Morgunblaðið - 08.07.1986, Page 27

Morgunblaðið - 08.07.1986, Page 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986 27 IH^r^tntlrUikíU^ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Jafnvægi í byggð landsins að eru að verða miklar breytingar í þjóðfélag- fríu. Það verður hraðari þróun á næstunni varðandi fólksflutn- inga; fólki fækkar á yztu annesjum og í innstu dölum og augljóst er að það mun flytjast inn á þéttbýlisstaðina. Það er okkar meginverkefni á næstu árum hér að skapa til þess skil- yrði að þetta svæði nái því að verða öflugur þéttbýliskjami. Að við missum ekki fólk á Suðvest- urlandið." Það er Gunnar Ragnars, nýkjörinn forseti bæj- arstjómar Akureyrar, sem þannig kemst að orði í viðtali við Morgunbiaðið um sl. helgi. Valur Amþórsson, kaupfé- lagsstjóri á Akureyri, vakti athygli á því í erindi á aðalfundi SIS, , að þegar samvinnurekstur nam land á Islandi bjuggu 85% þjóðarinnar í strjálbýli en 15% í þéttbýli. Þessar tölur hafi nú snúizt við. 85 af hveijum hundr- að Islendingum búi nú í þéttbýli, aðeins 15 í stijálbýli. Sú þróun, sem Gunnar Ragn- ars, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjóm Akureyrar, sér fyrir, er sem sagt framhald mann- fjöldaþróunar í landinu, sem lengi hefur staðið og breytist vart næstu ár. Þrátt fyrir fólks- fækkun í sveitum veldur tækni- væðing landbúnaðarins því, ásamt breyttum neyzluvenjum, að búvömframleiðsla, sauðfjár- og mjólkurafurðir, er vemlega umfram innlenda eftirspum. Verðbólga, sem hér geisaði allan áttunda áratuginn og fram á þann níunda, hækkaði tilkostnað íslenzkrar búvömframleiðslu langt umfram söluverð erlendis, þann veg, að útflutningur bú- vöm varð nær útilokaður nema með háum útflutningsbótum. Þá gripu menn til þess þrautaráðs, sem umdeilt er, að setja á eins konar framleiðsluskömmtun, er kom illa við marga bændur, ekki sízt þá sem ráðizt höfðu í kostn- aðarsamar fjárfestingar. Gunnar Ragnars segir það meginverkefni sveitarstjóma á Norðurlandi á næstu ámm að skapa skilyrði til eðlilegs þétt- býlisvaxtar í landshlutanum, þann veg að líkleg tilfærsla fólks, úr sveitum í þéttbýli, verði innan landshlutans, og hann „missi ekki fólk á Suðvestur- landið". Gunnar telur höfuðverk- efni nýrrar bæjarstjómar á Akureyri að stuðla að fjölþætt- um atvinnumöguleikum, ekki sízt að „efla gmnnatvinnuveg- ina, vegna þess að allt annað byggist á þeim“. Meginmálið sé að byggja upp aðlaðandi um- hverfí, atvinnu og þjónustu, sem geri byggðarlögin fýsileg til framtíðarbúsetu. Ástæða er til að taka undir þau sjónarmið, sem forseti bæj- arstjómar Akureyrar setur fram. Æskilegt er að fólksflutningar, úr stijálbýli í þéttbýli, sem stað- ið hafa áratugum saman, séu fyrst og fremst innan landshluta. Það er mjög mikilvægt að halda landinu öllu í byggð. Fiskimiðin umlykja landið allt. Sama má segja um gróðurlendið umhverfís hálendið. Þrátt fyrir öra fram- vindu og nýjungar í atvinnulífí, hérlendis sem erlendis, verða gmnnatvinnuvegir okkar, land- búnaður og sjávarútvegur, lengi enn homsteinar þjóðarbúskapar- ins. Breyttir atvinnu- og þjóðlífs- hættir valda því að byggð í landinu hefur breytzt umtalsvert á tuttugustu öldinni. Hér hefur, að þessu leyti, orðið hliðstæð þróun og víðast annars staðar í veröldinni. Keppikeflið hefur verið að þróa atvinnulíf okkar að sem mestri arðsemi og auka svo þjóðartekjur, bæði með vax- andi verðmætasköpun og bættri viskiptastöðu út á við, að hér næðust hliðstæð