Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986 C 29 ifík^AKANDI SVARAR i SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS wí/jAmfr'-u.œ'. Fánalit- irnir ekki Eru þetta sam- ræmd próf ? réttir Velvakandi góður. Mig langar að þakka Morgun- blaðinu fyrir litmyndina á bls. 66 hinn 15. maí sl. Það er svo langt síðan ég hef séð íslensku fánalitina. Árið 1974 var haldin mikil hátíð í tilefni af 1100 ára afmæli byggðar í landinu. Einhver framtakssamur náungi tók að sér að sauma fána handa þjóðinni. Sennilega fékk hann dúkinn frá Bretlandi, því frá 17. júní 1974 hafa aðeins bresku fánalitirnir sést um landið. Þjóðhátíðamefndin virðist hafa sofið. Blái liturinn er allt of dökkur. Hina réttu fánaliti má sjá í Al- þingistíðindum og Stjómartíðindum og ég held, fánalögin hafí einnig verið sérprentuð. Forsætisráðu- neytið virðist einnig hafa sofíð á verðinum öll þessi ár. Um leið vil ég taka undir hug- mynd Halldórs Jónssonar verk- fræðings um minnisvarða fyrir Thor Jensen. En mér fyndist hann mætti eins vera í miðbænum. Benjamín Eiríksson Knattspyrna hjá Leikni Ómar Kristvinsson formaður íþróttafélagsins Leiknis i Breið- holti hafði samband við Velvak- anda vegna fyrirspurnar „Móður í Breiðholti“ um það, hvert hún ætti að snúa sér til þess að koma sonum sínum í fótbolta. Sagði Ómar, að knattspyrnuskóli tæki til starfa á vegum Leiknis í júní og yrði hann fyrir 9 ára og yngri. Verður skólinn auglýstur nánar á næstunni. Að öðru leyti geta þeir, sem vilja fá upplýsingar um fótboltaæfíngar hjá Leikni, snú- ið sér til Ómars í síma 671781 eða tíl Magnúsar Eggertssonar, sem stjómar knattspymumálum hjá Leikni, í síma 71078. Velvakandi Alkunnugt er að nemendur 9. bekkja grunnskóla þreyta sam- ræmd próf ár hvert og svo var einnig í ár. Raunar er mjög stutt síðan. Flestum ætti að vera kunnugt um fyrirkomulag þessara prófa enda felst það í nafni þeirra. Sam- ræmd próf þýða einfaldlega að allir þeir sem þreyta eigi prófið eigi að taka nákvæmlega sama prófið með kostum þeim og göllum er því fylgja ásamt því að nokkum veginn sama fólkið eigi að fara yfír þau þannig að einkunnagjöf verði einnig sam- ræmd. En nú hafa undirritaðar frétt það utanað sér að reglur þær er um prófíð gilda hafi verið brotnar og ekki bara á einum stað og ekki bara á tveimur stöðum. Ó, nei. Það sem við höfum frétt em hvorki bamasögur né ævintýr. Það sem við fréttum em blákaldar stað- reyndir þess efnis að í sumum skól- um hafi nemendur fengið meiri hjálp við nýafstaðin samræmd próf en nemendur annarra skóla, að þeim hafí verið leyft að hlusta á hlustunarhlutana í dönsku og ensku allt að átta sinnum ( sem í raun átti bara að vera tvisvar sinnum) og svo til að kóróna allt saman hafi sumir kennarar farið útí það að lesa umrædda kafla sjálfir fyrir nemendur sína. Em þetta samræmd próf? Við hefðum nú aldeilis haldið ekki og þó svo sé að einn af þremur hlustunarhlutum dönskuprófsins hafí verið felldur niður þá réttlætir það ekki þá mismunun sem fram- kvæmd hefur verið á nemendum 9. bekkja og við emm ekki búin að gleyma afganginum af dönsku- prófinu og enskuprófínu. Það þýðir ekki að fara svona „fínt“ í hlutina og gera sér um leið grillur um að æska landsins sætti sig við slíka framkomu. Með vinsemd og virðingu Nemendur úr 9. bekkjum Réttarholtsskóla Þessir hringdu . . Ósiðlegar auglýsingar G.P. hringdi: „Ég vil taka