Morgunblaðið - 08.07.1986, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ1986
AKUREYRI
Verktakar vondaufir um
að atvinna aukist við
byg'g'ingaframkvæmdir
SAMDRÁTTUR í byggingar-
iðnaði á Akureyri hefur verið
gríðarlega mikill á síðustu árum.
Þær upplýsingar fengust hjá
Byggingarfulltrúaembættinu að
árið 1979 hefðu 206 íbúðir verið
gerðar fokheldar, þar af voru
35 einbýlishús, 65 í raðhúsum og
106 í fjölbýlishúsum. Á síðasta
ári voru hins vegar einungis 8
íbúðir gerðar fokheldar á Akur-
eyri; fjórar íbúðir í einbýlis-
húsum og fjórar i raðhúsum.
Árið 1980 fækkaði fokheldum
ibúðum nokkuð frá árinu áður
og árið eftir hafði samdrátturinn
komið verulega í fjós, en þá voru
einungis 87 íbúðir gerðar fok-
heldar. Næstu þijú ár á eftir
voru að meðaltali 56 íbúðir gerð-
ar fokheldar. Þessar tölur gefa
Ijósiega til kynna þann samdrátt
sem orðið hefur á sviði bygginga
á síðustu árum.
Þessi samdráttur hefur haft
ýmislegt í för með sér, svo sem
brottflutning fólks í byggingar-
iðnaði, svo og flótta úr starfsgrein-
inni yfirleitt.
Ársverkum trésmiða
hefur fækkað um 400
Guðmundur Guðmundsson, for-
maður Trésmíðafélags Akureyrar,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að á árunum 1979 og 1980 hefðu
ársverk trésmiða á Eyjafjarðar-
svæðinu verið um 900 en nú er
ekki nema um 500 ársverk að hafa.
Sagði hann að þetta hefði jafnframt
haft í för með sér verulega fækkun
á iðnnemum í greininni og hefði
þeim fækkað úr um það bil 200 í
20. Þá sagði hann að um 120 tré-
smiðir hefðu flust úr bænum á
þessum árum eða snúið sér að öðr-
um störfum. Hann bætti því við að
sér sýndist sem fækkunin ætlaði
að verða hvað mest á þessu ári, en
nú þegar hefðu 30 smiðir hætt
störfum í bænum. „Ég óttast að
stærri hópur en áður eigi eftir að
fá sér annað að gera og það má
búast við verulegum samdrætti hjá
byggingafyrirtækjum þegar fram-
kvæmdum við Leirubrúna og
Verkmenntaskólann lýkur," sagði
Guðmundur.
Morgunblaðið leitaði upplýsinga
hjá nokkrum byggingaverktökum á
Akureyri og spurði þá hvemig þeim
litist á útlitið um þessar mundir í
atvinnugreininni.
Ekki útlit fyrir
breytingar næstu
tvö til þrjú árin
„Ástandið í byggingariðnaðinum
er nokkuð misjafnt hér á Norður-
landi, en einna verst er það hér á
Eyjafjarðarsvæðinu," sagði Ingólf-
ur Jónsson, formaður Meistarafé-
lags Norðurlands og forstjóri
trésmiðjunnar Reynis. „Hér hefur
stöðugt orðið minni og minni at-
vinna í atvinnugreininni frá árinu
1980 og ég kem ekki auga á að
útlit sé fyrir breytingu á næstu
tveimur til þremur árum.“
Ingólfur sagði að á árunum 1982
og 1983 hefði samt sem áður orðið
vart svolítillar uppsveiflu en sagði
skýringuna vera þá að framkvæmd-
um hefði verið flýtt á þeim árum.
„Sumir vilja meina að of mikið hafí
verið byggt á árunum á undan, frá
1975 til 1980, en því er við að
bæta að ekki var á þeim árum byggt
umfram eftirspum, en hún var mik-
il þá, og ávallt staðið svo að málum
af hálfu bæjarins að nóg væri til
af lóðurn" sagði Ingólfur.
Hann gat þess að á Akureyri
hefði mikil úrvinnsla landbúnaðar-
afurða og mikill sjávarútvegur
ásamt iðnaði, skapað töluvert jafn-
vægi í atvinnulífínu þrátt fyrir
erfíðleika í rekstri.
