Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986 21 i. 1 \ ■ AP/Símamynd Sae Yung Kim, sem féU út um g-lugga á 17. hæð í New York, nýtur umönnunar i sjúkrahúsi. Piltur- inn er 11 mánaða og liggur í lífshættu á gjörgæzludeild. Barn féll af 17. hæð og lifði það af New York. AP. ELLEFU mánaða gamaU pUtur féU út um glugga af sautjándu hæð en Ufði það af. Pilturinn lenti á eplatré við húsið og dró það úr faUhraðanum, tveimur metrum áður en hann skaU sið- an á jörðina. Pilturinn rifbeins- brotnaði, hlaut skrámur i and- liti, kúlu á höfuðið og viðbeins- brotnaði. Pilturinn klifraði upp í sófa og þaðan upp í glugga, sem stóð opinn. Skreið hann út á inntak fyrir loftræstingu en féll síðan fram af, með fyrrgreindum afleið- ingum. Móðir piltsins var að sauma f næsta herbergi og varð einskis vör. Sænskir jámiðnaðar- menn fresta verk- falli, en læknar ekki Stokkhólmi. AP. ' JÁRNIÐNAÐARMENN í Svíþjóð frestuðu verkfaUi sínu í gær, en verkfaU hluta opinberra starfsmanna, þar á meðal 2.000 lækna, hélt áfram og hefur nú staðið 113 daga. Verkfalli sautján þúsund verka- manna hjá 19 stórum útflutnings- fyrirtækjum var frestað og verk- banni því, sem atvinnurekendur höfðu áður boðað að hæfist á mið- vikudag, var aflýst. Verkbannið hefði náð til 130 þúsund manns. „Við urðum að velja milli átaka og áframhaldandi viðræðna," sagði Leif Blomberg, verkalýðsleiðtogi jámiðnaðarmanna. „Við kusum hið síðamefnda til þess að varðveita friðinn á vinnumarkaðinum." For- mælendur deiluaðila sögðu frá sam- komulaginu aðeins nokkmm klukku- stundum eftir að þeir höfðu hafnað sáttatilboði frá ríkissáttasemjara, Bertil Rehnberg. Aftonbladet, málgagn verkalýðs- hreyfingarinnar, sagði á þriðjudag, að þetta samkomulag benti til þess að samningar næðust fyrir föstudag, en þá rennur samkomulagið út. Verkfallið var upphaflega boðað til stuðnings baráttu fyrir hærri laun- um láglaunafólks. Verkfall 9.000 opinberra starfs- manna stendur hins vegar allt í jám- um og sagði Lars Rydell, aðalsamn- ingamaður þeirra, að þeir væm tii- búnir til þess að vera í verkfalli „i allt sumar“, ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra um hærra kaup, en þeir telja sig hafi dregist aftur úr, þar sem kaup þeirra hafi ekki verið hækkað í samræmi við verðbólgu, allt frá miðjum áttunda áratugnum. Þeir sem helst hafa orðið fyrir barðinu á verkfallinu em sjúklingar. Bama-, smitsjúkdóma-, krabba- meins- og geðsjúkdómadeildir em undanþegnar verkfallinu, en vinnu- álag á þeim spítölum sem verkfallið nær ekki til eykst jafnt og stöðugt. Farið er að bera á því að aðeins neyðartilvikum sé sinnt, en aðrir látnir bíða þess að verkfallinu linni. Veður víða um heim Lœgst Haost Akureyri 5 lóttskýjaft Amsterdam 10 18 skýjaft Aþena 18 29 heiðskýrt Barcelona 23 ióttskýjað Berlín 6 12 skýjaft BrQssel 9 16 skýjaft Chlcago 11 30 heiðskírt Dublin 12 18 skýjaft Feneyjar 20 lóttakýjað Frankfurt 4 17 skýjaft Genf 11 18 rignlng Helslnki 14 17 skýjað Hong Kong 28 30 helðsklrt Jerúsalem 16 32 skýjað Kaupmannah. 