Morgunblaðið - 08.07.1986, Page 1
64 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
149. tbl. 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 8. JULI1986
Prentsmíðja Morgunblaðsins
Filippseyjar;
Vægt verður tekið á
uppreisnarmönnum
Tolentino leggur upp laupana
AP/Símamynd
Corazon Aquino, forseti Filippseyja, talar við blaðamenn í herbúðum
suðaustur af Manila í gær, umkringd herforingjum og starfsmönnum
stjórnarinnar. Á hægri hönd Aquino er Fidei Ramos, yfirmaður
hersins á Filippseyjum.
Manila, AP.
BORGARAR og hermenn, sem
studdu misheppnaða tilraun
Arturos Tolentino til valdaráns
á Filippseyjum, yfirgáfu í morg-
un hótel, sem þeir höfðu lagt
undir sig í miðborg Manila. Ekki
er vitað hvað varð af Tolentino
og hefur hann ekki sést síðan
hann tilkynnti að hann ætlaði að
yfirgefa hótelið. Tolentino
kveðst enn líta á sig sem forseta.
Corazon Aquino, forseti, sagði
að hún hefði engar áhyggjur af
uppreisnartilraun Tolentinos. Aqu-
ino gaf uppreisnarmönnunum
sólarhrings frest til að yfirgefa hót-
elið og rann hann út í morgun.
Kvaðst hún ætla að taka vægt á
byltingartilrauninni ef uppreisnar-
mennimir gæfust upp. Hún kvaðst
telja að Ferdinand Marcos, fyrrum
forseti, hefði staðið á bak við þessa
tilraun. Aðspurður kvaðst Marcos
ekkert geta sagt um málið.
Tolentino sagði að Marcos hefði
hringt í sig úr útlegðinni á Hawaii.
Marcos hefði skipað sér að sveija
embættiseið sem forseti og gegna
forsetaembættinu þar til hann gæti
snúið heim frá Hawaii.
Uppreisnartilraun Tolentinos
þykir hafa verið fyrirfram dæmd
til þess að mistakast. Þó þykir at-
hyglisvert að Tolentino virðist hafa
notið fulltingis margra háttsettra
Stjórn Suður-Afríku hunsar Howe:
Wiimie Mandela nú
friáls ferða sinna
London/Jóhannesarborg, AP.
YFIRVÖLD Í Suður-Afríku hafa aflétt ferðabanni á Winnie Mand-
ela, konu Nelsons Mandela. Þrjátíu og tveir menn létu lifið í
Suður-Afríku þessa helgi, þar af sjö í gær. Tilraunir Evrópurikja til
að koma á umræðum í Suður-Afríku strönduðu í gær vegna þess
að leiðtogar bæði svartra manna og hvítra höfðu ekki tíma tii að
taka á móti Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands.
og handsprengjum. Fimmtán svart-
ir námamenn létu lífið um helgina
í átökum hjá gullnámu.
manna í hemum.
Tolentino lagði undir sig hótel í
Manila á sunnudag. Hafði hann þá
svarið embættiseið sem forseti á
samkundu með tíu þúsund stuðn-
ingsmönnum Marcosar. Um tíu
þúsund stuðningsmenn söfnuðust
saman fyrir utan hótelið á sunnu-
dag, en í gær vom þar aðeins þijú
þúsund.
Rúmlega þúsund hermenn um-
kringdu hótelið og benti ekkert til
þess að uppreisnarmennimir gætu
ógnað stjóm Aquinos..
Larry Speakes blaðafulltrúi Ro-
nalds Reagan forseta ítrekaði
stuðning Bandaríkjastjómar við
Aquino. Speakes tók fram, að það
hefði ekki áhrif á landvistarleyfi
Mareosar þótt í ljós kæmi að hann
hefði staðið á bak við uppreisnartil-
raunina. Aftur á móti yrði rannsókn
hafin á því hvort svo væri.
Sjá einnig frétt á síðu 22.
AP/Símamynd
Francois Mitterrand og Mikhail Gorbachev ræðast við í Moskvu.
Gorbachev og Mitterrand ræðast við í Moskvu:
Vilja draga úr
spennu í Evrópu
Moskvu, AP.
Francois Mitterrand, forseti Frakklands, var ekki jafn harðorður
í garð Sovétmanna vegna mannréttindabrota og í heimsókn sinni
til Sovétríkjanna 1984. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna,
og Mitterrand ræddust við í tvær og hálfa klukkustund í gær og tók
Mitterrand undir það með Gorbachev að draga þyrfti úr spennu
milli Austur- og Vestur-Evrópuríkja. Mitterrand er í fjögurra daga
heimsókn i Moskvu.
