Morgunblaðið - 08.07.1986, Page 16

Morgunblaðið - 08.07.1986, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986 „Veðurspámanni" og „Móður jörð“. Ásmundur hafði reist sitt sér- kennilega og stílfagra hús á mótum Freyjugötu og Mímisvegar á árun- um 1933—’35 og lítið afhafst í myndlistinni á meðan, en hins veg- ar höfðu ótal hugmyndir að myndverkum sótt að. Hann heldur til Kaupmannahafnar árið 1935, dvelur þar veturlangt og fer ham- förum í myndsköpuninni. Má sterklega álykta þetta eitt frjóasta tímabil listar Ásmundar því að þá verða til uppköst að mörgum af þekktustu verkum hans, sem mörg hver prýða borgarlandið og hafa orðið samgróin því. Það var mikill stórhugur í mönn- um á kreppuárunum, svo sem oft er vitnað til. Veglegar byggingar voru reistar í Kaupmannahöfn og Reykjavík og sumar ríkulega mynd- skreyttar. Má hér nefna mynd- skreytinguna i sundhöllinni í Friðriksbergi í Kaupmannaöfn, sem Vilhelm Lundström myndskreytti með óviðjafnanlegum freskum og á sér enga hliðstæðu nema e.t.v. á allra síðustu árum, en hér er ólíku saman að jafna í ljósi breyttra þjóð- félagsaðstæðna. Að sjálfsögðu urðum við hér fyrir sterkum áhrif- um af stórhug Dana í byggingar- málum, enda ennþá undir danskri krúnu, og einnig má gera ráð fyrir, að Ásmundur hafi hrifist hér með. Hann sér að alstaðar var verið að myndskreyta opinberar byggingar í Kaupmannahöfn og hefur viljað eiga þátt í að vekja samlanda sína til vitundar um fegrunargildi högg- mynda, er heim kæmi, og verið uppfullur af metnaðarfullum hug- sjónum. En þetta gekk engan veginn þegjandi og hljóðalaust, svo sem menn vita, og andróðurinn var lengi vel þungur, því að menn gerðu sér hér ákveðnar hugmyndir um högg- myndalist almennt, ranghugmynd- ir, svo sem greinilega hefur komið í ljós. Á sýningunni í Ásmundarsafni eru 18 höggmyndir svo og frumriss að hinum ýmsu verkum og er sam- safninu ætlað að gefa yfirlit yfir list Ásmundar í eigu Reykjavíkur- borgar — þar við bætast svo að sjálfsögðu allar höggmyndimar í garðinum. En það verður að segjast eins og er, að uppköstin að myndunum njóta sín alls ekki nægilega vel í húsakynnum, sem voru ætluð sem vinnustofur, geymslur og íverustað- ur listamannsins og þjónuðu vafalít- ið vel því hlutverki sínu. Það er líkast sem að vanti frumkraftinn, sem fygldi persónunni Ásmundi Sveinssyni í lífi og starfi — hér þarf að koma til áhrifaríkari um- gerð, svo sem við sáum t.d. á höggmyndasýningunni í Seðla- bankahúsinu nú nýlega. Það er líkast sem að húsakynni lista- mannsins hafi verið sótthreinsuð af lífrænum kenndum, því þar er svo fátt af þeim Ásmundi, er maður þekkti, hinum forna og ramma seið, er stafaði frá honum. En vafalítið er safnið forvitnilegt fyrir útlendinga er kynnast list hans í fyrsta skipti og ef til vill skiptir það meginmáli, því að það eru aðal- lega þeir, sem sækja safnið heim. IVyndlist Bragi Ásgeirsson í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur hefur verið sett upp sýning í Asmundarsafni, sem hefur verið gefið nafnið „Reykjavík og list Ásmundar Sveinssonar". Það er vel til fallið að efna til slíkrar sýningar á þessum tíma- mótum, því að það er víst óhætt að fullyrða, að enginn íslenskur myndhöggvari eigi jafnmörg verk á borgarsvæðinu en einmitt Ásmundur Sveinsson. Það fór og vel á því, að Ásmund- ur skyldi njóta þess að verða sá myndhöggvari, er helst var leitað til við innkaup á listaverkum í borg- arlandinu um áratuga skeið. Sjálfur varð hann fyrstur manna til að skreyta garð sinn eigin listaverkum, sem vakti mikla athygli borgarbúa, þegar það átti sér stað. Margur gerði sér ferð fram hjá garði hans á Freyjugötu 41 gagngert til að sjá verkin, enda varð garðurinn smám