Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 17

Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986 17 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Græna kortíð Þótt margir gagnrýnendur Bandaríkjanna telji, að þjóðin sé búin að upplifa sína gullöld og sé nú á hnignunarleið, er ásókn útlend- inga hingað ennþá gífurleg. Mergð Mexíkana syndir yfir Rio Grande ána, Haiti-búar hafa komið í þús- unda tali á hriplekum kænum, og svo hafa Kúbanar að undanfomu verið að berast hingað til Flórída með hagstæðum sjávarstraumum á bflslöngum. Þetta fólk hefir hætt lífínu sjálfu til þess að komast hingað í frelsið og góða lífíð í henni Ameríku. Við framangreinda ólöglega inn- flytjendur bætast svo allir hinir, sem koma hér sem ferðamenn eða nemendur, en fara einfaldlega ekki til baka, þegar vegabréfsáritun þeirra er útrunnin. Margir þessara leita sér vinnu, stunda hana ólög- lega og borga skiljanlega ekki eyri í skatta. Vandamátin, sem af þess- ari ásókn stafa fyrir yfírvöldin í þessu landi eru geypileg og virðast stundum óyfírstíganleg. Hvorki er fyrir hendi mannskapur fjárveiting til þess að fylgjast með þeim aragrúa fólks, sem inn í landið kemur löglega eða ólöglega. Mörg frumvörp hafa verið lögð fram á þingi, en lítið gerst. Allt þetta fólk, sem dreymir um að komast til Ameríku, þráir að komast yfír svokallað grænt kort. Þetta kort er gefíð út af innflytj- endayfírvöldunum til löglegra inn- flytjenda, sem taka sér hér búsetu og stunda vinnu. Þeir hafa allar skyldur bandarískra borgara og allan rétt, nema hvað þeir mega ekki kjósa. Flestir innflytjenda gerast bandarískir borgarar fyrr eða síðar, en samt eru margir, sem halda sínum upprunalega borgara- rétti, jafnvel þótt þeir dvelji hér allt lífíð. Það er mjög erfítt fyrir íslend- inga nú orðið að fá grænt kort. Þeir sem eiga náin ættmenni, sem eru bandarískir borgarar eða lög- legir innflytjendur, geta fengið innflytjendaréttindi, en númun vera 4-5 ára bið eftir kortinu. Íslending- ar, sem giftast Ameríkönum, geta fengið þetta eftirsótta kort tiltölu- lega fljótt. í þessu sambandi dettur mér í hug að segja ykkur af kynnum mínum af Kalla og tilraunum hans til að krækja sér í grænt kort. Hann var hér á ferð fyrir nokkrum árum, en hingað kom hann sem ferðamaður frá Norðurlöndum, þar sem hann hafði búið í nokkur ár. Hann átti nokkur hundruð dollara, svo hann keypti- sér bfl-ræfil og ók hingað til sólarfylkisins. Hér leizt honum vel á sig. Ekki leið samt á löngu þar til hann var orðinn algerlega auralaus, og svaf hann í bflnum fyrir utan skrifstofuna, þegar ég mætti þar einn morguninn. Ég lét hann hafa nokkra dollara fyrir hamborgara og benzíni, og hvatti hann til að selja bílinn og kaupa sér flugfar- miða til íslands. Ekki vildi hann taka þeirri ráðleggingu, því hann sagðist myndu geta fengið hér næga vel borgaða vinnu, ef hann bara gæti orðið sér úti um grænt kort. Hvarf hann svo á braut og sá ég hann hvorki eða heyrði í nokkrar vikur. En svo hringdi kauði og sagðist hafa fengið vinnu við að gera við loftkælingar á litlu móteli á Miami Beach. Hann var laginn að gera við vélar og sagðist hafa lært til þeirra starfa á íslandi. En þessi vinna hafði ekki varað lengi, því fulltrúi innflytjendayfírvaldanna hafði komið í heimsókn, og hafði Kalli þá flúið. Skömmu seinna kom hann á skrifstofuna og bað um að fá að hringja í föður sinn á Fróni, til að biðja hann um að senda 100 dollara til sín í gegnum utanríkisráðuneyt- ið. Var það gert og bárust pening- amir skömmu síðar. Þá var Kalli kátur og hvarf á braut með bros á vör. Ekki dugðu þessir aurar lengi, og