Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986
U
i
Tundurskeyta- og flugskeytabátar eru þungamiðja sænska flotans. Þeir eru búnir nýjum sænskum flugskeytum „robot-13“, sem Svíar
telja jafnvel betri en Exocet- og Harpoon-skeytin.
Hert á sænskum
kafbátavömum
Bátar af þessari stærð eru ekki beinlínis hentugir til kafbátaleitar en hafa þó verið notaðir til hennar
vegna skorts á öðrum skipum. Svíar treysta nú meira en áður á þyrlur í leit að kafbátum.
eftir Björn Bjarnason
I umræðum um sænsk öryggis-
mál undanfarin ár hefur athyglin
einkum beinst að ferðum
ókunnra kafbáta við strendur
landsins. Frægast er atvikið við
Karlskrona haustið 1981, þegar
sovéskur kafbátur af Whiskey-
gerð strandaði skammt frá
stærstu flotastöð Svía. Sænska
ríkisstjórnin komst að þeirri
niðurstöðu, að ekki hefði getað
verið um mistök að ræða. Til-
gangur Sovétmanna hafi þjónað
hernaðarlegum markmiðum.
Svíar mótmæltu ferð bátsins
harðlega og sérstaklega því, að
um borð i honum hefðu verið
einn eða fleiri kjarnaoddar.
Sovétmenn báðust ekki afsökun-
ar á athæfi sínu, heldur svöruðu
fullum hálsi. Eftir að bátnum var
leyft að fara létu Sovétmenn
engin orð falla um það, að þeir
myndu halda sig utan sænskrar
lögsögu framvegis.
Borgaraflokkamir
voru við stjóm
haustið 1981 en
þeir töpuðu þing-
meirihluta í kosn-
ingum ári síðar
og í þann mund,
sem skipt var um stjóm og Olof
Palme varð forsætisráðherra,
haustið 1982, var verið að leita að
kafbátum í skerjagarðinum utan við
Stokkhólm. Sænska flotanum tókst
ekki að neyða kafbátana upp á
yfírborð sjávar, þótt glímt væri við
þá í um það bil tvær vikur. Kaf-
bátanefnd sænska ríkisins rannsak-
aði atvikið í skeijagarðinum við
Stokkhólm og komst að þeirri niður-
stöðu, að þar hefðu hvorki meira
né minna en sex sovéskir kafbátar
komið við sögu, þrír dvergkafbátar
og þrír dísel-knúnir kafbátar, sem
voru móðurskip þeirra. Að mati
sérfræðinga var hér um spetsnaz
aðgerð að ræða. Spetsnaz eru sér-
sveitir innan sovéska hersins, sem
þjálfaðar eru til þess að vinna
skemmdarverk og ráðast með leynd
að mikilvægum stöðvum, stofnun-
um og einstaklingum.
Carl Bildt, þingmaður, sem sat í
kafbátanefndinni, hefur sagt, að
nefndinni hafí verið ljóst, að líta
beri á ferðir kafbáta í sænskri
lögsögu sem lið í hemðaðaraðgerð-
um. Þær séu þáttur í undirbúningi
Sovétmanna undir hemað gegn
Svíum og njóti samþykkis sovésku
ríkisstjómarinnar og utanríkisráðu-
neytisins. Hann hefur einnig látið
þá skoðun í ljós, að markmið Sovét-
manna sé að geta komið leynisveit-
um á land í því skyni að draga úr
mótstöðu Svía með skemmdarverk-
um og launmorðum.
í greinargerð sænsku vamar-
málanefndarinnar, sem gefín var út
á síðasta ári, segir, að ekki hafí
reynst unnt síðan 1982 að greina
þjóðemi þeirra kafbáta, sem gerst
hafa brotlegir með því að fara inn
í sænska lögsögu. Nefndin minnir
á, að Norðmenn hafí einnig orðið
fyrir ásókn erlendra kafbáta. Telur
hún, að almennt verði að líta á
ferðir kafbátanna í ljósi samskipta
austurs og vesturs og með hliðsjón
af hemaðarstöðunni á norðurslóð-
um. Auk þess beri að meta þær
með tilliti til vígbúnaðarkapp-
hlaupsins og þeirrar áherslu, sem
lögð sé á þróun tækni til neðansjáv-
arhemaðar.
Erf iðleikar flotans
Fyrir skömmu gafst mér tæki-
færi til að ræða við starfsmenn í
sænsku flotastöðinni í Bleka,
skammt fyrir sunnan Stokkhólm,
en þar í nágrenninu var sovésku
kafbátanna einmitt leitað hvað ák-
afast haustið 1982. Það var greini-
legt af þeim samtölum, að sænski
flotinn var alls ekki vel undir það
búinn fyrir fjórum til fímm árum
að glíma við kafbáta. Má meðal
annars rekja það til þeirra ákvarð-
ana, sem teknar voru í byijun átt-
unda áratugarins og byggðar vom
á því, að draga mætti úr árvekni í
öryggis- og vamarmálum vegna
slökunar og bættrar sambúðar í
Mið-Evrópu.
Svíar eiga sjálfír 12 kafbáta.
