Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 Svavar A. Jónsson Hvítasunna — stofnun kirkjunnar Undanfarna sunnudaga hefur verið skrifað hér á síðunni um hin ýmsu trúfélög sem sprottið hafa út frá kirkjunni á íslandi. Það er ennþá verið að boða kristindóminn á íslandi, ennþá hrærir hann upp i mönnum, ennþá er deilt um hann. „Trúin á Jesúm Krist er ekki lífsskoðun, heldur hlutdeild í stað- reynd, sem var, er og mun verða" (Brunner). Tímahvörf urðu í sögu mann- kyns er fæðingu Krists bar að fyrir nær 20 öldum. Trúin er spratt af þeim atburði hefur skap- að varanlegustu stofnun sögunn- ar, kristna kirkju. Stofndagur kirkjunnar er kenndur við hvíta- sunnuna þegar heilagur andi kom yfir postula Krists og þeir hófu að boða kristna trú og skíra menn til samféiags við Guð. Samfélag kristinna manna var því „kirkja" þó við í dag tengjum það orð oft við miklar og dýrar steinsteypu- byggingar. Kristniboð postulanna byggist á orðum Krists, þegar hann sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að mínum lærisveinum, skírið þá til nafns Föðurins og sonarins og hins heilaga anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hefi boðað yður.“ Ennþá eru lærisveinar Krists að boða trúna á hann. Boðberarnir eru ekki aðeins prestamir í þjóð- félaginu, heldur allir þeir sem telja sig kristna. Orðið „kristniboð" beinir huga okkar oft til Afríku og svertingja sem eiga bágt. I hugum margra er kristniboð ekkert annað en flutningur góðrar menningar yfír til vanþróaðs ríkis. En það voru orð Jesú: „Farið og kristnið allar þjóðir" sem ýtti og ýtir enn kristniboðunum af stað til fjarlægra landa . . . og einnig til kristniboðs á heimaslóðum. í bókinni um „Helstu trúar- brögð heims" stendur eftirfarandi um upphaf sögu kirkjunnar: „Saga kristinnar kirkju hefst með Jesú frá Nazaret. Þeir, sem fyrstir fylgdu honum eftir, voru vottar að því, hvemig hann kenndi, líkn- aði og læknaði, vakti andúð leið- toganna í landinu, var dæmdur til krossdauða, reis upp frá dauð- um. Þeir báru því vitni, að hann hefði birst fjölmörgum þeirra upprisinn í nýjum dýrðarlíkama. Það vom ekki íiðnir tveir mánuðir frá dauða Jesú, er dreifður, for- flótta, örvilnaður hópur Iærisveina var umbreyttur í sókndjarfa fylk- ingu, sem játaði og boðaði af óslökkvandi eldmóði, að þessi krossfesti og upprisni Jesús frá Nazaret væri hinn fyrirheitni Messías (hinn smurði). Kristin trú rís á gmnni þeirrar staðreyndar, að Jesús reis upp frá dauðum." Saga kirkjunnar er löng og merk. Kirkjan hefur ávallt sett svip á þjóðfélagið og lífsskoðanir manna og í aldanna rás hefur kirkjan bæði sett neikvæðan og jákvæðan svip á sögu sína með misjöfnum kristniboðsaðferðum. A síðustu áratugum hafa marg- ar sterkar lífshræringar farið um kirkjuna. Þær trúarvakningar sem hafa orðið hafa gert ieikmenn virkari í starfsemi kirkjunnar og ýtt undir fróðleiksfysn þeirra á kenningum heilagrar ritningar. Kirkjan hefur aldrei verið eins alþjóðleg og nú og lætur víða til sín taka, einkum á sviði félags- mála. Starfsemi hennar er fjöl- þættari en oft áður. Hinar mörgu deildir kirkjunnar viðurkenna hver aðrar sem greinar á sama stofni. Vaxandi kynni deildanna í milli, samræður um ágreiningsefni og samstarf um sameiginleg verkefni eru einn mikilvægasti þátturinn í nútíma kirkjusögu. Allar hinar meiri kirkjudeildir eiga aðild að „Alkirkjuráðinu" sem er samtök sem stuðla að skípulögðu sam- starfi. Hinar ólíku kirkjudeildir hafa fundið að það er miklu fleira sem sameinar en það sem skilur að. Hinar ýmsu stofnanir er hægt „Hvað stoðar það manninn þótt hann eignist allan heiminn ef hann fyrirgerir sálu sinni?