Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1986
Minning:
Anna Margrét
Björnsdóttir
Fædd 18. apríl 1946
Dáin 26. maí 1986
í dag er jarðsungin Anna Mar-
grét Bjömsdóttir, eða Anna Gréta
eins og ég þekkti hana. Hún var
tekin frá ættingjum og ástvinum
langt fyrir aldur fram. Sjúkdómur-
inn, sem hún átti í baráttu við,
varð henni ofviða.
Anna Gréta var sérstaklega lífs-
glöð kona, hæfíleikarík og sam-
viskusöm. Hún hafði yndi af að
taka þátt í alls kyns verkefnum og
leysti þau öll frábærlega vel af
hendi. Félagsstörf voru hennar
áhugamál og þannig kynntist ég
henni og Ómari, manni hennar. Hún
tók virkan þátt í félagsstarfinu,
vann við kennslu hálfan daginn, sá
um heimilið, pijónaði, saumaði,
föndraði og alltaf átti hún tíma
aflögu. Ef upp komu vandamál, þá
tókst hún á við þau og leysti þau.
Ég kom oft á heimili þeirra hjóna,
bæði sem félagi og vinur. Ósjaldan
sátum við Anna Gréta og spjölluð-
um um lífið og tilveruna. Hún hafði
djúpan skilning og lífsmat hennar
var hlaðið raunsæi og tilfínningu.
„Hver er sinnar gæfu smiður,"
segir máltækið. Vissulega er það
rétt, lífshamingjan byggist á við-
horfum okkar gagnvart aðstæðum
og erfíðleikum. Okkur er gjamt að
líta á erfíðleika, sem að steðja, sem
óyfírstíganlega. Það gerði Anna
Gréta aldrei. Hún tókst á við allt
það sem hún vissi að var á valdi
mannsins að ráða við. Hitt sætti
hún sig við.
Leyndarmálið á bak við tilveru
okkar hér á jörð er okkur hulin
ráðgáta. Gæti ekki verið að þjáning-
ar og erfíðleikar séu til komin til
að þroska okkur sjálf? Vitsmunir
mannsins eru enn á frumþroska-
stigi. Á bak við þjáningar og erfíð-
leika leynist dulinn tilgangur, til-
gangur sem við skiljum ekki ennþá,
en verðum að trúa að sé til.
Nú, þegar Anna Gréta er farin,
minnist ég orða sem hún lét falla
á góðri stund „Anna mín, það er
ekki magnið af tímanum sem skiptir
máli, heldur hvemig þú notar
hann.“
Anna Gréta nýtti sinn tíma vel,
hún skilur eftir sig ljós í hjörtum
allra þeirra sem urðu svo lánsamir
að kynnast henni.
Elsku Ómar, Nonni, Kristín og
aðrir ættingjar, ég vona að Guð
styrki ykkur í sorg ykkar.
Anna Ingólfsdóttir
í dag kveðjum við hinstu kveðju
elskulega vinkonu Önnu Margréti
Bjömsdóttur. Það reynist okkur
afar erfítt að trúa því og sætta
okkur við, að hún sé ekki lengur á
meðal okkar. Hvemig má hennar
nánustu ástvinum vera innan-
brjósts, þegar okkur líður svona?
Við höfðum þó aðeins þekkt hana
einn áratug af fjórum sem hún lifði.
Þó fínnst okkur að hægt væri að
skrifa heila bók um alla þá mann-
kosti sem prýddu Önnu Grétu, allt
sem við höfum af henni lært og
allar ánægjustundimar sem við átt-
um saman þennan tíma sem við
fengum að þekkja hana og njóta
vináttu hennar.
Við kynntumst þeim hjónum
Önnu Grétu og Ómari fyrir rétt
rúmum áratug, er þau fluttu hingað
í Hlíðarbyggð. í fyrstu vomm við
þó aðeins góðir grannar eins og
gengur en vinskapurinn varð strax
nánari, er við réðumst í það að
smíða og sauma okkur tjaldvagna,
ásamt þriðju fjölskyldunni hér í
götunni. Já, hún Anna Gréta hélt
nú að það væri ekki stórmál að
sauma tjöld á vagnana og auðvitað
var hún potturinn og pannan í þessu
öllu saman. Þær em ógleymanlegar
stundimar sem við áttum saman í
stofunum okkar, sem við höfðum
breytt í saumaverkstæði og bflskúr-
unum sem vom ýmist jámsmiðjur,
trésmiðjur eða málningaverkstæði.
