Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.07.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986 13 Sumartónleikar í Skálholti Stúdentakór frá Arósum Tónlist Jón Ásgeirsson Sumartónleikar í Skálholti hófust nú um helgina og ráðgerðir tón- leikar þar um næstu helgar, þó með þeirri undantekningu sem er svo nefnd Skálholtshátíð, er verð- ur sunnudaginn 20. júlí. Tvennir tónleikar eru haldnir hvem laug- ardag en sunnudaginn eftir verður að fella niður aðra tónleikana Að þessu sinni voru seinni tón- leikar helgarinnar mjög svipaðir þeim fyrri, hvað snertir efnisval og flytjendur. Tónleikamir hófust á flautudúett, nú þeim fyrsta í e-moll eftir Wilhelm Friedemann. Samleikur Manuelu Wiesler og Einars Grétars Sveinbjömssonar var einstaklega fallegur, einkum þó í hæga þættinum, sem er í gerð eins og samtal. Annað verk- efni tónleikanna var g-moll partít- an, sú fyrsta af sex einleiksverk- um fyrir fíðlu, eftir Johann Sebastían Bach. Einar hefur mikla tækni en leikur oft ógæti- lega, er of kappsfullur, eins og í fúgunni. Þrátt fyrir ýmsa hnökra, var margt mjög fallega gert og af mikilli leiktækni hjá Einari Grétari. Manuela Wiesler lék þriðja verkið og var það sónata fyrir einleiksflautu, eftir Carl Philipp Emeanuel. I efnisskrá er verkið númerað 169 en undir því númeri er consert fyrir orgel eða cembal og strengi. Sónata í a-moll, fyrir flautu er númeruð W-132 og er vegna messu. Það er nokkuð bagalegt, þeim er vildu eða gætu frekar komið þann daginn og missa fyrir bragðið af öðmm tón- leikunum. Á fyrstu tónleikunum komu fram þau Manuela Wiesler og Einar Grétar Sveinbjömsson og fluttu tvo dúetta, eftir Wiihelm Friedemann og Carl Philipp Emanuel Bachssyni og föður þeirra, Johann Sebastian. Wilhelm Friedemann var mikill ævintýra- maður og varð honum því laust í hendi, það sem aðrir styðja sig við, enda lauk hann ævi sinni ör- sú sónata samin 1747. Það kann að þykja lítilsvert að hafa gát á númerum en því er til að svara, að mörg verk hafa ranglega verið talin eftir þessa heiðursmenn. Sónatan eftir Carl er sérkennileg, þar sem leikið er bæði með styrk- leikabreytingar og taktskil. Mikil hætta er að þessum breytingum sé ofgert í flutningi en hjá Manu- elu Wiesler var þessi leikur með takt og styrk í upphafsþættinum einkar fallega útfærður. Síðari þættirnir voru glæsilega leiknir. „Þar bar hvergi skuggann á og synd að mega ekki klappa slíkum snillingi lof í lófa, sem Mauela Wiesler er. Síðasta verkið var svo fimmti dúettinn, eftir Wilhelm Friedemann, í f-moll. í þessu verki var samleikur Manuelu Wiesler og Einars Grétars frábærlega fal- legur og miðþátturinn sérstak- lega. Sú samtalssnilli er kemur fram í samfléttum stefjanna var einstaklega fallega leikin og hljómaði eins og samtal elskenda, elskulega áleitið, en umfram allt fallegt. snauður og umkomulaus. Dúett- inn sem tónleikamir hófust á er sá fjórði af sex dúettum fyrir tvær flautur, sem voru líklega samdir í Dresden 1733 til 46. Samleikur- inn bar nokkur merki þess, að flautan fær sterkara svar í endur- óman kirkjunnar en fiðlan, þó samleikur þeirra væri mjög góður einkum í öðrum þættinum. Annað verkið á efnisskránni var eina sónatan eða partítan sem Johann Sebastían samdi fyrir einleiks- flautu. Partítan