Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 38

Morgunblaðið - 04.06.1986, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1986 t Eiginmaður minn, faöir okkar, afi og langafi, BJARNI S. GUÐMUNDSSON, Arahólum 4, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 23. maí sl. Útförin hefur fariö fram. Sérstakar þakkir færum við iæknum og starfsfóiki deildar 11 B á Landspftalanum. Marta Sveinbjarnardóttir, Sveinbjörn Bjarnason, Frlðrikka Eðvaldsdóttir, Rannveig Bjarnadóttir, Helga Bjarnadóttir, Svavar Þorvarðarson, Marta Bjarnadóttir, Jón Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, EINAR ÖRN HALLGRÍMSSON, Garði, Hrunamannahreppi, er látinn. Jaröarförin er ákveðin frá Hrunakirkju 7. júní kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurbjörg Hreiöarsdóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, ÁSDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR, er látin. Hannes Pálsson, Guðlaug Ágústa Hannesdóttir, Bragi Hannesson. t Útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA ÁMUNDASONAR, Ljósvallagötu 30, verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 5. júní kl. 15.00. Ingunn Ófeigsdóttlr, Grétar Árnason, Sigríður Sigurðardóttir, Haraldur Árnason, Auður Gunnarsdóttir, Guðrún Anna Árnadóttir, Ólafur G. Karlsson, barna og barnabörn. t Útför GRÓU EINARSDÓTTUR, er lést í Elliheimilinu Grund 28. maí, fer fram f dag kl. 13.30 frá kirkju Aðventista. F.h. vandamanna, Guðrún Frímannsdóttir. t Þökkum innilega hluttekningu og samúö við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRÍMHEIÐAR JÓNASDÓTTUR, Hverfisgötu 71. Jónas Sigurðsson, Þorgerður Sigurðardóttir, Ragnhildur Sigurðardóttlr, Hannes Sigurðsson, Sigurást Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, HARALDAR WILLAN SIGURJÓNSSONAR, Iðavöllum, Skagaströnd. Björn Haraldsson, Aldfs Guðbjörnsdóttir, Grétar Haraldsson, Dfana Kristjánsdóttir, Sigurjón Haraldsson, Rósa Ólafsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður minnar, GRÓU ÁRNADÓTTUR, Hörðalandf 8. Margrét Sigrún Guðjönsdóttir. Anna Margrét Bjömsdóttir reyna að setja fátækleg kveðjuorð á blað og skrifa um Önnu Grétu í þátíð. Það var svo margt ógert og ósagt. En ég veit að við eigum eftir að hittast aftur og þá tökum við upg þráðinn að nýju. A erfiðum tímum finnst okkur oft að sorgin sé eins og þungur klettur á bijóstinu. En verum minn- ug þess, að á bak við dimma nótt dauðans rís sólin. Um leið og ég sendi ykkur kæru vinir, mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að styrkja ykkur, vil ég ljúka þessu með orðum yngsta sonar míns, sem sagði í gær: „Mamma, hún lifír á meðan við munum eftir henni." Ingibjörg Einarsdóttir. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. (V. Briem) Þegar sólin hækkar á lofti og gróðurinn vaknar af vetrardvala, kveður Anna Gréta þetta líf. Hún var skólasystir okkar úr Kennara- skóla íslands. Frá þeim tíma höfum við hist reglulega. í dymbilvikunni áttum við síðast kvöldstund saman á heimili hennar. Hún leit svo vel út að augnablik leyfðum við okkur að vona að styrk- ur hennar yrði sjúkdómnum yfir- sterkari. Hún ræddi sjúkdóm sinn án þess að kvarta og við dáðumst að viljastyrk hennar og sjálfsaga. Hún lagði sig fram við að halda öllu í eðlilegu horfi og láta engan bilbug á sér fínna. Hún, Ómar og Nonni áttu fallegt heimili þar sem listrænir hæfíleikar hennar fengu að njóta sín. Hjá þeim var gott að vera gestur. Ósjálfrátt spyrjum við okkur: Hvers vegna hún, sem hafði fengið svo mikið í vöggugjöf, ræktað það og gefíð öðrum með sér. Hún leitaði ávallt að því jákvæða í fari hvers manns og viðhorf hennar mótaðist af því. Hún hafði ákveðnar skoðan- ir, var góður hlustandi og virti viðhorf annarra. Hún var áhugasöm í starfí sínu og naut þess að vinna með bömum og greiða götu þeirra sem minna mega sfn. Anna Gréta var alla tíð sístarf- andi. Nú er starfí hennar á meðal okkar lokið. Við trúum því að hún hafí verið kölluð til meiri starfa