Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.06.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986 25 600 SKIPA FLOT Aðalflotinn IBANDARÍKJANNA I hverri deild eru: Samtals 680 skip 15 deildir FLUGMÓÐUR- SKIPA , IL.iiU ■ 1 flugmóðurskip 2 beitiskip 4tundurspillar 4freigátur 165 4 deildir ORRUSTUSKIPA ’ ] ■ 1 orrustuskip 4 tundurspillar 4freigátur 36 SÉRDEILDIR Skiptil liðsflutninga og landgöngu 75 TUNDURDUFLADEILDIR Tundurslœðarar og leitarskip 31 AÐSTOÐARSKIP 27birgða-og viðgerðaskip 36 leitarskip, dráttar- bátar, sjúkraskip o.fl. 63 10 deildir BIRGÐASKIPA 7 birgðaskip 1 tundurspillir 3 freigátur 110 15deildirFYLGDAR- SKIPA 1 tundurspillir 2 - 3freigátur 60 100 ÁRÁSARKAFBÁTAR . í 100 40 ELDFLAUGAKAF- BÁTAR 40 Heimild: The ECONOMIST, 19-25/4 1986 m ótum móðurskip ásamt fylgdarskipum verði send á vettvang til að beijast við Sovétmenn undan strönd Norð- ur-Noregs. Ýmsir flotaforingjar hafa að vísu látið þá skoðun í ljós, að þessar hugmyndir Lehmans séu fremur settar fram til að sigra í baráttu um fjárveitingar en í stríði. Ef svo er hefur honum tekist ætlun- arverk sitt. Það liggur hins vegar ekki fyrir að farið verði eftir þessum áætlunum, ef til átaka kæmi. Heil kynslóð yngri manna í flotanum telur að vísu, að fyrsta verk þeirra á átakatímum yrði að sigla norður og beijast við Sovétmenn. Þótt Lehman hafi mikil afskipti af daglegri stjóm flotans er hann ekki einvaldur. Hann gerir miklar kröfur til sjálfs sín og til undir- manna sinna. Hann þykir tiltakan- lega fijálslegur og hégómalaus og fer gjaman í heimsóknir í herskip og tekur undirmenn jafnt sem yfir- menn tali. Honum hefur tekist að vinna hylli sjóliða. Efling flotans Samkvæmt áætlun þeirri um eflingu flotans er John Lehman gerði, þegar hann tók við embætti flotamálaráðherra, er gert ráð fyrir, að smíðuð verði þijú ný risastór flugvélamóðurskip, þannig að Bandaríkjamenn ráði yfir 15 slíkum skipum í stað 12. Styrkur flotans verður að miklu ieyti undir þessum skipum kominn. Þótt Reagan for- seti sé fylgjandi þessari hugmynd, er Ijóst, að Bandaríkjafloti mun ekki geta teflt fram 15 flugvéla- móðurskipum fyrr en eftir Qögur ár. Vandinn er sá, að skipin em mörg hver orðin gömul. „Midway" og „Coral Sea“ vom smíðuð í seinni heimsstyijöldinni og fjórum þeirra flugvélamóðurskipa, sem Banda- ríkjamenn eiga nú, var hleypt af stokkunum á sjötta áratugnum. Árið 1980 var hafist handa um að endumýja þessi skip og tók það verk rúm tvö ár. Bandaríkjamenn vonast til að geta notað skipin í 10—15 ár til viðbótar. Þar sem eitt skipanna er jafnan í klössun hafa Bandaríkjamenn því 12 flugvéla- móðurskip tiltæk. Þrettánda skipið var sjósett árið 1982. Samkvæmt áætlunum Lehmans munu Banda- ríkjamenn eiga 15 skip árið 1990, ári eftir að kjörtímabili Reagan forseta lýkur. Flugvélamóðurskipin em ógn- vænlegar vígvélar. Nýjustu skipin em um 90.000 tonn og rúmir 300 metrar að lengd. Um borð em 90 flugvélar og 6.000 menn. Ekki em allir jafn sannfærðir um gildi flugvélamóðurskipanna. Gagn- lýnin er einkum af tvennum toga. Þær raddir heyrast, að því fé, sem rennur til smíði skipanna, væri betur varið í skriðdreka og byssur til handa herliði Bandaríkjanna í Evrópu. Og í annan stað