa, 2 msk, sesamfræ. 1. Setjið sesamfræið á þurra, heita pönnu og ristið það örlít- ið. Hafið lok á pönnunni og hristið hana. (Sesamfræið þeytist upp í loftið þegar það hitnar). Kælið. 2. Kreistið safann úr sítrónunni, setjið matarolíu, hunang og tabaskósósu saman við, þeytið vel saman. 3. Skerið kálið þvert í ræmur, skerið gúrkuna í þunnar sneið- ar, skerið selleríið þvert í þunnar sneiðar. 4. Þvoið Spánarkerfilinn og rífið smátt niður. 5. Setjið allt grænmetið út í lög- inn. Hrærið vel saman með tveimur göfflum. 6. Stráið sesamfræinu yfir og setjið í skál. Eftirréttur Appelsínukrap 3 dl flórsykur, 3 dl vatn, 4 appelsínur + börkur af einni, safi úr einni sítrónu + börk- ur af henni, 3 pelar freyðivín, 2 eggjahvítur, 4 msk. Grand Mamier. 1. Sjóðið saman sykur og vatn, þar til það þykknar. 2. Rífið sítrónu- og appelsínu- börkinn og setjið út í. 3. Skerið hveija appelsínu í tvennt þversum. Takið kjötið úr þeim, en gætið þess, að skelin haldist heil. 4. Meijið allan safa úr appelsínu- kjötinu. Setjið hana út í sykur- löginn. Kælið. 5. Hellið freyðivíninu út í. Setjið í frysti. Hrærið öðm hveiju í þessu meðan það er að fijósa. 6. Þeytið eggjahvítumar og hrærið varlega saman við ísinn áður en hann harðfrýs. Hann á ekki að harðfijósa. 7. Setjið krapið í appelsínuskelj- arnar. 8. Hellið Grand Mamier yfir með skeið. 9. Berið strax á borð. Athugið: Fallegt er að bera þetta fram í háum glösum, setjið þá þunna appelsínusneið á glas- brúnina. Munið hvítasunnukappreiðar Fáks 2. íhvítasunnu kl. 13.30. Benco COMBI CAMP er lausnin aö vel- heppnuöu sumarleyfi, veiöiferö eöa heimsókn til fjarstaddra vina og vandamanna. COMBI CAMP er ein fljótlegasta lausnin á tjöldun er býöst. AÖeins 15 COMBI CAMP hefur trégólf í svefn- og iverurými er dregur úr jarökulda og raka. COMBI CAMP hefur góöa lokun á öllum samskeytum vagns og tjalds er eykur enn á notagildi viö erfiö skilyröi. COMBI CAMP er nimur og þægilegur fjölskylduvagn er hentar vel til feröa- laga hvar sem er. COMBI CAMP er á hagstæöu veröi og kjörum. Hafiö samband. Sjón er sögu rikari. Bolholti 4. Sími: 91-21945 COIS/IBICA.IVIP COMBICAMP Verð kr. 121.500 Staðgreitt Verðkr. 135.000 Staðgreitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.