“ að leggja niður — en aldrei kirkj- una. M.a.s. í mörgum austan- tjaldslöndum þar sem kristilegar samkundur eru illa séðar, starfar mjög öflug neðanjarðarkirkja. Kirkjan er ekki bara staður þar sem böm eru færð til skímar, unglingar fermdir, fullvaxnir gefnir saman í hjónaband og aldr- aðir jarðsungnir. Kirkjan er lifandi kirkja sem beinir augum allra manna að þeirri staðreynd að maðurinn lifír aðeins um stutta stund — hann var skapaður til samfélags við Guð sem skóp hann og með því á hann fyrirheit um eilíft líf. Guð er ennþá lifandi Guð sem mennimir nálgast í bæn og sakramentum. „Því hvað stoðar það manninn þótt hann eignist allan heiminn ef hann fyrirgjörir sálu sinni?" „Égheiti kirkja“ Eg er sjö ára, frekar hávaxin og er talin mjög falleg. Ég stend alltaf á sama stað — gæti ekki einu sinni hreyft mig þó ég vildi. Ef til vill er það einmitt þess vegna, sem ég er óhamingjusöm. Það em svo fáir vinir sem heim- sækja mig. A sunnudögum heim- sækja samt flestir þorpsbúar mig. Eiginlega þykja mér þessar sunnu- dagsheimsóknir heldur hvimleiðar, því ég hef það á tilfínningunni að gestimir séu ekki komnir til að heimsækja mig — heldur bara til að sýna sig og sjá aðra. En þið ættuð annars að vita hvað það er gaman að vera til á milli klukkan fimm og sjö á mánu- dögum, því þá er ég til sýnis. Fólk- ið skoðar mig jafnt að innan sem utan. Það talar um hve gluggarnir séu fallegir, hve altaristaflan sé falleg og ég öll sé eitt meistara- verk. Allan sólarhringinn er ég opin og tilbúin að taka á móti gestum þó leiðsögnin sé aðeins á mánudögum. Oft á morgnana kemur til mín gömul kona. Hún er góðleg á að líta. Gefur mér alltaf pening í sparibaukinn. En hún talar aldrei eitt orð við mig. Gengur bara upp að altarinu, beygir sig niður og talar við hann Guð minn alveg upp á kraft. Einu sinni hlustaði ég á konuna. Þá heyrði ég að hún var að þakka Guði fyrir það að ég væri til. Hún bað hann méira að segja um að fleiri mættu koma og heimsækja mig. Ég vildi óska að svo yrði einhvern tíma, því að ég er svo einmana — og ég er næstum því viss um, að þó mér verði haldið við með málningu og fínum skreyt- ingum þá dey ég bráðum andlegum dauð ef enginn kemur. Stundum er ég að velta því fyrir mér til hvers ég er til. Hérna stend ég ein uppi á hæðinni allan sólar- hringinn og get mig ekki hreyft. Ég skil ekki hvers vegna þetta er svona, en það er kannske ekki nema von — ég er bara sjö ára. Heyrðu annars, vilt þú ekki einhvem tíma koma í heimsókn? Hvaða hlutverki á kirkjan að gegna í nútímaþjóðfélagi? Úlfhildur Geirsdóttir: I nútímaþjóðfélagi þyrfti kirkjan að vera griðastaður þar sem fólk á öllum aldri fyndi frið og ró í erli dagsins — en til þess þarf svo sannarlega hugarfars- breytingu í nútímaþjóð- félagi. Gísli Þorgeirsson: Kirkjan er góð í því formi sem hún er. Þjón- ar hennar eru þó stund- um of háfleygir því það eru ekki allir fræðingar. Sagt er að enginn sé góður ræðumaður nema minnsta barn skilji það sem sagt er. Brynhildur Sverrisdóttir: Kirkjan á fyrst og fremst að beita sér fyrir friði og réttlæti í heim- inum. Auk þess á hún að aðstoða fólk og þjóðir sem beittar eru órétti eða af öðrum ástæðum eiga í vandræðum. Vemdun umhverfísins ætti að vera ofarlega á stefnuskrá kirkjunnar. Þorsteinn Jónsson: „Söfnuður Krists er stólpi og grundvöllur sannleikans." I. Tím. 3:15. Hann skal því boða heiminum Herra sinn sem sagði: „Til þess er ég fæddur og til þess kom ég í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni. Hver sem er sannleik- ans megin heyrir mína rödd." Jóh. 18:37. Já, og náðin 'og sannleikur- inn kom fyrir Jesúm Krist. Söfnuðurinn á því að prédika „Krist, kraft Guðs og speki Guðs.“ I. Kor. 1:24. Því Kristur kom til þess að blessa okkur með því að sérhver okkar snúi sér frá illverkum sínum. Erindi safnaðar Guðs er að leiða sam- visku mannsins inn í ljós náðar auglits Guðs frammi fyrir krossi Jesú Krists.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.