er fullyrt, að ekki liggi fyrir heildaráætlanir um hlutverk og notkun skipanna 15. Færa má rök fyrir fyrmefnda atriðinu en hið síðara er reist á sandi. Hið réttta var, að yfirmenn flotans höfðu ekki skýrt hugmyndir sínar nægilega vel. En þegar flotinn var ásakaður um að hafa engar fullbúnar vamaráætlanir bmgðust ráðamenn innan hans hart við og tóku að skýra hugmyndina um aukinn viðbúnað á Noregshafi fyrir hverjum sem heyra vildi. Á norðurslóðum Áætlunin er svohljóðandi (fram- setningin er alls ekki alltaf hin sama og breytist eftir því við hvem er rætt): Ef til átaka kæmi, þar sem beitt væri hefðbundnum vopnum, myndu þijú til fjögur flugvélamóð- urskip ásamt tilheyrandi herskipum halda inn á haflð undan strönd Noregs og þar með færa víglínuna nær Sovétríkjunum. Markmið þeirra yrði: að styrkja vamir Norður-Noregs og vama því að Sovétmenn næðu flugvöllum þar nyrðra á sitt vald; að halda sovéska flughemum í skefjum, svo að flugvélar NATO (bæði þær sem eru um borð í flugvélamóðurskipum og hinar sem em á landi) gætu ráðist gegn kafbátum Sovétmanna, sem þá væm á leið inn á Atlantshaf til að hindra sjóflutninga á birgðum og hergögnum. Margir fylgismenn þessarar áætlunar bæta við, að með þessu móti myndi takast að ginna flugvélar Sovétmanna frá flugvöll- um þeirra og granda þeim. Stansfleld Tumer, fyrrum flota- foringi, sem var yflrmaður leyni- þjónustu Bandaríkjanna (CIA) í valdatíð Carters forseta, hefur gagmýnt þessa áætlun harðlega. Hann telur enga þörf á að senda flugmóðurskipin svo langt norður til að verja siglingaleiðimar á Atl- antshafí. Tumer bendir á, að sov- éskir kafbátar njóti aðeins vemdar flugvéla lengst í norðri á leiðinni frá Murmansk inn á Atlantshaf. Verði flugmóðurskipin send langt norður kunni sovésku flugvélamar að ógna þeim. Að mati Tumers, sem í eina tíð stjómaði flugmóðurskipi, væri hyggilegra fyrir ríki NATO að veijast sunnar, þar sem Sovét- menn gætu ekki beitt flugvélum sínum. Kafbátar NATO gætu fylgst nákvæmlega með norðlægum haf- svæðum og hindrað ferðir kafbáta Sovétmanna. Að mati Tumers gætu flugvélar frá flugvöllum á Englandi og í Suður-Noregi gert sama gagn og flugvélar frá flugmóðurskipun- um. Sýna valdið Hvort sem þessi framvamar- áætlun, sem kennd er við Lehman, nær fram að ganga er ljóst, að hún hefur verið notuð sem helsta rök- semdin fyrir nauðsyn þess að Bandaríkjafloti ráði yfir 15 stórum flugmóðurskipum. Hins vegar er ljóst, að aðeins fjögur þeirra yrðu notuð á Noregshafl. í mesta lagi fimm skip yrðu í viðgerð og þannig væri unnt að beita sex til átta skip- um annars staðar. I áætlunum flot- ans er gert ráð fyrir, að þijú til fjögur skip haldi sig í hóp í námunda við Japan og önnur þijú í austan- verðu Miðjarðarhafí. Þessar flota- deildir myndu samkvæmt þessum áætlunum verða til stuðnings her- afla á landi og gegna svipuðu hlut- verki og flugmóðurskipin á Noregs- hafí. Þessar hugmyndir hafa sætt gagnrýni líkt og áætlanimar varð- andi Atlantshafsflotann. Bent hefur verið á, að hygðust Sovétmenn láta Svartahafsflotann sigla inn á Mið- jarðarhaf yrðu skipin að sigla í gegnum Hellusund (Dardanella). Bandaríkjamenn gætu lokað sund- inu með tundurduflum eða sent þangað kjamorkukafbát. Þannig