undir með tveimur tvítugum sem skrifuðu Velvak- anda 13. maí sl., dolfallnar yfir siðlausum skemmtunum veitinga- húsanna. Þessar skemmtanir em hreinn viðbjóður og þetta er Morgunblaðið alltaf að auglýsa — nú síðast fatafelludans. Morgun- blaðið er að dragast niður á stig sorpblaða með því að birta svona auglýsingar. Svo er annað sem mér liggur á hjarta, en það er í sambandi við unglingaþætti í sjónvarpinu. Síð- asti þáttur Poppkoms fannst mér fyrir neðan allar hellur og ég vil fá svar sjónvarpsins við því, hvort þeir unglingar sem að þættinum standa, séu einráðir um efnisvalið. Þegar unglingunum jafnvel blöskrar þetta siðspillandi efni, er skörin farin að færast upp í bekk- inn.“ Borgarbókasaf nið fátækt af upp- sláttarritum Kona hringdi: „Mér varð gengið inn á deild Borgarbókasafnsins í Bústaða- hverfí og þá kom á daginn að þar er ákaflega rýr kostur uppsláttar- bóka. Þar vantaði til dæmis ensk- íslensku orðabókina nýju og mér var sagt að hún væri ekki einu sinni til á aðalbókasafninu. Þetta er dýr bók og því ekki á hvers manns færi að eignast hana og því hagræði að því að hún væri til á söfnum. Væri ekki verðugt verkefni fyrir einhver félagasam- tök að taka sig til og gefa Borgar- bókasafninu eitthvað í þessa vem á 200 ára afmælinu?" Hermann er góður Hörður hringdi: „Ég vil mótmæla „Smekklegri konu“ sem fann teiknimyndunum af Hermanni allt til foráttu. Sjálf- um finnst mér þær afbragðs góðar og veit um marga sem hafa sama smekk. Það væri fáránlegt að fara að úthýsa Hermanni fyrir orð einnar manneskju.“ Að hjálpa hver öðrum Ágæti Velvakandi. Undirritaður varð fyrir því óhappi að brotist var inn í bílinn hans og mjög vönduðu og dým út- varpstæki stolið. Rannsóknarlög- regla ríkisins tók skýrslu en ekki var gefin mikil von um að upp á þjófnum og tækinu hefðist. Leitað var á náðir Morgunblaðs- ins með smágrein um atburðinn sem birt var í Velvakanda 14. maí og viti menn, sama dag bámst örlitlar upplýsingar sem nægðu til að Rannsóknarlögregla ríkisins leysti málið strax. Undirritaðan langar að þakka Morgunblaðinu fyrir góða hjálp og Rannsóknarlögreglunni fyrir skjót og góð vinnubrögð. í framhaldi af þessari góðu reynslu mætti e.t.v. athuga hvort Morgunblaðið geti verið með smá- dálk um svona atburði þar sem fólk gæti fengið að birta lýsingu á atvik- um og töpuðum hlutum. Þetta gæti orðið til að þjófar yrðu ekki eins biræfnir og einnig yrði erfíðara að koma þýfinu í verð. Með kærri þökk, P.B. Vegna hugmynda Þ.B. er Vel- vakanda ljúft að skýra frá því að honum er fagnaðarefni geti hann orðið fleirum að liði, sem lenda í sömu eða svipuðum spomm og Þ.B. Atvinnutækifæri Til sölu eru tveir veitingabílar. Bílarnir eru mjög vel búnir tækjum og henta vel til sölu á skyndibita- mat. Bílarnir seljast báðir saman eða sitt í hvoru lagi. Lysthafendur leggi tilboð sín inn á Mbl. fyrir 26. þ.m. merkt: „Bílar —XXXX". Þetta margrómaöa verk Johns Pielmeiers á hvíta tjaldinu, í leik- stjórn Normans Jewisons og kvikmyndun Svens Nykvists. Jane Fonda leikur dr. Livingston, Anne Bancroft abbadísina og Meg Tilly Agnesi. Bæði Bancroft og Tilly voru tilnefndar til Óskarsverð- launa. Stórfengleg, hrífandi og vönduð kvikmynd. Einstakur leikur. Sýnd í A-sal kl. 3,5,7,9 og 11. nni DOLBYgŒREol Hækkað verð. frumsýnir á annan í hvítasunnu stórmyndina 18936

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.