Anna Gréta taldi það ekki eftir sér
að hjálpa okkur hinum sem ekki
vomm jafn verklagnar og hún, því
allt lék í höndunum á henni.
Eftir að tjaldvagnamir vora til-
búnir tókum við upp þann sið að
ferðast saman í útilegur á sumram.
En á vetmm hittust allar fjölskyld-
umar við laufabrauðagerð fyrir jól-
in og sá skemmtilegi siður var
einnig hugmynd Önnu Grétu.
Við störfuðum einnig saman að
félagsmálum í JC-félaginu hér í
Garðabæ og þar leyndu hæfileikar
Önnu Grétu sér ekki, enda hlóðust
á hana hin margvíslegustu störf
sem hún leysti ævinlega með glæsi-
brag. Hún virtist alltaf hafa tíma,
þó hún væri í fullu starfí sem
kennari, að ógleymdu húsmóður-
og móðurhlutverkinu sem hún van-
rækti svo sannarlega ekki.
Það em grimm örlög að hún skuli
nú vera hrifin brott frá öllu sem
henni var svo kært. Hún hafði svo
mikið til að lifa fyrir, kunni svo vel
að meta það jákvæða sem lífíð býð-
ur upp á, og að mæta hinu nei-
kvæða. Hún barðist hetjulegri bar-
áttu við sjúkdóm sinn og kvartaði
aldrei, þó væri hún sárþjáð. Maður
gat ekki varist því að hugsa í sí-
fellu. Hvers vegna hún, sem á þetta
síst skilið? En síðast er við ræddum
veikindi hennar, sagði hún: „Hvers
vegna ekki alveg eins ég, eins og
svo margir aðrir.“ Hún gat alltaf
verið í Pollíönnuleik og komið auga
á björtu hliðamar á öllum málum,
ekkert var svo slæmt að það gæti
ekki verið verra.
Það er nokkur huggun harmi
gegn að vita að Anna Gréta átti
góða daga á meðan hún var hér.
Hún var mjög hamingjusöm og
undi glöð við sitt. Þau Ömar vom
einstaklega samrýmd hjón enda
studdi hann hana drengilega í bar-
áttunni við sjúkdóminn miskunnar-
lausa sem nú hefur lagt hana að
velli. Og sonurinn, Nonni litli, veitti
þeim foreldmm sfnum mikla lífs-
fyllingu og hefur ekki bmgðist
þeirra glæstustu vonum. Nú þegar,
aðeins 10 ára, hefur hann sýnt frá-
bæran árangur í námi og íþróttum.
Já, hún var einstaklega samstillt
og hamingjusöm fjölskyldan í Hlíð-
arbyggð 13 og heimilið, sem þau
höfðu búið sér af svo mikilli smekk-
vísi, stóð öllum opið. Þangað var
gott að koma, þar var okkur ætíð
tekið opnum örmum svo og bömum
okkar. Anna Gréta hafði gott lag á
bömum eins og reyndar flestu öðm
og Kristján sonur okkar leitaði
mikið yfír til þeirra og átti þar
ævinlega athvarf, ef á þurfti að
halda.
Við vottum þeim feðgum okkar
dýpstu samúð og vonumst til að
eiga með þeim margar samvem-
stundir hér eftir sem hingað til.
Einnig vottum við öðmm ættingjum
og vinum samúð okkar og sérstak-
lega móðurinni Kristínu, sem nú sér
á bak elskaðri einkadóttur sinni í
blóma lífsins. Hennar harmur og
söknuður er sár og mikill. Við viljum
þakka fyrir að hafa fengið að
þekkja Önnu Grétu því hún hafði
bætandi áhrif á okkur jafnt og aðra
sem hún umgekkst.
Hér að lokum biðja sameiginlegir
vinir og nágrannar fyrir þakkir og
samúðarkveðjur. Hvíli hún í friði,
elskuð vinkona.
