Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18.MAÍ 1986 C 5 Heima í stofu með stjúpdótturinni, Margréti Karls- dóttur, 1980. ikilaði sér mjög vel strax í fyrra- iumar." Uppbygging ferðamála í Hvera- jerði er sá flokkur bæjarmála sem 3ragi hefur mikinn áhuga á. Ann- irs kveðst hann ekki hafa starfað ið bæjarmálum, að öðru leyti en ið gegna formennsku í sjálfstæðis- 'élaginu um tíma, „og ég hjálpa íú ennþá til við uppstillinguna. Eins og að vera við Laugaveginn En varðandi ferðamálin spáði ég i)ví fyrir einum 25 árum að Hvera- ^erði ætti eftir að verða einn helsti ferðamannabærinn á Islandi, bæði /egna nálægðarinnar við Reykjavík 3g vegna jarðhitans. Hingað koma nær allir útlendir ferðamenn, sem í annað borð heimsækja landið, og íslendingarnir eru enn stærri hópur. Hér er mikið mannlíf, sérstaklega im helgar og fólk sækir í mann- pröngina til að sýna sig og sjá aðra, snda orðið stutt að fara frá Reykja- vík. Það er eiginlega eins og við séum við Laugaveginn. Hvergerð- ingar hafa líka á undanförnum tveimur, þremur árum orðið áhug- asamari um ferðamál og ferða- mannaiðnaðinn, enda hefur það sýnt sig að fólk kemur til Hvera- gerðis. Það má segja að Eden hafi orðið kveikjan að tívolíinu og svo tívolíið kveikjan að hótelinu, sem hér er að rísa, og nú er bara að bíða og sjá hvort hótelið leiði til enn meiri framkvæmda. Hins vegar þýðir ekkert að fara of geyst og byggja skýjaborgir. Markaðurinn verður að ráða í þessum efnum. Stundum teiknað einn og annan Bragi minnist á sýningarskálann, sem hann langar að byggja, en það yrði þó ekki í fyrsta sinn sem byggt er yfir sýningar í Eden. Frá því að húsið reis hefur hann staðið fyrir myndlistarsýningum, einu af áhugamálunum að eigin sögn. „Það hefur alltaf verið mikil ásókn í sýn- ingaraðstöðuna, enda kemur tvennt til, ég tek ekki gjald fyrir hana og fyrirsjáanlegt er að fjöldi manns kemur hingað og skoðar verkin,“ segir hann og bætir við að eitt af markmiðunum með sýningarað- stöðunni hafi verið að leyfa ekki einungis þeim bestu að sýna. „Ég hef leyft öllum þeim að sýna hér sem ég held að eigi eitthvert erindi með verk sín upp á vegg.“ Sjálfur málar hann ekki, en á það til að taka sér blýant í hönd og teikna einn og annan. „Þetta eru aðallega andlit sem ég teikna. Bæði andlit frá Hveragerði, kunn- ingjarnir og fleiri. Svo teikna ég nú reglulega í Morgunblaðið,“ upplýsir hann og brosir við undum- arsvip í andliti blaðamanns. „Það er nefnilega mesti miskilningur að hönnun blaðsins sé endanlega búin þegar það kemur úr prentsmiðjunni. Ég hef gert það í gegnum árin að teikna í það um leið og ég les það. Það var svo fyrir fjölskylduna að ég lét verða af því að rífa út einstaka teikningar og setti saman í mynd „Morgunblaðsmyndin." sem er_meira og minna teiknuð á Morgunblaðið. Ég vildi geta sest oftar niður í ró og næði til að teikna, þó ekki væri nema til að komast frá erlinum um stundarsakir. Sjaldnast er tími til slíks,“ segir hann og útskýrir að vinnudagurinn sé oft talsvert lengri en gengur og gerist. Hann hefst ýmist klukkan átta eða níu á morgnana og þar sem Eden er opið til miðnættis mestan hluta ársins lýkur deginum ekki fyrr en um og upp úr klukkan eitt eftir miðnætti. Fjölskyldan í fyrirtækinu „Það er tímafrekt að reka þetta fyrirtæki, eiginlega svo mjög að tíminn fyrir fjölskylduna er ekki sem skyldi. Ég hef verið laginn í gegnum tíðina á að koma mér í of mikið starf. Á hinn bóginn hefur fjölskyldan starfað talsvert í fyrir- tækinu og það bætir upp á. Núna starfar yngsta dóttir mín, Olga Björk, hér og sambýliskona mín, Karen Mellk, sem sér bæði um ullar- vörudeildina og er gjaldkeri fyrir- tækisins, auk þess auðvitað að annast heimilið og sjá um blómin heima. Ég er eiginlega orðinn mettur af blómarækt þegar þangað kemur,“ segir Bragi og þvertekur fyrir það að veitingareksturinn hafi alfarið tekið yfírrráðin af blóma- ræktinni. „Auðvitað fer bæði stærra svæði og fleira starfsfólk í veitinga- söluna, en blómamaðurinn í mér er talsverður og það er slæmur dagur ef ég kemst ekki í snertingu við mold. Enda skyldi maður ekki gleyma uppruna sínum.