10 18 skýjaft LasPalmas 21 skýjaft Lissabon 17 29 heiðskfrt London 12 16 rigning LosAngeles 17 24 skýjað Lúxomborg 14 rigning Malaga 23 skýjað Mallorca 24 léttsk. Miami 26 30 skýjaft Montreal 6 13 skýjaft Moskva 15 31 skýjaft NewYork 21 32 helðskýrt Osló 10 15 heiðskírt Parls 14 20 skýjað Peking 20 32 helðskfrt Reykjavík 6 skúrir RlódeJaneiro 14 25 skýjaft Rómaborg 11 24 heiftskfrt Stokkhólmur 14 19 rignlng Sydney 9 19 heiðskfrt Tókýó 21 24 heiðskfrt Vlnarborg 11 16 skýjaft Þórshöfn 9 skýjaft Kennedy deilir á Reagan vegna Salt II Washington. AP. Öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy sagði í gær, að Ronald Reagan Bandaríkja- forseti hefði gert mestu mistök á forsetaferli sínum með þeirri ákvörðun sinni að hætta að virða ákvæði Salt II samkomulags risa- veldanna. Kennedy viðhafði þessi ummæli f ræðu, sem hann flutti í öldunga- deild bandaríska þingsins í gær. Hann sagði ennfremur að Sovét- menn hefðu virt öll helstu ákvæði samkomulagsins, enda þótt þeir hefðu ekki staðið við það í heild. Hann bætti því við að sú ákvörðun Reagans að hætta að uppfylla ákvæði Salt II bitnaði frekar á Bandarikjamönnum en Sovétmönn- um. Ástæðan væri sú að hefðu Sovétmenn haldið áfram að virða meginatriði samkomulagsins hefðu þeir þurft að fjarlægja 600 skot- palla og fimm kafbáta fyrir 1990. Hins vegar hefði samkomulagið engin áhrif á áætlun Reagans um endumýjun vopna. Sovétmenn kváðust á laugaradag ekki lengur vera bundir af ákvæð- um Salt II-samkomulagsins. Kom þessi ákvörðun í kjölfar yfirlýsingar Reagans um að Bandaríkjamenn mundu hætta að virða samkomu- lagið. Eftir ræðuna sagði Kennedy við fréttamenn, að hann sæi enga aðra skýringu á ákvörðun Reagans en þá, að forsetinn hefði verið beittur þrýstingi frá hægri öflum repúblik- anaflokksins. Líbýumenn vilja ekki selja hlut sinn í FIAT Bandaríska dómsmálaráðuneytið: Lögfræðingar Waldheims fá að svara ásökunum Washington. AP. TILKYNNT var í gær að emb- ættismenn úr bandariska dóms- málaráðuneytinu mundu ræða við lögfræðinga Kurts Wald- heim, fyrrum framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, áð- ur en tekin yrði ákvörðun um hvort Waldheim yrði neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkj- anna. Talsmaður bandaríska dóms- málaráðuneytisins, Patrick Korten, sagði að lögfræðingum Waldheims yrði gefinn kostur á að svara þeim fuilyrðingum að Waldheim hafí átt þátt í stríðsglæpum nazista eða að minnsta kosti vitað um þá. Skýrt var frá því í ísraelska sjón- varpinu í gær að háttsettur emb- ættismaður utanríkisráðuneytisins í ísrael hefði dvalist í Evrópu síð- ustu tvær vikur til að freista þess að fá evrópska menntamenn til að vinna gegn framboði Waldheims, sem nú er í kjöri til forseta Austur-. ríkis. ísraelska utanríkisráðuneytið hefur neitað að staðfesta frétt ísra- elska sjónvarpsins um að aðstoðar- ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneyt- isins, Dov Shmorack, hafí verið sendur til Evrópu. Samkvæmt fréttinni samþykkti Ytzak Shamir, utanríkisráðherra ísraels, för að- stoðarráðuneytisstjórans. Turin. AP. Stjómarformaður FIAT, Giovanni Agnelli, sagði að Líbýumenn væra ófúsir til að selja aUstóran hlut sinn í fyrir- tækinu, en FIAT er stærsta fyrirtæki í einkaeign á Italíu. Agnelli sagði í ræðu á aðalfundi fyrirtækisins að Líbýumenn vildu ekki selja hlut sinn í FIAT, en þeir eiga 15% af almennum hluta- bréfum og 13% forgangshluta- bréfa. Hann tók sérstaklega fram að vildu Líbýumenn selja, væru þeir tilbúnir að kaupa. Seinna bætti hann við að fyrirtæki Agn- elli-íjölskyldunnar, Instituto Fin- anziario Industriale, ætti forkaups- rétt að hlutabréfum Líbýu. Ríkisrekið fyrirtæki, Libyan Arab Finance Corporation, keypti hlutabréfín árið 1976, þegar fyrir- tækið skorti reiðufé. Nú hefur eignaraðild Líbýumanna valdið því að FLAT varð af samningi við bandaríska vamarmálaráðuneytið, þar sem Bandaríkjastjóm telur ekki vafa leika á um að Líbýustjóm standi