Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986
9
Foreldrafélag barna
með sérþarfir
Hin árlega skógræktarferð verður farin laugardaginn 7. júní.
Mætum öll að Fossá kl. 13.30 og greiöum landsskuldina.
Kveðja.
Stjóraln.
DEILD SÍBS REYKJAVÍK
(BERKLAVÖRN)
Aðalfundur deildarinnar verður haldin í Hátúni 10
fimmtudaginn 5. júní kl. 20.30. Aðalfundarstörf:
Kosning fulltrúa á þing SÍBS í haust. Áríðandi að
sem flestir mæti. Kafflveitingar.
Stjórnin.
Ertu að selfa?
Við leitum að 230-300 fermetra einbýlishúsi á Reykjavíkur-
svæðinu.
Æskileg staðsetning: Vesturbær, Skerjafjörður, Seltjarnames,
Arnarnes.
Veruleg útborgun.
Tilboð/fyrispumir sendist í pósthólf 107, Keflavík, fyrir 5.
júní nk.
Útsala
15%-60%
Viö rýmum fyrir nýjum vörum. Seljum í
dag og næstu daga alls konar keramik
og stell meö hressilegum afslætti.
Allt að 60%.
HÖFÐABAKKA 9 — REYKJAVÍK
Sími685411.
ESAB
RAFSUÐU-
TÆKI,VIR
OG FYLGI-
HLUTIR
FORYSTA ESAB ER
TRYGGING FYRIR
GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
ESAB
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
AÓstoöum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
RADIAL
stimpildælur
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI 24260
LAGER-SÉRRANTANIR-ÞJÓNUSTA
Signr Alþýðu-
flokksins
Alþýðublaðið scgin
„ Alþýðuflokkurinn er
ótvíræður sigurvegari
kosninganna. Jafnaðar-
menn fengu nú meira
fylgi í byggðakosningun-
um en 1978. Jarðvegur-
inn hefur verið plægður
fyrir stórsigur Alþýðu-
flokksins i næstu þing-
kosningum.
Alþýðuflokkurinn
fékk nú yfir 20 þúsund
atkvæði. 1982 reyndist
fylgið vera 13 þúsund
atkvæði. Aukningin er
yfir 50%.
Alþýðufiokkurinn hef-
ur aukið fylgi sitt frá
byggðakosningunum
1978. Þá fékk flokkurinn
16% atkvæða. Þegar
tekið hefur verið tillit til
aðildar Alþýðuflokksins
að 12 sameiginlegum
framboðum, er fylgi
hans nú milli 17 og 18%.
Alþýðuflokkurinn er
nú næststærsti fiokkur-
inn á landsbyggðinni,
utan Reykjavikur. Þar
hefur hann nú um 22%
atkvæða. Til samanburð-
ar hefur Framsóknar-
flokkurinn aðeins 18%.
Og í lok forystugrein-
arinnar segir blaðið:
„í framhaldi af þessum
kosningum þurfa verka-
lýðssinnar og jafnaðar-
menn innan Alþýðu-
fiokks og Alþýðubanda-
lags að auka samstarf sín
á milli. Vonir manna um
að fram verði komið
brýnum breytingum á
okkar þjóðfélagi f átt til
aukins jafnaðar og rétt-
lætis eru því tengdar, að
jafnaðarmenn treysti
samstöðu sina og myndi
sterkt sóknarafl vinstra
megin við miðju islens-
zkra stjómmála."
Staða Daviðs
sterkt
Tíminn segir: „í sveit-
arstjómarkosningunum
sem fram fóm um helg-
ina, töpuðu ríkisstjómar-
flokkamir, Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknar-
flokkur, nokkm fylgi
yfir til Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags.
igur A-flokkaima
Kosnin '
i borgarsliorn
Flokksblöðin og kosningarnar
Flokksblöðin þrjú, Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóðviljinn, fjalla um
úrslit sveitarstjórnarkosninganna í forystugreinum sínum í gær.
í Staksteinum í dag er vitnað til þessara skrifa.
A landsvísu varð fylg-
isaukningin mest þjá
Alþýðuflokki eða um 5%.
Alþýðubandalagið jók
fylgi sitt um tæp 2%,
Sjálfstæðisflokkurinn
tapaði um 2,5% og Fram-
sóknarflokkurinn tæpum
3%.