lífskjör og bezt þekkjast annars staðar. Fjár- munir em að vísu ekki einhlítir þegar velferð fólks á í hlut, en hitt má ekki gleymast, að öll félagsleg þjónusta, menntakerfí, heilbrigðisþjónusta, almanna- tryggingar o.s.frv., sem og lífskjör hverskonar, hvíla kostn- aðarlega á atvinnulífínu og verðmætasköpun þess. Það er eðlilegt að sveitar- stjómir og landshlutasamtök setji sér það mark að styrkja og efla atvinnulíf í heimahögum, bæði með því að hlú að gmnnat- vinnuvegum og skjóta nýjum stoðum undir atvinnulífíð. Þann- ig telur forseti bæjarstjómar Akureyrar að næsta stóriðjufyr- irtæki, sem reist verður á íslandi, eigi að staðsetja nyrðra, við Eyjafjörð. Akureyri er um flest fyrir- myndarbær. Þar helzt í hendur gamalgróið menningarlíf og fjöl- þætt atvinnustarfsemi, sem hefur mikla breidd, þ.e. byggir nokkuð jafnt á landbúnaði, sjáv- arútvegi, iðnaði, verzlun og margs konar annarri þjónustu- starfsemi. Akureyri er um margt dæmi um, hvem veg svokölluð „landsbyggð“ getur haldið hlut sínum, þó íbúafjöldi hafí staðið þar í stað nokkur undanfarin ár. Ef „landsbyggðin" á að halda hlut sínum í mannfjöldaþróun næstu ára og áratuga verður að efla sveitarfélögin, sameina þau og stækka, og gera þau betur í stakk búin til að þjóna hlutverki sínu. Konur í þróunarlöndunum þurfa meira á aðstoð Sam- — segir Maureen Reagan, dóttir Bandaríkjaforseta „ÉG HAFÐI heitið sjálfri mér að heimsækja ísland frá því að við hófum undirbúning að kvennaráðstefn- unni í Nairobi í fyrra. Nú loksins gafst mér tækifæri til þess,“ sagði Maureen E. Reagan, dóttir Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, um ástæðuna til stuttrar heimsóknar hennar til landsins. Maureen, elsta dóttir forset- ans og fyrri konu hans, Jane Wyman, kom hingað á föstu- dag og dvaldist hér í boði banda- rískra stjómvalda, en hún hélt áleiðis aftur til Bandaríkjanna í morgun. Ekki var iðjuleysinu fyrir að fara hjá forsetadótturinni þessa ijóra daga, en hún tók m.a. þátt í hringborðsumræðum um stöðu kvenna í heiminum á sunnudaginn, ásamt um 20 konum sem framar- lega standa í jafnréttisbaráttunni hérlendis. Einnig var hún heiðurs- gestur í þjóðhátíðarboði banda- ríska sendiherrans á laugardag, en veisluhöldum hafði verið frestað hljómgrunn hjá Sameinuðu þjóðun- um. „Enginn vill segja mér af hveiju þessi hugmynd mín er ekki góð; ég fæ alltaf sama svarið: að það kosti of mikið. Ég trúi því ekki og mér hefur verið sagt að þessi nefnd hafi hist á hveiju ári fram til 1970. Sameinuðu þjóðirnar hafa eytt 20 milljónum dala í þijár alþjóðaráð- stefnur sl. 12 ár og þessi nefnd á að sjá um að ályktunum þessara funda sé fylgt eftir. Sameinuðu þjóðirnar virðast ekki reiðubúnar til að standa straum af kostnaðinum við það, en ég tel það mjög æski- legt að þessi málefni séu rædd á hveiju ári,“ sagði Maureen. „Það er skylda Sameinuðu þjóð- anna að fylgja eftir þeim ályktunum sem komu fram í Nairobi, því að það er ljóst að konur á Vesturlönd- unum munu gera nákvæmlega það sem þær ætla sér. í þróunarlöndun- um horfir hins vegar málið öðru vísi við: þar þurfa konur á Samein- uðu þjóðunum að halda til að ná fram rétti sínum." Hún sagði að Sameinuðu þjóðirn- ar veittu ekkert íjármagn nema gert væri ráð fyrir því í sérstakri sex ára áætlun og einnig í ákveð- inni fjárhagsáætlun sem nær til alira nefndanna. „Við höfðum ekki hugmynd um þessar áætlanir og enginn sagði okkur hvað við ættum að gera til að tekið yrði tillit