yrði engin þörf fyrir flugvélavemd. Staðreyndin er sú, að hæpið er, að þessum áætlunum verði nokkum tíma hmndið í framkvæmd. Ekki em líkur á átökum milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna, flugmóður- skipin stuðla vissulega að nauðsyn- legri fælingu. Líklegra er, að upp úr sjóði í einhverju af ríkjum þriðja heimsins, og enginn efast um að öflugur floti getur komið að góðum notum við þær aðstæður. Lehman, flotamálaráðherra, tel- ur vafalaust, að flugmóðurskip gætu reynst þung á metunum, ef til slíkra átaka kæmi. Hann telur einnig, að flmmtán flugmóðurskip séu æskilegur fjöldi eingöngu með tilliti til þess, hve Sovétmenn ráða yflr öflugum flota. Stansfield Tum- er, fyrmm flotaforingi, og skoðana- bræður hans draga ekki í efa, að flugmóðurskip geti komið að mikl- um notum, ef til átaka kemur I þriðja heiminum, það réttlæti þó engan veginn, að floti Bandaríkja- manna þurfi fímmtán stór flug- móðurskip. Þeir álíta, að minni og ódýrari flugvélamóðurskip kæmu að meiri notum á hafsvæðum flarri Evrópu. Skip þessi gætu flutt bresk- ar Herrier-þotur en þær taka á loft oglendalóðrétt. John Lehman, flotamálaráð- herra, hefur fengið sínu framgengt. Búið er að semja um smíði nýju skipanna. í flota Bandaríkjamanna verða 600 skip og fimmtán flug- móðurskip, þar til mótuð verður ný stefria. (Á.Sv. tók sanian úr The Economist). Fáskráðsfjörður: Hefðbundinn sj ómannadagnr Fólksvagni siglt um hafnarmynnið Fáskrúðsfirði. SJÓMANNDAGURINN var hald- inn hátíðlegur á Fáskrúðsfirði í fádæma blíðviðri og 16 stiga hita á sunnudaginn. Hefur ekki orðið jafnhlýtt þar fyrr í vor. Hátíðahöldin hófust með hópsigl- ingu þriggja skipa um íjörðinn en að henni lokinni gengu menn fylktu liði til kirkju og hlýddu á messu sóknarprestsins, séra Þorleifs K. Kristmundssonar. Eftir messuna var lagður blómsveigur að minnis- merki um drukknaða sjómenn sem stendur á lóð kirkjunnar. Þar voru einnig heiðraðir tveir aldraðir sjó- menn, Gunnar Þórðarson og Þórar- inn Bjamason. Þórarinn er elsti borgari Fáskrúðsfjarðar. Eins og vera ber reyndu bæjar- búar sig í hinum hefðbundnu keppn- isgreinum sjómannadagsins í höfn- inni. Keppt var í plankaslag og kappróðri. Tókst hvort tveggja með miklum ágætum þótt sumir hafí eflaust ekki trúað eigin augum þegar Volkswagen-bifreið blandaði sér í kappróðurinn. í kappróðrinum var keppt í karla- og kvennaflokki auk flokks 20 ára og yngri. í þeim flokki var í fyrsta sinn veittur verðlaunabikar sem róðrarsveit Kára Jónssonar gaf í þessu skyni. Bikarinn er gefínn til minningar um son Kára, Valþór Kárason, sem lést fyrir fáum árum aðeins tvítugur að aldri. Karlakór Fáskrúðsfjarðar var viðstaddur hátíðarhöldin og söng á bryggjunni milli þess sem kappróið varogslegist. Kvenfélagið í bænum hressti Fáskrúðsfírðinga á kaffí eftir hamaganginn á bryggjunni en að því loknu var tekið til við pokahlaup, reiptog, knattspymu og fleiri íþrótt- ir á íþróttavelli bæjarins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þar kepptu sjómenn og landmenn. Um kvöldið var stiginn dans í Félagsheimilinu Skrúð og sá hljóm- sveitin Upplyfting um spilverkið. — Albert í sjóinn með hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.