Fylgistap Framsókn-
arflokksins er eftirtekt-
arverðast á Reykjanesi
og á landsbyggðinni. í
Reykjavík náðist það
markmið flokksins að fá
kjörinn fulltrúa skoðana-
kannanir að engar Ukur
væm á að það tækist en
reyndin varð önnur. Það
tókst vegna nyög góðra
vinnubragða frambjóð-
enda og annarra fylgis-
manna flokksins sem
lögðust á eitt um að
tryggja kjör Sigrúnar
Magnúsdóttur í borgar-
stjóra. Seta hennar þar
mun tryggja það að skoð-
anir Framsóknarflokks-
ins munu heyrast í borg-
arstjóm og að tillit verði
tekið til þeirra.
Eftir sem áður er
staða borgarstjórans
Davíðs Oddssonar sterk.
Þrátt fyrir harða og rétt-
mæta gagnrýni sem hann
hefur sætt fyrir ein-
strengingsleg vinnu-
brögð, jók Sjálfstæðis-
flokkurinn fylgi sitt litil-
lega í Reylgavík.“
Og niðurlagsorð Tí-
manseru:
„Tap Framsóknar-
flokksins er umhugsun-
arvert og hlýtur forysta
fiokksins að taka niður-
stöðm kosninganna til
rækilegrar athugunar."
Frjálshyggja
stöðvuð
Þjóðviljinn segir:
„Hin ótviræða niður-
staða sveitarstjómar-
kosninganna er sú, að
það hefur tekist að
stöðva framrás fijáls-
hyggjunnar. Næsta verk-
efni félagshyggjuaflanna
hlýtur að verða að hnika
fijálshyggjunni úr þeim
trausta sess, sem henni
hefur tekist að koma sér
i á undanfömum árum.
Það er Ijóst, að sigur-
vegarar þessara kosn-
inga eru A-flokkamir
tveir. A landsmælikvarða
bæta þeir við sig umtals-
verðu fylgi, Alþýðuflokk-
urinn um fjórumn pró-
sentum og Alþýðubanda-
lagið kemur einnig sterkt
út úr kosningunum, og
eykur fylgi sitt um tvö
prósent yfir landið.
í Reykjavík náði Al-
þýðubandalagið næst-
hæsta hlutfalli atkvæða
frá upphafi. Einungis i
sigrinum mikla 1978 var
útkoman betri. Niður-
stöðumar urðu betri en
skoðanakannanir i vetur
höfðu gefið vísbendingu
um en i ársbyijun spáðu
þær flokknum fylgi und-
ir 15 prósentum. Það er
Ijóst að á komandi kjör-
timabili munu fulltrúar
Alþýðubandalagsins i
borgarstjóm Reykjavik-
ur beita Sjálfstæðisflokk-
inn hörðu aðhaldi, einsog
lofað var i kosningabar-
áttunni.
Hht er auðvitað jjóst,
að sigurvegari kosning-
anna í Reykjavík er Sjálf-
stæðisflokkurinn. Hon-
um var í upphafi spáð
yfimæfandi meirihluta,
og könnun eftir könnun
gaf niðurstöðu af þeim
toga til kynna. Hörð
barátta stjómandstöðu-
fiokkanna, og viss mistök
í kosningabaráttu Sjálf-
stæðisflokksins rufu hins
vegar skörð i fylgismúra
flokksins, og útkoma
flokksins varð langt
undir öllum skoðana-
könnunum. En Sjálfstæð-
isflokkurinn vann eigi að
síður góðan sigur.“
Niðurlagsorðin í leið-
aranumeru:
„í heild er niðurstöð-
umar auðvitað áfall fyrir
ríkisstjómina. Á 30 stöð-
um tapaði Sjálfstæðis-
flokkurinn fylgi, og
Framsóknarfiokkurinn á
24 stöðum. Sigur A-flok-
kanna markar að vissu
leyti timamót, þar sem
mun fleiri munu nú sjá í
þeim raunverulegan val-
kost Það mun hins vegar
helgast af þvi, hversu vel
þeim tekst að ná sam-
stöðu. Kosmngarúrslitin
staðfesta að fijálshyggj-
an er í rénum. í kjölfar
þess mun verða gerð
krafa á A-fiokkana um
að freista þess að ná
samleið og samstarfi á
komandi misserum. Trú-
verðugt samstarf flok-
kanna í kjölfar sigurs
þeirra í gegnum kosning-
um gæti gert þá að raun-
verulegum valkosti. Úr-
slitin gefa þvi viðspymu
sem nauðsynlegt er að
nota á næstunni. — ÖS.“
Stutterma bolir með
merki Afríkuhlaupsins
fást núaftur.
Sölustaðir: Bensínstöðvar
OLÍS verð kr. 300.
4
AFRIKU-X
HLAUPIÐ