„Öll uppbygging hér á landi hef-
ur átt sér stað fyrir sunnan, á
höfuðborgarsvæðinu, síðustu sex
ár. Þar hafa allar framkvæmdir í
þjónustu og hótelrekstri, svo og á
vegum þess opinbera verið talsverð-
ar. Einnig hefur nokkur uppbygg-
ing átt sér stað á vegum hersins.
Um landsbyggðina gildir annaið; þar
er atvinnuuppbygging minni og
með öðrum hætti en verið hefur á
undanfömum 40 ámm. Hér á Akur-
eyri hefur því orðið vaxandi þáttur
í starfí byggingarmanna að sjá um
viðhald á húsum. Það má því
kannski segja að pípulagningamenn
og trésmiðir hér hafí farið hvað
verst út úr þessum samdrætti á
meðan málarar og múrarar hafa
haldið sínum hlut að miklu leyti.
Við hér hjá trésmiðjunni Reyni
höfum því farið meira inn á þá línu
að hafa hér á boðstólum vömr og
annað þess háttar sem að viðhaldi
lýtur. Hins vegar höfum við þurft
að fækka starfsmönnum talsvert
sem ekki er skrýtið í ljósi þess að
allmörg fyrirtæki á þessu sviði hafa
lagt upp laupana á síðustu ámm.
Ef ekkert verður að gert í sam-
bandi við atvinnulíf, eða reynt með
einhverju móti að efla hér menntun-
armöguleika, til dæmis með stofnun
háskóla, eða eflingu þjónustu má
búast við jafnlélegu ástandi næstu
ár. Hins vegar tel ég að efla þyrfti
Akureyri sem höfuðstað Norður-
Sigurður Sigurðsson
lands. Innan þriggja ára verður
ekki nema um einnar klukkustund-
ar akstur milli Akureyrar og til
dæmis Sauðárkróks og Húsavíkur
og kannski ekki óeðlilegt að fólk
frá þessum stöðum leiti því meira
hingað varðandi þjónustu af ýmsu
tagi,“ sagði Ingólfur að lokum.
Þörf fyrir byggingar-
iðnað takmarkast af
atvi n nuup p by ggingu
Gísli Bragi Hjartarson hjá Híbýl-
um hf. sagði að vemlegur samdrátt-
ur hefði átt sér stað hjá fyrirtækinu
síðan mest var að gera á ámnum
1975-78; þá hefðu milli 60 og 70
manns starfað hjá fyrirtækinu en
nú væm um það bil 30 manns starf-
andi hjá því. „Það má segja að
einungis opinberir aðilar byggi í
dag. Til dæmis em þau verkefni
sem við emm með í dag, Glerár-
kirkja og múrverk í elliheimilinu
Hlíð. Önnur verk em það smá að
varla tekur að telja þau upp,“ sagði
Bragi. „Þá var einnig verið að semja
við okkur um verkefni upp á tíu
milljónir króna en við gemm ráð
fyrir að ljúka því fyrir áramót. Við
höfum því ekki verkefni fyrir okkar
mannskap nema næstu mánuði.
Ég held að þörf fyrir byggingar-
iðnað á hverjum stað takmarkist
af atvinnuuppbyggingu. Hjöðnun
verðbólgunnar gæti hins vegar haft
þau áhrif að fjörkippur færðist í
atvinnulífið, en það er náttúrlega
erfitt að fullyrða eitt né neitt um
þessi mál. Við hér á Akureyri höfum
haft tvo stóra atvinnuuppbyggjend-
ur; KEA og SÍS, en það er ekki
hægt að búast við að þeir byggi
hér endalaust. Annars er ég bjart-
sýnn á framtíðina fyrir hönd
byggingariðnaðarins á Akureyri.
Ég á hlut að meirihlutasamstarfi í
bæjarstjóm og það verður leitað
leiða til að glæða atvinnulífíð í
bæjarfélaginu og takist það má
búast við meiri framkvæmdum á
sviði bygginga," sagði Bragi.
Tap á mörgum fram-
kvæmdum vegna mik-
illar samkeppni
„Það er í sjálfu sér ekki hægt
að tala um að við hjá Norðurverki
Ingólfur Jónsson
Morgunblaðið/Krifltinn
ti':< í
Guðmundur Guðmundsson
GísU Bragi Hjartarson
Franz Árnason
höfum þurft að draga seglin mikið
saman vegna þess að við vorum
ekki svo mikið í íbúðarbyggingum.
Það sem af er þessu ári höfum við
haft nóg að gera í þeim hluta starf-
seminnar sem lýtur að byggingum
en aftur minna í jarðvegsvinnu.