“ Ekki harðari við aðra en við sjálfan mig í Eden starfa nú um 40 manns, flestir í störfum tengdum veitinga- rekstrinum. „Ég hef verið sérlega heppinn með starfsfólk. Óvanalega heppinn held ég, sumir hafa starfað hér í 16, 17 ár. Annars er mér sagt af fólki sem stendur mér nær að ég hafí verið harðari húsbóndi hér á árum áður,“ segir hann og brosir með sjálfum sér. Bætir því svo við að sé það rétt sé ástæðan líklega að menn séu harðari þegar verr gengur, „þó held ég að ég hafi aldrei verið harðari við aðra en við sjálfan mig“. Bragi hefur frá upphafi rekið Eden einn með fjölskyldunni. „Fyrstu sautján árin starfaði eigin- kona mín, Dúa Björnsdóttir, með mér og aðrir fjölskyldumeðlimir seinna meir,“ segir Bragi, sem á uppkomin böm, Olgu Björk, Einar Braga og stjúpdótturina, Margréti Karlsdóttur. „Utanaðkomandi aðil- ar hafa aldrei komið inn í rekstur- inn. Vissulega hafa verið freistingar um dagana, aðilar komið að máli við mig eftir að Eden fór að bera sig, viljað leggja fé í reksturinn og flýta uppbyggingu, en einhvern veginn hefur mér alltaf tekist að standast slíkar freistingar. Mér finnst betra að vera einn frekar en í félagi við aðra í þessum efnum." Aðspurður um hvort Hvergerð- ingar sæki Eden eins og aðrir lands- menn kveður Bragi svo vera núorð- ið, „en hreinskilnislega sagt man ég þá tíð að Hvergerðingar létu ekki sjá sig hér, ekki fyrr en eftir að þeir vom fluttir til Reykjavíkur, þá vom þeir mættir í kaffi helgina á eftir!" Tíu þúsund gestir yfir helgi En hvort það verða Hvergerðing- ar sem mæta þangað um þessa helgi eða aðrir er líklegt að margt verði um manninn haldist góðviðrið áfram. „Veðrið hefur óskaplega mikið að segja og ég fylgist grannt með veðurspám, enda á allt mitt komið undir sól og regni," segir hann og upplýsir að bestu dagarnir séu góðviðrisdagar þegar þokka- lega skúr geri um miðjan daginn þannig að hvergi megi setjast á þurra þúfu. „Hvemig viðrar á Hell- isheiðinni getur líka skipt sköpum og sé þar skafrenningur er víst að hingáð koma fáir. Ég hef nú stund- um sagt að líklega sé auðveldara að fara með íslendinga á hunda- sleða yfir Grænlandsjökul en í bíl yfir heiðina í skafrenningi! Hvort sem það er veðrið eða annað þá kemur með tímanum í mann tilfinning fyrir rekstrinum, til dæmis eins og hvað kemur í kassann jrfir daginn. Þar skeikar stundum ekki nema nokkuð hundr- uð krónum á tilfinningu og stað- reynd. Svo dreymir mig stundum fyrir aðsókninni næsta dag og það hefur reyndar komið fyrir að ég afþanta áður pantaða hluti í Ijósi þess. Þetta er hins vegar ekkert yfimáttúmlegt, heldur bara tilfinn- ing sem menn fá fyrir sínum rekstri," segir hann og bætir því við með bros á vör að nú hljómi hann eins og argasti gróðahug- sjónamaður. Ánægjan af rekstrinum er mitt brennivín „Það er ágætt að hafa svona tilfinningu fyrir hlutunum og veitir oft ekki af. Um helgar þegar hingað koma kannski á milli sex og tíu þúsund manns og þar sem mest af veitingunum em búnar til hér á staðnum þarf að draga mikið að fyrir slíka daga og passa að hafa rétt fólk á réttum stöðum og á rétt- um tímum í afgreiðslunni, auk þess að undirbúa blóma- og grænmetis- sölu helgarinnar. Eiginlega fer öll vikan í þennan undirbúning og stundum er maður búinn að fá nóg þegar helgin loksins kernur." Tónn- inn í röddinni gefur þó í skyn að slíkt vari ekki lengi og Bragi sam- þykkir að það sé langt í það að hann fái nóg af rekstrinum. „Mér hefur aldrei dottið í hug að hætta og fara að gera eitthvað annað og á vart eftir að detta slíkt í hug. Ég er eins og aðrir, þegar hlutirnir ganga vel er óskaplega gaman að vinna við þá og ánægjan af rekstri Eden er mitt brennivín." VlðtalAJilborg Einarsdóttir Myndir/Bjarni Eiriksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.