Anna og Logi
Anna Margrét Björnsdóttir,
kennari við Kennaraháskóla ís-
lands, systurdóttir mín, andaðist
26. maí 1986 í Landspítalanum úr
krabbameini eftir þungbæra legu.
Anna Gréta, en svo var hún jafnan
nefnd meðal ættingja og vina, var
nýlega orðin fertug er hún féll frá,
gáfuð, glæsileg kona í blóma lífsins,
en rétt framundan var tuttugu ára
brúðkaupsafmæli þeirra Omars,
eiginmanns hennar.
Anna Gréta var dóttir Bjöms
Guðmundssonar, verzlunarmanns,
sem var ættaður úr Breiðafírði, og
konu hans, Kristínar Guðmunds-
dóttur úr Reykjavík. Eldri bróðir
ÖnnuGrétu er Sveinn Haukur
Bjömsson, viðskiptafræðingur og
forstjóri Véla & Verkfæra hf.,
Reykjavík.
Bjöm faðir hennar féll frá mjög
óvænt 30. marz 1948, aðeins 33
ára að aldri. Kristín stóð þá snögg-
lega ein uppi, ung ekkja með tvö
böm fímm ára og tveggja ára, og
varð ekki aðeins að ganga þeim í
föður stað heldur vera fyrirvinna
heimilisins líka.
Það var afrek hvemig Kristínu
tókst að gegna þessu margþætta
hlutverki á erfiðum umbrotatímum
og koma báðum bömum sínum til
mennta, en kærleikur hennar og
umhyggja fyrir bömunum lögðu
gmnn að frábærlega nánu per-
sónusambandi milli þeirra allra og
Qölskyldna þeirra er bömin stofn-
uðu sín eigin heimili.
Anna Gréta gekk f Kennaraskóla
íslands og lauk kennaraprófi þaðan
1967. Hinn 28. maí 1966 giftist
hún eftirlifandi eiginmanni sínum,
Ómari Ingólfssyni kennara, og
eignuðust þau einn son, Jón Guðna,
sem nú er 10 ára. Þau störfuðu
bæði sem kennarar við bamaskól-
ann að Ljósafossi frá 1967-73, en
fíuttust þá til höfuðborgarsvæðisins
og reistu sér hús og fagurt heimili
í Garðabæ. Þau vom óvenjulega
samrýnd, hugkvæm og listfeng
enda bar heimili þeirra merki þess,
höfðu mikið yndi af ferðalögum
innanlands og utan, oft í félagsskap
náinna vina. Þau stóðu saman í einu
og öllu, friðsemd og fáguð fram-
koma einkenndu þau, jafnvíg í öll-
um hlutum og bar hvomgt þeirra
skugga á hitt.
Anna Gréta stundaði framhalds-
nám við Kennaraháskóla íslands
og starfaði hin síðari ár við æfínga-
og tilraunaskóla Kennaraháskól-
ans, þar sem hún leiðbeindi sem
æfíngakennari í lestrarfræði og
öðmm greinum, einkum varðandi
meðferð tomæmra bama er hún
hafði sérhæft sig í. Anna Gréta var
afkastamikil í starfí og naut mikils
trausts, enda vom henni stundum
falin óvenjuleg verkefni er hún
leysti með ágætum, eins og það að
kenna flóttafólkinu, sem hingað
kom frá Viet Nam, íslensku. Ómar
réðst til Skýrsluvéla rfkisins og
Reykjavíkurborgar eftir að hafa
sérmenntast í tölvufræðum, sem þá
töldust til nýjunga, en lágu vel fyrir
góðum gáfum hans, og er hann nú
forstöðumaður hugbúnaðardeildar
þessa mikilsverða þjónustufyrir-
tækis hins opinbera. Þau hjónin
tóku sameiginlega þátt í margvís-
legri félagsstarfsemi, þar á meðal
J.C. samtökunum í Garðabæ, og
vom bæði kjörin forsetar þeirra
samtaka sitt árið hvort.
