Morgunblaðið - 04.06.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKÚDAGUR 4. JÚNÍ1986
19
jökull er undir þeim austanverð-
um. Þar seiglast hann áfram með
framskriði sem mannlegt auga
greinir ekki, en öll ummerki þarna
um slóðir bera merki þeirrar
hreyfingar sem mannlegur máttur
getur ekki stöðvað.
Við leggjum af stað upp frá
tjaldsvæðinu við Fálkatind. Geng-
ið er upp á heiðina fyrir neðan
Bunka um gil nokkurt skammt
sunnan við tindinn. Eins og önnur
gil þarna um slóðir er tiltölulega
greiðfært upp gilbotninn. Veggir
gilsins eru þó brattir og óárenni-
legir.
Þegar komið er upp á brún blasir
við allt annað landslag en fyrir
neðan og miklu mildara. Þarna er
dæmigert heiðaland, mýrar,
klettaborgir, stoppaðar með mosa,
lækjarsytrur og grasbalar. Á þess-
um slóðum væri ekki vitlaust að
slá upp tjöldum, nenntu menn á
annað borð að bera farangurinn
upp í gegnum gilið, en það er um
það bil 100 m hækkun.
Við göngum fyrir Bunka, veljum
Tjaldsvæði ferðafélagsins Útivistar
skammt frá Fálkakletti. Hér sér yfir
hina víðu aura Núpsár. Núverandi
farvegur hennar er þó fast undir
bergveggnum hinum megin og sést
hún illa á þessari mynd.
eitthvert af lágu skörðunum fyrir
sunnan hann. Það er ekki fyrr en
komið er þangað upp að við sjáum
Súlutinda og Súlu. Súlan er odd-
laga, líkt og kirkjuturn. Á milli
er Súludalur, breiður og fagurlega
lagaður, dæmigert land sem skrið-
jökull hefur sorfið til.
Gönguleiðin er auðveld, aflíð-
andi og hindrunarlaus. Farið er
yfir Súlnadalsá í botni dalsins. Þar
eru víðáttumiklar breiður af eyr-
arrós, sem setja fallegan lit á
annars tilbreytingarlaust um-
hverfið.
Rúmlega eitt hundrað metra
hækkun er upp hlíðar Súlnatinda
þar til komið er í svipaða hæð og
fótstailur Súlu. Þar er mikið skarð
og þverhnípi hinum megin niður
að Skeiðarárjökli. Fyrir framan
er svo heilt haf jökuls, skitugur ís
og kuldalegar strýtur reglulega á
jöklinum. Svalur vindur af jöklin-
um kælir göngumóða.
Mjög erfitt er að komast að Súlu.
Leiðin liggur með snarbrattri og
lausri skriðu, sem orðið hefur til
þegar skriðjökullinn hefur svipt
fjallið stuðningi sínum neðarlega
og stór stykki rofnað frá. Skriðan
er laus í sér og getur verið hættu-
leg. Vegalengdin út að Súlu er um
200 m og tekur þar við allbreiður
stallur þar sem hægt er að athafna
sig mjög auðveldlega, snæða nestið
Sjá næstu síðu.
Myndin er tekin inn eftir Núpsstaðarskógi.
llillSIS
Tæpt á ónefndu gljúfri norðan við
Klifgil.
meira, því áin fyrir neðan hylinn
er jökulgrá.
Ekki er neinn leikur að taka
mynd af fossunum tveimur. Best
er að nota gleiðhornslinsu, á að
giska 30 mm. Venjuleg 50 mm linsa
nær ekki báðum fossunum í einu,
þó svo að myndin sé tekin frá besta
sjónarhorni sem völ er á.
Nú er haldið upp eftir Klifgili
upp á Eystrafjall og Ámundarflöt.
Klifgil er eins og áður sagði hrika-
legt og stórkostlegt í senn. Það er
ákaflega djúpt og má finna í því
margvíslegar myndanir eftir
vatnsrof. Standa þar heilu berg-
gangarnir eftir, háir og myndar-
legir.
Tvflitihylur. Þarna falla jökulsá og bergvatnsá í sama hylinn.
Skammt fyrir norðan Klifgil er
annað gljúfur, djúpt og ægilegt.
Ekki ber það neitt nafn ef marka
má landakort.
Nú er gengið eftir Ámundarflöt
og upp á töglin norðan við Bunka
og síðan upp á Bunka sjálfan.
Þaðan er gott útsýni yfir að Súlu-
tindum og norður upp að Vatna-
jökli.
Af Bunka er tiltölulega auðveld
gönguleið niður að tjaldsvæðinu
við Fálkatind. Oft er hægt að fara
niður á jafnsléttu eftir giljum, sem
skera víða vesturbrúnir Eystra-
fjalls. Veggir giljanna eru víðast
brattir og erfiðir. Verður því að
finna botn þeirra og ganga þaðan
niðurájafnsléttu.
Sú leið sem hér hefur verið lýst
er nokkuð auðveld. Hún er ekki
nema 10 km að lengd og göngu-
tíminn kann að vera breytilegur
eftir gönguhraða. Ekki er óeðlilegt
þó sex tímum sé eytt í þessa göngu.
Þá er um að gera að fara sér rólega
og gefa sér nægan tíma til að skoða
markverða staði á leiðinni. Kost-
urinn við þessa leið er sá að mjög
auðvelt er að stytta hana og halda
t.d. til baka eftir að hafa litið
Tvílitahyl augum.
Súla og Súlutindar
Næst liggur leiðin upp á Súlu-
tinda. Fjallshryggur þessi er
kenndur við súlu nokkra sem skag-
ar upp í loftið ofan við Skeiðarár-
jökul. Hún er þó engan veginn
hæsti hluti hryggjarins, en tví-
mælalaust sá formfegursti og til-
komumesti. Súlutindar eru aust-
asti hluti Eystrafjalls. Skeiðarár-
Horft suður eftir Núpsáraurum. Fjærst er hæruskotinn Lómagnúpur. Nær heitir Seldalaöxl.
Gengið á Eystrafjall. í baksýn er einn af tindum fjallgarðsins Bjarnarins,
líklega Hvirfilsdalsöxl.
I