Morgunblaðið - 04.06.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.06.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986 29 AKUREYRI ■ Stúdentahópurinn sem útskrifaðist frá Verkmenntaskólanum á Akureyri á laugardag. MorgunblaðiS/Skapti Verkmenntaskólan- um slitíð í annað sinn Akureyri. Verkmenntaskólanum á Akur- eyri var slitið I annað sinn á laugardaginn var. 56 stúdentar brautskráðust að þessu sinni og einnig luku námi 13 úr 1. stigi vélstjóra, 2 úr 2. stigi, 3 bakarar, 8 úr raungreinadeildum, 6 kjöt- iðnaðarmenn, 15 sjókokkar, 3 matartæknar, 7 málmiðnaðar- menn, 7 bókagerðarmenn og 1 úr meistaranámi byggingamanna. Útskriftin fór fram í Akureyrar- kirkju. Við það tækifæri léku Lilja Hjaltadóttir á fíðlu og Aðalheiður Eggertsdóttir á píanó. Ávarp ný- stúdents hélt Elísabet Hreiðars- dóttir. Bemharð Haraldsson, skóla- meistari, sagði meðal annars í ræðu sinni að í lok þessa skólaárs og við Bernharð Haraldsson skóla- meistari flytur skólaslitaræðuna. upphaf kennslu í haust verði miklar breytingar á skólanum, a.m.k. hvað hið ytra form varðar. „í gær kvödd- um við skólastjóra og starfsfólk Gagnfræðaskólans, en þar hefur, eins og kunnugt er, verið skotið yfír okkur skjólshúsi allt frá stofnun Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir tveim árum. Ný álma, fyrsta bóknámsálman af þrem fyrirhuguð- um, um 1.250 fm eða 11 kennslu- stofur, verður innan skamms tilbúin til notkunar. Innréttingar verða miðaðar við kennslu á viðskiptasviði og tæki öll, svo sem tölvur, rit- og reiknivélar af nýjustu gerð. Þá rætist gamall draumur að geta fengið þessum námsþáttum varan- legan samastað. Eg vil þakka þeim sem að byggingu hafa staðið og þá ekki síst bæjarstjóra og bæjar- stjóm, sem, þegar öll fjárhagssund virtust lokuð, veittu okkar 8 millj- óna króna aukafjárveitingu til að stíga skrefíð til fulls. Við megum þó ekki gleyma okkur í ánægjuvím- unni, enn er miklu og reyndar flestu ólokið í byggingamálum og brýna nauðsyn ber til að herða nú róður- inn.“ Beniharð sagði ennfremur: „Fyr- ir 5 árum, í apríl 1981, þegar fyrstu áætlanir um byggingu Verk- menntaskólans á Akureyri voru kynntar, voru 6 ár talin eðlilegur byggingartími. í haust verða um 2.800 fm fullbúnir af 8.200 eða 34%. Því er spennandi að sjá hversu duga loforðin, sem gefín hafa verið undanfamar vikur og tækifæri verður til að efna næstu fjögur árin, en með sama meðalhraða og verið hefur og ef tekið er mið af breyttum mjmdi í framtíðinni breyta allri vél- fræðikennslu. Hann sagði tvær nýj- ar námsbrautir hafa verið auglýst- ar: gmnndeild háríðna og íþrótta- braut, tveggja ára nám á uppeldis- sviði, „ákjósanlegt aðfaramám fyrir verðandi íþróttakennara". Þá sagði hann að á næstu vikum yrði gerður samningur við menntamálaráðu- neytið um stofnun öldungadeildar á viðskiptasviði sem tæki formlega til starfa í haust. Hann minnti einn- ig á þá ákvörðun Sverris Hermanns- sonar, menntamálaráðherra, að auglýsa undirbúningsdeild tækni- sviðs sem aðfaramám að iðnrekstr- arfræði á háskólastigi, en sú kennsla hefst haustið 1987. „Þessi ákvörðun ráðherra er fyrsta skrefíð inn í nýja og bjartari framtíð í skóla- málum á Akureyri, tímabær og djörf, andstæð armæðukvaki úr- tölufólks." Morgunblaðið/Skapti Skólameistarahjónin Bemharð Haraldsson og Ragnheiður Hansdóttir kveðja nemendur á kirkjutröppunum að útskrift lokinni. kröfum gæti svo farið að bygging- arlok yrðu á næsta áratug, en þá lifir skammt af öldinni sem kunnugt er. Því heiti ég á stjómvöld að stíga sem fastast í ístaðið og ljúka þessu verki með