Þeir telja, að um 100 erlendir kaf-
bátar séu daglega í Eystrasalti. Um
það bil 30 séu frá NATO-ríkjum
en um 70 frá Varsjárbandaiagsríkj-
um. Aðstæður til kafbátaleitar em
mjög erfíðar í Eystrasalti. Sá, sem
ætlar að halda uppi eftirliti á þess-
um slóðum, þarf því bæði að ráða
yfír góðum tækjum og vel þjálfuð-
um mönnum. Má segja, að sænska
flotann hafí skort hvort tveggja,
þegar ferðir sovéskra kafbáta við
Sviþjóð komust á hvers manns
varir.
Sænsku flotaforingjamir, sem ég
hitti, sögðu, að mikið hefði áunnist
á undanfömum tveimur ámm og
flotinn væri sífellt að auka getu sína
í gagnkafbátahemaði. Nýir flug-
skeyta-bátar em að bætast við flot-
ann. Búnaður til kafbátaleitar hefur
verið endumýjaður og aukinn meðal
annars með þyrlum. Þjálfun manna
beinist nú meira að þessu verkefni
en áður. Hins vegar er talið, að það
taki 6 ár að þjálfa menn til að geta
af fullkomnu öryggi hlustað eftir
ferðum kafbáta. Þótt hlustunar-
tækni sé háþróuð nýtist hún ekki
til fulls nema þeir, sem nota tækin,
séu vel þjálfaðir. Þeir, sem hlusta,
verða að geta greint á milli hinna
margvíslegu hljóða í sjónum og á
fjölförnum siglingaleiðum eins og
víða undan ströndum Svíþjóðar
reynir mjög á hæfni manna til að
greina á milli skipa.
Flotaforingjamir sögðu, að fyrir
utan þjálfun væri það helsta hlut-
verk yfirstjómar flotans að skapa
virðingu fýrir störfum hans bæði
innan lands og utan. Þannig yrði
að halda á málum, að andstæðing-
urinn þyrði ekki að láta til sín taka
í nágrenni Svíþjóðar.
Kafbátaleit byggist á gífurlegri
þolinmæði. Til þess að unnt sé að
sinna henni þurfa menn að vinna
dögum saman og oft án hvílda um
langan tíma. Hér setur sænska
vinnulöggjöfín strik í reikninginn
fyrir sænska flotann, þótt menn
vilji vinna sleitulaust að ákveðnum
verkefnum mæla lög svo fyrir, að
þeir verði að taka sér hvíld frá
störfum eftir ákveðinn tíma. Lög
af þessu tagi samrýmast ekki þeim
verkefnum, sem unnið er að á
vegum sænska flotans, þegar
óboðna kafbáta ber að garði. Telja
yfírmenn í sjóhemum vinnulöggjöf-
ina aivarlega hindmn fyrir því, að
þeir geti sinnt þeim skyldum, sem
á þá em lagðar. Fái flotinn þau
tæki, sem hann þarf á að halda,
nýtast þau ekki nema vinnulöggjöf-
inni verði breytt.
Höfðað til almennings
Yfírstjóm hers og flota gefur út
bækling, sem dreift er til almenn-
ings, þar sem því er lýst, hvemig
þekkja eigi kafbáta á siglingu við
yfírborð sjávar og hveijum eigi að
skýra frá því, ef þeir sjáist. í upp-
hafí þessa bæklings segir, að litlar
líkur séu á því, að menn sjái til
kafbáta á ferð eða unnt sé að fylgj-
ast með þeim í ratsjá. Á hinn bóginn
verði að hafa í huga, að víða sé
erfítt að finna kafbáta neðansjávar
með hlustunartækjum vegna að-
stæðna í undirdjúpunum. Leita
verði allra leiða til að hafa upp á
kafbátum og þess vegna er því beint
til almennings, að hafa augun hjá
sér og segja frá því, sem tortryggi-
legt þykir.
Fólki er bent á, að ríkisstjóm
Svíþjóðar hafi hert á þeim reglum,
sem gilda um ráðstafanir gegn
óboðnum kafbátum. Á þessum ára-
tug hafí ferðum kafbáta við Svíþjóð
ekki aðeins fjölgað, heldur hafí
athafnasvæði þeirra færst nær
sænsku ströndinni. Þeir nálgist nú
hafnir og aðra staði, sem eru mikil-
vægir í hemaðarlegu og borgara-
legu tilliti.
Lesanda bæklingsins er bent á,
að það séu sérfræðingar flotans en
ekki sá, sem kemur auga á kafbát,
er taki ákvörðun um það, hvort frá-
sögn borgara leiði til kafbátaleitar.
Frá því dvergkafbátar hafí verið
teknir í notkun gegn Svíum, þá
geti menn rekist á þá á stöðum, sem
til þessa hafí verið taldir utan at-
hafnasvæðis kafbáta, til dæmis inni
á gmnnum meginlandsvíkum.
Dvergkafbátar geti skriðið á beltum
eftir hafsbotni og kafarar kunni að
sjá sporin eftir þá, mikilvægt sé að
fá vitneskju um slíkt.
Mér segir svo hugur, að gripu
íslensk stjómvöld til svipaðra úr-
ræða og hin sænsku og snem sér
til almennings með tilmælum um
eftirlit með dularfullum ferðum út-
lendinga og dreifðu tug ef ekki
hundmð þúsunda af leiðbein-
ingabæklingum í því skyni, yrði það
talið til marks um ósæmilega hern-
aðarhyggju ef ekki ofstæki af
mörgum og ekki síst þeim, sem láta
eins og Svíar átti sig ekki á þvi að
öryggi þeirra og hlutleysi verður
ekki tryggt nema með árvekni,