Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 28 C / „ Eg Sagh\ honum c& Kitta. mig und'ir lcLukkunni hérá fcorginu." Þetta er tilk. frá gjald- heimtunni! Með morgunkaffinu Eru þessir ótrúlegu síma- reikningar einu meðmæl- in vegna ritarastarfans? HÖGNIHREKKVÍSI Góð reynsla af Gæslunni Yelvakandi góður. Ég undirritaður vil leyfa mér að koma á framfæri reynslu minni og kynnum af Landhelgisgæslunni. Árin 1972—1973 starfaði ég sem háseti á varðbátnum Hval-Tý. (Hvalveiðiskip sem hafði verið feng- ið til gæslustarfa vegna útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 mflur). Þama kynntist ég úrvalsfólki. Vegna ummæla Jóns Sveinssonar sem fyrrum starfaði í norska hem- um, um áfengisneyslu, aga- og stjómleysi á varðskipinu Tý get ég ekki orða bundist. Eg hef allt aðra sögu að segja. Það vill svo til að skipstjóri á Hval-Tý þegar ég var í áhöfninni, var enginn annar en Helgi Hallvarðsson, maður sem ég hef æ síðan borið mikla virðingu fyrir vegna mikilla hæfileika hans sem skipstjómarmanns. Sama get ég sagt um aðra yfirmenn skipsins. Um æfingar og aga á þessum tíma vil ég segja þetta: Strangar æfingar fóm fram undir stjóm Sigurðar M. Þorsteins- sonar þáverandi þjálfara lögregl- unnar og voru þær taldar henta varðskipsmönnum á þessum tíma. Um borð í skipinu var kynnt og æfð meðferð öryggistækja svo sem slökkvitækja, línubyssu, gúmbjörg- unarbáta o.fl. Ölvaðan mann við störf um borð í Hval-Tý á árunum 1972—1973 kannast ég ekki við að hafa séð. Þama vom hörkuduglegir og traustir menn að sinna vandasöm- um skyldustörfum, oft við erfiðar aðstæður, þar sem þeir áttu í höggi við „breska ljónið". Árangurinn varð sá sem öll þjóðin þekkir. Stjómandi varðbátsins, Helgi Hallvarðsson, sýndi og sannaði á þessum tíma hve hæfur skipstjórn- armaður hann er. Þorskastríðin hefðu aldrei unnist, björgunarstörfum hvers konar og aðstoð við skip í háska hefði ekki verið hægt að sinna ef varðskipin hefðu verið mönnuð agalausum, ölvuðum og æfingalausum skip- verjum. Það tekur mig sárt að lesa gagn- rýni Jóns Sveinssonar, þar sem kynni mín af gæslunni vom önnur en þar er lýst. Eyjólfur Karlsson, fyrrv. háseti á Hval-Tý. Tekjuafgangur Sam- bandsins 3,2 milljónir' — Þá höfðu afskriftir farið fram að upphæð 191 milljón króna — segir Erlendur Einarsson í samtali við Morgunblaðið Vísa vikunnar Ég er sár yfir Sambandsins raunum, þeir eru sognir af vöxtum og launum. Þettamegurðarár einar milljónir þrjár tókst að halda í bónus af baunum. Hákur Víkveiji skrifar Bandaríski auðjöfurinn dr. Armand Hammer, sem um ára- bil hefur haft mikil og ugglaust ábatasöm viðskipti við Sovétríkin, dengdi sér þangað í einkaflugvél sinni í fyrri viku og hafði meðferðis ósköpin öll af sjúkragögnum vegna kjamorkuslyssins í Chemobyl. Hann vék að velgengni sinni í blaða- viðtali um svipað leyti og kynni einhveijum að finnast ummæli hans lærdómsrík. „Ég hef staðið mig nokkuð vel um dagana," sagði sá gamli, „svo að menn em stundum að spyija mig að hve miklu leyti mér finnist ég geta rakið þetta til heppni. Ég svara þeim að reynsla mín sé sú að þegar ég vinni fjórtán tíma á dag, sjö daga vikunnar, þá sé ég hvað