Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 22
a«pr‘?/.v pt 3TrnA<TrrnMT!-? rnrrAJfTMUíwrM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAl 1986 félk í fréttum Matreiðslumeistari hótelsins skammtar roast-beef á disk. Fremst til vinstri Hildur Bjarnadóttir og gegnt henni Hólmgeir fyrrver- andi formaður íslendingafélagsins í Los Angeles. Valur Blomsterberg, formaður Islendingafélagsins í Los Ange- les býður gesti velkomna á þorrablótið. Veisluborðið eins og það leit út í stuttan tíma áður en gestirnir réðust á það. Valur Blomsterberg kynnir nýja stjórn íslendingafélags- ins í Los Angeles. Talið frá vinstri: Kristinn Runólfsson endurkjörinn gjaldkeri, Sigrún Breazlie meðstjórnandi, Eiður Valgarðsson ritari, Katrín Gunnarsdóttir með- stjórnandi, Kristinn Ólafsson fráfarandi ritari og Valur Blomsterberg endurkjörinn formaður. Þorrablót íslendingafélagsins í Los Angeles var haldið í lok mars á Holiday-Inn hótelinu í Torrance. íslendingar og gestir þeirra fjölmenntu upp á efstu hæð hótelsins og nutu þess að horfa á sólina setjast í Kyrrahafíð. Biótið - var óvenju vel sótt og komu á þriðja hundrað manns, enda vel þess virði að mæta — til að fá íslenskan mat og auk þess að sjá Ómar Ragnarsson skemmta ásamt undirleikara sínum Hauki Heiðars. Þeir komu gagngert til Kalifomíu til að skemmta Islend- ingum í Los Angeles. Skemmtuninn hófst kl. 18.30 með vínveitingum og er gestir höfðu komið sér vel fyrir í hinum glæsilega sal hótelsins var matur fram borinn. Boðið var uppá lúx- úshlaðborð hótelsins sem saman- stóð af amerískum kræsingum, en þar að auki bauðst gestum að Ómar sem Presley. smakka á hangikjöti, sviðum og harðfíski. Tóku gestir sér góðan tíma til að matast undir píanóleik Hauks Heiðars, en síðan tók við fjöldasöngur gamalkunnra ís- Ienskra söngva undir stjóm Hrafnhildar Blomsterberg söng- konu. Þá var komið að Ómari Ragn- arssyni og fór hann á kostum eins og honum er lagið. Atriði Ómars vom flutt á ensku og íslensku f bland, og vom það bæði gamlar og nýjar lummur. Varð stemmn- ingin slík að gestir ætluðu varla að leyfa þeim Ómari og Hauki að yfírgefa sviðið. Nú var tekið til við að dansa og dansað fram á rauða nótt. í hléum vom alls kyns uppákomur: m.a. happadrætti þar sem meðal vinninga vom íslensk páskaegg sem sælgætisgerðin Móna hafði útbúið og skreytt sérstaklega fyrir íslendingafélagið. En aðalvinn- ingurinn var flugferð til íslands og t.il baka sem Flugleiðir gáfu af rausn í tilefni kvöldsins. Kunnu gestir vel að meta þessa óvæntu glaðninga. Einnig var gert hlé á dansi til að kjósa nýja stjóm íslendingafé- lagsins í Los Angeles. Endurlgor- inn var formaður félagsins, Valur Blomsturberg og gjaldkerinn Kristinn Runólfsson, en nýir stjómarmeðlimir vora kosnir Eið- ur Valgarðsson ritari, Katrín Gtmnarsdóttir og Sigrún Breagile meðstjómendur. HB. Kampakátur vinningshaf i með páskaegg. ins í Los Angeles Frá þorrablóti Islendingafélags- Ómar og Helga kona hans í leik frá þeim árum þegar Ómar hafði hár. Séð yfir hluta veislusalarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.