saman ævintýri líkastur. Strætis- vagn ók um Freyjugötu á leið sinni úr Austurbæ niður í kvosina (Njáls- gata-/-Gunnarsbraut) og minnist ég þess, að við krakkamir tókum stundum þann vagn niður í bæ, þótt það væri lengri leið og krókótt- ari en t.d. beint niður Laugaveginn, beinlínis til að sjá listaverkin. Var þá um að gera að ná sér í sæti hægra megin í vagninum og allra helst við glugga. Af þessu mál vel ráða, hvílík nýjung og tilbreytni var að þessari framkvæmd Ásmundar í borginni og hve mikla athygli tiltækið vakti þótt ekki kynnu allir að meta sjálf- ar höggmyndimar — en nýlunda var þetta og það skipti öllu máli í hinu litla og þrönga samfélagi þeirra ára. Þessi framkvæmd Ásmundar hefur vafalítið verið í senn rökrétt og eðlileg og í fullu samræmi við skólun hans hjá Carl Milles í Stokk- hólmi. Hjá þessum meistara umhverfíshöggmynda hafði hann lagt stund á höggmyndalist auk skreytilistar, og'það lá beinast við að virkja afrakstur þekkingaröflun- arinnar, svo sem framast var unnt. Svo má líka gera ráð fyrir, að er Ásmundur fór að stækka fmm- myndir sínar upp í eðlilega líkams- stærð og þaðan af meira, þá hafði hann skort geymslurými og hvað var þá hentugra en sjálfur garður- inn? Ásmundi gekk það einnig til að koma verkum sínum á framfæri og undirstrika þá sannfæringu sína, að listaverk ættu að grípa inn í daglega lífið. Vera staðsett sem víðast á auðum svæðum í borgar- landinu, en ekki lokuð inni í söfnum. Þetta var allt í fyllsta samræmi við tíðarandann í listinni á þeim árum menn vildu helst bijóta safn- veggina niður til að listaverkin yrðu aðgengileg öllum. En þó var hér sá fyrirvari á, að allir gátu gengið inn í söfnin, sem vildu, en þau voru mörg frekar dauflegar vistarverur á þeim árum, en mannlífið hins vegar öllu meira í tengslum við náttúruna en í dag. Skiljanlegt, að fáir höfðu áhuga á að sælq'a þau heim nema kannski endrum og eins af menningarlegri skyldurækni fremur en áleitinni forvitni. En í dag er þessu öðruvísi farið, borgim- ar eru margar orðnar að vistfræði- legum óskapnaði, náttúru- og mannfjandsamlegum. Söfnin hafa hins vegar breyst og hafa tekið við hlutverki lífrænnar náttúru, enda eykst aðsókn að þeim með ári hveiju og sumarmánuðina þarf fólk jafnvel að standa í biðröðum tímum saman til að komast inn í hin helstu þeirra. Það hefur og einnig færst gífur- lega í vöxt hin síðari ár að skreyta umhverfið listaverkum, leitast við að fá þau til að vinna gegn þessari yfirþyrmandi náttúrufjandsamlegu þróun á tækniöld. Ásmundur Sveinsson telst mikil- vægur brautryðjandi þess hér á landi að koma listinni út til fólks- ins, gefa því hlutdeild í sköpunar- gleðinni og virkja þar með lífrænar kenndir þess. Fyrir utan náttúruna sjálfa er- ekkert eins vel fallið til þess og skapandi list að rumsaka við fólki, fá það til að líta í kringum um sig og taka eftir því óvænta í umhverfinu og fara að hugleiða innri rök tilverunnar, sjá mannlífið í nýju ljósi. Einmitt þetta verður stöðugt mikilvægara á örtölvuöld, er upplýsingamiðlunin verður full- komnari með degi hveijum og ófijóum andlegum vélmennum fjölgar að sama skapi. Og einmitt þessi þróun, sem hvorki Ásmundur né aðrir gátu með öllu séð fyrir, gerir frumkvæði hans svo mikilsvert fyrir okkur hér í borg. Verk hans, og á seinni árum fjölda annarra, prýða nú opin svæði og almenningsgarða og trúlega vildu fáir vera án þeirra í dag. Allt þetta hófst er Ásmundur staðsetti mynd sína „Þvottakonu" fyrir framan hús sitt á Freyjugötu 41, árið 1939 og bætti við árið eft- ir verkunum þrem „Pilti og stúlku, i... Myndir úr garði Ásmundarsafns. Reykjavík og list Ásmundar Sveinssonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.