Guðs um geim. Við sendum Ómari, Nonna, Krist- ínu móður hennar og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi. (V. Briem) Guðrún, Jóhanna, Minnie, Oddný og Þórey. Mjögerumtregt tunguaðhræra Þannig kvað Egill að syni sínum látnum og þannig er mér innan- bijósts við andlát elskulegrar vin- konu, Önnu Margrétar Bjömsdótt- ur. Orð em svo vanmáttug á svona stundum. Ung og glæsileg kona, full af lífsþrótti og gleði er kölluð burtu frá óloknu dagsverki. Við veltum fyrir okkur tilgangi tilvistar okkar hér á jörð. Anna Gréta hafði af svo miklu að miðla okkur sam- ferðafólkinu. Jákvætt hugarfar hennar og lifandi áhugi á öllu mannlegu kallaði fram það besta í þeim sem umgengust hana. Anna Margrét Bjömsdóttir var fædd í Reykjavík 18. apríl 1946. Foreldrar hennar vom Kristín Guðmundsdóttir og Bjöm Guð- mundsson. Þeirra böm vom Sveinn og Anna Margrét. Faðir hennar lést þegar hún var bam og giftist móður hennar síðar Ingibjarti Þorsteins- syni. Sonur hans er Hugi sem Anna Gréta leit á sem bróður. 28. maí 1966 gekk Anna Mar- grét í hjónaband með eftirlifandi eiginmanni sfnum, Ómari Ingólfs- syni, yfírkerfísfræðingi hjá Skýrslu- vélum ríkisins. Þau vom einstak- lega samhent hjón. Milli þeirra ríkti gagnkvæmur skilningur og jafn- vægi. Ómar stóð sem klettur við hlið konu sinnar í erfíðu sjúkdóms- stríði sfðustu misserin. Þau eignuð- ust eitt bam, Jón Guðna, sem nú er 10 ára. Ég kynntist Önnu Grétu fyrst þegar ég kom tii starfa við Æfínga- skóla Kennaraháskólans haustið 1977. Við áttum mikið og gott samstarf bæði við kennslu yngri bama í Æfingaskólanum og einnig við kennslu kennaranema í Kenn- araháskólanum. Hún var stuðnings- kennari Æfingaskólans. Hennar hlutverk var að sinna nemendum sem þurftu á aðstoð að halda í lengri eða skemmri tíma. Þetta krafðist mikillar samvinnu við al- menna kennara skólans. Hún kom oft inn í bekkina og vann með nemendum og kennumm. Henni fórst þetta vandasama verk einstak- lega vel úr hendi. Kennaramir sótt- ust eftir samstarfí við hana og nemendur ekki síður. Hún var búin öllum kostum góð skennara. Hlý- legt viðmót gagnvart nemendum ásamt glaðværð og samviskusemi voru eirtkenni starfs hennar. Ég átti því láni að fagna að eiga Önnu Grétu ekki aðeins að sam- starfsmanni en einnig sem góða vinkonu. Maður laðaðist að henni. Hún var hreinskilin og heiðarleg í samskiptum og það var gott að leita til hennar með vandamál og áhyggjuefni. Hún hafði alltaf áhuga og tíma til að velta hlutunum fyrir sér og segja sitt álit. Kahlil Gibran segir í Spámannin- um: „Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan." Anna Gréta var mikil fjölskyldu- manneskja. Fjölskylda hennar, einkasonur og eiginmaður, voru hennar fjársjóður sem hún vemdaði og hlúði að. Heimili þeirra var öruggt skjól íjölskyldunnar. Gest- um var þar alltaf tekið opnum örmum sama á hvaða aldri þeir voru. Sjmir mínir litlir voru alltaf spenntir að heimasækja Önnu Grétu því þeir fundu að þar voru þeir ekki síður merkilegir gestir en full- orðpa fólkið. Á kveðjustund líða minningamar gegnum hugann. Allt góðar og skemmtilegar minningar. Þær verða mér ógleymanlegar sam- verustundimar sem við höfum átt með íjölskyldum okkar á undan- fömum ámm. Anna Gréta var drif- fjöðrin í óformlegum matarklúbbi nokkurra hjóna. Þar var oft glatt á hjalla, framandi uppskriftir reynd- ar og slappað af í góðum hópi. Á sumrin nutum við náttúmnnar. Tíndum sveppi og fómm í krækl- ingafjöru og enduðum yfírleitt góð- an dag í Hlíðarbyggðinni. Við Bjami varðveitum þessar minning- ar og erum þakklát fyrir þær. Við kveðjum Önnu Grétu með sámm söknuði og þökkum dásamleg kynni. Elsku Ómar og Nonni. Guð styrki ykkur í þessari þungbæm sorg. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jóhanna Einarsdóttir Þegar sá skæði sjúkdómur, sem lagði að velli Önnu Grétu, frænku mína, réðist að henni í upphafí, var ég þess fullviss, að hún mundi sigr- ast á honum í fyrstu atrennu. Ef einhver fengi við hann ráðið' væri það hún, sem var alltaf svo sterk, bjartsýn, baráttuglöð og jákvæð. Það varð þeim mun meira áfall þegar hún sagði mér frá því fyrir réttu ári, að hann hefði tekið sig upp á ný. Vissan hlaut að víkja og smám saman fór eins um vonina eftir því sem á leið baráttuna. Það segir nokkuð um þá mann- eskju, sem Anna Gréta var, að hún hafði bannað ijölskyldu okkar að segja mér þessi tíðindi síðastliðið vor, þar til ég hefði lokið verkefni, sem hún vissi, að þarfnaðist ein- beitingar og allra þeirra krafta, sem ég átti þá til. Þessi eiginleiki hennar, að vilja hlífa öðmm við áföllum og erfiðleik- um, var einn af þeim sterkustu í margþættum vefrtaði skapgerðar hennar, — að hlífa og hjálpa. Meðal annarra eftirminnilegra vom hæfí- leikamir til að byggja upp en bijóta ekki niður, hvetja en letja ekki; horfa á hinar björtu hliðar lifsins en draga fyrir þær dökku yrði þeim ekki breytt; vera ekki að tvíóna við hlutina, heldur láta hendur standa fram úr ermum við verk sín og eyða ekki tíma sínum til einskis heldur nota hveija stund, sem gafst frá venjuverkum, til skapandi starfa. Aðdáunarvert var að sjá, hvemig hún tamdi þá eiginleika sína, sem henni fannst stundum þurfa að halda í skeflum. Örlyndi og ástræð- ur setti hún þá undir lás yfírvegun- ar, óþolinmæðina í bönd umburðar- lyndis og viðkvæmnina átti hún til að hylja með hörku. Þegar henni fannst hún ætla að verða of fljót- huga hugsaði hún sig um aftur og þótt hún hefði ekki á móti því, að aðrir hrifust með af ákafa hennar við verk, sem tók hug hennar allan, vildi hún ekki, að hann yrði neinum að svipu og reyndi þá að halda aftur af sér. Anna Gréta var einörð mann- eskja í orði og æði og tók hiklaust afstöðu til manna og málefna ef svo bar undir. Samt felldi hún enga dóma yfír þeim, sem vom annars sinnis. Afstaða hennar var þessi: „Þetta kann vel að vera rétt, það er bara ekki fyrir mig.“ Fleiri orð þurfti ekki um það. Hún var það, sem hún var og það var ærið. Þeim hlutverkum, sem lífíð ætl- aði henni, gegndi hún með eftir- minnilegri vandvirkni, reisn og stolti, — og þannig háði hún einnig baráttuna fyrir lífí sínu til hinztu stundar. Það er sár tilhugsun að eiga ekki eftir að sjá oftar þessa mannkosta- konu, — en ef til vill verður sá sárs- auki einmitt til þess að skerpa mynd hennar í minningu okkar. Sú staðreynd blasir við, að hún er ekki iengur .... er ekki lengur hvað? Ekki lifandi? Samt eins lifandi í huga manns og alltaf áður. Ekki meðal okkar? Víst er hún meðal okkar, ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum okkar í þeim myndum margra ára, sem þar eru geymdar. Ekki áþreifanleg? Að vísu ekki, — og þó. Við snert- um fallegu munina, sem hún bjó til handa okkur og það er eins og að snerta hluta af henni sjálfri. Þeir munu ætíð kalla fram minning- una um þungan æðaslátt heitrar handar hennar í lófa mér síðasta morguninn. Hún lifir í öllu þessu og svo umfram allt í drengnum sínum. Hann verður nú að halda áfram lífs- ferð sinni án hennar, en hún bjó hann út með gott veganesti og valdi honum góðan föður; það er huggun harmi gegn. Það er hart, að hún skyldi ekki áfram fá að njóta þeirra og þeir hennar og þau öll heimilisins, sem þau Ómar voru svo samhent við að byggja upp. — Og það er þungbært móður hennar að þurfa að lifa missi slíkrar dóttur. En örlög sín fær enginn flúið. Anna Gréta varð að lúta í lægra haldi fyrir dauðanum — sá andstæð- ingur kemur okkur öllum á kné fyrr eða síðar. En hún féll sem sigurvegari í þeirri orrustu, því þótt honum tækist að buga líkama hennar, braut hann aldrei sálar- styrk hennar eða skapgerð, stolt hennar eða sjálfsvirðingu. Hún lauk lífí sínu eins og hún hafði lifað því; heil, sönn og sterk. Margrét Heinreksdóttir Á fögrum vormorgni þriðjudags 27. maí barst okkur, vinum og starfsfélögum í Æfingaskólanum, sú sorgarfregn að Anna Gréta væri dáin. Fregnin' kom ekki að óvörum. Milli vonar og ótta höfyum við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.