til málefna okkar í þessum áætlunum. Við höfum komist að því að ekki verður gert ráð fyrir okkur í fjárhagsáætluninni 1988, en sú áætlun kemur ekki til framkvæmda fyrr en árið 1989. Af þessum sökum kemur ekkert til með að breytast fyrr en rúmum fjór- um árum eftir að Nairobi-sam- þykktimar voru gerðar, þótt við höldum okkar tímaáætlun." Yið gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er kerfis- þjoðfélag og það eina sem við erum að biðja um, er að fá að vera hluti af þessu skipulagi. Við erum ekki að fara fram á sérstaka fyrir- greiðslu, en ef gert er ráð fyrir öllum þessum alþjóðaráðstefnum um málefni æskunnar eða aldraðra í þessum fjárhagsáætlunum, af hverju er þá ekki tekið sama tillit til alþjóðlegu kvennaráðstefnunn- ar?“ „Þess vegna þarf nefndin að mínu mati að hittast á hveiju ári, til að hún geti leitt þessi mál til lykta og verið framkvæmdasöm, eins og aðrar hefðbundnar nefndir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Einu svörin sem við fáum er að þetta kosti allt of mikið, en við höfum reiknað það út að fundurinn, sem við ætlum að halda í janúar á næsta ári, komi til með að kosta um 300.000 dali. Ég reikna ekki með því að örlög Sameinuðu þjóðanna velti á slíkri fjárhæð, en þetta skipt- ir okkur öllu máli.“ Fulltrúar 32 landa eiga sæti í kvennanefndinni og skiptast sætin eftir heimshlutum. Maureen sagði að það væri undir hverri þjóð komið, hve hart þær ynnu að því að koma sínum fulltrúa að þegar kosið væri og hefðu íslendingar því sömu tækifæri til að komast í nefndina eins og aðrar þjóðir. Einn- ig væri algengt að þær þjóðir sem ekki ættu fulltrúa í nefndinni, sætu samt fundina og tækju þátt í öllum umræðum, en hefðu ekki atkvæðis- rétt. Maureen sagði að ekki hefði enn verið ákveðið hvenær næsta alþjóða kvennaráðstefnan færi fram, en sagði að talið væri iíklegt að hún yrði haldin árið 2000. Forsetadóttirin fylgir föður sínum að máli í flestum efnum, en um einn dag í tilefni af komu Maureen. Henni gafst ekki kostur á að skoða mikið af landinu, en fór þó í skoðunarferð til Þingvalla á sunnudaginn. Maureen E. Reagan er þekkt- ust fyrir framlag sitt til málefna kvenna, bæði í sínu heima- landi og einnig á alþjóðavettvangi. Hún var formaður sendinefndar Bandaríkjanna á kvennaráðstefn- unni í Nairobi í Kenýa í fyrrasumar og kynntist hún þar ísiensku sendi- nefndinni. Kviknaði þá áhugi hennar á að heimsækja ísland. „Á undirbúningsfundi undir kvennaráðstefnuna bárum við fram tillögu um hvemig bæri að forðast umræður um viðkvæm deilumál í stjómmálum á þinginu, þar sem það hefði verið ein helsta ástæða þess að kvennaráðstefnumar í Kaup- mannahöfn og Mexíkó skiluðu ekki tilætluðum árangri. Þegar kom að því að greiða atkvæði um tillögu okkar, sátu flestir fulltrúamir hjá og náði hún því ekki fram að ganga. íslensku fulltrúamir vom þeir einu sem stóðu með okkur og þá hét ég sjálfri mér að heimsækja landið," sagði hún í samtali við Morgun- blaðið í gær. Maureen var nýlega skipuð fulltrúi Bandaríkjanna í al- þjóðanefnd Sameinuðu þjóðanna, sem Qallar um stöðu konunnar í heiminum, en nefndin hittist annað hvert ár. Maureen hefur barist fyr- ir því að nefndin hittist hvert ár, en tillagan hefur ekki fengið góðan Maureen Reagan í hófi sem hald- ið var sl. laugardag í tilefni af komu hennar til landsins. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson það var að miklu leyti vegna af- skipta hans af stjómmálum sem áhugi hennar á stjómmálum vakn- aði. Afskipti mín af stjórnmálum y hófust eiginlega með for- setaframboði Richards Nixon árið 1960, en ég vann fyrir hann í kosn- ingabaráttunni. Konur höfðu sig ekki mikið í frammi í stjórnmálum þar til á sjötta áratugnum og kvennahreyfingar voru ekki stofn- aðar fyrr en í byijun sjöunda áratugarins. í forystu flestra þess- ara hreyfinga vom aðallega konur úr Demókrataflokknum, en við vor- um nokkrar úr Repúblikanaflokkn- um sem höfðum reynslu í stjómmálum og gerðumst félagar í jafnréttishreyfíngum, til að báðir flokkamir ættu sína fulltrúa þar. Það er bara áróður hjá demókrötum að segja að þeir séu þeir einu sem eitthvert tillit taka til kvenna. Ef við lítum á hlutfall kvenna og karla i þingsölum allra 50 ríkjanna, þá stjóma demókratar um tveimur þriðja af öllum sætunum. Samt eiga aðeins 100 fleiri konur úr þeirra röðum sæti á þingi, en frá Repúblik- anaflokknum.“ Maureen sagði að ein ástæða þess að ekki væm fleiri kon- ur á þingi en raun ber vitni, væri sú að hægt væri að bjóða sig fram í svo margar opinberar stöður í Bandaríkjunum. Því kysu konur fremur störf þar sem þeirra áhuga- mál væru í veði, t.d. í bæjarstjómir og skólanefndir. Víst eru margar konur sem em hæfar í þing- mennsku eða önnur enn ábyrgða- meiri störf, en þær hafa kannski meiri áhuga á skólamálum. Hvort kona yrði kosin forseti, eða varaforseti í nánustu framtíð, vildi Maureen ekki spá um, en taldi að nú væri rétti tíminn fyrir þær að bjóða sig fram. „Framboð Geraldine Ferraro var sögulegt, en það breytti litlu. Ég hef alltaf haldið því fram að áður en þessi öld yrði á enda, yrði kona komin í forsetastólinn, en það fer þó eftir ýmsu. Það em þúsundir karla sem gegna ábyrgðarstöðum, en samt em ekki nema örfáir sem hafa alla þá eiginleika sem almenn- ingur leitar eftir í forsetaefni. Til samanburðar em aðeins hundmð kvenna sem gegna slíkum stöðum og því mjög fáar sem teljast hæfar sem forsetar. Áður en kona verður kosin forseti, þurfum við í fyrsta lagi að koma fleiri konum í ábyrgð- arstöður og í öðm lagi að fá þær til að bjóða sig fram. Kosningar fara næst fram árið 1988 og það er kjörinn tími fyrir konur að fara í framboð. Nú em gengin í gildi sérstök lög sem gera hveijum sem vill, kleift að bjóða sig fram, því fyrir hveija 5.000 dali sem koma í kosingasjóð frambjóðandans í fimm ríkjum, bætir ríkissjóðurinn við sömu upphæð. Ef konur færa sér þetta ekki í nyt, þá verð ég bara að fara að leita mér að nýjum flokki kvenna." Maureen bauð sig fram til Öldungadeildar Bandaríkja- þings árið 1982, en náði ekki kjöri. Þegar hún var spurð hvers vegna hún byði sig ekki sjálf fram til for- seta í næstu kosningum, svaraði hún því til að hún hefði enga löng- un til að fara útí aðra kosningabar- áttu. Hún vildi ekki spá því hver yrði næsti forseti Bandaríkjanna, en taldi George Bush, varaforseta, hafa alla þá eiginleika sem til þarf til að ná kjöri. „Hann hefur gegnt mörgum embættum, s.s. verið varaforseti, verið yfírmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), formaður landsnefndar Repúblikanaflokks- ins, fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, svo það er varla hægt að finna hæfari mann. Hins vegar fer það mikið eftir al- mennu ástandi í landinu þegar kosningar fara fram, hver nær kjöri. Efnahagsástandið, utanríkis- mál og slíkt hefur mikið að segja um hvað gerist.