Morgunblaðið - 04.06.1986, Side 40

Morgunblaðið - 04.06.1986, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1986 fclk í fréttum Blindi maðurinn sem byggði sitt eigið einbýlishús orpsbúar kalla það „Húsið sem blindi-John byggði" - rúmgott einbýlishús og íburðarmik- ið. Eigandinn John Dodwell sem hannaði það og byggði er nefnilega næstum aiveg blindur. „Ég hef jafnan reynt að keppa við þá sem hafa sjón og mörg ár liðu svo að ég gat ekki viðurkennt fyrir sjálfum mér að ég væri blindur", segir Dodwell sem byggði húsið á sex mánuðum ásamt ijórum sonum sín- um. Dodwell missti sjónina að veru- legu leyti 14 ára gamall vegna mjög sjaldgæfs fæðingargalla og getur ekki lesið án þess að hafa stækkun- argler. En Dodweli, sem hefur ákveðið að láta blinduna ekki hafa of mikil áhrif á líf sitt, rekur §öl- skyldufyrirtæki sem sér um að breyta húsum þannig að þau henti fötluðum. Hann byrjaði að vinna sem trésmíðanemi eftir að hann lauk skyldunámi. Svo laginn var hann við smíðamar að það var ekki fyrr en dag nokkum er hann var beðinn að aka bíl fyrirtækisins að vinnufélagar hans áttuðu sig á að hann var næstum blindur. „Ég verð að viðurkenna að ég get alls ekki lesið á tommustokk án þess að hafa gott stækkunargler", segir Dodwell. Dodwell er ekki sérlega skraf- hreyfínn um eigin fyrirætlanir. Það fyrsta sem eiginkona hans Pauline heyrði af ákvörðun hans um að byggja einbýlishúsið var að hann sagði einn daginn: „Já, meðal ann- arra orða, við munum bráðlega flytja í stærra hús.“ Dodwell notar ýmis sérsmíðuð verkfæri við vinnu sína s.s. halla- mál sem gefur frá sér hljóð mismun- andi eftir því hvemig því er snúið, og bæta þessi verkfæri honum upp blinduna að nokkm leyti. En hvaða ráð gefur hann öðm biindu fólki sem langar til að byggja sér hús sjálft? „Blindur maður getur spilað á píanó - en fyrst verður hann auðvit- að að læra það,“ segir Dodwell. „Og til að byggja sér hús verður maður að vera vel að sér í hinum ýmsu greinum byggingariðnaðar." John Dodwell og einbýlishúsið sem hann byggði. í lífinu. Mér stendur meira á sama um efnaleg gæði nú en áður. Það er vissulega gott að njóta efnislegra gæða en ég hef meiri áhuga _ á andlegum verðmætum núorðið. Ég vil þroska sjálfan mig - þjálfa hæfíleika mína, auka þekkingu mína og verða meiri sem maður. Þeir sem vilja komast á toppinn hugsa margir aðeins um næstu kvikmynd, en ég lít til lengri tíma, jaftivel næsta lífs. Frami hefur alltaf skipt mig miklu máli,“ segir Travolta, „en starfsframi er ekki lengur það eina sem skiptir máli. Eftir að ég lék í kvikmyndinni „Grease" urðu mikil umskipti í lífí mínu. Á tveimur árum dóu bæði móðir mín og unnusta úr krabbameini. Diana var tekin frá mér svo skömmu eftir að við fund- um hvort annað - við höfðum bara verið saman í sjö mánuði. Og mamma stóð mér mjög nærri — hún elskaði leikhúsið og hvatti mig alltaf óspart til dáða. Ég saknaði hennar sárt. Þegar þær voru famar dró ég mig inn í skel mína. Það var erfítt tímabil en þá þroskaðist ég mikið Um tölvunet og upplýsingabanka - með rómantísku ívafi Huldu leist vel á Láka. Og Láki var dálítið skotinn í Huldu. En bæði voru of feimin til að færa þessar tilfínningar sínar í tal, og ekkert virtist ætla að verða úr neinu. Og sjálfsagt hefði Hulda haldið áfram að spinna og Láki orðið piparsveinn