Morgunblaðið - 08.07.1986, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR8. JOU 1986
4.
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Býtibúr
Veitingastaður nálægt miðborginni óskar
eftir að ráða konu á aldrinum 30-50 ára til
starfa í býtibúri.
Starfið felst í afgreiðslu á kaffi, víni, tóbaki
o.fl. til þjóna.
Unnið er á tvískiptum vöktum og þarf viðkom-
andi að geta hafið störf 25. júlí.
Lysthafendur leggi inn umsóknir ásamt upp-
lýsingum um fyrri störf á augld. Mbl. fyrir
14. júlí, merkt: „Þ-5968“.
Stúlka óskast
íslensk hjón , sem bæði stunda læknisnám
í Lundi í Svíþjóð óska eftir traustri og barn-
góðri stúlku til að gæta tveggja barna hluta
úr degi og hjálpa til við heimilisstörf. Mögu-
leikar eru á að stunda ýmiss konar nám fyrri
hluta dags.
Þær stúlkur sem áhuga hefðu á starfi þessu
vinsamlegast leggi nöfn sín ásamt upplýsing-
um inn á augld. Mbl. í síðasta lagi 12. júlí,
merkt: „Lundur".
Skrifstofustarf
Framleiðslu- og innflutningsfyrirtæki í
Reykjavík óskar að ráða starfsmann til al-
mennra skrifstofustarfa.
Umsóknir með upplýsingum er skipta máli
sendist augld. Mbl. fyrir 11. júlí merkt:
„05967“.
Ensku- og þýsku-
kennarar
SamvinnuskóNnn á Bifröst auglýsir kennara-
störf í ensku og þýsku.
Stöfrin geta vel hentað hjónum saman. Fjöl-
skylduíbúð fylgir og möguleikar á aukastörf-
um.
Umsóknir með upplýsingum sendist skóla-
stjóra Samvinnuskólans á Bifröst (póstfang:
311 Borgarnesi) og hann veitir upplýsingar
(sími: 93-5001).
GILDIHF
i Inóiel'
iJaoa,
Starfsfólk óskast
Óskum eftir að ráða starfsfólk í kvöld- og
helgarvinnu (uppvask). Yngri en 25 ára koma
ekki til greina.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri á staðn-
um og í síma 29900 (309) frá kl. 9.00-13.00
næstu daga.
Giidihf.
§ jg HAGVIBKI HF
% §§ SiMI 53999
Sumarmenn
Vantar vana meiraprófsbílstjóra og vélamenn
til afleysinga nú þegar. Fæði á staðnum.
Uppl. gefur starfsmannastjóri í síma 53999.
Sveitarstjóri
Staða sveitarstjóra í Kjalarneshreppi er laus
til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí
nk. Upplýsingar gefur Jón Ólafsson oddviti
sími 666044.
Sveitarstjórn Kjaiarness.
Seltjarnarnesbær
Starfsfólk
á barnaheimili
Laus eru störf aðstoðarfólks á barnaheimil-
um bæjarins. Um er að ræða heils- og
hálfsdagsstörf. Laun skv. kjarasamningi
Seltjarnarnesbæjar.
Nánari upplýsingar um störfin gefur for-
stöðumaður Sólbrekku í síma 611961 og
félagsmálastjóri, bæjarskrifstofum, í síma
612100.
Hjúkrunarfræðingar
Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við
heilsugæslustöðvar eru lausar til umsóknar
nú þegar.
1. Heilsugæslustöðin á Höfn í Hornafirði.
Staða hjúkrunarforstjóra. Staðan verður
veitt frá 17. júní 1986.
2. Heilsugæslustöðin á Þórshöfn. Staða
hjúkrunarfræðings, sem verður veitt frá
1. september 1986.
3. Heilsugæslustöðin á Sauðárkróki. 1,5
stöður hjúkrunarfræðinga. Stöðurnar
verða veittar frá 1. september 1986.
4. Heilsugæslustöðin á Patreksfirði. Staða
hjúkrunarforstjóra, sem verður veitt frá
1. október 1986.
5. Heilsugæslustöðin á Kirkjubæjarklaustri.
Staða hjúkrunarfræðings eða Ijósmóður,
frá 1. júlí til 31. október 1986.
6. Heilsugæslustöðin í Reykjahlíð, Mývatns-
sveit. Staða hjúkrunarfræðings frá 1.
september til 15. september 1986.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf við hjúkrun, sendist heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 1. ágúst
1986.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
30. júní 1986.
Hafnarstræti 5.
Kona óskast
til afgreiðslustarfa í versluninni Veiðimaður-
inn. Upplýsingar í síma 16760.
Verkstjóri
Fyrirtæki í fataiðnaði óskar eftir verkstjóra.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf legg-
ist inn á augld. Mbl. fyrir föstudaginn 11.
júlí 1986. Merkt: „K-0100“.
Meinatæknar
Á rannsóknadeild Landakotsspítala verða
tvær stöður lausar í haust (í sept. eða okt.).
Umsóknarfrestur er til 6. ágúst nk.
Nánari uppl. gefa yfirlæknir og deildarmeina-
tæknar.
Starfsfólk óskast
Óskum eftir starfsfólki í uppvask. Vakta-
vinna. Uppl. á staðnum eða í síma 36737
eða 37737
Múlakaffi.
Trésmiðir
Trésmiðiróskast. Næg vinna framundan.
Uppl. í síma 82204 milli kl. 13-17.
Álftárós hf.
cisi
Afgreiðslustarf
Stúlka óskast nú þegar til afgreiðslustarfa
hjá Café — Myllan, Skeifunni 11.
Vinnutími frá kl. 11.00-18.30 annan hvern
dag, virka daga.
Uppl. á staðnum milli kl. 17.00-18.00.
Brauð hf.,
Skeifunni 11.
Atvinna óskast
Kona yfir fertugt óskar eftir atvinnu, ýmislegt
kemur til greina. Hef unnið ýmisleg störf
hjá sama fyrirtækinu síðustu árin. Vaktavinna
kemurtil greina.
Upplýsingar í síma 15233.
-S is §
pliOírjSttmMíiSjnilð
Askriftarsíminn er 83033
4