“ Að margra dómi verður erfitt fyrir næsta forseta að feta í fótspor Ronalds Reagan, því að sjaldan hefur nokkur maður notið eins mik- ilta vinsælda meðal Bandaríkja- manna og hann. Maureen var ekki frá því að nokkurt sannleikskom væri í þeirri staðhæfingu. Konur í þróunarlöndunum þurfa á Sameinuðu þjóðunum að halda til að ná fram rétti sínum og því ber þeim skylda að fylgja eftir þeim samþykktum sem gerðar voru í Nairobi,“ sagði forseta- dóttirin. „Það er bara til einn Ronald Reagan. Hver og einn frambjóðandi í næstu kosningum á eftir að hafa sína eiginleika sem enginn annar er búinn og einhver verður að taka við stjórninni. En það er satt að það verður ekki öfundsvert starf fyrir þann, hver sem það nú verð- ur, að taka við af Ronald Reagan." Samband Maureen og forsetans er afar náið og sagði hún að þau eyddu eins miklum tíma saman og mögulegt væri. Á sama tíma og kvennaráðstefnan í Nairobi hófst í fyrra, kom í ljós að forsetinn þyrfti að gangast undir uppskurð, þar sem æxli var fjarlægt úr iðrum hans. Maureen sagði að það hefði verið erfiður tími og hún hafi átt í mik- illi baráttu við sjálfa sig um hvort hún ætti að hætta þátttöku sinni vi ráðstefnunni og snúa heim. „Susan, aðstoðarstúlka mín, færði mér tíðindin þegar ég sat fund á fyrsta degi ráðstefnunnar. Ég brást undarlega við og bað hana um að vera ekki að trufla mig á meðan ég væri í miðjum samninga- fundi. Tíu mínútum síðar rann upp fyrir mér hve alvarlegt Jietta var og fékk það mikið á mig. Ég hringdi í skurðlækninn nokkrum tímum áður en uppskurðurinn hófst og vakti hann af værum blundi, enda komin mið nótt í Washington. Svo hringdi ég í föður minn eftir að hann var kominn á ról og sagði honum að mér hefði þótt miður að hafa ekki verið hjá honum þegar hann var svona veikur. Hann sagði bara „Góða, hafðu ekki áhyggjur af því; þú varst að sinna þínum skyldustörfum og hefðir gert lítið gagn hér á meðan.“ Ég sagði hon- um að ég hefði verið svo fullviss að hann myndi svara mér svona, að ég ákvað að fara hvergi." s Eiginmaður Maureen er Dennis Revell, kaupsýslumaður í Sacra- mento í Kalifomíu, en Maureen býr sjálf í Los Angeles. Þau eru bam- laus, en Maureen sagðist samt eiga tvö „I)öm,“ sem væm hundamir hennar. Annar þeirra væri 16 ára og lamaður og hinn væri fjögurra mánaða hvolpur, sem þrátt fyrir ungan aldur, hefði nýverið gengist undir hjartaskurðaðgerð. Þeir væm hennar líf og yndi, en hún ferðaðist mikið og sæi þá því ekki eins oft og hún óskaði. Þeim fáu frístundum sem henni gefast, sagðist Maureen veija í saumaskap og lestur, eða annað sem hægt væri að stunda um borð í flugvél. Hún hefur einnig gefið sig mikið að sjálfboðavinnu í þágu gigtveikra og sykursjúkra og hefur staðið fyrir mörgum fjáröflunar- herferðum í því skyni. „Móðir mín átti vinkonu sem lést úr gigtveiki og tók hún þá að vinna mikið fyrir samtök til hjálpar gigt- veikum. Yfirleitt er ekki talið að fólk deyi af þessum sjúkdómi, en það er engu að síður satt. Eitt sinn var móðir mín að stjórna heljarmik- illi söfnun þar sem tekið var á móti framlögum gegnum síma í 20 klukkustundir samfleytt og bað hún mig að koma við til að hjálpa. Eft- ir það fékk ég áhuga á málefnum gigtveikra og hef reynt að hjálpa til eins og ég get í yfir 20 ár.“ Þótt Maureen hafi einungis dval- ist á Islandi í fáeina daga, sagðist hún vera mjög hrifin af landinu. Sagðist hún vissulega hafa kosið að eyða meiri tíma hér, en vildi gjaman koma hingað aftur. Texti/Helga G. Johnson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.