von bráðar hringdi hann og var þá kominn aftur á vonarvöl. Hann sagðist geta fengið næga vinnu bara ef hann hefði þetta helv. græna kort. Sagði ég honum einu sinni enn, að engar undraleiðir væru til, og að hann yrði að hverfa heim til Islands og ræða við banda- ríska sendiráðið um það, hvemig hann ætti að sækja um innflytj- endaleyfi á lögmætan hátt. En, þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst, segir máltækið. Nú kom bara tveggja vikna blómaskeið hjá vininum. Hann fékk óvænt vél- stjórastöðu á snekkju frá Bahama eyjum. Sprangaði hann um þilfarið í stífuðum, hvítum fötum á meðan skipið beið í Miami eftir útlifuðu hefðarfólki, sem leigja vildi það og sigla um Karabíska hafið. En allt rann út í sandinn og aftur var Kalli orðinn staurblankur. Þegar hann kom næst í heim- sókn, sagði hann mér það, að hann hefði verið að tala við einhverja „sérfræðinga", sem hefðu sagt sér, að hann gæti krækt sér í grænt kort með því að giftast amerískri konu. Þessir kumpánar sögðust geta útvegað konuna, gegn greiðslu auðvitað. Eftir giftinguna kæmi græna kortið og þá yrði gengið frá skilnaði. Þennan tíma þyrfti hann ekkert að hafa af konunni að segja. Mér tókst, eftir miklar umræður, að tala hann ofan af því að fíana út í ólöglega skyndigiftingu fyrir grænt kort, sem aldrei myndi koma. Varð hann daufur í dálkinn við þessi málalok. í sárabætur leyfði ég honum að hringja í ömmu sína á Austfjörðum, en hún lofaði að senda honum dollara eftir sömu leið og áður hafði verið notuð. Peningarnir hennar ömmu komu og fóru fljótlega í gegnum lúkumar á Kalla karlinum. Einn daginn kom hann til að kveðja. Hann var með tvo félaga með sér og sögðust þeir ætla að aka vestur á bóginn til að freista gæfunnar. Satt að segja var ég hálf feginn, að Kalli skyldi yfír- gefa Flórída, en þóttist vita um leið, að ég myndi sakna þess að geta ekki fylgst með hinum sérstæðu ævintýram hans. Ekki leið samt nema rúmur mán- uður og þá hringdi ferðalangurinn frá New Orleans. Var beðið um að símtalið yrði greitt af viðtakanda og var það samþykkt. Sagðist Kalli hafa góðar fréttir og slæmar fréttir. Góðu fréttimar væra þær, að hann væri búinn að gifta sig og fengi hann brátt hið langþráða græna kort. En slæmu fréttimar væra þær, að eiginkonan væri svört og litist henni svo vel á hann, að hún vildi vera með honum í alvöra og helzt fara með honum til íslands. Sagðist hann hafa borgað einhverj- um „sérfræðingum" 400 dollara fyrirfram og ekki séð „brúðina" fyrr en hjá fógeta. Til að stikla á stóra, skal frá því greint, að vesalings söguhetjan okkar flúði frá New Orleans, fékk aldrei græna kortið, þvældist um í nokkra mánuði, en fór loks til ís- lands eftir að ættingjamir höfðu borgað flugfarið. Vonandi hefír honum farnast þar vel. Hvaða bækur eigum við að lesa 1 Lr, 1 í sumarleyfinu? JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR M.M. Kaye: Death in the Anda- mans. Útg. Penguin 1986 Enn heldur M.M. Kaye áfram að myrða sögupersónur sínar. En á bókarkápu er tekið fram, að nú hafí höfundurinn lokið bókaröð um gransamleg dauðsföll hér og hvar og muni nú snúa sér að fjölþættari söguefnum. Mér þætti nú alveg eftir henni M.M. Kaye að bæta síðar nokkram við. Hún hefur yndi af að skrifa slíkar sögur og þar sem hún er ágætur sakamálahöfundur er líka ágætt að lesa þær. Henni hefur verið iíkt við Agöthu sálugu Christie og ekki er það vitlausara en hvað annað. Andamanseyjar hafði ég satt að segja aldrei heyrt nefndar fyrr en ég sá þessa bók. Fór þá að kanna landakortið og sé, að þær tilheyra Indlandi, liggja á Bengalflóa, ekki ýkja langt undan Burmaströndum. M.M. Kaye