Sár söknuður ríkir nú f fjölskyldu
okkar við ótímabært fráfall Önnu
Grétu. Hún var okkur öllum kær
vinur, sem við virtum mikið. Hún
átti ríka réttlætiskennd og vildi
öllum vel. Systir mín lýsti henni
skýrt er hún sagði eitt sinn: „Hún
Anna Gréta tekur aldrei neitt illt
inn á sig.“
Tíminn einn getur mildað sárs-
aukann sem nú þjakar hennar nán-
ustu, móður, eiginmann, son og
bróður. En virtur maður sagði:
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
vargleði þín.“
Að lokum sendi ég innilegustu
samúðarkveðjur frá fjölskyldu
minni, bæði þeim sem heima em
og hinum sem dvelja erlendis. Guð
styrki ykkur öll í þessari raun.
Aðalheiður Guðmundsdóttir
Anna Margrét Bjömsdóttir er
látin eftir harða sjúkdómsbaráttu,
aðeins 40 ára að aldri. Vonir um
bata bmgðust aftur og aftur.
Það var haustið 1967 að Anna
Gréta, eins og hún var jafnan köll-
uð, og Ómar Ingólfsson maður
hennar, gerðust kennarar við Ljósa-
fossskóla. Þau vom þá að byija sinn
kennsluferil. Við skólann vom þau
svo í 6 ár við miklar vinsældir og
var þeirra sárt saknað þegar þau
fluttu burt. En þótt vík yrði milli
vina rofnaði sambandið aldrei alveg
og mikið samglöddumst við þeim
þegar þau eignuðust langþráð bam,
dreng sem nú er 10 ára gamall.
Sl. sumar komu þau öll í heimsókn
og þrátt fyrir að Anna Gréta hefði
þá lengi barist við erfiðan sjúkdóm,
fannst okkur hún vera jafn geisl-
andi og henni var svo eiginlegt.
Við gátum ekki og vildum ekki trúa
að vonlítið væri um bata. Hetjuleg
barátta hennar og óbilandi kjarkur
villti okkur sýn. En Anna Gréta
stóð ekki ein í sinni erfíðu baráttu.
Ástríkur eiginmaður og aðrir ást-
vinir veittu henni alla þá stoð sem
hægt var með óbilandi ást og
umhyggju. Anna Gréta er horfín
sjónum okkar en minningin lifír.
Við Svava biðjum Ómari og Jóni
Guðna og ástvinum öllum Guðs
blessunar.
Böðvar Stefánsson
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftamjóð
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vðgguljóð.
(D.St.)
I dag þegar Anna Margrét er
kvödd hinstu kveðju hér á jörðu,
stöndum við ráðþrota og spyijum:
Hvemig getur það verið að glæsileg
kona, sem flestum virðist fremri,
er hrifín burt úr þessum heimi svo
ung? Við getum spurt, en ekki
svarað, en við verðum að hugga
okkur við að Guð sem öllu lffí
ræður, stjómi öllu á besta veg. Þótt
við svo mannleg og skammsýn
sjáum ekki alltaf tilganginn.
Þegar um slíkt afburðafólk sem
Önnu Margréti er að ræða þá fínnst
okkur að hennar hlutverk sé ef til
vill stærra en svo að það rúmist
hér ájörðu.
Ég var svo lánsöm að kynnast
henni í JC Görðum og starfa þar
með henni undanfarin ár.
Þótt hún mikið af þeim tíma
gengi ekki heil til skógar lét hún
það aldrei bitna á öðmm né hlífði
sér í starfí. Og ef eitthvað bjátaði
á kom hún manna fyrst, uppörvaði
og hughreysti og einhvem veginn
varð allt auðveldara í návist hennar.
Hún hafði einstaka stjómunar-
hæfíleika og þann eldmóð sem hreif
fólk með í starfí og leik. Og erfíð-
leikar, þeir vom nú til að sigra þá.
Það ár sem hún var forseti JC
Garða og ég ritari verður mér alltaf
ógleymanlegt. Hún átti lausnir á
flestum vanda og fáir hafa kennt
mér meira en hún, bæði þá og síðar.
Er ég nú kveð Önnu Margréti
er mér efst í huga þakklæti fyrir
að hafa kynnst henni og átt hana
að vini.
Kæm vinir, Ómar og Nonni,
ykkar missir er meiri en orð fá lýst
en þið eigið minningar um góða
eiginkonu og móður. Megi þær
minningar vera ykkur ljós og styrk-
ur um ókomin ár.
