Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986 25 Stjórnir Frakklands og Nýja Sjálands: Samkomulagi náð í Rain- bow WajTÍor-deilunni París, AP. STJÓRNIR Frakklands og Nýja Sjálands náðu um helgina samkomu- lagi í deilumáli vegna skips Greenpeace-samtakanna, Rainbow Warrior, sem sprengt var í loft upp í fyrra að tilhlutan frönsku leymþjónustunnar. Frakkar hafa samþykkt að biðj- ast formlega afsökunar á framferði leyniþjónustunnar og greiða sjö milljónir dollara í skaðabætur. Nýsjálendingar skuldbinda sig til að sleppa tveimur frönskum leyni- þjónustumönnum, karli og konu, úr fangelsi. Samkvæmt samkomu- laginu munu þau dveljast næstu þijú ár í herstöð Frakka á eyju í Suður-Kyrrahafi. Danmörk: Pólverjar biðja um hæli Kaupmannahöfn, AP. TVEIR ungir pólskir íþrótta- menn báðu um pólitískt hæli í Danmörku um helgina og hefur þeim verið komið fyrir í vörzlu Rauða krossins meðan mál þeirra er til meðferðar hjá yfirvöldum. Pólsku íþróttamennirnir eru 18 og 19 ára gamlir. Þeir voru í hópi 25 íþróttamanna frá Gdynia, sem voru í vináttuheimsókn til Álaborg- ar. Þriðji íþróttamaðurinn hvarf af hótelinu, sem hópurinn gisti á, á laugardagskvöld og hefur ekki til hans spurzt síðan. Hópurinn átti að halda-heimleiðis í gær. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Perez de Cuellar miðlaði málum og gerði drög að því sam- komulagi sem fulltrúar ríkjanna tveggja gerðu með sér. Sambúð Frakka og Nýsjálend- inga hefur verið stirð frá því að upp komst um aðild leyniþjónustunnar að málinu, en einn maður lét lífíð þegar skipinu Rainbow Warrior var sökkt í höfninni í Auckland. Þá stóðu yfír tilraunir Frakka með kjamorkuvopn á eyjum þeirra í Kyrrahafi, og ætluðu Grænfriðung- ar að sigla inn á tilraunasvæðið í mótmælaskyni. Franska stjómin beitti stjómvöld á Nýja Sjálandi viðskiptaþvingunum til að knýja á um að leyniþjónustumennimir tveir yrðu látnir lausir, en án árangurs. Forsætisráðherra Frakklands, Jacques Chirac, sagði í gær að Frakkar hygðust hlíta samkomu- laginu út í ystu æsar. David Lange lét í ljósi ánægju með lyktir málsins, en áður hafði hann lýst yfír því að ekki kæmi til greina að leysa leyniþjónustumenn- ina úr haldi. Flestum, sem stóðu að spreng- ingunni á Rainbow Warrior, tókst að flýja frá Nýja Sjálandi, en þau tvö, sem náðust voru dæmd í tíu ára fangelsi fyrir manndráp. Talsmaður Chiracs sagði að leyniþjónustumennimir yrðu ráðnir til starfa við herstöð Frakka á einni þeirra. Þau mega ekki yfírgefa eyj- af eyjum Frakka í Kyrrahafí, en una án samþykkis ríkisstjóma ekki var greint nánar frá dvalarstað Frakklands og Nýja Sjálands. Svíþjóð: Átökum spáð um áfengisskatt Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. BÚAST má við pólitiskum átökum um áfengismál í Svíþjóð með haustinu. Stjórnarandstaðan hefur krafizt hærri skatta á áfengi og bindindishreyfingin og áhrifamenn á sviði félags- mála hafa fengið hluta stjórnarinnar til að leggja til að skattamir hækki um 10%. Bindindishreyfíngin hefur hmndið af stað áróðursherferð í fjölmiðlum og sakar þar Jafnaðar- mannaflokkinn og kommúnista um linkind og hik þegar áfengismál séu annars vegar. Fjöldi þing- manna þessara tveggja flokka mun leggjast gegn hækkun áfengis- skattsins þar sem það hefði áhrif til hækkunar verðbólgu. Verka- lýðssamtökin í Stokkhólmi segja hækkun áfengisskatts hótun við launþega, sem fallizt ^efðu á óverulegar kjarabætur í ár gegn loforði um að verðhækkunum yrði haldið í skefjum. Formaður stærstu bindindis- samtaka Svíþjóðar, Kjell E. J. Johansson, ritar grein í Afton- bladet í gær og segir þar að kommúnistar séu gíslar bindindis- stefnunnar. Mun hann þar eiga m.a. við það að oftlega eru birtar myndir af formanni kommúnista- flokksins, Lars Wemer, tevgandi sterkan bjór í báti sínum. Ef að líkum lætur hækkar sænska þingið áfengisskattinn í nóvember nk., en öruggt má telja að samþykktin verður ekki hávaða- laus. Með þvi að samþykkja hækkunina ekki fyrr hefði hún ekki áhrif til hækkunar eftirlauna- greiðslna árið 1987. Kæmi það niður á lífeyrisþegum, sem samtals eru rúmlega tvær milljónir. Stefnir því allt í heitar pólitískar deilur um áfengisskattinn í haust. 0DEXION heldur utan um hlutina MAXI-plastskúffur varðveita smáhluti Fyrirliggjandi: * Margar stæröir * Litir: Gulur Rauöur Grænn Blár Gerðar af meistarahöndum Útsölustaöir: LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun Ármúla 23 - Slmi (91 >20680 STRAUMRÁS SF. — Akureyri Slmi (96)26988 HARALD JOHANSEN — Skipa- og byggingavöruverslun Seyöisfiröi — Slmi (97)2205 LANDSSMIÐJAN HF. ÞRUMUTÆKI IBI*. frá VIDEOTÆKI VX-510TC Frábært tæki á verdi sem alfir ráda vid Adeins 31 -900 stgr. LMASJONVARP CBl 20 töpimu m/fjaritýringu 20 rásfr video inngangur Aðeins 29.950 'f Laugavegi 63 — Síml 62 20 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.