Morgunblaðið - 04.06.1986, Side 47

Morgunblaðið - 04.06.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986 47 • Vandenbergh, mlðherjl Belga, gerði mark þeirra f gœrkvöldi, en Mexíkanar unnu frœkinn sigur. Góður sigur Portúgala Portúgalir unnu fremur óvœnt- an sigur á Englendingum í F-riöl- inum á HM í gœrkvöldi, eins og fslenskir knattspyrnuáhugamenn sáu í sjónvarpinu. Þeir skoruðu eitt mark gegn engu. Úrslitin eru alvarlegt áfall fyrir Englendinga. Leikurinn fór hægt af stað, og fyrri hálfleikurinn var daufur. Eng- lendingar byggðu sóknir sínar einkum upp hægra megin á vellin- um þar sem Chris Waddle kom mest við sögu. Portúgalir hófu hinsvegar leikinn með fimm leik- menn á miðvellinum og Gomes einan í fremstu línu. Baráttan átti Þjóðhátíð íMexíkó EITT hundrað og tólf þúsund mexfkanskir áhorfendur, þeirra á meðal De La Madrid, forseti landsins, fögnuðu leikmönnum mexfkanska landsliðslns ákaflega þegar þelr gengu inn á Azteka- leikvanginn til að lelka við Belga f heim8meistarakeppninni f gær- kvöldí. Mexfkanskir knatt- spyrnuáhugamenn höfðu beðið lengi eftir fyrsta leik sinna manna og þeir voru svo sannarlega ánægðir með frammistöðu þeirra. Eftir 2:1-sigurinn var þjóð- hátfðarstemmning í landinu. Lið Mexíkó hóf leikinn vel og fékk fljótlega nokkur færi við belg- íska markið. Það var þó ekki fyrr en á 24. mínútu aö fyrsta markið kom. Thomas Boy, fyrirliði liðsins og leikstjórnandi, tók þá auka- spyrnu, sendi fyrir markið og varn- armaðurinn Fernando Quirante skallaöi fast framhjá Pfaff og í netið. Eftir markið sóttu Mexíkanar enn í sig veðrið og réðu á tímabili öllu um gang leiksins. Þeir gerðu annað mark sitt á fertugustu mín- útu. Luis Flores komst þá einn innfyrir belgísku vörnina, virtist rangstæöur, en varnarmaður náði að bjarga skoti hans í horn. Thom- as Boy tók hornið, Javier Aguirre skallaði aftur fyrir sig til Hugo Sanchez við fjærstöngina og hann skallaði í netið af örstuttu færi. Staðan 2:0. Á síðustu sekúndum hálfleiksins svöruðu síðan Belgar mjög óvænt fyrir sig. Gerets tók langt innkast, mexíkanski markvörðurinn mis- reiknaði sig og skyndilega stóö Vandenbergh fyrir opnu marki og skallaði auðveldlega í netið. Stað- aníháifleikvar2:1 fyrirMexíkó. í síðari hálfleik dró nokkuð úr hraðanum í leiknum, sem hafði verið feiknarlegur í fyrri hálfleik. Belgíumenn voru meira með knött- inn en tókst ekki að skapa sér umtalsverð marktækifæri. Belgar voru mjög óánægðir með dóm- gæsluna í leiknum og eftir frétta- skeytum að dæma virðist Carlos Esposito, dómari, hafa dregið örlít- ið taum heimaliðsins. Belgíumenn geta þó ekki kennt honum um ósigurinn því þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum bjargaði Pfaff þeim frá þvf að fá á sig þriðja markið með stórkostlegri markvörslu, eftirað Miguel Espana hafði komisteinn innfyrirvörnina. sér því fyrst og fremst stað á miðvellinum og lítið var um opin marktækifæri. Robson í liði Englands og Carlos Manuel í liði Portúgals voru mest áberandi í fyrri hálfleiknum, en þeir gátu hvorugur tekið fullan þátt í undirbúningi liða sinna vegna meiðsla. í síðari hálfleik sóttu Englend- ingar í sig veðrið og sem fyrr var það Chris Waddle sem gerði mestan usla í portúgölsku vörn- inni. Hann átti góða fyrirgjöf strax í upphafi hálfleiksins en Lineker var kominn úr jafnvægi og gat ekki nýtt sér sendinguna. A 52. mínútu átti síðan Terry Butcher gullfallega stungusendingu innfyrir vörn Portúgals og Gary Lineker kom knettinum fram hjá Bento í portúgalska markinú, en Alvaro náði að komast fyrir skotið á síð- asta augnabliki. Á tímabili komust Portúgalir varla fram fyrir miðju, en smám saman náðu þeir sér á strik og á 75. mínútu skoruðu þeir og náðu mjög óvæntri forystu. Diamantino braust þá upp hægri kantinn, Carlos Manuel tók faglega við lágri fyrirgjöfinni og skaut henni upp í þaknetið við fjærstöng. 