það sem eftir var ævinar ef þau hefðu ekki verið svo einstaklega heppinn að vera uppi á tölvuöld. Þau unnu nefnilega bæði við tölvur og með því að hagnýta sér „rafeindapóst- inn“ gátu þau skipst á stuttum, formlegum skilaboðum sem með tímanum urðu kímin og pínulítið persónuleg. Og nú em þau Hulda og Láki gift. „Rafeindapóstur" er nýjung sem nú er að ryðja sér til rúms og skapa nýja „samskiptamögu- leika“ milli fólks, eins og félags- fræðin myndi sjálfsagt orða það. Einka- og heimilistölvur em nú á mörgum heimilum og það er nán- ast sama hver tölvutegundin er - sá möguleiki er fyrir hendi að tengja tölvuna við síma með svo nefndu módaldi og hafa þannig samband við upplýsingabanka og allar aðrar tölvur sem tengdar em símkerfinu. Hér á landi em þessir mögu- leikar auðvitað til staðar eins og erlendis en almenningur hefur ekki nýtt þá að neinu marki. Innan fyrirtækja og menntastofnana (t.d. Háskóla íslands) hafa slík tjáskipti með tölvum hins vegar þegar verið tekin upp og spara fólki mörg sporin og símhringing- amar. En hvers vegna notar almenn- ingur ekki einkatölvur á heimilum til upplýsingaleitar og tjáskipta rétt eins og tíðkast erlendis. Skýr- ingin er einfaldlega sú að tölvu- upplýsingabankar, aðgengilegir hveijum sem er, em einfaldlega ekki til staðar hér á landi. Kostn- aður við að koma sér upp módaldi (sem tengir tölvuna símanum) er nokkur og erlendis hefur það sýnt sig að menn fara ekki út í að koma sér upp slíkum búnaði nema þeir hafí aðgang að upplýsinga- banka eða einhverri álíka þjón- ustu. Tölvunet erlendis (s.s. Mic- ronet 800 í Bretlandi) em ekki einungis upplýsingabankar heldur gera þau notendum sínum fært að komast í samband við allar tölvur sem tengdar em viðkom- andi neti. Athygli hefur vakið að það er ekki upplýsingabankinn sem almenningur hefur mestan áhuga fyrir heldur er það „raf- einda-pósthólfíð" sem er vinsæl- ast. Þar getur hver og einn skrifað inn það sem hann telur áhugavert: vísur, sögur, spakmæli, forrit o.s.frv. Þama hefur skapast nýr gmndvöllur fyrir útgáfustarfsemi, að vísu án endurgjalds - en myndi góður hagyrðingur setja það fyrir sig? Enn bólar ekki á þjónustustofn- un sem þessari hér á landi. Og séu Hulda og Láki svo óheppin að vinna hjá ótölvuvæddum fyrir- tækjum gæti svo farið að þau þyrftu að þreyja þorrann oggóuna og fara á mis við hjónabandssæl- una um ókomin ár. Skriftamál John Travolta Nýir samskiptamöguleikar: Með kvikmyndunum „Sat- urday Night Fever" og „Grease" varð John Travolta með þekktustu kvikmyndastjömum heims. En þessi metnaðarfulli kvik- myndaleikari er ekki við eina fjölina felldur - nú hefur trú á endurfæð- ingarkenninguna fengið hann til að sjá allt líf sitt í nýju ljósi. „Fólk sem trúir því að það lifí bara einu sinni er oft gímgt í að öðlast sem mest í lífinu", segir Travolta. „Síðan ég áttaði mig á að við endurfæðumst öll aftur og aftur er ég ekki eins hræddur um að fara á mis við ýmsan munað og áður. Þegar ég verð orðinn gamall mun ég ekki gera mér rellu útaf því sem ég hef ekki náð að reyna Heima í stofunni hjá Travoita er allt í mexikönskum stíl. Dansljónið Travolta í sveiflu. Hann telur sig ná fram vissum kyn- töfrum í dansinum. Huldu leist vel á Láka ... Og Láki var dálítið skotinn í Huldu ...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.