Leiðtogamir virtust báðir stað-
ráðnir í að leggja áherslu á sáttfysi
fremur en að hamra á þeim ágrein-
ingsefnum, sem vom upp á teningn-
um þegar Mitterrand heimsótti
Sovétríkin 1984. Þá sagði hann í
ræðu að mál andófsmannsins Andr-
Að sögn lögreglunnar er Mandela
nú fijáls af öllum þeim boðum og
bönnum sem hún hefur mátt lúta
af hálfu ríkisins undanfarin tuttugu
ár. Hún hefur virt bönn þessi að
vettugi síðan hún átti í eijum við
lögregluna í janúar. Hún hafði búið
í átta ár í sveitahéraðinu Brandfort
þegar hún í ágúst á síðasta ári sett-
ist að í Soweto í Jóhannesarborg
og sagðist hvergi fara.
Nafn Mandela var ekki á bann-
lista yfir fólk, sem fjölmiðlar í
Suður-Afríku mega ekki vitna í.
Listi þessi var gefinn út í síðustu
viku.
Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð-
herra Bretlands, nefur slegið för
sinni til Suður-Afríku á frest, en
er hins vegar staðráðirm i að fara
til Zimbabwe og Zambíu í dag.
Vonast hann til að vtr.a þar að
máli leiðtoga Afríska þjóðarráðsins.
Howe er formaður nefndar utan-
ríkisráðherra aðildarríkja Evrópu-
bandalagsins og ætlaði til
Suður-Áfríku á hennar vegum.
Engin ástæða var gefin fyrir því
hvers vegna suður-afríska stjómin
lét hjá líða að samþykkja komu
Howes.
Denis Healy, talsmaður breska
Verkamannaflokksins í utanríkis-
málum, sagði að för Howes hefði
verið dauðadæmd frá upphafi vegna
þess að Desmond Tutu biskup hefði
neitað að hitta hann og stjórnin í
Pretoríu hefði „niðurlægt Howe
með því að hunsa hann“.
Lögreglan greindi frá því í gær-
morgun að þrír skæruliðar hefðu
beðið bana í skotbardaga norður
af Durban. Þeir hefðu verið vopnað-
ir sovéskum rifflum, jarðsprengjum
Þingkosningar í Japan:
„Kjósendur styðja
stjórnarstefnuna“
— sagði Nakasone eftir stórsigiir flokks síns
Tókýó,AP.
„ÚRSLIT þingkosninganna sýna að kjósendur bera traust til
stjórnarinnar og styðja stefnu hennar bæði í innanríkis- og utan-
ríkismálum,“ sagði Yasuhiro Nakasone forsætisráðherra Japans
í gær. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn undir forystu Nakasones
vann sinn stærsta kosningasigur frá stríðslokum á sunnudag.
Kosið var til beggja deilda þingsins.
Hlaut flokkurinn hreinan meiri- einnig með forsætisráðherraembæt-
hluta á þingi, eða 300 þingsæti af
512 í neðri deild.
Samkvæmt flokkslögum má for-
maður fijálslyndra aðeins gegna því
embætti tvö kjörtímabil, en hann fer
tið. Nakasone er skylt að láta af
formennsku í október. Hins vegar
hafa líkur á þvi að lögunum verði
breytt aukist eftir sigurinn.
Sjá einnig frétt á síðu 22.
eis Sakharov hefdi komist í hámæli
vestantjalds vegna þess að þar
kæmi fram að hæpið væri að Sovét-
menn færu að mannréttindaákvæð-
um Helsinki-sáttmálans.
Mitterrand flutti ræðu við svipað
tækifæri yfir kvöldverðarborðum í
gær. Sagði hann að landamæri
gætu ekki staðið í vegi fyrir réttind-
um manna og það væri siðferðileg
skylda ríkisstjóma að tryggja sam-
skipti milli þjóða og leysa úr málum
fjölskyldna, sem lifðu aðskildar.
Hann nefndi hvorki Sakharov né
önnur einstök mannréttindamál.
Þegar Yelena Bonner eiginkona
Sakharovs var í París í maílok,
sagði Mitterrand að hún skyldi aldr-
ei hika við að tala við sig: „Ég skal
tala máli ykkar.“
Verið getur að Gorbachev hafi
búist við að Mitterrand myndi víkja
að mannréttindamálum. Alténd
sagði hann í ræðu yfir borðum að
Sovétmenn væru ræðubúnir til al-
þjóðlegs samstarfs um mannúðar-
mál: „Og þetta eru ekki orðin tóm.“
Mitterrand og Gorbachev rædd-
ust við fyrir málsverðinn. Sagði
Mitterrand að þeir hefðu verið sam-
mála um mikilvægi Evrópuríkja í
alþjóðamálum.