Hins vegar sjáum við fram á verk-
efnaleysi efir tvo til þijá mánuði,"
sagði Franz Árnason framkvæmda-
stjóri Norðurverks hf.
Hann sagði einnig að öll vinna
við byggingar og jarðvegsvinnu
hefðu verið á svo lágu verði undan-
farin ár að tap hfði verið á mörgum
framkvæmdum. Sagði hann a þetta
væri til komið vegna aukinnar sam-
keppni, því þeir væru nokkuð
margir sem berðust um hvert verk.
Aðspurður um hvort fækka hefði
þurft mannafla kvað hann svo ekki
vera. „Við höfum viljað hafa þjálf-
aðan mannskap í vinnu frekar en
að segja fólki upp og því er starfs-
mannafjöldinn nokkum veginn sá
sami og undanfarin ár,“ sagði
Franz. „Við höfum líka fengið nokk-
ur stór verkefni að undanfömu, svo
sem Leirubrúna, sem er stærsta
brúarverkefnið sem mér vitanlega
hefur verið boðið út á vegum Vega-
gerðarinnar. Einnig höfum við verið
með tvo áfanga við Verkmennta-
skólann, en þessum verkefnum
lýkur ekki seinna en í september
og ekki fyrirsjáanlegt hvað tekur
við, því það eru engin merki þess
að hér séu bggingarframkvæmdir
að aukast.
Við höfum brugðið á það ráð áð
taka þátt í útboðum víðar en hér á
Akureyri, til dæmis buðum við í
byggingu flugstöðvarinnar á
Keflavíkurflugvelli og einnig í kísil-
málmverksmiðjuna. Og eins og
komið hefur fram í fréttum þá buðu
Eyfirskir verktakar, sem Norður-
verk er aðili að, í byggingu skóla
og sútunarverksmiðju á Grænlandi
en ekki er enn Ijóst hveijir hljóta
það verkefni."
Höfum reynt að skapa
okkur verkefni
„Fyrirtækið sem ég rek er ekki
nema átta ara gamalt og því nær
einungis verið starfandi síðan sam-
drátturinn varð í byggingariðnaðin-
um hér á Akureyri," sagði Sigurður
Sigurðsson, eigandi fyrirtækisins
S.S. Byggir. „Síðan árið 1980 hefur
átt sér stað um 100% aukning á
mannskap og nú eru 19 manns í
vinnu hjá mér, þar af tíu smiðir.
Það heflir verið alveg nóg að gera
fyrir þennan mannskap þannig að
ég get lítið barmað mér. Við erum
að ljúka við síðasta áfanga Síðu-
skóla, þannig að hægt verði að
hefja þar kennslu 1. september, þá
erum við einnig að reisa raðhús við
Vestursíðu og vonumst til að geta
hafíð byggingarframkvæmdir á
fjölbýlishúsi og raðhúsi við Hjalla-
lund sem fyrst, en þar er gert ráð
fyrir tæplega 60 íbúðum.
Það er hins vegar ekki hægt að
segja að við höfum tekið mikinn
þátt í að bjóða í verk, heldur höfum
við verið í að byggja iðnaðarhús-
næði og selja, og nú höfum við
verið í byggingu íbúðarhúsnæðis í
sama skyni eftir að ekki var lengur
þörf fyrir iðnaðarhúsnæði. Síðu-
skóli er fyrsta byggingin sem við
bjóðum í. Það má eiginlega segja
að við höfum sjálflr reynt að skapa
okkur verkefni, á dauðum tímum
verður að reyna hvað hægt er að
standa svoleiðis að málum. Mér
virðist hins vegar sem áhugi fyrir
íbúðabyggingum sé að glæðast um
þessar mundir og held ég að þar
sé nýju húsnæðislánakerfí að
þakka,“ sagði Sigurður Sigurðsson
að lokum.
Björgvin EA:
22 bönd
beygluð á
bakborðshlið
Akureyri.
BJÖRGVIN EA frá Dalvik var
tekinn upp i slipp hjá Slippstöð-
inni hf. i gær. Skipið skemmdist
siðastliðið fimmtudagskvöld er
það tók niðri á Innstalandsskeij-
um við Sauðárkrók.
Við skoðun kom í ljós að 22 bönd
í skipinu bakborðsmegin eru beyg-
luð svo og stefni þess. Reiknað er
með því að það taki að minnsta
kosti eina, jafnvel tvær, vikur að
gera við skemmdimar.