Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986
3
Ovenju
míkíð
um auðnu-
tittling
SÍÐASTLIÐIÐ sumar og vetur
hefur verið auðnutittlingi hag-
stætt og hefur viðkoman í
stofninum verið svo mikil, að
ekki er munað eftir jafn mikl-
um fjölda og nú í mörg ár.
Auðnutittlingurinn verpir
snemma og eru ungar hans viða
orðnir fleygir.
Erling Oiafsson, dýrafræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að síð-
asta sumar hefði verið hlýtt og
skilyrði til varps og útungunar
góð. Vetur hefði síðan verið mild-
ur og ekki valdið teljandi afföllum.
Því væri nú svo mikið af auðnu-
tittlingi að eldri menn myndu ekki
annað eins.
Hlýnandi
veður en
vætusamt
Að undanförnu hefur verið
fremur votviðrasamt á höfuð-
borgarsvæðinu sem og víðar á
landinu.
Á Veðurstofu íslands fengust
þær upplýsingar að líklega yrði
veðrið með svipuðum hætti fram
að helgi; fremur þungbúið og rign-
ing annað slagið. Þá var einnig
reiknað með að morgundagurinn
yrði fremur vætusamur.
Norðan og austanlands var reikn-
að með að yrði léttskýjaðra en á
Suður- og Vesturlandi og jafnframt
ekki eins vætusamt. Þá var spáð
hlýnandi veðri frá þvf sem verið
hefur undanfarið.
Reykhólasveit:
Grásleppu-
veiðin ætlar
að bregðast
Miðhúsum, Reykhólasveit.
GRÁSLEPPUVEIÐI virðist ætla að
bregðast hér í ár. Til dæmis má á
það benda að útgerð sem fékk 80
tunnur af hrognum í fyrra er ekki
búin að fá nema í eina tunnu í vor.
Ef grásleppa kemur ekki með þess-
um straumi, þá verða net dregin
upp.
- Sveinn.
Áfengisútsöl-
ur samþykktar
SAMFARA kosningunum á laugar-
daginn fór fram skoðanakönnun í
Kópavogi og Ólafsvík um opnun
áfengisútsölu í bæjunum. Á báðum
stöðum var meirihluti fylgjandi
áfengissölu.
í Kópavogi sögðu 4.469 já og
2.680 nei. í Olafsvík voru 389 með
áfengissölu en 188 á móti, en auðir
og ógildir seðlar voru 26.
.Aiiglýsinga-
síminn er 2 24 80
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Ungar auðnutittlingsins eru nú að verða fleygir, en hvort jafnmörgum auðnast að komast á legg
nú og í fyrra skal ósagt látið.
Skóla-
akstri
verður
breytt
í haust
Menntamálaráðherra
boðar nýja löggjöf
Menntamáiaráðherra, Sverrir
Hermannsson, hefur tilkynnt í
ríkisstjóminni, að hann ætii að
endurskoða lög um skóiaakstur
og að hann telji, að með nýjum
reglum megi jafnvel spara tugi
miUjóna króna.
Menntamálaráðherra hefur sagt,
að þessi akstur sé nauðsynlegur
sums staðar, en að fyrirkomulagi
því sem nú sé á akstrinum verði
slitið strax á hausti komanda. Rfkis-
sjóður greiðir 85% kostnaðar við
skólaakstur og nemur flárhæð hans
nú í ár 150 milljónum króna.
FYRSTA STARFSÁR H EWLETT- PACKARD Á ÍSIANDI
LOFAR CÓÐU UM FRAMTÍÐINA
VIÐTOKURNAR SANIMA FYRIRTÆKI SEM A FRAMTÍÐINA
AÐ VIÐ ÁTTVIM ERINDI HL ÍSIANDS FYRIR SÉR CÓÐ TENGSL VIÐ ÍSIENSKT ÞJÓÐLÍF
Hewlett-Packard er alþjóðlegt fyrir-
tæki sem nýtur virðingar og trausts
fyrir vandaða framleiðslu og viðtæka
þjónustu. Fyrirtækið hóf starfsemi á
Islandi 8. maí 1985 og hefur síðan átt
góðu láni að fagna. Fjöldi fyrirtækja og
stofnana hafa kosið tölvukerfi, búnað
og mælitæki frá Hewlett-Packard.
Það er ánægjulegt fyrir Hewlett-
Packard að eiga drjúgan þátt í upp-
þyggingu og mótun atvinnulífs, heil-
brigðisþjónustu og menntunar á
fslandi. Hér eigum við heima.
Hewlett-Packard á íslandi er ungt
fyrirtæki sem byggir á alþjóðlegri
reynslu og þekkingu. Starfsfólkið legg-
ur siq fram við að veita lipra, persónu-
lega og góða þjónustu. Það hefur trú
á vörum Hewlett-Packard og er full-
visst um að fyrirtækið eigi bjarta fram-
tfð fyrir höndum.
Hewlett-Packard er fyrir fólk.
WÁJM HEWLETT
KH packard
HEWLETT-PACKARD Á (SLANDI.
Hewlett-Packard er traustur bakhjarl
íslenskrar tækniþróunar. Samstarfið
við hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki
á borð við Þróun, Örtölvutækni,
Pennann, TOK, VKS, Tölvutæki á Akur-
eyri og Samfrost í Vestmannaeyjum
skilar íslensku atvinnulífi fram á
veginn. Meðal viðskiptavina fyrirtækis-
ins eru VSl, ASÍ, Samband almennra
lífeyrissjóða, Borgarspítalinn,
Skyggnir, Pharmaco, Vatnsvirkinn,
Norðurstjarnan, Hafrannsóknarstofnun
og islandslax, svo fáeinir séu nefndir.
Þannig erum við í góðum tengslum
við alla þætti íslensks þjóðlífs.
HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVlK.
SlMI 91-671000.
ISUENSKT HUCVTT OC ALÞJÓÐLEC REYNSLA
P&Ó/SlA TRYCGJA GÓÐAN ÁRANGUR