Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 3
____________MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ 1986_C 3 Kristnitakan árið 999 eftir Bjarna Sigurðsson frá Mosfelli Viðamesti þáttur íslendingabók- ar Ara fróða er 7. kafli. Hann segir frá kristnitökunni, svo sem vænta má. Höfundur segir þetta um heim- ildir sínar. „Þenna atburð sagði Teitr oss at því, er kristni kom á ísland. En Óláfr Tryggvasonr fell it sama sumar at sögn Sæmundar prests .. .Þat var hundrað ok þremr tigum vetra eftir dráp Eadmundar, en þúsund eftir burð Krists að alþýðu tali.“ Nú er viðurkennt, að íslendingar voru á miðöldum forystuþjóð um tímareikning og sagnaritun í norð- anverðri Evrópu og Ari fróði (d. 1148) flestum fremri um nákvæmni og áreiðanleik, þó að hann sleppi á einum stað fram af sér beizlinu í bók sinni. Þess vegna er ekki undar- legt, þó að menn hafi rýnt ótæpilega í þessi orð hans, svo að öldum skipt- ir. í fomritum okkar er eðlilega vikið að kristnitökunni. Eftir þeim upplýsingum, sem þar em tiltækar, verður helzt ætlað, að kristni hafí komizt á hér árið 999. Svo er til að mynda um Heimskringlu. Heim- ild Snorra og vafalaust fleiri höf- unda um þetta atriði er eldri gerð íslendingabókar, sem ekki er fram- ar til, en Snorri segir í formála sín- um, að í þessari bók Ara fróða hafi elzti tímagreindi atburðurinn einmitt verið kristnitakan. í þeirri gerð, sem varðveitzt hefur, er þess aftur á móti getið bemm orðum, hvenær kristni hafi verið tekin í lög, aðeins sagt, að hún kom á Is- land „sama sumar“ og Ólafur Tryggvason féll. Við lestur íslendingabókar gjör- um við yfírleitt ráð fyrir, að tíma- talsreikningur Ara sé nákvæmlega hinn sami og nú tíðkast, en svo þarf alls ekki að vera. Hér geta einmitt komið til álita nokkur afbrigði um tímatal, því að á miðöldum var mjög á reiki, hvem menn töldu fyrsta dag ársins. Kom þar margt til greina. Sumir töldu ár hefjast að hausti, þá 1. eða 24. sept., aðrir um miðjan vetur, 24. des. eða 1. jan., ellegar að vori, 25. marz eða á páskadag. Mönnum getur þannig borið á milli um ártal atburðar, ef þeir hafa mismunandi viðmiðun um áraskipti. Það getur því skipt sköpum um rétt ártal, að ljóst sé, hvenær höfundur telur ára- skil vera. Af tímareikningi íslendingabók- ar verður ráðið, að Ari hefir miðað tímatal sitt við árámót að hætti lærðra manna, en ekki talið í heilum vetrum, svo sem einnig var algengt. Rannsókn á tímatali og saman- burður á ártölum íslendingabókar hefir enn fremur leitt í ljós, að Ari telur árið hefjast með 1. september. Á miðöldum héldu prestar sér- stakar skrár um dánardægur, ár- tíðaskrár, til að geta minnzt við- komandi manns réttan dag árlega. íslenzkar ártíðaskrár, sem Ari hefir væntanlega haft aðgang að, sýna að fall Ólafs Tryggvasonar bar upp á 9. sept., þ.e. rétt eftir áramót árið 1000 að tímatali Ara fróða, en haustið 999 að okkar tímatali. Ari segir að kristni hafi komizt á seint í júní sama sumar og Ólafur Tryggvaons féll, þ.e. árið 999 að okkar tímatali. Ólíklegt er, að þar skeiki nokkru, svo traustir voru heimildarmenn hans um þetta efni, Teitur, sonur ísleifs biskups, og Hallur, sem mundi, er Þangbrandur skírði hann þrevetran. Og sjálfur varð hann fyrstur Íslendinga til að setja fróðleik á bækur „að norrænu máli“, segir Snorri. Kápur — Kjólar Ný sending af síðum sumarkápum. Verð kr. 2.200,- Terelyne-kápur. Verð kr. 4.000,- Kjólar í miklu úrvali frákr.900,- _ , , „ Dalakofinn Linnetsstíg 1 Símanúmer okkar er 27809 Grandagarði 1 b, Reykjavík Utankjörstaða- skrifstofa S) ÁL FSTÆÐISFLOKKSIN S Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar 688322, 688953 og 688954. Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Utankjörstaðakosning fer fram í Ármúlaskóla alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnu- dagakl. 14-18. Sjálfstæðisfólk. Vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á kjördegi 31. maí nk. BDK * -* * ut BÍLEIGENDUR - BÍLEIGENDUR Við bjóðum ykkur aðstöðu til að þvo bílinn með tækjum sem eru sérstak- lega gerð fyrir bílaþvott, einnig véla- þvottur. * Engin þvottaðferð fer betur með lakkið. * Sérstök þvottaefni, heitt og kalt vatn og bón. * Mjög auðvelt, einfalt og fljótlegt. * Opiðalladaga. Því ekki að reyna. Það kostar frá kr. 140.- Bflaþvottastöðin Laugin á mótum Kleppsvegar og Holtavegs. Gunnhildur, 2 ára, var frá fæðingu með mjög þurra húð. Eins mánaða gömul var byrjað að bera Papaya krem á hana. Húðin hefur jafnað sig og er eðlileg. Olga 6 ára hefur fengið að nota Papaya krem í tvö ár. Húð hennar var viðkvæm og þurr, sérstaklega á kinnunum. Papaya kremin eru „hennar" krem. Guðrún Viktorsdóttir (mamma beggja stelpnanna); Ég hef notað EVORA snyrtivörunar í 3 ár. Ég er með blandaða húð. EVORA hefur mér og fjölskyld- unni reynst sérstaklega vel. Þórður Þórisson: Ég er með bólótta húð. EVORA rakstursaðferðinn hefur stórlagað húðina mína og bólurnar eru svo sem horfnar. Unnur Ingvarsdóttir: Ég hef notað EVORA í mörg ár. Húðin mín var þurr. EVORA kremin og baðvörurnar halda henni mjúkri, og finn ég ekki lengur fyrir óþægindum. Húðin er ekki lengur strekkt og spennt. Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Brá, Laugavegi 74. Snyrtivöruverslun Greifynjan, Laugavegi 82. Iðunnar-Apótek, Laugavegi 40a. Regnhlífabúðin, Laugavegi 11. Snyrtivöruverslun Lóly, JL-húsið, Hringbraut. Árbæjarapótek, Hraunbæ. Hárgreiðslustofa Hrafnhildar, Rofabæ 39. Mosfellsapótek, Þverholti. Snyrtivöruverslunin Sandra, Reykjavíkurvegi 50, Hafn. Snyrtivöruverslunin Dana, Hafnargötu 49, Keflavík. Snyrtivöruverslunin Ninja, Skólavegi 21, Vestmannaeyjar. Ölfusapótek, Hveragerði/Þorlákshöfn. Apótek Blönduósi. Verslunin Snot, Stóragarði, Húsavík. Verslunin Ingrid, Hafnarstræti 9. Póstsendum. Sími: 91 —621530. Heildsölubirgöir: Hallgrímur Jónsson, sími 24311.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.