fyrir alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi. Agnelli sagði að FIAT gæti ekki beitt Líbýumenn beinum þrýstingi, þó svo hann vildi feginn kaupa hlutabréfín aftur. Afskipti ítölsku ríkisstjómarinnar taldi hann ólík- leg, enda væru þau ódrengileg og ólögleg. Þrátt fyrir þetta taldi Agnelli ekki loku fyrir það skotið að FLAT gæti tekið þátt í geimvamaáætlun Bandarílqastjómar. Hann sagði að unnið væri að þvi að sjá til þess að enginn hagnaður af henni kæmist í hendur Líbýumanna. Hann benti þó á að án samkomu- lags milli ríkissijóma Italíu og Bandaríkjanna yrði ekki um þátt- töku FLAT að ræða. Gulko kominn til Israel Jerúsalem. AP. RÚSSNESKI skákmeistarinn Boris Gulko sagði á þriðjudag að slysið í Chernobyl kunni að hafa orðið tíl þess að sjö ára baráttu hans fyrir að fá að flytjast tíl ísrael sé nú lokið. Gulko, sem er 38 ára gamall, varð skákmeistari Sovétríkjanna 1977, en árið 1979 sótti hann um vegabréfsáritun til ísraels. Umsókn hans var hafnað þar til nokkrir gyðingar i Moskvu hófu mótmæli, skömmu eftir slysið í Chemobyl. Gulko segir að sovézkum yfirvöldum hafi ekki verið stætt á að varpa mótmælafólkinu í fangelsi, þar sem reiði á Vesturlöndum hafi verið mikil fyrir. Gulko setti skákmót bama, sem haldið var í tilefni loka mánaðar, sem helgaður var samstöðu með gyðingum innan Sovétríkjanna. Sovézkir andófs- menn fanerelsaðir Moskvu. AP. ANDÓFSMENN sögðu að fjórir gyðingar, sem mótmæltu þvi að þeim var neitað um vegabréfsáritun, hefðu verið handteknir. Einnig bárust fréttir af tveimur Georgiumönnum, sem eru fyrir rétti, en þeir hafa verið ötulir baráttumenn fyrir auknum mannréttindum. I símtali frá Tbilisi sagði móðir annars mannanna, sem þar eru fyrir rétti, Tengiz Goudava, að hann og Immanuil Baladze væru ákærðir fyrir að dreifa andsovézkum áróðri til útlendinga. Tólf Georgíumenn komu til réttarhaldanna, en aðeins mæðrum sakbominga var leyft að vera viðstaddar. Yuri Medvedkov, sem er andófs- maður og hefur verið virkur meðlim- ur i óháðri friðarhreyfingu, sagði í símtali að tveir gyðingar frá Gorkí hefðu verið handteknir á Rauða torginu. Þeir voru Alex Zilber lista- maður og kona hans Marina, en þau voru færð til geðsjúkrahúss Moskvu. Medvedkov sagði einnig að átta ára gamall sonur þeirra, Arseny, hefði verið settur á munaðarleysingjahæli. Zilberhjónin sóttu um vegabréfsárit- un fyrir ári síðan. Hjónin héldu á borða, sem á var letruð tilvitnun í menntamálaráðherra Sovétríkjanna, Pyotr N. Demichev, um það hversu menning í Sovétrílq'unum væri laus við alla mismunun. Yuri Rosenzweig og Yuri Chek- anovsky voru handteknir í miðbörg Moskvu á mánudag, en þeir héldu á borða, sem á stóð: „Leyfið okkur að fara til Israel!" Franskur blaðamað- ur, Charles Lambroschini, sagði að konur þeirra og böm hefðu einnig verið handtekin. Lambroschini, sem vinnur fyrir Le Figaro, sagði enn- fremur að þegar hann hefði reynt að skrifa niður símanúmer hjá sér hafi lögreglan gert minnisbók sína upptæka. 149 menn handteknir í Nevada Las Vegas. AP. HANDTEKNIR voru í gær í Nevada-eyðimörkinni 149 lqarn- orkuandstæðingar, sem fóru inn á bannsvæði er þeir hugðust mótmæla tilraunum með kjarn- orkuvopn. Að sögn yfirvalda efndu rúmlega 200 kjamorkuandstæðingar til mót- mæla við tilraunasvæði í Nevada- eyðimörkinni. Eftir fundahöld tóku þeir upp á því að fara í litlum hópum inn yfir bannlínu, sem er í einnar mílu fjarlægð frá girðingu, sem umlykur svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.