heppnastur." XXX * Ottalega er það hjákátlegt ef ekki beinlínis durtslegt hjá þeim í Áfenginu hvernig þeir loka í hádeginu og kúldrast þama inni her manns á meðan viðskiptavinirn- ir híma fyrir utan eins og illa gerðir hlutir. Ef þetta væri ekki ríkisfyrir- tæki mundu verslanimir vitanlega einmitt vera opnar á þessum tíma, sem er sá eini sem fjöldi manna getur með góðu móti hagnýtt sén verslunarstjóranum mundi fyrir langa löngu hafa hugkvæmst að láta mannskapinn til dæmis skipt- ast á um að fara í mat þó að liðið yrði kannski svolítið þunnskipað fyrir vikið um hádegisbilið. Nýir siðir með nýjum hermm, er haft fyrir satt. Getur nýi húsbónd- inn ekki losað okkur við þennan hvimleika einokunarósið? XXX Nú verða ávísanir aftur gjald- gengar þama í Ríkinu og tími til kominn. Að vísu er „þak“ á dýrð- inni og ávísanimir mega ekki fara yfír þijú þúsund krónur eða sem svarar sæmilegum birgðum í sæmi- lega árshátíð í sæmilegum sauma- klúbb. Menn munu að sjálfsögðu fara í kringum þetta með því að skrifa bara tvær ávísanir eða hafa þær jafnvel þijár eða fjórar, en bókstafurinn mun blífa að nafninu til og það er auðpvitað aðalatriðið. í umræðu um ávísanabannið um daginn datt það uppúr einhveijum starfsmanninum að sumir af kúnn- unum hefðu auðvitað alla tíð fengið að borga sitt brennivín með ávísun- um og upplýsti maðurinn þetta rétt eins og svona vinnubrögð væm sjálfsagður hlutur. En því fer auð- vitað víðsfjarri. Hvaðan kom þeim rétturinn þarna hjá Áfenginu — hjá þessu ríkisfyrirtæki skal undir- strikað — að draga borgarana svona í dilka og yfirgnæfandi meirihluti þeirra vammlaus eins og öllum mátti vera ljóst? Hvernig fór sú athöfn fram? Fór það máske eftir duttlungum afgreiðslumannsins hveiju sinni eða var kunningsskap- urinn ef til vill látinn ráða í þessu landi kunningsskaparins eða lum- uðu þeir kannski á einhvers konar huglestrarmaskínu sem sagði þeim á augabragði hver væri séra Jón og hver væri bara óbreyttur Jón? Ef þú ert staddur í verslun og búðarmaðurinn tekur við ávlsun frá manninum sem stendur við hlið- ina á þér en neitar þér um sömu þjónustu, þá er hann vitanlega þar með að gera því skóna að þú sért einhvers konar gallagripur, óreiðu- maður, ótíndur skálkur. Hví skyldi hanna ella nánast vísa þér á dyr? í rauninni lýsir það roluskap hve lengi menn létu bjóða sér þetta. XXX Hvað er eins árvisst og krían uppi á íslandi? Menn voru að ræða þetta yfír kaffisopanum á dögunum og margt féll til eins og nærri má geta. Féð kom af fjalli og laxinn I árnar, símaskráin kom út og síldin á miðin, þing kom saman og þingheimur kvaddi, mjólkurfræðingar boðuðu verkfall og flugumferðarstjórar fóru í þessa fýlu sína, sem leggur þá alltaf í rúmið. Sumt komst ekki á listann, svosem eins og loðnan: Mönnum fannst ekki ennþá sannað svo óyggjandi væri að við gætum reikn- að með henni ár eftir ár. Tvennt voru menn samt innilega sammála um að væri eins árvisst og krían okkar. Nefnilega í fyrsta lagi það fyrirheit stjómmálamanna að nú yrði bönkunum fækkað og svo í öðru lagi sú heitstrenging að nú yrði tekið duglega í lurginn á skattsvikurunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.