þeirri reisn að verði ævarandi minnisvarði um framsýni og stórhug. - Krakkamir hafa nefnilega kosningarétt!" Bemharð sagði nemendur hafa verið hartnær 800 á haustönn og um 100 færri á vorönn. Hann sagði „vélarrúmsherminn góða, hinn fyrsta, sem íslendingar eignast" fljótlega koma til skólans og hann Lokaorð Bemharðs til nemenda vom þessi: „Verið varkár og lifíð með gát. Njótið birtunnar, nemið ljóssins fræði, þá list að gleðja aðra og gleðjast með öðmm, geymið í hjarta ykkar æskuna, sem er í senn eilíf og ómælanleg, aðall hins heil- brigða manns. Verið veitendur fremur en þiggjendur, ung og glöð í verki, hafíð handtak hlýtt. Verið þið öll sæl og blessuð og gangið á Guðs vegum. Öðm starfsári okkar er lokið. Verkmenntaskólanum á Akureyri er slitið!" Fiðlarimi opnaður formlega Nýr veitingastaður á efstu hæð Alþýðuhússins Akureyri. NÝR veitingasalur, Fiðlarinn, hefur nú verið opnaður form- lega á Akureyri. Það er fyrir- tækið Svartfugl sf. sem rekur staðinn á 5. (efstu) hæð Al- þýðuhússins við Skipagötu. Hjá fyrirtækinu eru nú 18 manns í fullu starfi, þar af 5 nemar í framreiðslu. Eigendur Svartfugls sf. em Zophanías Ámason matreiðslu- maður og hjónin Gunnlaug Otte- sen reiknifræðingur og Friðjón Ámason hótelrekstrarfræðingur, sem er framkvæmdastjóri. Zoph- anías er höfundur allra rétta á matseðlinum. Það var 1. september í fyrra sem Svartfugl tók á leigu alla ráðstefnu- og veitingaaðstöðu í Alþýðuhúsinu og hófst eiginleg starfsemi fyrirtækisins 7. septem- ber. Á hæðinni fyrir neðan Fiðlar- ann rekur Svartfugl 300 manna sal sem leigður er út til ráðstefnu- og skemmtanahalds. Á 5. hæð er eldhús fyrirtækisins og öll til- heyrandi vinnsluaðstaða; Að sögn Friðjóns Ámasonar verður lifandi tónlist á Fiðlaranum alla daga og hefur Michael John Clarke umsjón með því. Píanóleik- ari verður alltaf á staðnum á matmáistímum og einhver með Séð yfir veitingasalinn. honum sem leikur á annað hljóð- færi. Loftskreytingar em smekkleg- ar — þar hanga ýmis lítil blásturs- hljóðfæri og auk þess píanó, en ekki er meiningin að leika á þessi hljóðfæri! Tónlistin hefur víðar áhrif — matseðlamir em til að mynda prentaðir á fjölrit af nótna- æfíngum sem faðir Mozarts skrif- aði handa honum ungum. Ymsir aðilar hafa lagt hönd á plóginn við uppbyggingu fyrir- tækisins og þá helst Fiðlarans sem er að öllu leyti hannaður af eig- endunum sjálfum. Innréttingar vom unnar af Trésmiðjunni Þór, málning af Húsprýði, jám- og stálvinna af Blikkvirkja, raf- magnsvinna af Rafós, pípulagnir af Hauki Adólfssyni og hans mönnum, Blómabúðin Laufás annaðist frágang gróðurs sem er fenginn frá Gróðurhúsinu Grósku í Hveragerði. Auglit hefur séð um alla auglýsingavinnu, hönnun bréfsefnis og matseðla og Glugga- tjaldaþjónustan um allan sauma- skap fatnaðar og gluggatjalda. Húsgögn í Fiðlaranum em frá Stálhúsgagnagerð Steinars, lýs- ing frá S. Guðjónssyni í Kópavogi, gólfteppi frá Teppalandi, leirtau í sal á 4. hæð er frá Amaró, borðbúnaður í Fiðlaranum er frá Jóhanni Ólafssyni og Co. — sér- pantaður frá Þýskalandi, og fékk Svartfugl einkaleyfi á því munstri hér á landi. Morfrunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eigendur Svartfugls sf. í veitingasal Fiðlarans - frá vinstri: Zóp- hanías Árnason, matreiðslumaður, Gunnlaug Ottesen og Friðjón Árnason, hótelrekstrarfræðingur. Milli Gunnlaugar og Friðjóns er dóttir þeirra, Helga Sif, 11 ára. Loftskreytingar veitingastaðar- ins vekja athygli, t.a.m. pianóið sem hangir fyrir ofan fjórmenn- ingana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.