Morgunblaðið - 04.06.1986, Page 1

Morgunblaðið - 04.06.1986, Page 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 121. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Geislavirkni gætir enn: Varað við neyslu kjöts í Svíþjóð Stokkhólmi. AP. SÆNSK yfirvöld vöruðu fólk í gær við því að borða lgöt af vilitum dýrum, sauðfénaði og nautpeningi frá þeim svæðum, sem ennþá eru talin kunna að vera menguð vegna kjanorku- slyssins i Chemobyl í Sovétríkj- unum. Er aðvöran þessi gefin út í framhaldi af því að fundist hefur geislavirkt sesíum í kjöti af sláturdýrum frá þessum svæðum. „Hér eftir munum við rannsaka sérhveija kú og sérhveija kind, sem slátrað er og hefur verið beitt á þessum svæðum," sagði Leif Chrona, talsmaður matvælaeftir- litsins í Svíþjóð. Hann sagði að geislavirkni hefði fundist í sumu sláturfé og yrði kjöti af þeim dýrum hent. Geislavirkni er mæld í bec- querel og mældist geislavirkt ses- íum á bilinu 5—700 becquerel í viðkomandi dýrum. Sagði Chrona að kjöti af öllum dýrum með hærri geislavirkni en 300 becquerel yrði hent. Chrona sagði að aðvörunin ætti ekki við um kjöt af fénaði sem haldið hefur verið innandyra svæðið sem um er að ræða er í nánd við og norður af Galve, sem er 160 kílómetra norður af Stokkhólmi. Þar er bændum ennþá, fimm vikum eftir Chemobyl-slysið, sagt að hafa búfénað sinn á gjöf. Stuðmenn íinnkaupum AP/Slmamynd HONG KONG — Stuðmenn eru snúnir til baka úr mikilli frægð- arför til Kínaveldis þó ekki séu þau komin alla leið til föður- landsins. Þaraa eru þau í Hong Kong og hér má sjá þau Egil Ólafsson, Ragnhildi Gísladóttur og Ásgeir Óskarsson virða fyrir sér varning strætissölumanns þar í borg. Bonner kom- in til Gorky Snýr aftur til Moskvu innan fimm daga ef hún fær leyfi til þess Moskvu. AP. YELENA Bonner, eiginkona sovéska andófsmannsins og nób- elsverðlaunahafans, Andrei Sak- harov, hélt í gærkvöldi áleiðis til borgarinnar Gorky, þar sem hún Afleiðingar Chernobyl-slyssins í Vestur-Þýskalandi: Kohl stofnar um- hverfisráðuneyti Rnnn nilaaelrlnrf Mnalrvii A P Bonn, Dilsseldorf, Moskvu. AP. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, skýrði í gær frá stofnun sérstaks umhverfismálaráðuneytisins, sem mun hafa á sinni könnu yfirumsjón með öryggismálum í kjaraorkuverum, en þarlend yfirvöld hafa undanfarið legið undir gagnrýni fyrir viðbrögð sín við kjarn- orkuslysinu í Cheraobyl. Hingað til hefur innanríkisráðuneytið eink- um farið með þessi mál. inn á sjúkrahús í Úkraníu til rann- sóknar eftir slysið. Ættflokkur á Indlandi: 80% stúlku- barna deydd Nýju Delhi, Indlandi. AP. UM 80% allra stúlkubama, sem fæðast inni í fámenna erfðastétt fátækra verka- manna á Indlandi, eru deydd vegna þess að krafist er heimanmundar við giftingu. Þetta kom fram í einu út- breiddasta tímariti á Ind- landi í gær. Samkvæmt fréttinni tíðkast það hjá Kallar-ættflokki tamila í Nadu-fylki að myrða stúlku- bömin með því að gefa þeim eitruð ber. Talið er að morðin séu ekki einungis framin meðal Kallar-ættflokksins heldur einnig annars staðar á Indlandi. Nú virðist þó sem þessi morð á stúlkum megi rekja meir en áður til krafna um aukinn heim- anmund. Eftir greininni að dæma hefur krafan um heimanmund gert það að verkum að slíkir verknaðir hafa aukist sífellt á síðustu 10—15 árum. Er vitnað í ummæli konu einnar úr Kallar- ættflokknu, sem kvaðst hafa myrt dóttur sína með eitruðum beijum. Hún gaf þá skýringu að fjölskyldan hefði ekki efni á að reiða fram heimamund vegna fátæktar, og hefði hún þess vegna þurft að grípa til þessa örþrifaráðs til að hreinsa dóttur sfna af þeirri óvirðingu sem því fylgdi. mun hitta mann sinn eftir sex mánaða fjarvistir. Hún sagði fréttamönnum á Yaroslavsky járnbrautarstöðinni í Moskvu að hún hlakkaði til endurfundanna við eiginmann sinn, en bað þá síðan að yfirgefa sig svo hún gæti kvatt vini sína, sem fylgdu henni á stöðina, i friði. „Eg vil ekki hugsa um þetta eða hitt, eða