Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 UR liEIMI rVKMyNDANNA UU • Austurbæjarbíé; Flóttalestin Spennumynd eftir Andrei Konchalovsky Það er alltaf gaman að lifa þegar íslendingar sýna kvik- myndir fyrr en aðrar þjóðir. Enn eitt dæmið um slíkt er „Flótta- lestin" (Runaway Train) eftir Andrei Konchalovsky, Rússann sem tekið hefur Vesturheim með áhlaupi. Flóttalestin verður frum- sýnd t Austurbæjarbíói, fyrstu kvikmyndahúsa í Evrópu, annan f hvítasunnu, mánudaginn 19. maí. Myndin er sýnd á kvik- myndahátíðinni f Cannes, en framleiðandinn heimilaði ekki verið í Austurbæjarbíói síðustu vikurnar, og Jon Voight tókst loks- ins að fá Andrei til að vinna að mynd með sér. Það var „Flóttalest- in“, sem byggð er á handriti eftir Akira Kurosawa. Báðar þessar myndir eru gerðar á vegum Cann- on. Jon Voight og Eric Roberts eru fangar í rammbyggðu tugthúsi, þeir brjóta sér leið út og telja sig hafa sloppið, en forsjónin hagar því svo að þeir flýja inn í járn- brautarlest. Lestin ber þá langa Eric Roberts og Jon Voight eru á flótta. almennar sýningar fyrr en að sýn- ingunni f Cannes lokinni. „Flótta- lestin“ er í aðalkeppni hátíðarinn- ar, ásamt myndum eins og The Color Purple eftir Spielberg og After Hours eftir Scorsese. Fá dæmi eru þess í sögu kvik- myndanna að Rússi komist til metorða í höfuðborg draumaverk- smiðjunnar Hollywood. Andrei Konchalovsky settist þar að fyrir sex árum, hóf píslargöngu milli áhrifamanna, en fjögur ár liðu þar til hann sá árangur erfiðsins. Honum var að vísu boðið að gera nokkrar myndir (t.d. Dead Zone), en honum leist ekki á þær. Hann eignaðist marga kunningja, frægt fólk eins og Jack Nicholson, Milos Forman, Nastassíu Kinski og Jon Voight. Kinski fékk hann til að gera „Elskhuga Maríu“, sem sýnd hefur leið frá fangelsinu en spurningin er hvort þeir sleppi nokkurn tíma lifandi út úr lestinni, sem brunar stjórnlaus áfram út í óvissuna. Jon Voight og Eric Roberts voru báðir útnefndir til Óskarsverð- launa, Eric í annað sinn en Jon Voight hlaut verðiaunin fyrir „Com- ing Home“ árið 1978. Andrei Konchalovsky hefur ekki langt að sækja listgáfuna. Faðir hans samdi rússneska þjóðsöng- inn, móðir hans er þýðandi og afi hans var listmálari sem féll í ónáð þegar hann neitaði að mála Stalín. En nú er Andrei sem sagt kominn vestur um haf, hann lauk í vetur við „Duet For One" með Julie Andrews og hefur tvær myndir á prjónunum, eina með Robert De- Niro sem mun heita „Tatiana" og aðra með Kevin Kline og fjallar um tónskáldið Rachmaninoff. Nick Nolte, Bette Midler og Richard Dreyfuss sigla góð- an byr á ný NICK Nolte, Bette Midler og Ric- hard Dreyfuss hafa öll átt erfrtt uppdráttar f kvikmyndaheiminum siðustu árin. Hvert með sínum hætti slógu þau í gegn, en þeim hólst ekki á frægðinni og hurfu f skuggann fýrir öðrum. En nú haf þau skotist fram f sviðsljósið á ný í kvikmyndinni „Down and Out in Beverly Hills“ sem kalla mætti Út og suður f Beverely Hills ef ekki vill betur. Bfóhöllin sýnir myndina á næstu dögum. Sá sem leiddi þetta ágæta fólk saman og stjórnaði gerð myndar- innar er enginn annar en Paul Mazursky, sá ágæti leikstjóri og athuguli þjóðfélagsrýnir. Hann á að baki myndirnar Ógift kona (1978) og Moskva við Hudsonflóa Söngvarinn og leikarlnn Bette Midler hefur náð sér á strik eftir margra ára lægð. Hér sést hún á tónleikum. N{ck Nolte lifði sig algerlega inn f rónann sem hann leikur f myndinni „Út og suður í Beverly Hills“. Hann hætti að bursta tennurnar, fór ekki f bað f nokkrar vikur, lét hárið vaxa að vild og skeggið Ifka ef eitthvað erað marka þessa Ijósmynd. (1984). íslendingar þekkja sennilega Nick Nolte betur en Midler og Dreyfuss. Hann hefur síðustu dagana verið til sýnis í Háskólabfói, en er auðvitað eftirminnilegastur fyrir sjónvarpsþáttinn „Gæfa og gjörvileiki" og hasarmyndina Dýp- ið. Hann hefur víða komið við, reynt fyrir sér í listrænum myndum eins og Heart Beat (um Jack Kerouac og Neal Cassady), geggj- uðum gamanmyndum eins og Teachers og Grace Quigley, og spennumyndum eins og 48 hrs. En bíógestir litu gullið ekki sömu augum og leikarinn, ef undan er skilin 48 hrs., myndir hans síöustu árin hafa ekki notið hylli og Nolte hríðfallið í áliti. Enginn efast þó um hæfileika hans og hann sannar það í nýju myndinni að honum eru allir vegir færir því aðeins hann fái úr bitastæðu efni að moða. Richard Dreyfuss og Bette Midler leika nýríku hjónin í Beverly Hills sem sóðalegi róninn Nolte bankar upp hjá. Dreyfuss hefur ekki leikið í kvikmynd í fimm ár og er það mikill skaði því hann er einn merkasti leikari sem Ameríka hefur alið. Hver man t.d. ekki eftir honum sem kafaranum í Ókindinni eða manninum sem komst í náin kynni af þriðju gráðu við geimverur í Close Encounters. Sama ár og sú mynd fór sem eldur í Einu um heiminn fékk Dreyfuss Óskarinn fyrir óborganlegan leik i Goodbye Girl. Tæpur áratugur er liðinn frá þessum gullárum Dreyfuss og það er ekki fyrr en í ár sem hann nær að sýna gamla takta. Hann hefur losað sig við eiturlyfin sem komu honum í klandur og er til alls líkleg- ur. Bette Midler er dóttir Bette Davis og er sama kjarnakonan og móðir hennar. Hún er engu minni söngkona en leikari, hefur sent frá sér margar plötur, lék meira að segja söngkonu í fyrstu og bestu mynd sinni, Rósinni. Hún giftist þýskum kaupsýslumanni fyrir tveim árum svo allt virðist vera komið í lag eftir taugaáfall sem hún fékk á tónleikum sem hún hélt í Detroit árið 1983. ■ Richard Dreyfuss og Bette Midler leika ríku hjónin f Beveríy Hills. Bíéhöllin; „Út og suður í Beverly Hills

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.