í a-moll er númeruð 1013 og talin samin fyr- ir 1720. Manuela Wiesler blátt áfram söng þetta fallega verk og það er á slíkum stundum sem bann við því að klappa er óþægi- legt, reyndar eins og allar kjána- legar reglur eru til ama. Tónleikunum lauk méð dúett eftir Carl Philipp Emanuel. Vegna þess að verkin eru ekki greinilega núm- eruð í efnisskrá, er trúlega nokkuð óljóst um hvaða verk er verið að ræða. Þrír dúettar eða sónötur eins og verk eru oft nefnd voru gefín út undir nafni Carls Philipps en munu að réttu vera eftir Jó- hann Christian, þann sem nefndur er Lundúna-Bach. Þetta er talið hafa ruglast, því Jóhann var á ellefta ári er faðir þeirra lést og er því alinn upp af Carli er einnig kenndi drengnum tækni fjölskyld- unnar í tónsmíðum og hljóðfæra- leik. Hvað sem þessu líður þá var samleikur Manuelu Wiesler og Einars Grétars Sveinbjömssonar mjög fallegur. Stúdentasöngvar voru í eina tíð merkilegur þáttur í menningarlífi Norðurlanda og karlakórar, er tengdust viðeigandi menntastofn- unum, oft nær einu söngsamfé- lögin sem þá héldu tónleika. Nú hefur svo til skipast að sérstaða stúdentasamfélaganna hefur horfíð og þeir sönghópar, sem tengjast skólastarfínu í dag eru nær undantekningalaust orðnir blandaðir, því konur hafa nú af miklum krafti sótt sér þau forrétt- indi sem karlar hér fyrrum sátu einir að og það er að menntast. Eitthvað er enn um það, að sú gamla hefð stúdentakóranna sé endurvakin eða reynt að halda henni við, en eins og gildir með allan karlakórssóng, að slík iðkun er á undanhaldi í samfélagi sem þroskast hefur svo, að öll tónlist er tiltæk til iðkunar. Tónleikar stúdentákórsins frá Árhúsum er þeir héldu í þjóðkirkjunni í Hafn- arfírði, hófust á dönskum söngv- um, sem sumir hveijir voru fallega sungnir, einkum söngvamir eftir Gade og Lange-Múller og þrjú mjög falleg lög eftir Carl Nielsen. Musgrave-ballaðan eftir Britt- en var helst til of erfítt viðfangs- efni fyrir ekki raddmeiri kór, sem nýtur sín best í einföldum söng- lögum. ítalska salatið, sem er samið við alls konar „músik" orð, var skemmtilega uppfært og af þeirri gamansemi, léttri og elsku- legri sem Danir em þekktir fyrir. Einsöngvari með kómum var Ole Hedegaard ágætur söngmaður er söng nokkur lög með undirleik Lone Karsson. Stjómandi kórsins er Per Worsöe Laursen sem hefur æft kórinn og unnið vel úr frekar litlum efnum, að minnsta kosti kvað tenorana varðar. Sumartónleikar í Skálholti II Blaðað í tímaritum Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Miljömagasinet, 2. tbl. 1986 Útg. Universitetsforlaget. Þetta rit er gefið út fjórum sinnum á ári og fjallar eins og nafn þess gefur til kynna einkum um umhverfismál í allvíðum skiln- ingi. í þessu hefti em greinar tengdar orkumálum, samgöngu- málum o.fl. Fróðleg og skemmti- leg grein um flóamarkaði og aðskiljanlegar smáfréttir. Athygl- isverðust í þessu riti er löng og ítarleg grein um Mexíkóborg og vekur hún sjálfsagt meiri áhuga en ella vegna heimsmeistaramóts- ins í knattspyrnu í Mexíkó fyrir skömmu en margir kappleikjanna vom að sjálfsögðu háðir þar í borg. I þessari grein er varpað fram spumingu um, hvort borgin verði óbyggileg um aldamót. Höfundur er Bertil Hákansson, sem var búsettur í borginni í nokkra mán- uði. Hann segir