Morgunblaðið - 08.07.1986, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.07.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986 19 t David Koester — Og hvemig fannst þér að kenna unglingum? „Það var stundum erfítt og stundum skemmtilegt en mér fannst yfírleitt skemmtilegt og ég lærði miklu meira að tala íslensku þar en annars staðar vegna þess að krakkamir vom mjög strangir á að ég talaði rétt.“ — Fyrir utan þessa kennslu í Bolungarvík varstu víst að kenna eitthvað meira í vetur? „í haust kenndi ég rússnesku sem valgrein í Menntaskólanum á Isafirði og eftir áramót hef ég ver- ið að kenna mannfræði í Háskólan- um í Reykjavík og hef því orðið að fljúga á milli aðra hveija helgi. Og það sem ég var að kenna í mann- fræði var einmitt um efni sem ég hef mestan áhuga á.“ — Það vekur athygli hvað þú talar góða íslensku. Hvað ertu bú- inn að vera hér lengi og hvemig hefurðu náð svona góðum tökum á málinu? „I fyrsta skipti sem ég kom til Islands bjó ég í sex vikur á bæ norður í landi en ég lærði ekki mik- ið þá. Svo kom ég aftur 1983 og var á námskeiði í Háskólanum fyrir erlenda stúdenta eina önn. Síðan kom ég í nóvember 1984 og hef verið síðan svo að ég hef verið í allt um 20 mánuði á Islandi." — Og hvað tekur við hjá þér núna? „Ég þarf að fara að skrifa dokt- orsritgerðina og það tekur u.þ.b. eitt ár og ég veit ekki hvað tekur þá við en það er möguleiki á því að ég komi aftur til Islands." — Og hvemig hefur þér líkað dvölin, fólkið og annað? „Mér hefur líkað það yfírleitt bara vel en það er ýmislegt sem ég sakna að heiman eins og t.d. tré og stundum ávextir. En mér fínnst veðrið héma ekki eins leiðinlegt og fólk talar stundum um, það er t.d. ekki kalt héma miðað við hvemig veðrið getur verið í Chicago." — Gætirðu hugsað þér að setjast hér að? „Ég gæti ekki hugsað mér það eins og er en það fer kannski eftir því hvemig möguleika ég hef á vinnu í Bandaríkjunum. Mér fínnst gott að búa hér en það væri kannski ekki gott að búa héma alltaf." Að þessum orðum mæltum kvaddi ég þennan geðfellda Banda- ríkjamann og óskaði honum góðs gengis við ritgerðina. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi eftir Gísla Kristjánsson Gunnar Breiðfjörð Þórarinsson, fæddur 20. ágúst 1914, varð ungur togarasjómaður í nærri sex ára- tugi. Brátt skipstjóri og lengi. Um hann má lesa í bókinni Hrafnistu- menn III. Á leið á Nýfundnaland- smið hafði hann orðið var blæðingar. Fyllti samt skipið en lá svo í koju mikið á heimleið og þeg- ar heim kom var hann lagður á Landakotsspítala. „Hann Tómas minn blessaður læknirinn vildi ekki skera mig upp, sagði að ég þyldi það ekki þar eð ég hefði misst svo mikið blóð. Ég var 58 ára þegar þetta henti mig. Síðan ekkert gert nema eigrað um hálfdauður. Annað slagið á sjúkra- húsi. Það þýðir ekkert að kveinka sér yfír því.“ Annars verða margir skipstjórar bakveikir og lappalausir en það verða þeir að þola einnig sem þræla áratugum saman_ á dekkinu, já, engu að síður. Ófáir hljóta þeir margs konar meiðsl, en gætu að líkindum margir hveijir unnið ýmis léttari störf í landi eftir 35—40 ára þrældóm á fískiflotanum. Það mun Gunnar ekki ráða við eins og hann greinir frá ástandi sínu, þrátt fyrir óvenju hörku við sjálfan sig og ein- beitni. Hann stóð meðan stætt var og svo er um fleiri. Samt eru einn- Gísli Kristjánsson „Hví skyldi skera við nög-1 hagsbætur ýmiss konar til handa land- varnarmönnum Is- lands?“ ig fjölmargir okkar fískimanna sem geta innt af hendi störf við sitt hæfí. Og það á að launa þessi störf svo að ekki sé það skömm þjóð- inni, en svo er um mörg þau störf sem öldruðum hafa staðið til boða undanfama áratugi, einkum við til- reiðslu allskonar veiðarfæra. En skammarlega launað. í grein minni í Morgunblaðinu 24. apríl 1986 seg- ir m.a.: „Mennimir í mjúku hæg- indastólunum eru að sögn örlátir á krónumar við sjálfa sig,“ já, svo alþjóð ofbýður. Hví skyldi skera við nögl hags- bætur ýmiss konar til handa landvamarmönnum íslands, svo sem meðal annars að gefa kost á starfí í landi þeim er það vilja og hafa fleiri en margan granar hlotið margskonar meiðsl en flíka þeim ógjama, era þannig skapi famir kappamir. Því fínnst mér þjóðinni bera skylda til að hafa upp á þeim og bjóða þeim aðstoð sem er starf við hæfi hvers og eins. Já, það er drengileg og heilög skylda. Grein mína í Morgunblaðinu 24. apríl virðist mér ekki vekja neina athygli né undirtektir og kann að stafa af því að ég kann ekki að gera ljóst hversu í rauninni er hér um mikilsvert málefni að ræða. Von mín er að þeir sem era mér færari taki undir og veiti málinu brautar- gengi svo þessi hugmynd komist heil í höfn. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Höfundur er fyrrverandi útgerð- armaður, nú búsettur í Hafnar- firði. LANDSBANKASYNING I 00ÁRA AFMÆLl LANDSBANKA ÍSLANDS OG ÍSLENSKRAR SLÐLAÖTGAFU 28.JÚNÍ—20.JÚLÍ í SEÐLABANKAHÚSINU tilefni 100 ára afmælis Landsbankans og íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg. Þar er m.a. rakin saga gjaldmiðils á íslandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgreiðsla bankans endurbyggð, skyggnst inn í framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar vélar og fylgst með hvernig peningaseðill verður til. sýningunni verða seldir sérstakir minnispeningar og frímerki, þar er vegleg verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur og daglega eru sýndar kvikmyndir um Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og myntútgáfu. Þá eru einnig sýnd saman opinberlega í fyrsta sinn málverk í eigu bankans eftir marga bestu listmálara þjóðarinnar. Veitingasala er á sýningunni og leiksvæði fyrir börn. ýningin er opin virka daga frá kl. 16.00-22.00 ogfrá 14.00-22.00 um helgar. Við hvetjum alla til þess að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu. Aðgangur er ókeypis. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna í 100 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.