Gorbachev,“ sagði hún frétta- mönnum. „Mér líður mikið betur en áður en ég fór til Vesturlanda og í kvöld er ég mjög glöð yfír því að fara aftur til eiginmanns míns,“ sagði Bonner einnig og bætti við að hún byggist við því að Sakharov yrði á jámbrautarstöðinni í Gorky til þess að taka á móti henni. Gorky er einangruð borg í um 250 kflómetra fjarlægð frá Moskvu og þar hefur Sakharov verið í útlegð áium sam- an. Bonner sagði að hún hefði gengið frá því við böm sfn í Bandaríkjun- um, að þau myndu hringja í hana fyrsta mánudag sérhvers mánaðar. Sakharov hjónin hafa ekki síma í Gorky og verða því að fara á póst- hús í borginni vilji þau tala til út- landa. Tveir Bandaríkjamenn fylgdu Bonner á ferðalagi hennar frá Bandaríkjunum til Sovétríkjanna og höfðu vonast eftir því að fá að fylgja henni alla leið til Gorky. Leyfi til þess fékkst hins vegar ekki. Bonner sagðist myndu snúa aftur til Moskvu innan fimm daga til þess að sækja þangað farangur, sem hún átti von á síðar. Það eina sem hugsanlega kæmi f veg fyrir að hún sneri aftur til Moskvu, væri það að leyfí fengist ekki til þess. „Ef ég verð ekki komin hingað aftur þann 15., þá hef ég ekki fengið leyfi til þess, þið getið gengið að því sem vísu,“ sagði Bonner. Engar nákvæmar upplýsingar hafa fendist um líðan Sakharovs, frá þvf Bonner hélt til Vesturlanda fyrir sex mán- uðum. Kosningar verða í fylkinu Neðra-Saxlandi síðar í þessum mánuði og em þær mjög mikilvæg- ar flokki Kohls, Krístilegvm dem- ókrötum. Skoðanakannanir í Vest- ur-Þýskalandi undanfarið hafa sýnt að slysið í Chemobyl hefur mikið aukið líkumar á sigri stjómarand- stöðunnar, sem hefur harðlega gagnrýnt ríkisstjóm Kohls fyrir ómarkviss viðbrögð við slysinu og fyrir fyrirætlanir um að halda fast við áætlanir sínar í kjamorkumálum þrátt fyrir slysið. Þá verða og kosn- ingar til sambandsþingsins í janúar- mánuði á næsta ári. Hans-Jochen Vogel, leiðtogi Sós- íaldemókrataflokksins, sagði að stofnun umhverfismálaráðuneytis- ins bæri vott um örvæntingu ríkis- stjómarinnar vegna kosninganna í Neðra-Saxlandi. Stjómvöld í fylkinu Nordrhein- Westfalen lokuðu um óákveðinn tíma kjamorkuveri, vegna opin- berrar rannsóknar á slysi þar. Kjamorkuver þetta er hið eina í heiminum, þar sem kjamakljúfamir em kældir með helíum. Bilun varð þar 4. maí síðastliðinn og komst geislavirkni út í andrúmsloftið þá í stuttan tíma, en ekki varð gert opinbert um slysið fyrr en á fimmtu- daginn var. Talsmaður kjamorku- versins sagði að lekinn hefði verið of lítill til þess að opinber afskipti þyrftu að koma til. Hann sagði að heilsa almennings hefði aldrei verið í hættu vegna lekans. Tveir hafa látist í viðbót í Sovét- ríkjunum vegna geislavirkni og hafa nú samtals 25 manns látist. Sovéskur læknir segir að 30 manns liggi ennþá þungt haldnir á sjúkra- húsum vegna slyssins og að allt að 18 þúsund manns hafi verið lagðir Líbanon: 40 falla í hörð- um bardögum Beirút, Líbanon. AP. HARÐIR bardagar geysuðu f Beirút í gær á milli múhameðstrú- armanna shíta og sunníta trúflokkanna, en þeir síðarnefndu nutu stuðnings Palestínuaraba. Talsmenn shíta segjast hafa borið sigurorð af andstæðingunum. Lögregla telur að 40 manns hafi látist og að minnsta kosti 190 særst í bardögunum. Hörðustu bardagamir vom í sigrað í átökunum, en sú hreyfing nágrenni flóttamannabúða í Vest- er einn aðal málsvari shíta- ur-Beirút. Beitt var skriðdrekum og stóðu bardagamir í 15 klukku- stundir. Voru þeir svo harðir að ekki var hægt að sinna særðum sem skyldi, að sögn lögreglu. Nabih Berri, dómsmálaráðherra, sagði að Amal hreyfing sín hefði múhameðstrúarmanna í borginni. Andstæðingurinn var fremur lítil hreyfing sunníta-múhameðstrú- armanna, sem ber heitið 6. febrú- ar. Þetta er sextándi dagurinn í röð, sem bardagar geysa í Beirút. AP/SÍmamynd Hermaður shíta-múhameðstrú- armanna sækir fram, vopnaður sovéskri vélbyssu af gerðinni AK-45.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.