Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda Spurt og svarað um borgarmál LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maöur á framboðslista sjálfstæðisfólks í borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom- andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna. Lesendur Morgunblaösins geta hringt til ritstjórnar blaðsins í sima 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit- stjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauösynlegt er, að nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram. Gamli bærinn — Týsgata Gréta Ingólfsdóttir, Týsgötu skrifar Herra borgarstjóri. Fyrir u.þ.b. 4 árum flutti ég aftur til Reykjavíkur eftir 17 ára útivist í Garðabæ. Keypti íbúð í gamla bænum á Týsgötu 8 alsæl með það til að byija með, en brátt fóru vankantar að koma í ljós. Allt í einu var komið hótel beint á móti íbúðinni, svo að ennþá er ég ekki búin að venjast því að láta „dieselhljóð" leigubílanna svæfa mig. Og lengur er alls ekki pláss fyrir bfllinn minn, nema með höppum og glöppum, svo að ef ég er að koma úr ferðalagi, má guð vita, hvenær ég get tekið dótið úr bflnum, en bflar, merktir A, U, X, eða einhverju erlendu númeri, leggja alveg upp að dyrum hjá mér, svo að ég má þakka fyrir að vera ekki feitari til að komast út úr húsi. Ég veit, að hótelið er ekki hægt að flytja, en á ég von á að fá stæði fyrir bflinn minn? Hvað á að gera við baklóðina á Týsgötu 8, sem borgin er búin að kaupa og virðist vera rusla- haugur eins og er? Svar: Gistihúsið Óðinsvé á Þórsgötu 1 var lagt fyrir sem hugmynd í skipulagsnefnd 19. okt. 1983 og þá samþykkt. Þama var um að ræða íbúðarhús, sem búið var að breyta í skrifstofur. I umfjöllun manna um málið í skipulagsnefnd komu fram áhyggjur um að erfið- leikar myndu skapst vegna bfla- stöðumála, en þá var samdóma álit manna, að þessi starfsemi, hótelstarfsemi, gerði í raun minni kröfur til bflastæða en skrifstofur og þjónusta. A jöðrum miðbæjarins, þar sem fyöldí íbúða er í bland við skrifstof- ur og þjónustustarfsemi, er að auki mjög þétt byggð. Bflastæði eru að öllu jöfnu ekki inni á lóðum og þörfin á stæðum vel fram yfir framboð á kantstæðum í götu- rýmum. Þetta býður vissulega upp á hagsmunaárekstra, sem oft er illgerlegt að leysa. I miðbænum er stefnt að því að leysa þetta mál með bflageymsluhúsum, sem aftur geta komið jaðarsvæðunum til góða. Hugsanlegt er, að íbúar gætu fengið sérstakt spjald, sem veitti þeim undanþágu frá stöðu- mælagjaldi á tilteknum tíma á tilteknu afmörkuðu svæði. En vissulega er þessi lausn hluti af stærri lausnum og byggingu bíla- geymsluhúsa, sem nú hafa verið kynntar og eru að hluta til hafnar. Einn af þeim kostum, sem til tals hafa komið, er sá að gerð yrði bflageymsla undir Óðinstorgi og ofan á henni gott frágengið borgartorg, — en vissulega er þessi hugmynd ennþá á algjöru umræðustigi. Ef af þessu yrði, myndi það leysa nokkum vanda á þessu svæði. Varðandi lóðina Týsgötu 8, þá var hún keypt í makaskiptum í upphafí þessa kjörtímabils í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að byggt yrði fyrir góð hús í bak- garði. Hefur verið lagt til, að þessi lóð verði leiksvæði með útvíkkun á torgi, sem ekki er hægt að skýra nægilega vel, nema með því að sýna uppdrátt, sem ég hef þegar sent fyrirspyrjandanum. Eikjuvogur — Elliðavogur Svanhildur Snæbjörnsdóttir, Bleikjuvogi 5, spyr: Stendur til að koma fyrir hljóð- kanti meðfram Elliðavogi, fyrir neðan Eikjuvog, til að tempra hávaða frá Elliðavogi? Svar: Á liðnu ári voru gerðar hljóð- manir við Elliðavog neðan Njörva- sunds, en þar var talin mest þörf fyrir slíkar aðgerðir. Rétt er og eðlilegt að gera hljóðmælingar á því svæði, sem spumingin lýtur að, til að kanna, hvort þörf sé aðgerða af því tagi, en þær hafa enn ekki verið ákveðnar. Vatnsmýrin Páll Bragi Kristjánsson, Fossagötu 8, spyr: A. Hvað á leirburðurinn í Vatns- mýrinni milli Njarðargötu og Oddagötu að vara lengi? B. Hvemig og hvenær hefur frá- gangur á þessu tilbúna sári í náttúrunni verið hugsaður? Svar: Þetta svæði var á ámnum f kringum 1980 notað fyrir upp- gröft úr byggingarsvæðum við Eiðsgranda. I sumar verður svæð- inu lokað fyrir losun og í það sáð grasfræi, þannig að útlit svæðis- ins lagast. Svæðið verður svo til framtíðarafnota fyrir Háskóla ís- lands. Vor í Reykjavík Sundlaug Vesturbæjar er ein af mörgum stofnunum borgarinnar, sem gera borgarlífið litríkara og skemmtilegra. Þar, sem og í fleiri hliðstæðum stofnunum, eiga borgarbúar þess kost að eyða tómstundum á hollan og heilbrigðan hátt. Sigling meö Norrænu er ævintýrí útaf fyrír sig Færeyjar, Hjaltland, Noregur og Danmörk Brottför kl. 12.00 á fimmtudögum frá Seyðisfirði 12. júní — 4. september. FRI Ferðaskrifstofa Ríkisins Skógarhlíó 6,101 Reykjavík, simi 91-25855, Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á kvikmyndum: Yasuko Okawa, 83-1 Igadono Olidaka-cho, Midori-ku Nagoya Aichi-ken, 459 Japan. Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með margvísleg áhugamál. Agnes Addo, P.O.Box 627, Tema, Ghana. Frá Japan skrifar 27 ára karl- maður með tónlistar- og íþróttaá- huga: Haruhito Kobayashi, 207 Shukutsu 2-c, Otaru-s, Hokkaido, 047 Japan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.