Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 4

Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986 daga þegar hann fer að blása af sunnan", sagði Adolf ennfremur. Hlýtt var I veðri þennan dag og ekki var að finna, að kuldi fylgdi nálægð hafíssins. Adolf sagði að hiti hefði dottið aðeins niður nú um helgina og líklega myndi eitthvað kólna ef vindur færi að standa af ísnum. „En hann spáir sunnanátt svo að þetta verður horfíð eftir nokkra daga“, sagði hann. Landsmönnum hefur löngum stafað nokkur ógn af hafísnum, en óneitanlega var það fögur sjón sem við blasti þegar gengið var um fjörurnar við Trékyllisvík. Og ekki var að sjá að bömin á Finn- bogastöðum, Guðbrandur Óli Albertsson 11 ára, Oddrún Inga Albertsdóttir 9 ára og Linda Björk Guðmundsdóttir 4 ára, teldu sig hafa neitt að óttast af hans hálfu. Þau brugðu á leik í fjörunni, á jökunum sem þar voru reknir á land. Guðbrandur Óli kvaðst hafa brugðið nokkuð þegar hann vakn- aði upp á sunnudagsmorguninn á sá að allt var orðið fullt af ís, en þetta hefði vanist strax og núna fannst honum þetta „ekkert sér- stakt“. Heimamenn töldu ólíklegt að hafísinn myndi hafa nokkur áhrif á á daglegt líf þeirra, nema þá að hann færi að gera sig heima- kominn til lengri tíma. „Hann gæti auðvitað haft áhrif á sjósókn ef hann helst eitthvað“, sagði Adolf sem rekur trilluútgerð auk starfa sinna við flugvöllinn. „Hins vegar er oft góður fískur við ísrendumar og þeir hafa verið að fá þar góðan físk að undanfömu". Isinn virtist einna þéttastur í fjörunni við Trékyllisvfk. Þá var einnig talsverður ís við bæina Litlu-Ávík og Stóm-Ávík undir Reykjameshymu og talsverður ís var í fjömnni við bæina Krossanes og Fell við norðanverðan Norður- fjörð. Við strandlengjuna þar norður af var ekki landfastur ís allt norður fyrir Hombjarg. ískort, sem Veðurstofan gerði samkvæmt skýrslu Landhelgis ÞAÐ var heldur kuldalegt um að litast á norðanverðum Húnaflóa í gærdag þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins flugu yfir hafísinn sem nú hefur sótt Strandamenn heim. Þessi landsins forni fjandi spyr greini- lega ekki um árstíma þegar hann vill minna á sig. Ekki er þó einsdæmi að hafís sjáist á þessum slóðum um hásuma- rið þótt fátíðara sé, að hann taki land eins og hann hefur nú gert sunnan við Drangaskörð, á Munaðarnesi, i Norður- firði og á Trékyllisvík. Heimamenn þar vestra virtust þó ekki hafa kippt sér mjög upp við þessa óvæntu heimsókn. „Við höfum svo sem séð hann áður á þessum árstíma", sagði Adolf Thorarensen flugumsjónarmaður á Gjögri, sem var fylgdarmaður okkar Morgunblaðsmanna á svæðinu. Hann er borinn og barn- fæddur á Ströndum og mundi nokkur tilfelli þar sem hafís varð landfastur á miðju sumri, þótt ekki væri það að vísu algengt. „Þetta hverfur aftur eftir nokkra Séð yfir fjöruna í Trékyllisvík. Morgunblaðið/Þorkell Krakkarnir á Finnbogastöðum, Linda Björk, Guðbrandur Óli og Oddrún Inga, voru hvergi banginn við ísinn. Með þeim á myndinni er hvolpurinn Gulli og faðir hans Úlfur, sem neitaði að láta ljósmyndarann sjá framan í sig. Hafís á Ströndum: „Við höfum svo sem séð hann áður“ Svipast um á haf ís- svæðinu fyrir vestan gæslunnar eftir könnunarflugið í gær. Eins og sjá má er ísinn „Hann verður farinn eftir nokkra daga,“ sagði Adolf Thorarensen, sem hér er í fjörunni neðan aðeins landfastur á litlu svæði norður af Reykjarneshyrnu. við bæinn Stóru-Ávík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.