Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 31

Morgunblaðið - 08.07.1986, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1986 Plastiðjan yfirtekur Ako-pokann Akureyri. 1. JÚLÍ síðastliðinn yfirtók Plastiðjan Bjarg á Akureyri plastpokadeild Plasteinangr- unar hf., Ako-pokann. í fréttatilkynningu frá Bjargi segir: „Hér er um veruleg þátta- skil í starfsemi Plastiðjunnar að ræða þar sem fyrirtækið hefur fram til þessa sérhæft sig í fram- leiðslu á raflagnaefni í bygging- ariðnað. Þessi sérhæfing hefur haft í för með sér að sveiflur í byggingariðnaði hafa endur- speglast í starfsemi Plastiðjunn- ar. Með tilkomu plastpokafram- leiðslunnar verður hér veruleg breyting á. Plastiðjan Bjarg, og nú Ako-pokinn, eru í eigu Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, sem hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að stuðla að auknum atvinnutæki- færum fyrir fatlaða. Með tilkomu Ako-pokans er gert ráð fyrir að þar verði störf fyrir 4-6 fatlaða starfsmenn. í framhaldi af þessu vill Sjálfsbjörg koma á framfæri sérstöku þakklæti til stjórnar og framkvæmdastjóra Plasteinangr- unar hf., þar sem fram hefur komið í samningi um kaupin sér- stakur velvilji í garð félagsins." Sveinn Bjömsson deildarstjóri í Plastiðjunni sagði í samtali við Morgunblaðið að tveir starfs- menn sem unnið hafðu hjá Plasteinangrun við framleiðslu Ako-pokans kæmu til starfa hjá Plastiðjunni, en annar þeirra, Friðrik Ágústsson, hefur starfað við plastpokaframleiðsluna frá upphafí, frá árinu 1972. Sveinn sagði að 10 dagar væra síðan fyrstu þreifíngar um kaupin hefðu farið fram — en skrifað var undir samning í gær. „Eftir fyrsta fund var ljóst að þetta var mjög áhugavert fyrir okkur. Það þarf að fara út í talsverðar fjár- festingar til að vinna fyrirtækið upp — fjárfestingar sem Plastein- angran treysti sér ekki út í í þessum hluta rekstursins þar sem þeir era í miklum fjárfestingum á öðram sviðum.“ Sveinn vildi ekki gefa upp neinar tölur varðandi kaupverð á fyrirtækinu, „en ég get sagt að þeir komu mjög á móts við okkur í þessum samningum". Þáttur um M-hátíðina Akureyri. 35 mínútna þáttur um M- hátíðina á Akureyri verður sýndur í sjónvarpinu í kvöld. Það er Samver sf. á Akureyri sem gerði þáttinn fyrir Ríkisútvarpið. „Þetta er vonandi trúverðug mynd af hátíðinni," sagði Ólafur H. Torfason, sem hafði umsjón með gerð þáttarins, í samtali við Morgunblaðið. „Ég legg gífur- lega áherslu á íslenska tungu, eins og gert var á hátíðinni sjálfri. Hátíðin einkenndist af stórsókn Sverris Hermannssonar til vemdunar íslenskri tungu — ég læt það einkenni njóta sín.“ Flutt verða tónlist, erindi, ljóð, söngur og sýndar svipmyndir af málverkum sem sýnd vora á hátíðinni og þá era viðtöl við fjölda hátíðargesta. 31 Maraþonsund á Tálknafirði Tálknafirði. Maraþonsund var synt í sund- lauginni hér á laugardag og var synt í 24 tíma samfleytt. Þátttak- endur voru um 50 börn á aldrinum 7—15 ára. Hugmyndina að þessu sundi átti Ingibjörg Guðmunds- dóttir, íþróttakennari hér á staðnum og var hún, ásamt Kristínu Magn- úsdóttur, aðaldriffjöðrin í því að hrinda þessu í framkvæmd, einnig unnu foreldrar við tímatöku, skrán- ingu o.fl. Tilgangurinn með þessu sundi var tvíþættur, annars vegar að efla almennan sundáhuga, sem þó er ærinn fyrir, sem meðal annars má marka af því, að öll 7 ára böm hér munu vera synd. Hins vegar var tilgangurinn að safna fjárframlög- um til framkvæmda við íþróttahús- ið. Forsaga þess máls er sú, að árið 1977 var tekin fyrsta skóflu- stungan að nýju íþróttahúsi og* félagsheimili hér á staðnum, og nú, 9 árum síðar, er húsið enn ekki fokhelt, enda í mikið ráðist af fá- mennu sveitarfélagi. Daginn áður en sundið hófst gengu bömin fylktu liði í hvert hús og fyrirtæki kaup- túnsins og söfnuðu áheitum. Eins og áður sagði hófst sundið kl. 5 í gær og var synt stanslaust til kl. 5 í dag, samtals syntu krakkamir 60,540 km og má það teljast frábær árangur, ef ekki Íslandsmet. Krakk- arnir sýndu mikinn samhug og dugnað og gistu mörg þeirra í tjöld- um við sundlaugina og var þar glati á hjalla. Veðurguðimir léku líka við sundfólkið með björtu veðri en hiti fór þó niður í 3 stig um nóttina. Árangur söfnunarinnar lét ekki á sér standa og söfnuðust um 200 þúsund krónur, meðal annars kom áheit frá löngu brottfluttum Tálkn- fírðingi. Ekki má gleyma framtaki Kvenfélagsins Hörpu til styrktar málefninu, en félagskonur efndu til grillveislu nú í hádeginu við góðar undirtektir gesta, allur ágóði rennur að sjálfsögðu til íþróttahússins. JoðBé Börnin safna áheitum. Leiðrétting' í GREIN um Kattholt, húsbyggingu Kattavinafélags íslands, þann 5. þ.m. misritaðist húsnúmer núver- andi aðseturs félagsins. Hið rétta er Reynimelur 86 og er tekið við framlögum þar. Einnig var rangt farið með nafn kattar á mynd sem fylgdi greininni, hið rétta er að hann heitir Runólfur. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistök- um. ■* Yngstu þátttakendurnir ásamt timavörðum. SPEEDi m I Ferðanefnd BSRB Grettisgötu 89 Sími 29644 105 Reykjavík Fimm — landa — sýn — Alpafjöllin frá öllum hliðum Ferðanefnd BSRB býður upp á tveggja vikna rútuferð, auk viku dvalar við Zell-am-see í Austurríki — 19. júlí — 10. ágúst Örfá sæti laus vegna forfalla. Beint f lug til Salzburg. Frábær ferð sem kostar aðeins 46.000 krónur Schaffhausen 2 nætur •O—- I FERÐAAÆTLUN Þýskaland o Salzburg 1 nótt v i nou -T.O Sviss 250 km W ' 200 km Fussen ----3 nætur ________________" •53/ O Zell am See . 6 nætur Austurríki \ Villach ■tí 2 nætur ^O O Lech 2 nætur Innsbruck "ÍSffto^ 03n*tur íslensk fararstjórn. Innifalið: Flug, gisting á góð- um hótelum, þriggja og fjög- urra stjörnu — með hálfu fæði í rútuferðunum og akstri á milli staða. Meðan dvalið er í Zell, þurfa þátttakendur að sjá sjálfir um og kosta fæðið. Allar nánari upplýsingar um ferðirnar eru gefnar á skrifstofu ferðanefndar BSRB að Grettisgötu 89, eða í síma 29644, milli kl. 17.00 og 19.00 rúm- helga daga. O 11 a I í a Cortina 2 nætur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.