er fædd á Indlandi og ólst þar upp. Seinna fylgdi hún eiginmanni sínum, sem var atvinnu- hermaður, vítt og breitt um veröld- ina og frá þessum stöðum hefur hún skrifað bækur sínar. Dauðinn á Andamanseyjum ber flest merki M.M. Kaye og fyrri bóka hennar. Hún velur sér spennandi sögusvið og gerir því langtum betri skil en hún reyndi í fyrstu dauða- bókunum. Hugmyndin er ekki ólík Agöthu-sögunum, manneskjur sem ná ekki sambandi við umheiminn og þrír liggja dauðir áður en nokkuð er hægt að gera í málinu. Mér finnst það galli á þeim bók- um M.M. Kaye sem ég man eftir í fljótu bragði, að þær era býsna langdregnar framan af og hún hlúir ekki nægilega mikið að þeim sem myrtir era og þeim sem ekki era myrtir til að maður hafí veralegar áhyggjur af þessu. En þegar á líður þessa bók sem hinar hennar, fer að koma meiri hraði og spenna í atburðarásina. Catherine Mann: Tinsel Town. Útg. Avon Books 1985 Margar bækur koma út í Banda- ríkjunum um lífið í Hollywood og þar í nágrenninu. Margar þeirra óneitanlega léttmeti og virðist vaka fyrir höfundunum að slá þeim næsta á undan við í mergjuðum lýsingum á því svínaríi og þeirri spillingu og viðbjoði sem er allsráð- andi meðal kvikmyndafólks. Tinsel Town ber vissulega keim af þessu. Þó era aðalpersónurnar ekki allar kvikmyndaleikarar hér, heldur það sem virðist vera næststórkostlegar í Bandaríkjunum nú um stundir — hvorki meira né minna en sjón- varpsfréttakonur. Christine Du- Rand er ung og falleg og bráð- greind. Það sem merkilegast er í þessu umhverfi: hún er vönduð og væn. Hún er á hraðri leið upp á stjömuhimininn — þ.e. sjónvarps- kvennahimininn — en öfundarmenn hennar, einkum Jewel Crosse kep- pinautur hennar, situr á svikráðum við hana. Og um leið og Christine er svipt frægðinni hverfa ástmenn og vinir eins og dögg fyrir sólu. En Christine er ekki á því að gefast upp og æskuvinurinn Kent Michaels hjartaskurðlæknir er nú betri en enginn. Svo koma náttúrlega ýmsir fleiri við sögu og tengjast svona misjafnlega vel saman af hálfu höfundar. Poppstjarnan kynvillta Roland Williams sem heldur við Burton stjómmálamann með at- hyglisverðum afleiðingum. Á end- anum fær vonda fólkið makleg málagjöld og framtíðin blasir við björt og fögur að minnsta kosti þangað til öfundarmennimir eiga leik næst. Frásagnarkæti höfundar gerir þetta að þokkalegri sumar- leyfíslestrarbók. Göngn- stígar lagfærðir í Hljóða- klettum UNNIÐ verður að gerð göngu- stíga i þjóðgarðinum í Jökulsár- gljúfrum miðvikudaginn 9. og fimmtudaginn 10. júlí. Það era sjálfboðaliðasamtök um náttúravernd sem að þessum fram- kvæmdum standa. Ætlunin er að byija viðgerð á göngustígum í Hljóðaklettum. Samtökin hvetja gesti á tjaldstæðunum til að taka þátt í starfinu. Eygló Gísladóttir, í síma 666981 (heima) eða 82811, og Helga Edwald, í síma 22520, taka á móti þátttökutilkynningum og veita nánari upplýsingar. Einnig getur fólk haft samband við land- verði þjóðgarðsins í Jölulsárgljúfr- um. BYGGINGAVÖRUR OGVERKFÆRI HENDUR FRAM-UR ERMUM stundum eríitt að láta bílinn líta vel út. Viðgerum það að leik einum. Bón, hreinsiefni, speglar, hjól- koppar o.fl. Við hjálpum þeim sem hjálpa sér sjálfir. Vertu eigin húsbóndi. Efnin og verkfœrin frá okkur gera flísalögnina jafn auðvelda og leiðbein- ingarnarsem fylgja. Flísar, fúgusement, lím o.fl. Við hjálpum þeim sem hjálpa sér sjálfir. Gangið hreint til verks. Blöndunartœki, vaskar, sturtuklefar, hengi, hillur o.fl. Allt í baðherbergið. Við hjálpum þeim sem hjálpa sér sjálfir. 7 HENDUR FRAM-UR ERMUM BYGGINGAVÖRUR OGVERKFÆRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.