frá ólýsanlegri mannþröng, bílamergðinni, um- ferðaröngþveitinu og mengunar- skýinu sem liggur yfir borginni eins og þétt pottlok. Mexíkóborg er fjölmennasta borg heimsins, enginn veit með vissu hversu margir íbúarnir em, líklega milli 18 og 19 milljónir. Fjölgun í borg- inni er með ólíkindum, ekki aðeins vegna þess að viðkoman er mikil, heldur ekki síður sakir flutninga utan af landsbyggðinni. Ef fjölg- unin heldur áfram í sama mæli er reiknað með að borgarbúar gætu verið komnir í 35 milljónir um aldamótin. Mexíkóborg liggur í 2 þúsund metra hæð á þornuðum sjávarbotni umlukin eldfjöllum og lega borgarinnar býður upp á að mengunin verði ekki aðeins hvim- leið plága, heldur stofni lífi og heilsu borgarbúa í hættu. Kultur-Chronik, 3. tbl. 1986 Útg. af Inter Nationes Kultur-Chronik er upplýsandi um marga þætti menningarmála í Þýskalándi og þarft að lesa það svona til að nokkurt jafnvægi náist við ensk og skandinavísk rit þessarar tegundar. í þriðja tölu- blaði sem nýlega er komið út er skrifað um Halley-halastjömu, þættir um leikhúsmál, arkitektúr, tónlist og ljósmyndir og hönnun og sagt þar frá efnilegu listafólki sem talin er ástæða til að vekja athygli á. Allt er þetta efni á sinn hátt fróðlegt. Eg hafði einna mest gaman af að lesa greinina „Al- most as if Callas had sung“ sem er viðtal Thomas Delekat og Wolf- gang Ruf við Claus Leiningen sem hefur verið í níu ár forstöðumaður Gelsenkirchen Music Theatre í Rúr en er að færa sig um set yfír til Wiesbaden. Þá eru upplýsingar af frétt- atagi í tímaritinu, sagt frá hátíð- um og sýningum í Þýzkalandi frá því í júní og fram til september. Efnið í ritinu er valið úr ýmsum blöðum og það er prentað sex sinnum á ári og gefið út á ensku, frönsku og spönsku, auk þýzku. Ritstjóri er dr. Dieter W. Benecke. Samtiden 3. tbl. 1986 Útg. Aschehoug forlag Eg hef nú verið áskrifandi þessa rits í allmörg ár og mér fínnst jafnan megi finna þar mjög mætar og læsilegar greinar, frá- sagnir og sögur. í þessu hefti er birt samtal við skáldið Rolf Jacob- sen, fremsta ljóðskáld Norðmanna nú og mörgum ljóðaunnendum hér kunnur. Ljóð hans hafa verið þýdd á íslenzku og hingað hefur hann komið og lesið upp eftir sig og flutt fyrirlestur. Knut Frydenlund á „Europa mot ár 2000 — en vis- jon?“ og eftir Hans Magnus Enzenberger er „Spanske brud- stykker“, vel unnin og skemmtileg grein þar sem höfundur segir frá ferðum sínum til Spánar og þeim áhrifum sem þær hafa skilið eftir. Höfundur er þýzkur og birtist greinin upphaflega í Die Zeit fyr- ir fáeinum mánuðum. „Den store stygge bjömen — norsk Sovjet- politikk sem politisk symbolspill" eftir Ottar Brox vekur forvitni, vönduð grein en nokkuð þung- melt. Erik Nord skrifar Vest Evropa mellom Supermaktene og Magnus Hole Jacobsen „Kristelig Folkeparti og abortloven" svo að nokkuð sé nefnt. Ég minnist þess ekki að hafa oft rekizt á íslenzkt efni í Samtíð- inni, en að þessu sinni er birt saga Svövu Jakobsdóttur „Gefíð hvort öðru“ í þýðingu Marit Berg og myndskreyting er eftir A.K. Lund. í fljótu bragði séð virtist mér þýðing sögunnar ágætlega unnið verk. Samtiden kemur út sex sinnum á ári og aðalritstjórar eru Helge Rönning, Simen Skjönsberg og Marika Vaa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.