1:0 fyrir Portúgal. • MarkHately Undir lok leiksins skiptu bæði lið inná óþreyttum leikmönnum, en 35 stiga hiti var á meðan hann fór fram. Englendingar gerðu þá örvæntingarfullar tilraunir til að jafna, en við það opnaðist vöm þeirra og á síðustu mínútunum komst Futre tvisvar í opin færi. í fyrra skiptið var hann felldur, en í hiö síðara varði Shilton meistara- lega. Létt hjá Breiðablik ÍBK 0 - UBK 4 (staðan í hálfleik 0—3). Blikastalpumar áttu svo að segja allan leiklnn sem fram fór í Keflavfk f gærkvöldi. Blikastelpurnar skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik. Á 29. mín. skoraði Sara eftir góöa sókn Blik- anna og síðan komu tvö mörk í röð. Á 39. mínútu skoraði Erla Rafnsdóttir og einni mínútu síðar bætti Ásta B. við þriðja markinu. Staðan í hálfleik því 3-0 fyrir UBK. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri hafði endað, sem sókn Blik- anna. Þær skoruðu þó ekki nema eitt mark og kom það á 17. mín- útu. Þá átti Ásta María skot að marki ÍBK sem markmaðurinn hélt ekki og boltinn hrökk út til Söru sem kom honum í netið. N-írar náðu ekki að sigra NORMAN Whiteside, hinn skeinuhætti leikmaður Norður- írlands og Manchester United, reyndist landsliði sfnu betri en enginn í leiknum gegn Alsfr f gærkvöldi. Hann gerði fyrsta mark leiksins strax á fimmtu mínútu. Hinn reyndi varnarmaður Alsír, Nouredine Kourichi, braut þá á Steven Pen- ney sóknarmanni íra rétt utan við vítateiginn og sovéski dómarinn, Butenko, dæmdi aukaspyrnu. Norman Whiteside tók aukaspyrn- una og skaut föstu skoti, sem breytti lítillega um stefnu af varnar- veggnum, og hafnaði í netinu. Eftir markið höfðu Norður-írar undirtökin í leiknum, léku rólega saman úti á vellinum og áttu hættulegar sóknir inn á milli. Meðal annars áttu þeir tvö algjör dauðafæri, fyrst var bjargað á línu frá Quinn og síöan skaut Hamilton framhjá einn fyrir opnu marki. Alsírbúar virtust nokkuð tauga- veiklaðir framan af, en þegar líða tók á fyrri hálfleikinn sóttu þeir í sig veðrið og áttu oröið ekki minna í leiknum undir lok hans. Þeir hófu svo síðari hálfieikinn eins og þeir luku þeim fyrri, og á 58. mínútu jöfnuðu þeir. Alsír fékk þá óbeina aukaspyrnu rétt utan við teiginn, knettinum var ýtt til Djamel Zidane, og hann þrumaði W- * w ^ . ****** , , - 'i . 5 *,í > *' . \vi: . v - ; ' r t *' - * * 'v * ** E3E1MK* AP/Símamynd • Norman Whfteside gerðl fyrsta mark leiksins úr aukaspyrnu eftir aðeins 4 mfnútur. Knötturinn breytti um stefnu af varnarmanni, og eins og sjá má er Larbi f alsfrska markinu úr jafnvægl. honum neðst í markhornið framhjá PatJennings. Þaö sem eftir lifði leiksins var jafnræði með liöunum, og þau virtust bæði sætta sig við jafntefli. Nokkur harka og skapæsingur leik- manna gerði vart við sig, en þegar upp var staðið var jafntefli sann- gjörn úrslit. A-fMiK: Búlgaria—Italia 1:1 Arg«ntfna—SuAur-KórM 3:1 Staóan: Argentína 1 1 0 0 3:1 2 Búlgaría 1 0 1 0 1:1 1 italia 1 0 1 0 1:1 1 S-Kórea 1 0 0 1 1:3 0 B-riðill: Balgfa—Mexfkó 2:1 StaSan: Mexíkó 1 1 0 0 2:1 2 írak 0 0 0 0 0:0 0 Paraguay 0 0 0 0 0:0 0 Belgía 1 0 0 1 1:2 0 C-rióill: Kanada—Frakkland 0:1 Sovótrfldn—Ungverjaland 6:0 StaAan: Sovétríkin 1 1 0 0 6:2 2 Frakkland 1 1 0 0 1:0 2 Kanda 1 0 0 1 0:1 0 Ungverjaland 10 0 1 0:6 0 D-rHMII: Spánn—Brasilía 0:1 Alsír—Noróur-írtand 1:1 Staóan: Norður-írland 1 0 1 0 1:1 1 Brasilía 1 1 0 0 1:0 2 Spánn 1 0 0 1 0:1 0 Alsír 1 0 1 0 1:1 1 E-riðill: Fyrstu leikir eru f kvöld og þá leika V-Þýskaland og Uruguay annarsvegar og hinsvegar Skotar og Danir. F-riðlU: Marokkó—Pólland 0:0 Portúgal—England 1:0 Staðan: Portúgal 1 1 0 0 1:0 2 Marokkó 10 10 0:0 1 Pólland 1 0 1 0 0:0 1 England 1 0 0 1 0:1 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.