Ég og fjölskylda mín sendum
ykkur feðgunum og öðmm aðstand-
endum samúðarkveðjur og biðjum
Guð að styrkja ykkur á erfíðum
stundum.
Bergdfs Sigmarsdóttir
Sorgin hefur hvatt dyra. Elsku-
leg bróðurdóttir okkar hefur verið
kölluð burt í blóma lífsins, frá eigin-
manni og ungum syni, þegar ham-
ingjusólin var hæst á lofti. Það em
undarleg örlög og óskiljanleg. Hún
hlaut sömu örlög og faðir hennar,
sem var hrifinn burt frá konu sinni
og tveimur komungum bömum,
sem hann hafði svo mikla löngun
til að lifa fyrir og elskaði umfram
allt. Þá varð Kristín ein að annast
uppeldi baraanna og með óþreyt-
andi elju og dugnaði kom hún þeim
til mennta. Anna Margrét sýndi það
strax að hún var góðum gáfum
gædd, og framúrskarandi dugleg.
Það kom ekki á óvart þegar hún
kaus sér það starf að kenna og
leiðbeina bömum sem vom á eftir
í námi. Anna Margrét giftist Ómari
Ingólfssyni og áttu þau einn son,
Jón Guðna, sem er 10 áragamall.
Við samhryggjumst þeim og
biðjum góðan guð að styrkja þá og
vemda í framtíðinni. Við fæmm
móður hennar og bróður innilegustu
samúðarkveðj ur.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé iof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem).
Kveðja frá föðursystkinum.
Elskuleg vinkona mín, hún Anna
Gréta, hefur nú verið kvödd til
annarra starfa. Við sem eftir stönd-
um verðum að trúa því að eitthvað
annað og meira taki við.
Frá því haustið 1959, er við
Anna Gréta settumst í sama bekk-
inn í Hagaskóla, hefur vinátta
okkar verið mikil og hnökralaus.
Vinátta okkar var líka sérstök því
við áttum okkur sömu áhugamál
og sömu drauma. Leiðin lá í Kenn-
araskóla íslands og frá þeim ámm
em minningamar ófáar. Þar kýnnt-
ist Anna Gréta eiginmanni sínum,
Ómari Ingólfssyni og þau giftu sig
einmitt í maí fyrir 20 ámm. Hjóna-
band þeirra var hamingjuríkt og
þau vom sannir félagar. Fyrir 10
ámm eignuðust þau soninn Jón
Guðna, fallegan og greindan dreng.
Þeir sjá nú á eftir yndislegri eigin-
konu og móður, en minningin lifír.
Anna Gréta ólst upp hjá móður
sinni, Kristínu Guðmundsdóttur
ásamt einkabróður Sveini Hauki.
Föður sinn misstu þau er Anna
Gréta var ársgömul. Heimili þeirra
einkenndist af snyrtimennsku og
gestrisni. Þar var gott að koma.
Kristín giftist síðar Ingibjarti Þor-
steinssyni. Þau búa nú í Garðabæ
ásamt fóstursyni þeirra, Huga.
Nú síðustu árin starfaði Anna
Gréta við Æfíngadeild KHÍ en áður
hafði hún kennt við gmnnskólann
á Ljósafossi. Hún var góður kennari
og mjög næm fyrir öllu er varðar
mannleg samskipti. Hún var hress
og kát og gædd einstakri starfs-
orku. Hún var hreinskiptin og
áhugasöm um flest. Henni var eink-
ar lagið að draga fram það jákvæða
í lífínu. í veikindum sínum bar hún
sig alltaf vel og veitti öllum kraft
í kringum sig. Til marks um kraft-
inn hannaði hún og saumaði lista-
verk á sjúkrahúsinu og afhenti
starfsfólki deildarinnar við hátíð-
lega athöfn. Uppistaðan í verkinu
var lífstréð og sólin og meðal þess
sem hún saumaði út í myndina vom
þessi orð. „Trúin, vonin og viljinn
er kraftur sem býr í okkur öllum.
Beitum þessum krafti til bættrar
heilsu."
Undanfamar vikur ræddum við
um hinar ýmsu hliðar lífsins og
reyndum saman að fínna svör við
mörgum spurningum. Við fundum
ekki alltaf svörin en það var samt
auðveldara en sitja nú ein hér og
Sjábls. 38.